Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLJÓMSVEITIN JJ SoulBand er sumum lands-mönnum að góðu kunn.Hún var stofnuð árið 1993 og hefur starfað síðan með hléum. Hún er skipuð þeim J.J. Soul söngvara, Ingva Þór Kormákssyni píanóleikara, Edvarði Lárussyni gítarleikara, Stefáni Ingólfssyni bassaleikara og Ingvi Rafn Ingva- son leikur á trommur. Vörumerki hljómsveitarinnar er kannski ekki síst rámur söngur J.J. Soul og frum- samdar tónsmíðar hans og Ingva Þórs Kormákssonar, aðallega blús- og djassættar. Hljómsveitin kemur fram á djasshátíðinni á Egilsstöðum núna í vikunni sem og á Akureyri og í Reykjavík. Á tónleikunum flytur hljómsveitin mestan part erlent efni í léttum dúr. Í burðarliðnum er jafn- framt þriðji geisladiskurinn. Viðurkenningar John J. Soul, jafnan nefndur J.J., er búsettur í Oxford en samstarf hans og Ingva Þórs Kormákssonar hefur vakið athygli út fyrir land- steinana. Fyrsta plata hljómsveitar- innar, Hungry for News, kom út 1994 og 1997 kom út City Life. Hljómsveitin vann til fyrstu verð- launa fyrir titillag þeirrar plötu í Rytmablús/djass-flokki alþjóðlegu lagasmíðakeppninnar USA Song- writing Contest árið 1997 en árið áður hafði lagið „Watch Out“ unnið önnur verðlaun í annarri lagasmíða- keppni; Hastings International Songwriters Contest. Fleiri lög hljómsveitarinnar hafa hlotið viður- kenningar erlendis. J.J. Soul bjó hér á landi um árabil og starfaði sem myndlistarkennari. Hann kveðst sakna landsins; bjartra nátta og viðkunnanlegra og drykkfelldra Íslendinga. „Mig lang- ar mikið til að flytja aftur hingað og líklega gerist það fyrr en síðar,“ segir John. Söguleg skáldsaga J.J. er reyndar ekki við eina fjöl- ina felldur því hann starfar einnig sem rithöfundur og hafa tvær sögu- legar skáldsögur eftir hann verið gefnar út í Englandi, þ. á m. ein sem að hluta til gerist á Íslandi á þjóð- veldisöld. J.J. kveðst hafa orðið fyr- ir miklum áhrifum í menntaskóla þegar hann las Íslendingasögurnar og gat ekki beðið eftir að komast til landsins og upplifa umhverfið. Bók- in hafi verið hans aðferð til þess að vinna úr þeim áhrifum. „Nú er ég kominn hingað aftur til þess að gera þriðja geisladiskinn. City Life var vel tekið og ég held að geisladiskurinn sem nú er í smíðum verði enn betri. Vonandi mun ein- hverjum falla hann vel í geð en víst er að sumir munu ekki þola hann, sem er hið eðlilega ástand hjá okk- ur,“ segir J.J. Vinna við diskinn hófst reyndar í fyrrasumar þegar tekin voru upp tíu lög en síðan hefur farið fram sí- unarferli og eftir standa aðeins 6–7 lög sem verða notuð á diskinn og verður nýjum bætt við núna. „Við leitum eftir heildstæðum svip. Það skorti nokkuð á það á fyrstu plöt- unni okkar en á City Life var rauði þráðurinn í öllum lögum borgin í öll- um sínum mismunandi myndum. Þemað á nýju plötunni er í raun sjálfskoðun, eða hvernig við metum hlutina. Dæmi um það er lagið „Angelique“, sem er dálítið skrítin saga um stúlku sem vinnur á bar. Það eiga sér allir sögu – við bara sjáum þær ekki allar. Mér fannst gott að setjast niður á Kaffi Reykja- vík og velta fólki fyrir mér. Ég hef skrifað að minnsta kosti sex söng- texta þar. Ég er hins vegar mjög sjálfsgagnrýninn þegar kemur að textum og því sem ég er ekki fylli- lega ánægður með breyti ég eða hegg það í burtu. Stundum bjargar Ingvi Þór líka veikum texta með góðri tónlist,“ segir J.J. Heildarútgáfa Diskurinn kemur að líkindum út fyrir næstu jól. Hljómsveitin er með forleggjara í Bandaríkjunum sem stefnir að því að setja geisladiska hennar á markað í einum kassa. „Þetta verður þriðja platan okkar sem er tekin upp í hljóðveri en við eigum líka eina sem var tekin upp á tónleikum í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum sem hefur ekki verið gefin út. Mér finnst hún hljóma vel en Ingvi Þór er ekki á sama máli og vill helst ekkert kannast við hana. En ég sæi fyrir mér að þessi diskur gæti farið með hinum þremur í kassann því ég veit að fólki falla tón- leikaupptökur almennt vel í geð.