Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt bann við bifreiðastöðum
á Skúlagötu austan Baróns-
stígs vestan Snorrabrautar.
Bannið er sett að ósk Hús-
félagsins Skúlagötu 40, 40A og
40B.
Í umsögn borgarverkfræð-
ings segir að þessi hluti Skúla-
götu sé 6,5– 7 metra breiður
sem geri mætingar bifreiða erf-
iðar ef bílum er lagt í götunni.
Ekki er fallist á ósk íbúanna
um að loka fyrir akstur að
Hverfisgötu 105 um austur-
hluta Skúlagötu.
Segir í umsögninni að þessi
aðkoma sé samkvæmt deili-
skipulagi frá 1989 og verði því
ekki breytt nema með breyt-
ingu á því.
Bann við
bifreiða-
stöðum á
hluta
Skúlagötu
Skuggahverfi
HEILDARMAGN sorps sem
féll til í Reykjavík í fyrra var
30.300 tonn. Kostnaður vegna
sorphirðu og sorpeyðingar
vegna þessa var um 420 millj-
ónir króna.
Þetta er meðal þess sem kem-
ur fram í Árbók Reykjavíkur
2001 sem Reykjavíkurborg gef-
ur út. Af töflu, sem þar er birt,
sést að heildarsorpmagn hefur
aukist jafnt og þétt frá árinu
1996 en þá var það 25.720 tonn.
Þrátt fyrir þetta lét hver íbúi
borgarinnar frá sér minna sorp í
fyrra en árið 2000 þegar 273 kíló
af sorpi féll til á mann miðað við
264 kíló árið 2001. Skýringuna
er að finna í auknum fjölda íbúa í
borginni en árið 2000 voru þeir
111.342 talsins miðað við 114.500
í fyrra.
Sé hins vegar litið til ársins
1996 má sjá að þá voru íbúarnir
104.276 talsins og þá lét hver
þeirra töluvert minna af sorpi
frá sér eða um 244 kíló.
Sorpið í
borginni
eykst
Reykjavík
SKIPULAGS- og bygginganefnd
Reykjavíkur hefur samþykkt aug-
lýst deiliskipulag Alaskalóðarinnar
svonefndu. Meðal athugasemda sem
bárust var undirskriftalisti með
nöfnum 84 íbúa í Breiðholti.
Lóðin er við Skógarsel 11–15 og
var gróðrarstöðin Alaska rekin þar
til margra ára. Eins og Morgunblað-
ið hefur greint frá gerir deiliskipu-
lagið ráð fyrir að á lóðina komi tvö
fjölbýlishús og tvö raðhús, samtals
um 48–50 íbúðir, en jafnframt verði
reynt að halda í gróður og minjar á
svæðinu. Skipulagið var í auglýsingu
frá 24. apríl síðastliðnum til 5. júní
en þá rann athugasemdafrestur
jafnframt út. Átta athugasemdabréf
bárust, þar af eitt með undirskrift-
um 84 einstaklinga sem búsettir eru
í Breiðholti.
Í samantekt embættis skipulags-
fulltrúa kemur fram að helstu at-
hugasemdir gengu út á að þétting
byggðarinnar yrði of mikil og að fjöl-
býlishúsin myndu ekki falla nógu vel
að því byggðarmynstri sem fyrir
væri á svæðinu. Þá vildu bréfritarar
sjá lágreistari og þéttari byggð sem
undirstrikaði og styrkti mótun al-
menningsgarðs á svæðinu. Sömu-
leiðis óskuðu þeir sem gerðu athuga-
semdir eftir óbreyttri landnotkun
auk þess sem fram kom ótti hjá þeim
við aukna umferð samfara uppbygg-
ingunni.
Engar athugasemdir á
aðalskipulagsstigi
Í samantekt skipulagsfulltrúa
kemur fram að hugmynd um þétt-
ingu byggðar var kynnt á aðalskipu-
lagsstigi en engar athugasemdir
bárust þá. Við gerð tillögunnar hefur
verið haldið í þéttan gróður og rúst á
svæðinu varðveitt. Sömuleiðis hefur
efri hluti svæðisins verið gerður að-
gengilegur fyrir íbúa hverfisins sem
opið garðsvæði. „Um er að ræða til-
tölulega lágreista byggð í grænu
umhverfi. Fyrirhuguð byggð er ekki
talin hafa neikvæð áhrif á nánasta
umhverfi, s.s. með því að skerða út-
sýni frá aðlægri byggð. Umferð og
aðkoma er talin viðunandi,“ segir í
samantektinni.
