Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 20
Tsjetsjenar lýsa grimmd rússneskra hermanna NÆR 150.000 tsjetsj- enskir flóttamenn eru enn í Ingúsetíu, fátæku héraði í Suður-Rúss- landi, og þótt kjör þeirra séu mjög bág geta þeir ekki hugsað sér að verða við ósk rússneskra stjórnvalda og snúa aftur til Tsjetsjníu. Ástæðan er sú að ástandið í Tsjetsj- níu er enn verra og ekkert lát virðist vera á grimmdarverkum rúss- neskra hermanna. Flóttakonan Kuslum Savnykaevna býr með fimm börnum sínum í gömlu bílaverkstæði í Ingúsetíu og það hvarflar ekki að henni að snúa aftur til Tsjetsjníu. Hafi hún einhvern tíma haft efa- semdir um að fjölskylda hennar ætti að vera áfram í Ingúsetíu hurfu þær eins og dögg fyrir sólu þegar hún heimsótti foreldra sína í Tsjetsjníu um miðjan maí og varð vitni að grimmd rússneskra hermanna. Foreldrar hennar búa í Mesker Yurt, 2.000 manna bæ um ellefu km austan við Grosní, höfuðstað Tsjetsj- níu, þar sem uppreisnarmenn úr röð- um aðskilnaðarsinna hafa barist gegn tsjetsjnesku stjórninni sem nýtur stuðnings rúss- neskra ráðamanna. Savnykaevna hafði ekki verið lengi í Mesk- er Yurt þegar rúss- neskir hermenn lokuðu bænum vegna „hreins- unaraðgerða“ sem stóðu í þrjár vikur. Bæjarbúar pyntaðir og myrtir Savnykaevna kvaðst hafa séð nokkur af fórnarlömbum aðgerð- anna eftir að ættingjar þeirra báru þau af akri sem hermennirnir höfðu lagt undir sig við jaðar bæjarins. Hún heimsótti tvo bræður, sem höfðu verið pyntaðir á akrinum, og sá að hermennirnir höfðu plokkað auga úr öðrum þeirra og skorið fjóra fingur af hönd hins. Hún kvaðst hafa séð hermann berja berar iljar karlmanns með járnröri og komist að því seinna þeg- ar hún heimsótti fjölskyldu hans að hermenn hefðu skorið bak hans með brotnu gleri, nuddað salti í sárin, hellt alkóhóli á bakið og kveikt í hon- um. Fjölskylda þriggja bræðra, sem voru handteknir, fékk poka frá her- liðinu og „í þeim voru aðeins bein bræðranna“, að sögn konunnar. Bræðrum og systkinasonum Sav- nykaevna var hins vegar þyrmt vegna þess að fjölskylda hennar greiddi hermönnunum andvirði 35.000 króna í mútur fyrir að gera þeim ekki mein. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér slíkar pyntingar, slíka grimmd,“ sagði Savnykaevna. „Þarna voru margir menn skildir eftir nær dauða en lífi.“ Segjast aðeins hafa vegið vopnaða uppreisnarmenn Hermennirnir fóru út úr bænum 10. júní og ekki hefur enn verið upp- lýst að fullu hvað gerðist í Mesker Yurt. „Öll lög, sem hægt var að brjóta, voru brotin,“ sagði þó Aslan- bek Aslakhanov, fulltrúi Tsjetsjníu í dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, en hann flutti átta fórnar- lambanna á sjúkrahús. Helsta mannréttindahreyfing Rússlands, Memorial, er að rann- saka aðgerðir hersins í Mesker Yurt og segir að a.m.k. átta íbúar bæj- arins hafi verið drepnir og tuttugu annarra sé saknað. Íbúar bæjarins sögðu að hermennirnir hefðu myrt a.m.k. tuttugu manns. Yfirmaður rússnesku hersveit- anna í Tsjetsjníu neitaði því að her- mennirnir hefðu framið grimmdar- verk í Mesker Yurt og sagði þá hafa fundið stórt vopnabúr og vísbend- ingar um að leyniskyttur úr röðum uppreisnarmanna hefðu notað skóla bæjarins til að skjóta á hermenn. „Íbúar Mesker Yurt styðja glæpa- mennina. Í bænum voru að minnsta kosti 50 skæruliðar.“ Rússneskur ofursti í Grosní sagði að hermennirnir hefðu aðeins vegið fjórtán vopnaða uppreisnarmenn sem hefðu veitt mótspyrnu. Ekkert lát á blóðsúthellingunum Rannsóknarmenn mannréttinda- hreyfinga segja hins vegar að „hreinsunin“ í Mesker Yurt sé nýj- asta dæmið um dráp, pyntingar, nauðganir og kúgun rússneska hers- ins í Tsjetsjníu frá október 1999 þeg- ar hann hóf aðgerðirnar til að kæfa uppreisn aðskilnaðarsinna. Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að átökunum sé lokið, lífið í Tsjetsjníu sé að færast í eðlilegt horf og flóttafólkinu í Ingúsetíu sé nú óhætt að snúa heim til að endurreisa bæi sína. Ekkert lát virðist þó vera á blóðsúthellingunum í Tsjetsjníu, ef marka má frásagnir Tsjetsjena, upp- lýsingar sem mannréttindahreyfing- ar hafa safnað og tölfræðilegar upp- lýsingar frá hernum. Rannsókn- armenn Memorial segja að rússnesku hermennirnir drepi fleiri óbreytta borgara í Tsjetsjníu en áð- ur og nokkrir þeirra rekja þessa þró- un til þess að vestrænar þjóðir hafa dregið úr gagnrýni sinni á aðgerðir rússneska hersins eftir hryðjuverkin 11. september. Memorial segist hafa sannanir fyrir því rússneskir hermenn hafi orðið 946 saklausum Tsjetsjenum að bana á aðeins þremur af þéttbýlustu svæðum Tsjetsjníu á fjórtán mánaða tímabili sem lauk í nóvember. 1.200– 2.000 annarra Tsjetsjena sé saknað. Uppreisnarmennirnir drepi enn einn til tvo hermenn að meðaltali á degi hverjum. Flóttafólkið vill vera um kyrrt 32.000 Tsjetsjenar hafast við í tjaldborgum í Ingúsetíu og 115.000 flóttamenn búa í ýmsum byggingum, allt frá gömlum fjósum til verk- smiðja sem hafa lagt upp laupana. Þar sem flóttamennirnir fá gas, raf- magn, vatn og matarskammta frá al- þjóðlegum hjálparstofnunum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af árás- um hermanna eru þeir miklu betur settir en þeir sem búa í Tsjetsjníu. Míkhaíl Ejiev, aðstoðarfram- kvæmdastjóri mannréttindahreyf- ingarinnar Vinafélag Rússlands og Tsjetsjníu, segir að þótt þjóðir heims veiti Tsjetsjníu minni athygli en áður geti þær ekki leitt vandamál héraðs- ins alveg hjá sér svo fremi sem flóttamennirnir verði áfram í Ingúsetíu. „Snúi þeir heim geta rúss- nesk yfirvöld sagt að vandinn hafi verið leystur,“ sagði hann. „En flóttafólkið vill vera um kyrrt, vegna þess að það vill ekki deyja.“ Sagðir beita nauðgunum, pyntingum og morðum á óbreyttum borgurum Kuslum Savnyka- evna, flóttakona í Ingúsetíu. Nazran. The Washington Post. ’ Ég hefði aldreigetað ímyndað mér slíkar pyntingar ‘ ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLUMAÐUR í Inglewood, einu úthverfa Los Angeles-borgar í Bandaríkjunum, hefur verið leystur tímabundið frá störfum eftir að fram kom myndband sem sýnir hann slá ungan pilt, sem hafði verið handjárnaður, í andlitið og lemja höfði hans við farangursgeymslu bíls síðastliðinn laugardag. Fórnar- lambið, Donovan Jackson, sem er sextán ára gamall blökkumaður, er meiddur á auga og marinn á hálsi eftir átökin en lögreglumaðurinn, Jeremy Morse, er meiddur á hné, olnboga og eyra. Lögmaður Jacksons, Joe Hopk- ins, lýsir atburðarásinni á þann hátt að Jackson hafi orðið samferða föð- ur sínum, Coby Chavis, á bensín- stöð og meðan Chavis keypti elds- neyti hafi Jackson farið inn í verslunina að kaupa kartöfluflögur. Þegar hann kom út hafi hann séð tvo lögreglumenn á tali við föður sinn um útrunnar númeraplötur á bíl hans. Jackson hafi deilt við lög- reglumennina þangað til fjórir lög- reglumenn til viðbótar hafi mætt á staðinn og hafi þeir ráðist sam- stundis að drengnum. Faðir Jacksons segir að eftir að lögreglumennirnir hafi handjárnað drenginn hafi þeir dregið hann til og frá á silfurhálsfesti sem hann var með um hálsinn, lamið höfði hans við bílinn og kýlt hann í andlitið. Á fréttamannafundi á mánudag sagði Jackson að hann hefði verið meðvitundarlaus á tímabili meðan barsmíðarnar stóðu yfir. „Þeir voru að kyrkja mig,“ sagði hann lágum