“ En þangað til nýi diskurinn kem- ur út geta aðdáendur JJ Soul Band hlakkað til tónleikanna á Egilsstöð- um í kvöld sem verða setningartón- leikar hinnar árlegu djasshátíðar þar í bæ. Einnig spilar hljómsveitin í Deiglunni á Akureyri nk. fimmtu- dag og í Stúdentakjallaranum 18. júlí nk. Sögur í tónlist JJ Soul Band opnar djasshátíðina á Egilsstöðum í dag og vinnur nú að upptökum á þriðja geisladisk sín- um. Guðjón Guðmunds- son ræddi við J.J. Soul, annan forsprakka hljómsveitarinnar af þessu tilefni. Morgunblaðið/Arnaldur Silfurhærður JJ Soul og bandið hans. JJ Soul Band heldur setningartónleika djasshátíðarinnar á Egilsstöðum gugu@mbl.is FIMMTÁNDA djasshátíð Egils- staða hefst í kvöld í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum og stendur í fjóra daga. Yfir tuttugu víðkunnir djasstón- listarmenn koma fram á hátíðinni og ef að líkum lætur verður ein- hvers staðar á dagskránni óskipu- lagður djassbræðingur gesta og gangandi, en slíkar uppákomur hafa oft vakið mikla athygli á djasshátíðinni í gegnum árin. Hátíðin hefst í kvöld kl. 21 með tónleikum J.J. Soul Band, sem hef- ur haslað sér völl með „blues-confusion“ eða bláum bræð- ingi. Hljómsveitina skipa, auk J.J. Soul, þeir Ingvi Þór Kormáksson, Eðvarð Lárusson, Stefán Ingólfsson og Ingvi Rafn Ingvason. Á fimmtudag hefst dagskrá með bandinu Húsavíkurdeild Dudda Run. Þar innanborðs eru Sigurður Friðriksson, Júlía Sigurðardóttir, Hilmar D. Björgvinsson, Sigurður Illugason og Grétar Sigurðarson. Við tekur svo Djangotríóið Hrafna- spark sem hefur getið sér verulega gott orð fyrir vandaða og skemmti- lega spilamennsku. Tríóið skipa Jó- hann Guðmundsson, Ólafur H. Árnason og Pétur Ingólfsson. Hollenski píanóleikarinn Hans Kwaakernaat, ásamt tríói Björns Thoroddsen, verður með Guðmund- arvöku á föstudagskvöldið. Slík vaka var haldin á Jazzhátíð Reykja- víkur í fyrra og fékk geysigóðar viðtökur. Kwaakernaat þykir í spilastíl og karakter minna mjög á Guðmund heitinn Ingólfsson og er undir sterkum áhrifum frá Art Tat- um, Oscar Peterson og Bill Evans. Tríó Björns Thoroddsen skipa auk Björns þeir Gunnar Hrafnsson og Guðmundur „Papa Jazz“ Stein- grímsson, sem allir þekkja sem ein- hvern tíma hafa komist í tæri við djassmúsík á Íslandi. Laugardagskvöldið á svo sænski barítónsaxófónleikarinn Cecilia Wennerström, ásamt Matthíasi M.D. Hemstock og Edvard Nyholm Debess. Cecilia er þekkt nafn í djassheiminum og hefur, auk þess að spila í eigin hljómsveit og ann- arra, bæði samið og útsett djass- tónlist. Hún hefur leikið með mörg- um þekktustu tónlistarmönnum Skandinavíu og leiðir nú eigin 12 kvenna hljómsveit í stíl Mary Paich. Auk dagskrárinnar í Valaskjálf, sem hefst kl. 21 öll kvöldin, verður leikið utandyra í Egilsstaðabæ ef veður leyfir. Þá er fyrirhugað að leika djass á skemmtiferðaskipinu Lagarfljótsorminum í sönnum New Orleans-anda. Skipuleggjandi hátíðarinnar frá upphafi er Árni Ísleifsson en kynnir er Friðrik Theódórsson. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Árni Ísleifsson, skipuleggjandi djasshátíðar Egilsstaða, sem hefst í kvöld, og Friðrik Theódórsson, kynnir hátíðarinnar, tilbúnir í slaginn. Einvalalið sveiflunn- ar á 15. djasshátíðinni TENGLAR ..................................................... www.jazzis.net/egilsjazz. Egilsstöðum. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.