Samfara samþykkt sinni bókaði
meirihluti skipulags- og bygginga-
nefndar að hann legði áherslu á að
friðlýst svæði yrði kynnt með merk-
ingum með fróðleik og sögulegri for-
tíð svæðisins og að gengið yrði
snyrtilega frá svæðinu.
Fulltrúar minnihlutans greiddu
atkvæði gegn tillögunni og bókuðu
mótmæli sín við hana. „Fyrirhuguð
uppbygging á svæðinu er algjörlega
út í hött,“ segir í bókuninni og er
talað um fyrirhuguð fjölbýlishús
sem „bæði skipulags- og
umhverfisslys í þessu umhverfi.“ Þá
er það gagnrýnt að ekkert tillit hafi
verið tekið til mótmæla íbúa.
Tillögunni var vísað til afgreiðslu
borgarráðs sem næst kemur saman
á föstudag.
Deiliskipulag Alaskareitsins
samþykkt í skipulagsnefnd
Breiðholt
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við
gerð hringtorgs á gatnamótum
Suðurlandsvegar og Breiðholts-
brautar en gatnamótin hafa verið
í umræðunni um árabil vegna al-
varlegra umferðarslysa sem þar
hafa orðið. Áætlað er að fram-
kvæmdum ljúki í haust.
Að sögn Jónasar Snæbjörns-
sonar, umdæmisstjóra hjá Vega-
gerðinni, var ákveðið að ráðast í
gerð tvöfalds hringtorgs á gatna-
mótunum. „Þetta hafa verið mjög
erfið gatnamót því þarna hafa
orðið mjög alvarleg slys. Það var
búið að vera í umræðunni í tals-
verðan tíma hvort setja ætti upp
ljósagatnamót eða hringtorg.
Hringtorgið er talsvert dýrara en
hins vegar er mun minna um al-
varleg slys á hringtorgum og það
á að vera betra flæði á þeim utan
annatíma. En á mestu annatímum
verða þarna alltaf einhverjar bið-
raðir eins og eru í dag á þessari
leið þegar menn eru að koma að
austan og í bæinn.“
Hann segir kostnaðinn við
hringtorgið áætlaðan á milli 50
og 60 milljónir króna en að hluta
til er framkvæmdin greidd úr um-
ferðaröryggisaðgerðasjóði vega-
áætlunar. Að öðru leyti kemur
fjármagn af almennri vegaáætlun.
Jónas bendir á að þó að fram-
kvæmdir séu hafnar muni þær
ekki trufla umferð fyrr en eftir
verslunarmannahelgi. „Eftir það
á að reyna að vinna þetta í einum
rykk og þessu á að vera lokið 15.
september. Núna er verið að und-
irbúa það sem er fyrir utan um-
ferð þannig að verktakinn, Loft-
orka, er að vinna sér í haginn
áður en hann getur farið að
hreyfa við veginum sjálfum.“
Slysagatnamót gerð
að hringtorgi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir hefjast ekki á veginum sjálfum fyrr en eftir verslunar-
mannahelgi til að trufla ekki umferð á háannatíma sumarsins.
Rauðavatn
ÁHERSLUR nýs meirihluta í Hafnarfirði munu
breyta fyrri stefnumörkun bæjarins varðandi úr-
lausnir í umferðarmálum á Reykjanesbraut.
Teknar hafa verið upp viðræður við Vegagerðina í
þessu skyni en núverandi meirihluti vill að hring-
torg komi í stað stokks og mislægra gatnamóta
sem áður voru áformuð.
