Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 35 Elsku pabbi. Hver hefði trúað því þegar þú komst í Staðarskála á leiðinni suður að það yrði í síðasta skiptið sem að ég myndi sjá þig. Það eru að verða komnar þrjár vikur síðan þú fórst frá okkur og þú getur ekki ímyndað þér hvað ég myndi gera allt til að fá þig aftur. Þó að þú gætir nú oft farið í taugarnar á mér varstu nú alltaf pabbi minn og mér þótti alltaf vænt um þig. Mér finnst bara einsog að þú sért úti á sjó og komir heim eftir nokkra daga en þegar ég fer að hugsa aðeins átta ég mig á því að þú kemur aldrei aftur, ég fæ aldrei að sjá þig aftur. Ég er svo reið og sár ÞÓRARINN EIÐSSON ✝ Þórarinn Eiðs-son fæddist á Blönduósi 18. júlí 1962. Hann lést er hann fór útbyrðis af frystitogaranum Arnari HU 1 14. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 22. júní. yfir því að þú skulir vera farinn, að þú hafir verið tekinn í burtu frá okkur og það er svo margt eftir. Þú missir af fyrsta barnabarninu þínu og ég veit að þig var farið að langa í eitt, þú varst alltaf að spyrja mig hvort ég væri ekki bara ólétt þegar mér var illt í maganum. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér þegar mig vantaði hjálp, sama hvað það var. Elsku pabbi minn, þú skildir okkur eftir í mikilli sorg og núna bið ég þig að fylgjast með okk- ur og hjálpa okkur að komast áfram í lífinu. Þín dóttir Kolbrún Freyja. ✝ Þórhallur LárusStígsson fæddist að Eiði í Grindavík 10. júní 1938. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópa- vogi 30. júní síðast- liðinn. Foreldrar Þór- halls voru Stígur Guðbrandsson út- vegsbóndi, síðar lög- regluþjónn, og kona hans, Vilborg Jóns- dóttir. Stígur var sonur Guðbrands, verkamanns í Rvík, Jónssonar, og konu hans, Júlíönu spákonu Stígsdóttur, b. á Hvassa- hrauni í Hafnarfirði, Auðunssonar, hafnsögumanns í Hafnarfirði, Stígssonar. Móðir Auðuns var Oddný Steingrímsdóttir, b. á Hof- dölum í Skagafirði, Ólafssonar, bróður Ragnheiðar, langömmu Benedikts, föður Einars skálds. Vilborg var dóttir Jóns, b. og formanns á Hópi í Grindavík, Jóns- sonar, b. í Kvíadal í Grindavík, Jónssonar. Móðir Jóns í Kvíadal var Vigdís Gísladóttir, systir Gests á Hæli, langafa Steinþórs Gests- sonar, fyrrv. alþingismanns. Móðir Jóns á Hópi var Vilborg Einars- dóttir, b. í Laxárdal í Eystrihreppi, Jónssonar, ættföður Laxárdalsætt- arinnar. Móðir Vilborgar Jónsdótt- ur var Guðrún Sigurðardóttir, b. Daníel Aron, Sverrir Franz og Anton Örn. Seinni kona Þórhalls er Jóna Karlsdóttir, f. 11. júlí 1950. Foreldrar Jónu eru Karl Ingimars- son, verkamaður í Rvk., og Stella Stefánsdóttir. Synir Jónu og Þór- halls eru Stígur Vilberg, f. 6. októ- ber 1980, unnusta hans er Elva Rós Hauksdóttir, og Albert Þór, f. 7. mars 1987. Þórhallur varð löggiltur endur- skoðandi 1966 og starfaði við end- urskoðun og ráðgjöf síðan. Hann aflaði sér ennfremur viðbótar- menntunar við bandaríska háskóla og á námskeiðum hjá bandarískum stjórnvöldum. Þórhallur starfaði mikið að félags- og unglingamál- um og var stofnandi og fyrsti gjaldkeri Ungtemplarafélagsins Hrannar í Reykjavík. Hann var einn stofnenda og í fyrstu stjórn Knattspyrnufélags Keflavíkur og Íþróttabandalags Keflavíkur og einn stofnenda JC Suðurnesja. Þórhallur var formaður Knatt- spyrnuþjálfarafélags Íslands og formaður tækninefndar KSÍ. Hann var stofnandi júdódeildar UMFK í Keflavík og fyrsti þjálfari hennar með Íslandsmeistara á fyrsta ári. Þórhallur var einn aðalhvatamað- ur að stofnun Júdósambands Ís- lands og varaformaður í fyrstu