Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tvöfaldur hraði – lægra verð H Á H R A Ð A S Í T E N G I N G V I Ð N E T I Ð Lágmarkshraði 512 Kb/s. Þú þolir enga bið: Hringdu strax í síma 800 1111. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS S 18 24 1 06 /2 00 2 ÚRSKURÐI Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum fyr- irhugaðrar Norðlingaölduveitu seink- ar um mánuð. Búast má við honum 9. eða 12. ágúst. Ástæða seinkunarinnar er að Landsvirkjun lagði fram ný gögn í málinu. Þau lúta að mótvægisaðgerð- um til að draga úr setmyndun í lóninu með því að gera stíflu og setlón ofar á vatnasviði Þjórsár. Hugmyndirnar sem Landsvirkjun hefur nú útfært frekar ganga út á myndun setlóns þar sem fyrirhugað var að gera 6. áfanga Kvíslaveitu. Í matsskýrslunni kemur fram að í slíku lóni mætti halda eftir aur án þess að hafa áhrif á rennsli árinnar, þ.e. án þess að veita vatninu til Kvíslavatns, auk þess sem mun auðveldara yrði að koma fyrir aur sem dælt yrði úr því lóni og Þjórsárlóni en Norðlingaöldu- lóni. Í viðbótargögnum Landsvirkjunar er útfærsla á myndun og rekstri set- lóns auk þess sem gerð er grein fyrir samspili mismunandi mótvægis- aðgerða gagnvart setmyndun og aur- burði við Norðlingaöldulón. Nánari útfærsla mótvægisaðgerða hefur leitt til þess að Norðlingaöldu- lón í 575 metra hæð yfir sjávarmáli endist verulega lengur. Það ástand sem verður eftir 60 ár miðað við nú- verandi aurburð án aðgerða mun, með endurskoðaðri útfærslu mótvæg- isaðgerða, frestast þar til eftir um 160–180 ár eftir myndun Norðlinga- öldulóns. Í framlögðum gögnum er auk þess greint lauslega frá áhrifum slíkra aðgerða á umhverfið. Loks er fjallað um þörf fyrir aðgerðir gagn- vart setmyndun fyrir lón í 578 og 581 metra hæð yfir sjávarmáli. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir áliti lögformlegra umsagnaraðila, þ.e. Ásahrepps, Gnúpverjahrepps, iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytis, Náttúru- verndar ríkisins og Orkustofnunar, á því hvort viðbótargögn Landsvirkj- unar hafi í för með sér breytingar á umsögnum þessara aðila frá því í maí. Hafa þeir frest til 17. júlí nk. til að svara Skipulagsstofnun, jafnframt því sem Landsvirkjun gefst kostur á að koma að athugasemdum. Af þessum sökum seinkar úrskurði Skipulagsstofnunar um umhverfis- áhrif Norðlingaölduveitu, sem stefnt hafði verið að í gær, um mánuð og er því ekki að vænta fyrr en 9. eða 12. ágúst, samkvæmt bréfi Skipulags- stofnunar til Landsvirkjunar. Úrskurði um Norð- lingaölduveitu seinkar HOFFELL SU kom úr norsku síld- arsmugunni með fullfermi af síld, um 1.400 tonn, til Fáskrúðsfjarðar í gær og þar af um 200 tonn af kældri síld sem fóru í vinnslu, en 39 ár eru síðan síld úr norsk-íslenska stofn- inum var söltuð á Fáskrúðsfirði. „Við söltum hana í edik og krydd og þetta er eins og á síldarárunum,“ segir Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni, og bætir við að lítil sem engin áta sé í síldinni. Morgunblaðið/Albert Kemp Margrét Káradóttir saltar síld hjá Loðnuvinnslunni á Fá- skrúðsfirði í gærkvöldi. Eins og á síldarárunum ÚRELD grein almennra hegningar- laga var notuð til að rökstyðja sýknu eins sakborninga í dómi héraðsdóms yfir Árna Johnsen nýverið. Manninum hafði verið gefið að sök að hafa lofað að greiða Árna 650.000 króna þóknun fyrir að samþykkja greiðslu á reikningi Þjóðleikhúss- kjallarans hf. á hendur byggingar- nefndar Þjóðleikhússins. Þetta brot var talið varða við 109. grein al- mennra hegningarlaga. Í dóminum segir: „Í 1. mgr. 109. gr. almennra hegningarlaga segir að hver sem gefi, lofi eða bjóði opinber- um starfsmanni gjafir eða annan ávinning til þess að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, er hann með því bryti gegn starfsskyldu sinni [leturbr. Mbl.], skuli sæta fang- elsi allt að 3 árum eða, séu málsbætur fyrir hendi, fangelsi allt að 1 ári eða sektum. Meðákærði Árni braut ekki gegn starfsskyldum sínum með sam- þykkt reikningsins.