Á bæjarráðsfundi í síðustu viku samþykkti bæj-
arráð umsögn sem send hefur verið Skipulags-
stofnun vegna mats á umhverfisáhrifum tvöföld-
unar Reykjanesbrautarinnar frá Fífuhvammsvegi
að Álftanesvegi og frá Álftanesvegi í gegnum
Hafnarfjörð að Ásbraut. Þar segir að ljóst sé að í
kjölfar kosningaúrslita í Hafnarfirði muni
áherslur núverandi meirihluta í bænum breyta að
einhverju leyti þeirri stefnumörkun sem meiri-
hluti bæjarstjórnar lagði upp með varðandi tvö-
földunina árið 1998–1999 og kynnti bæjarbúum í
febrúar árið 2000.
Að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra hefur
Samfylkingin í Hafnarfirði alltaf verið ósammála
þessari stefnumörkun. „Hún hefur byggst á
ákveðnum forsendum um það sem við viljum kalla
hindrunarlausa hraðbraut. Við höfum ekki verið
sátt við þær útfærslur og viljum forða því að með
stokk og niðurgreftri á svæðinu sé verið að kljúfa
byggðina þarna í sundur.“
Mikilvægt að koma
ofanbyggðarvegi í framkvæmd
Hann segir Samfylkinguna vilja fara aðrar leið-
ir í þessu sambandi. „Við viljum skoða þann mögu-
leika að setja upp hringtorg á þessum svæðum,
bæði við Kaplakrika og eins við Hlíðarberg/-
Lækjargötu á sama hátt og menn hafa leyst um-
ferðarflæði á Vesturlandsvegi. Það eru mun ódýr-
ari framkvæmdir og einfaldari og tryggja að það
sé á skömmum tíma hægt að leysa flæðið alla leið í
gegn um bæinn.“ Þá segir hann að samhliða þessu
leggi meirihlutinn áherslu á að koma í framkvæmd
undirbúningi og skipulagi að svokölluðum ofan-
byggðarvegi fyrir ofan Hafnarfjörð.
Lúðvík segir að þegar hafi farið fram viðræður
við Vegagerðina þar sem bæjaryfirvöld hafi óskað
eftir endurskoðun á þessu máli. „Í þessari umsögn
erum við að vekja athygli á því að málið sé komið í
nýja stöðu hér í bænum og við munum fylgja því
mjög fast eftir.“
Á fundi bæjarráðs bókuðu fulltrúar minnihlut-
ans að allar breytingar á fyrirhugaðri framkvæmd
og hönnun við Reykjanesbrautina myndu tefja
framkvæmdir og vísuðu þeir ábyrgð á þeim töfum
á hendur Samfylkingunni. Lúðvík segir rangt að
þarna verði um einhverjar tafir að ræða. „Við vilj-
um tryggja að hægt sé að gera þessar vegbætur
sem allra fyrst.
Hér er hvorki verið að tefja eitt né neitt heldur
jafnvel flýta því að nýta það fjármagn sem fyrir
liggur, sem er liðlega milljarður af ríkisframlög-
um.“
Breyttar áherslur vegna tvö-
földunar Reykjanesbrautar
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir núverandi
meirihluta vilja forða því að Reykjanesbraut-
in kljúfi byggðina í Hafnarfirði í tvennt.
NEMENDUM í bekkjardeild-
um Grunnskóla Reykjavíkur
fækkaði um 7,6 frá skólaárinu
1960–1961 til skólaársins 2000–
2001.
Þetta kemur fram í Árbók
Reykjavíkur sem nýkomin er
út. Af töflu sem þar er birt má
sjá að meðalfjöldi í bekk var
27,2 skólaárið 1960–1961. Síðan
þá hefur nemendum í hverjum
bekk fækkað jafnt og þétt og
árið 2000–2001 voru 19,6 nem-
endur að meðaltali í hverjum
bekk.
Hins vegar hefur nemendum
í borginni í heild fjölgað jafnt og
þétt undanfarin ár. Segir í ár-
bókinni að nemendur í Reykja-
vík hafi verið rúmlega 13.100
skólaárið 1985–1986 en þeir
hafi verið orðnir tæplega 15.200
skólaárið 2000–2001. Er búist
við að þeim fjölgi í um 16.100
fram til skólaársins 2004–2005.
Fækkar í
bekkjar-
deildum
Reykjavík