Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sumartilboð í júlí og ágúst 25% afsláttur Verð áður kr.3.980,- Verð nú kr. 2.985,- UM 100 manns stunda svifflug á Ís- landi og fer Íslandsmót í svifflugi fram annað hvert ár. Svifflugur svífa hljóðlaust í loftinu, enda eru þær vélarlausar og geta svifflug- menn flogið svo lengi sem þeir finna uppstreymi til að halda sér á lofti, en svifflugur síga stöðugt í átt til jarðar eftir að þær er dregnar á loft. Íslandsmótið í svifflugi hófst á laugardag og stendur til sunnu- dagsins 14. júlí. Keppt er hvern dag sem veður leyfir. Eftir keppn- ina í gær, annan keppnisdaginn, var staðan þannig að Kristján Sveinbjörnsson hafði fengið flest stig, eða 1.148, Stefán Sigurðsson var annar með 1.053 stig og Theó- dór Bl. Einarsson þriðji með 968 stig. Keppnin gengur þannig fyrir sig að svifflugurnar eru dregnar upp með flugvélum upp í 600 metra hæð, þeim er sleppt yfir ákveðnum stað og þarf keppandi þá að hækka sig í 1.000–2.000 metra hæð. Kepp- endur eiga að fljúga svifflugum sínum eftir ákveðinni leið sem ákveðin hefur verið á korti. Kepp- endur eiga síðan að enda flugið með því að fljúga yfir punktinn þaðan sem þeim var sleppt og lenda á flugvellinum við Hellu. Að morgni hvers keppnisdags er flug- leið dagsins ákveðin. Í gær átti að fljúga í einum rykk frá Hellu að Múlakoti í Fljótshlíð, þaðan að Hruna og svo aftur að Hellu. Kepp- endum nægir að fljúga inn í 15 km radíus umhverfis þessa punkta og gat flugleið gærdagsins því verið allt frá 50–170 km. Lengstu flug- leið gærdagsins átti Kristján Svein- björnsson, sem flaug 178 km leið. Meðalflughraði í svifflugi getur verið frá 50 km/klst. til 100 km/ klst. Mest geta svifflugurnar náð um 300 km/klst. hraða. Svifflugur geta svifið 30–50 km fyrir hverja 1.000 m sem þær ná í hæð og með því að nýta uppstreymi á leiðinni er síðan hægt að fljúga mörg hundruð kílómetra án þess að lenda. Þetta er annað mótið þar sem GPS-staðsetningartæki eru notuð til að skoða flugleið keppenda. Bragi Snædal mótsstjóri segir að áður hafi menn þurft að nota ljós- myndir, erfitt hafi verið að meta staðsetningu út frá myndum, auk þess sem það hafi tekið tíma að fá myndirnar úr framköllun og annað slíkt. Nú sé hægt að reikna út með mikilli nákvæmni hvaða leið var flogin. Stig eru gefin fyrir hvert flug og gildir hraði 30% og vega- lengdin 70%. Þannig reyni kepp- endur að fara sem lengsta vega- lengd á sem stystum tíma. Þurfa stundum að lenda fyrr en ætlunin var Theódór Bl. Einarsson flug- maður hefur Íslandsmeistaratit- ilinn að verja, en hann varð í fyrsta sæti á mótinu árið 2000. Hann segir að skýjafarið sýni hvar uppstreymi sé að finna. Hitauppstreymi mynd- ast þegar loftið næst jörðu hitnar, þenst út og verður léttara en loftið sem ofar er. Þegar loftið kólnar þéttist í því rakinn og bólstraský myndast. Þetta notfæra svifflug- menn sér og reyna að fljúga undir skýjunum. Menn byrji strax að síga og þeir fari undan skýjunum og eft- ir að flugurnar eru dregnar á loft. Stundum þurfi menn að lenda svif- flugunum fyrr en þeir ætluðu sér. „Ef maður er í mikilli hæð getur maður flogið mjög langt áður en maður þarf að fara að hugsa um lendingarstað. Maður verður hins vegar að vera búinn að nálgast góðan lendingarstað, eins og t.d. tún, áður en flughæðin er orðin of lág. Þetta snýst um það,“ segir Theódór. Magnús Ingi Óskarsson, einn keppenda, segir svifflugið vera endalausa áskorun. Fyrst þurfi að læra hvernig á að stjórna svifflug- unni, þá á veðrið og hvernig er hægt að halda góðri flughæð. Síðan þurfi að glíma við ýmsar aðstæður og læra að meta þær rétt. „Ég er búinn að lenda hér út um allar trissur víða á túnum hjá bændum á Suðurlandi,“ segir Magnús Ingi og hlær. Aðspurður um hvað sé svona spennandi við svifflugið segir Magnús Ingi að maður verði að treysta algjörlega á sjálfan sig og þekkingu sína. Enginn mótor geti komið manni til bjargar. Betra að vera með tóma blöðru Skúli Sigurðsson startstjóri segir að svifflugurnar geti verið enda- laust á lofti, svo lengi sem upp- streymi sé til staðar. Lengsti tím- inn hér á landi sé yfirleitt um 7–8 tímar. Enginn kona tekur þátt í keppninni í ár og segir Skúli að margar konur hafi lært svifflug en því miður stoppi þær stutt við. Meðan Íslandsmótið fer fram búa aðstandendur mótsins, keppendur og fjölskyldur þeirra í tjaldbúðum sem slegið er upp í nágrenni við flugvöllinn. Skúli segir að aldurs- takmarkið til að fljúga einflug sé 15 ár. Nú séu