“ Því hafi ákærða verið refsilaust að greiða Árna fjár- munina, enda hafi hann tengt greiðsl- una lögmætu embættisverki Árna. Í desember 1998 var þessari grein hegningarlaga hins vegar breytt. Í stað orðanna „er hann með því bryti gegn starfsskyldu sinni“ stendur nú „sem tengist opinberum skyldum hans“. Ákvæðinu var breytt árið 1998 svo unnt væri að fullgilda samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum sem undirritaður var 17. desember 1997. Andri Árnason hrl., verjandi ákærða, segir í tilefni fréttaflutnings í sjónvarpi í gær, að alls ekki megi skilja hlutina þannig að enginn, hvorki dómari né sakflytjendur, hafi áttað sig á því að ákvæðum í hegning- arlögunum hafi verið breytt. Hann segir ennfremur að umrædd laga- breyting hefði ekki skipt máli við sjálfa niðurstöðu dómsins, þ.e. sýknu ákærða. „Mitt mat er að skjólstæð- ingur minn hefði engu að síður verið sýknaður, hvort sem vísað hefði verið til gamla eða nýja ákvæðisins,“ segir Andri. „Í vörninni var aðaláherslan lögð á það að greiðsla eftir að tiltekið verk er framkvæmt, er refsilaus fyrir þann sem innir greiðsluna af hendi, hvort sem um er að ræða brot á starfsskyldum eða ekki.“ Sakborningur í máli Árna Johnsens Sýknaður með úreldu lagaákvæði EDDA – miðlun og útgáfa hf. hefur samþykkt kauptilboð Gunnars Thoroddsens fyrir hönd fjárfesta í dótturfyrirtæki sitt, Dreifingarmið- stöðina hf., við Suðurhraun í Garða- bæ. Dreifingamiðstöðin hefur séð um dreifingu á öllu útgáfuefni Eddu – miðlunar og útgáfu og hyggst fyr- irtækið gera dreifingarsamning við kaupendur, en Dreifingarmiðstöðin hefur auk þess annast dreifingu á vörum fyrir ýmis önnur fyrirtæki. Edda – miðl- un selur Dreifingar- miðstöðina FRJÓTALA grasa fór yfir 20 síðast- liðinn sunnudag og gera má ráð fyrir að um þessar mundir sé mikið af frjókornum í loftinu þar sem veður hefur verið gott og dálítill vindur en þetta eru kjöraðstæður fyrir frjó- korn grastegunda, hundasúru og túnsúru, að sögn Margrétar Halls- dóttur, jarðfræðings hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. „Þessar aðstæður hafa verið hér um nokkurt skeið þar sem veðurfar hefur verið hagstætt fyrir frjóin. Mér skilst að fólk sem hefur ofnæmi fyrir frjóunum finni strax fyrir þessu, jafnvel þótt frjótalan sé ekki nema rétt um 10,“ segir Margrét. Margrét segir að langalgengast sé að fólk hér á landi hafi ofnæmi fyrir grasfrjói en annars staðar á Norð- urlöndunum sé ofnæmi fyrir birki- frjóum algengast. Sennilega sé gróð- urfar landsins stærsta skýringin. „Við erum ekki með svo margar teg- undir af plöntum hér á landi. Grasið er ein algengasta tegundin og það er trúlega ástæðan,“ segir Margrét. Mikið af grasfrjói í loftinu FJÓRIR bílar lentu í árekstri á Miklubraut í Reykjavík á móts við göngubrúna við Rauðagerði um hálfellefuleytið í gærkvöldi. Bíl- arnir skemmdust mikið en ekki er talið að fólk hafi slasast alvarlega. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík rákust saman tveir bílar, sem voru á leið í austurátt, með þeim afleiðingum að þeir köstuðust á girðinguna, sem er á milli akbraut- anna, rifu hana niður og lentu á tveimur bílum, sem voru á leið í vesturátt. Morgunblaðið/Sverrir Fjögurra bíla árekst- ur á Miklubraut ♦ ♦ ♦ BJÖRGUNARSVEITAMENN frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu leituðu í gær að 34 ára gamalli danskri konu í nágrenni Þorláks- hafnar og Selfoss uns hún kom fram heil á húfi við bæinn Hlíðarenda í Ölfusi. Hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt þriðjudags. Allt að 40 björgunarsveitamenn tóku þátt í leitinni. Dönsk kona fannst heil á húfi ♦ ♦ ♦ SKÖMMU fyrir miðnætti í gærkvöldi kviknaði í Austurborg SH í Ólafsvík- urhöfn. Ekki var búið að slökkva eld- inn þegar blaðið fór í prentun en þá lá fyrir að miklar skemmdir voru á bátn- um og búið var að flytja einn úr áhöfn- inni burtu með reykeitrun. Austurborg er um 30 tonna bátur og að sögn lögreglu í Ólafsvík var áhöfnin nýfarin frá borði þegar elds- ins varð vart. Einn úr áhöfninni fór aftur um borð og er talið að hann hafi fengið reykeitrun. Mikill reykur var vegna eldsins en slökkviliðið var fljótt á staðinn og kom í veg fyrir frekara tjón. Kviknaði í Austurborg ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.