Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 21
Kringlunni, s. 533 1730
hefst í dag
Allt að
50% afsláttur
DKNY jeans
Calvin Klein
Custo
FCUK
Saint Tropez
Paul et Joe
Vent Couvert
ÚTSALAN
HÉR á landi hefur ekki borið
mikið á tónlist frá Litháen og því
fróðlegt að heyra þaðan bæði gamla
og nýja tónlist og ekki síður að
heyra þarlendan organista reyna
sig við Klais orgelið í Hallgríms-
kirkju. Á öðrum sumarkvölds org-
eltónleikunum í Hallgrímskirkju sl.
sunnudag flutti Jurate Bundezaite
aðallega litháíska orgeltónlist og
hóf tónleikana með smáverkum úr
tveimur „tabúlatúr“-handritum, en
þar var tónlistin rituð bæði með
bók- og tölustöfum og jafnvel að
hluta til með nótnatáknum. Þessi
tónritunaraðferð var mikið notuð á
miðöldum, sérstaklega fyrir lútu og
gítarhljóðfæri en einnig töluvert
fyrir orgel.
Bæði handritin, Sapieha frá 162?
(Leo Sapieha, lítháenskur aðals-
maður ) og Kraziai (Jesúíta klaust-
ur), eru frá byrjun 17. aldar en sé
miðað við tónmál verkanna er tón-
listin nokkuð eldri en handritið
sjálft, bæði hvað snertir tón- og
hljómskipan og svipar þessum smá-
verkum til þýsk-hollensk-franskrar
orgeltónlistar á 16. öld. Þessi stuttu
manúalverk voru fallega flutt af
Jurate Bundezaite.
Það var ekki fyrr en í verki eftir
málarann og tónskáldið Mikolojus
Konstantinas Ciurlionis (1875–
1911), að Bundezaite fekk að sýna
leikni sína. Ciurlionis lærði hjá
Noskowski í Varsjá og hjá Jadas-
sohn og Reinecke í Leipzig og
byggði tónlist sína á eigin tónhátt-
um, litauðugum hljómum og frjáls-
legri hrynskipan og er því, hvað stíl
snertir, rómantískt tónskáld. Eftir
hann liggur fjöldi píanóverka, svo
og hljómsveitar og kammerverk en
frægastur var hann fyrir myndverk
sín.
Prelúdían og fúgan yfir nafnið
BACH, frá 1855, eftir Liszt er ein
allsherjar úttekt á BACH-stefinu,
þar sem unnið er úr þessu stefi á
krómatískan máta og í fúgunni, sem
er í raun fantasía, er notað mjög
áberandi trítónusstef ofið inn í röð
aukaferhljóma. Heldur er verkið
lauslegt í formi og aðeins skemmti-
legt til áheyrnar í „vírtúósískum“
flutningi, sem ekki var til að dreifa
hjá Bundezaite, þótt hún reyndist
vera liðtækur orgelleikari.
Tvö síðustu verkin eru eftir
Faustas Latenas (1956) og Bronius
Kutavicius (1932), þrátt fyrir ágæt-
an flutning verður að segjast eins
og er, að heldur eru þessar tón-
smíðar þeirra lítið áhugaverðar og
seinna verkið, Sónata fyrir orgel,
sem er töluvert viðamikið að um-
fangi, er í raun samsett af enda-
lausum þrástefjum og t.d. lokatem-
að í raun endurtekið nær óbreytt
þrjátíu til fjörutíu sinnum og því
heldur leiðinlegur og rislítill sam-
setningur.
Þrátt fyrir þetta mátti vel
merkja, að Jurate Bundezaite er
liðtækur orgelleikari og hefði verið
gaman að heyra hana takast á við
önnur og efnismeiri verk, þó vissu-
lega hafi verið fróðlegt að heyra
líháíska tónlist, sérstaklega verk
Ciurlionisar.
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Jurate Bundezaite frá Litháen. Litháísk
orgeltónlist og BACH prelúdían eftir
Liszt. Sunnudagurinn 7. júlí, 2002.