rómi. Lögmaður hans segir að Jack- son sé seinþroska, hann hafi þurft að fá sérkennslu í skólanum en hafi aldrei fyrr komist undir manna hendur. Nýtt Rodney King-mál? Plötusnúður nokkur, Mitchell Crooks, sem staddur var á hóteli nærri bensínstöðinni þar sem at- burðurinn varð tók upp myndband- ið sem áður hefur verið nefnt. Hann heyrði öskur um að einhver sætti barsmíðum fyrir utan bensínstöðina og hljóp hann því út með mynd- bandstökuvél sína. Hann segist ekki hafa verið hissa á því sem hann sá. „Ég hélt að svona væri þetta bara í Los Angeles,“ sagði Crooks. Talsmaður lögreglunnar í Ingle- wood segir menn þar á bæ taka málið mjög alvarlega og að Morse hafi verið vikið tímabundið úr starfi meðan rannsókn málsins stendur yfir. Lögreglumennirnir sem voru á staðnum segja að Jackson hafi verið til mikilla vandræða og hafi ráðist upphaflega að þeim. Benda þeir á að á myndbandinu sést að Morse er með sár á andliti. Jackson var hand- tekinn fyrir að ráðast á lögreglu- mann en honum var síðar sleppt. Vitni að atburðinum, Andres Mejia, segist hafa séð lögreglumann krjúpa á baki Jacksons og annan lögreglumann kýla drenginn með krepptum hnefa. „Við skildum ekki hvað þeim gekk til með þessu,“ sagði Mejia. Hann bætti því við að hann hefði ekki tekið eftir því að Jackson veitti nokkra mótspyrnu. Sumir talsmenn samtaka blökku- manna líkja málinu við það sem kennt hefur verið við Rodney King en árið 1991 sætti blökkumaðurinn King harkalegum barsmíðum af hálfu fimm hvítra lögreglumanna í Los Angeles. Málið vakti mikla at- hygli og sögðu margir leiðtogar blökkumanna í Bandaríkjunum það bera vitni um harkalegar aðferðir og kynþáttahatur lögreglumanna í borginni. Talsmaður blökkumanna- samtakanna Íslamskrar vonar, Naj- ee Ali, segir málið „ekki snúast um kynþætti heldur lögreglumenningu borgarinnar“. Óréttlætanleg valdbeiting Þeir lögreglumenn sem rætt hafa við fjölmiðla segja að oft sé hægt að deila um hvað telja má réttlætan- lega beitingu valds af hálfu lög- reglumanna. Hins vegar sé það nánast heilög regla að þegar búið er að handjárna hinn grunaða megi ekki lengur beita hann ofbeldi. Greg Berg, fyrrverandi deildar- stjóri hjá lögreglunni í Los Angeles, sagði að ekki væri til sá lögreglu- maður í Bandaríkjunum sem gæti verið sammála þeim aðferðum sem lögreglumaðurinn sést beita á myndbandinu. „Sumt verða lög- reglumenn að læra,“ sagði Berg. „Suma hluti gerir maður hreinlega ekki.“ Varalögreglustjóri Los Angeles, David C. Coan, segir að valdi megi aðeins beita þegar það getur hugs- anlega skilað einhverjum árangri. „Þú notar þær aðferðir sem nauð- synlegar eru til að fá hinn grunaða til að hætta að veita mótspyrnu og þegar því takmarki hefur verið náð hættir þú að beita hann valdi.“ Sérfræðingur í aðferðum lögreglu og fyrrverandi lögreglustjóri, D.P. Van Blaricom, segir að jafnvel þótt hinn grunaði hafi lamið lögreglu- mann hafi lögreglumaðurinn engan rétt til þess að beita hann valdi eftir að hann er kominn í járn og hættur að veita mótspyrnu. „Ég hef verið laminn, bitinn og menn hafa hrækt á mig,“ segir hann. „Það er einfald- lega hluti af starfinu. Þegar mað- urinn er kominn í þína vörslu er það ekki hluti af starfi þínu að refsa honum.“ Myndband sýnir ofbeldi af hálfu lögreglumanna í Los Angeles Sextán ára blökkumaður sætti bar- smíðum AP Á myndinni, sem tekin er úr myndbandi, sjást lögreglumenn í Los Angeles halda hinum sextán ára gamla Donovan Jackson upp við lögreglubíl. Einum lögreglumanninum hefur nú verið vísað tímabundið frá störfum. Los Angeles. AP, Los Angeles Times.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.