stjórn þess. Hann var með þjálfara- réttindi jafnt á Íslandi sem og í Breska samveldinu sem knatt- spyrnuþjálfari og vann töluvert að knattspyrnuþjálfun, leiddi m.a. 2. fl. Vals til sigurs bæði í Íslands- og Reykjavíkurmóti án þess að tapa leik árið 1976. Útför Þórhalls fór fram frá Foss- vogskirkju 9. júlí. og hreppstjóra á Hópi í Grindavík, Sigurðs- sonar, b. á Gjáhúsum í Grindavík, Ólafsson- ar. Móðir Sigurðar var Rannveig Beinteins- dóttir, lögréttumanns á Breiðabólstað í Ölf- usi, Ingimundarsonar, b. í Hólum, Bergsson- ar, b. og hreppstjóra í Brattholti, Sturlaugs- sonar, ættföður Bergsættarinnar. Systkini Þórhalls eru Jón, f. 24. september 1927, forstöðumaður sérleyfisbifreiða Keflavíkur, kvæntur Ingibjörgu Björnsdóttur, Heimir, f. 17. október 1933, ljós- myndari í Keflavík, kvæntur Öldu Sigurðardóttur, Dagbjartur, f. 4. febrúar 1937, húsgagnahönnuður, kvæntur Hrafnhildi Ágústsdóttur, Eggert, f. 13. ágúst 1941, d. 12. jan- úar 1944, og Edda Borg, f. 18. sept- ember 1945, d. 18. september 1994, gift Ole Magnussen. Þórhallur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Guðna- dóttir, með henni átti hann tvo syni. Þeir eru: Arinbjörn smiður, f. 4. ágúst 1962, hans kona er Björg Alexanderdóttir og eiga þau son- inn Alexander, f. 28. okt. 2001; og Guðni Ragnar, f. 17. des 1966, raf- virki, hans kona er Júlíanna T. Jónsdóttir og þeirra synir eru Við kveðjum með söknuði kæran vin og tengdason okkar, Þórhall Stígsson. Hann lést eftir langa og stranga baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabbameinið. Við sem fylgdumst með honum síðustu mánuðina, gátum ekki ann- að en dáðst að æðruleysi hans og bjartsýni. Hann var ákaflega vinnusamur, byrjaði daginn snemma og vann fram á nótt. Hann gat aldrei sagt nei við verk- efnum og því vildu verkefni hlað- ast á hann meir en hann réð við. Okkar kynni hófust fyrir um 25 árum er dóttir okkar kynnti okkur fyrir honum. Hann var hár og þrekvaxinn, myndarmaður og tókst með okkur góð vinátta. Við ferðuðumst saman bæði innan- lands og utan. Vorum saman í sumarhúsum víðsvegar um landið og eigum margar ógleymanlegar stundir með fjölskyldunni. Hann hafði mjög gaman af eldamennsku og var með afbrigðum gestrisinn. Helst vildi hann hafa sem flesta í mat og var þá alltaf með að minnsta kosti tvo rétti eða fleiri. Þórhallur gerði víðreist um heim- inn og alltaf tók hann með ein- hvern minjagrip, sem hann gaf okkur tengdaforeldrunum. Þór- hallur var stórhuga og hugmynda- ríkur og hefði þurft annað líf til viðbótar til að framkvæma allt sem honum hugkvæmdist. Að lokum biðjum við guð að blessa dóttur okkar, synina og fjöl- skyldur þeirra og kveðjum Þórhall með söknuði. Stella og Karl. ÞÓRHALLUR LÁRUS STÍGSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284                                   !  " ###  $%&' ## $%#( !$ )%&' $*+ ##   ## %  %' %  %  %' ,                      !      "#$%#&'()"*+,(+-&() -#!!#!) " $#% !#./ .         /   /   /  1  2 /    0 1 2  331  *,!% ,, / 4,& )*,   34             5             !5!!1  !5 $   !& !5 $ !5!  "$6##  !&  ! 4 $ !5!##  !!,  !5 $1 )  !! !5!##  !!-  !& , 78   #*  !&##  $#9  !& #*  ! ##  $!  !&##  *$ !& 4 $1 )"&'*   *$ !5!%' .   /     /      -  1  1 31 331  "  $#:#;< ,!4 3   6  7      ( 1     0  8   $'## *$ $ "& $5   =+&  ## >$ "$5*!9$## ! -# ## $ !   5! $ "'## ?)   %  %' %  %  %' 1 (2 "  4)8#5 !   #* ;  3   9   "    )1    :  79  5   )1       8 51 9  1   9  " *9$## +&    .        ?1 +$'!    $) +,### '), LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.