ORGELTÓNLEIKAR
Litháísk
orgeltónlist
Jón Ásgeirsson
Í LISTASAFNI Sigurjóns Ólafs-
sonar hafa sérfræðingar á sviði af-
steypu höggmynda verið að störf-
um. Verkefni þeirra er að taka mót
af tveimur lágmyndum Sigurjóns
frá árunum 1977–78. Birgitta Spur,
forstöðumaður Sigurjónssafns sagði
aðspurð að mikilvægt væri að varð-
veita verkin. „Saga þeirra er sú, að
Sigurjón var beðinn um að gera lág-
myndir úr tré fyrir nýjar höf-
uðstöðvar SÍS við Holtagarða, en
hætt var við verkið eftir að Sigurjón
hafði búið til módel af verkinu í
frauðplast,“ útskýrir Birgitta þegar
spurt er um tilurð verkanna. „Sig-
urjón brá á það ráð að láta steypa
myndirnar í steinsteypu, en þær
hafa farið illa af alkalískemmdum
og myndu eyðileggjast innan
skamms.“
Þarft en kostnaðar-
samt verk
Til þess að bjarga lágmyndunum
frá glötun hefur Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar ráðið sérfræðinga frá
Stroud í Bretlandi til að taka mót af
verkinu og steypa síðar í brons.
„Það má ekki tæpara standa,“ segir
Birgitta. „Myndirnar eru farnar að
aflagast og ekki má langur tími líða
þar til steinsteypan brotnar í sund-
ur. Þess vegna var brýnt að ráðast í
þetta verk.“ Að sögn Birgittu er
verkið mjög kostnaðarsamt, alls
hljóðar kostnaðaráætlun upp á tæp-
ar 6 milljónir króna. „Við fjáröfl-
unina hef ég leitað til ýmissa fyr-
irtækja og mig langar til að þakka
þann stuðning sem safnið hefur
fengið í þessu verkefni. Sundaborg
hér í nágrenni okkar og Þjóðhátíð-
arsjóður hafa styrkt verkefnið
dyggilega. Þeirra fyrirtækja sem
styrkja verkefnið verður minnst
með áletrun við nýju afsteypuna.“
Flókið ferli við mótagerð
Sérfræðingarnir koma frá brons-
steypunni Pangolin Editions. Fyr-
irtækið er framarlega á sínu sviði
með um sextíu starfsmenn. Forstjóri
fyrirtækisins, Rungwe Kingdon, er
hér sjálfur við afsteypuna, en einnig
eru tveir aðstoðarmenn á landinu.
Þeir hafa dvalið í rúma viku við gerð
mótanna. Starfsmenn fyrirtækisins
hafa áður unnið fyrir íslenska lista-
menn, til dæmis Pétur Bjarnason, og
eru að góðu kunnir fyrir störf sín.
Einnig vann fyrirtækið að stækkun
fótboltamannanna eftir Sigurjón
Ólafsson, sem settir voru upp á
Akranesi nú síðla árs 2001.
Aðspurður segir Kingdon að
mikla þolinmæði og nákvæmni þurfi
við starfið. „Við búum til gúmmímót
af verkinu. Það þurfum við að gera í
nokkrum bútum til þess að mótin
losni af verkinu án þess að skemma
það. Eftir að við höfum búið til full-
komin gúmmímót hellum við vaxi í
þau. Vaxið er einnig viðkvæmt efni
og þar þarf að fara varlega. Loks er
vaxið brætt burtu og bronsi hellt í
staðinn.“
Aðferðin er ævagömul, allt frá
tímum Rómverja. „Þetta er handíð
sem stunduð hefur verið í langan
tíma, og hún er tímafrek. Innan fyr-
irtækisins vinnur hver á sínu sér-
sviði. Hver og einn vinnur aðeins
einn þátt afsteypunnar.“ Birgitta
Spur bætir við að nauðsynlegt sé að
afsteypararnir séu listamenn í eðli
sínu. „Þeir þurfa að kunna að móta
og sjá formin í réttu ljósi svo að verk
listamannsins skili sér til fullnustu.“
Lista-
verkum
forðað
frá glötun
Morgunblaðið/Golli
Sérfræðingarnir Jamie Attwood og Mark Indge að störfum.
Morgunblaðið/Golli
Rungwe Kingdon, forstjóri bronssteypunnar Pangolin Editions.
Módel úr steypu af annarri lágmynd Sigurjóns Ólafssonar myndhöggv-
ara, sem nú er verið að taka mót af til bronssteypu í Bretlandi.