um 15 krakkar á aldrinum 15–16 ára að læra svif- flug. Í svifflugunni er ekki mikið pláss fyrir flugmanninn til að athafna sig og er því betra að vera með tóma blöðru þegar lagt er af stað í flug- ið. Theódór segir að í nokkrum flugvélanna sé klósett, slanga sem liggur niður úr vélinni. Það sé þó einungis karlaklósett. Á mótum er- lendis þar sem flogið er í 10–12 tíma hafi konur lent í vandræðum með þetta. Þær drekki minna fyrir mót og sumar hafi jafnvel brugðið á það ráð að vera með bleyju. Svifflugurnar sem keppt er á eru misstórar, flestar eru með 15 metra vænghaf en sumar 20 metra. Theódór segir að því stærri sem flugurnar eru því lengra geti þær farið. Þar sem fáir keppendur eru á mótinu keppa allir í sama flokki, sama hversu stórri svifflugu þeir fljúga. Reiknað sé með ákveðinni forgjöf. Þar sem svifflugsíþróttin er að miklu leyti háð veðurskilyrðm eru dagarnir fáir sem hægt er að stunda íþróttina. „Maður færi hálf- partinn í fýlu ef maður færi að hugsa um hversu fáa daga maður getur stundað þetta sport á ári. Ætli þeir séu ekki 20–30 dagar sem eru sæmilega góðir,“ segir hann. Ekkert er flogið á veturna. Aðspurður um hvort svifflugið sé hættuleg íþrótt segir Theódór að einhver áhættuþáttur sé alltaf til staðar, eins og í öðru, en hann sé ekki mikill. Bragi segir að fjögur banaslys hafi orðið í tengslum við svifflugið frá því byrjað var að stunda íþróttina hér á landi árið 1936. Flugmennirnir eru íklæddir fallhlíf meðan á fluginu stendur. Kristján Sveinbjörnsson, sem var stigahæstur eftir keppni gærdagsins, setur vatn á svifflugu sína fyrir keppni. 180 lítrar af vatni eru settir á fluguna til að þyngja hana, þá næst meiri skriðþungi og þar af leiðandi meiri flughraði. Vatninu er svo tappað af fyrir lendingu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugvél dregur sviffluguna upp í 600 metra hæð þar sem henni er sleppt og þarf flugmaðurinn eftir það að finna uppstreymi til að halda flugunni á lofti. Rétt er jafnframt að skima eftir lendingarstað ef uppstreymið er tregt. Svifflugið endalaus áskorun Níu svifflugmenn taka þátt í 21. Íslandsmótinu í svifflugi sem fer fram á flugvellinum á Hellu þessa dagana. Mótið stendur alls í níu daga en veðurguðirnir eru ekki alltaf hliðhollir svifflug- mönnum og er keppt alla daga sem veður leyf- ir. Í gær viðraði ágætlega til svifflugsins og var það annar keppnisdagurinn. MENGUNARVARNIR norska rík- isins (SFT) fallast ekki á þær til- lögur sem Útgerðarfélagið Festi hf. hefur lagt fram um aðgerðir til að koma í veg fyrir mengun frá fjöl- veiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur KE-15 sem sökk við strendur Lofo- ten 19. júní síðastliðinn. Útgerðin bauðst til að fjarlægja um 90% olíu- nnar sem er auðvelt aðgengi að, en ekki aflann um borð, 900 tonn af síld. Henry Bertheussen, vaktstjóri hjá SFT, segir að útgerðinni verði sent bréf í dag þar sem farið er fram á að hún leggi fram nánari upplýs- ingar. Í því er farið fram á að út- gerðin meti hvaða afleiðingar það hefði á umhverfið ef farmur skips- ins, 900 tonn af síld og 300 tonn af ol- íu, læki úr skipsflakinu. Þá skal út- gerðin greina frá kostnaði við að fjarlægja alla olíu úr skipinu, tæma lest skipsins og að hífa skipið af sjávarbotni með farm og olíu. Loks skal útgerðin meta til hvaða annarra aðgerða mætti grípa og hvað þær myndu kosta. Eins er hún beðin um að meta verðmæti flaksins og þess sem í því er í dag. Farið er fram á að þessum upplýsingum verði skilað sem fyrst, í síðasta lagi 25. júlí næst- komandi. Bertheussen segir að þegar þess- ar upplýsingar liggi fyrir muni SFT að öllum líkindum krefjast þess að farmur skipsins og olían um borð verði fjarlægð og jafnvel allt flakið. Í framhaldi af svari útgerðarinnar verði gerðar kröfur á útgerðina. Fallist íslenska útgerðin ekki á þær kröfur sem SFT gerir gæti málið farið fyrir dómstóla. Trond Eilertsen, lögmaður út- gerðarinnar, hefur ekki séð bréfið frá SFT, en hann á von á því vegna frétta af málinu í norskum fjölmiðl- um. Hann segir að íslenska útgerðin sé ekki skyldug til að standa straum af kostnaði, sem hlýst af björgunar- aðgerðum, umfram 12 milljónir norskra króna. Krefjist norska ríkið þess að gripið verði til kostnaðar- samari aðgerða, eins og að tæma lest skipsins og lyfta flakinu frá hafsbotni, muni allur kostnaður um- fram þessar 12 milljónir falla á norska ríkið. Norsk yfirvöld fallast ekki á tillögur Festar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.