Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 43 Á viðmiðunarárunum veiddu bátar undir 10 brl. samtals 12.646 tonn af þorski sem hefði átt að leiða til þess að leyfilegur hámarksafli þeirra á hverju ári yrði 1,96% af leyfðum heildarafla. Stjórnvöld heimiluðu hins vegar að heildarveiði þeirra mætti verða 3% og sýna lægri súlurnar á mynd 1 leyfi- lega heildarveiði þeirra samkvæmt þeirri reglu. En þar sem þeim var lát- ið líðast að veiða óheft varð aflinn miklu meiri eins og fram kemur á hærri súlunum. Eins og taflan sýnir fór ástandið stigversnandi eftir því sem á áratuginn leið og loks var málið komið í algert óefni, því að árin 1989 og 1990 nam umframafli þeirra meira en 70 þúsund tonnum af þorski. Stjórnun veiða með daga- takmörkunum mistókst Árin 1991 til og með 1994 var reynt að halda þorskveiðum svonefndra „krókabáta“ í skefjum með dagatak- mörkunum. Á mynd 2 sést hvaða ár- angri sú viðleitni skilaði. Fyrstu 8 mánuði ársins 1991 (þ.e. þar til nýtt fiskveiðiár gekk í gildi hinn 1. sept- ember það ár) veiddu bátarnir 70% meira en ráð hafði verið fyrir gert. Ástandið fór síðan hraðversnandi. Fiskveiðiárið 1991/1992 varð veiðin næstum þrefalt meiri en við var mið- að, 1992/1993 varð veiðin meira en fimmfalt meiri og fiskveiðiárið 1993/ 1994 voru öll met slegin: Veiðin fór nálega tífalt fram úr viðmiðun þeirra. Alls varð umframaflinn í þorski ríf- lega 60 þúsund tonn á þessum þremur árum og átta mánuðum. Í hverjum einasta mánuði veiddu bátarnir næst- um 1.400 tonnum meira en stjórnvöld höfðu ætlað þeim. Þorskaflahámarkið olli umframveiði í fleiri tegundum Eftir að dagatakmarkanirnar höfðu brugðist með fyrrgreindum hætti leituðu stjórnvöld leiða til þess að takmarka veiðar þessara báta og tóku upp það stjórnkerfi sem nefnt hefur verið „þorskaflahámark“. Það gerði ráð fyrir því að krókabát- unum, sem ekki höfðu farið í aflamark og voru þar með í dagakerfinu, var gefinn kostur á að velja svonefnt þorskaflahámark. Þeir sem það völdu fengu nú kvóta í þorski, en var leyft að veiða aðrar tegundir, m.a. ýsu og steinbít, án takmarkana. Um leið var eigendum þessara báta gefinn kostur á að leika sama leikinn og þeir höfðu leikið í þorskveiðunum áður; stunda óheftar veiðar og ávinna sér veiði- reynslu í öðrum tegundum en þorski á kostnað annarra, þ.e. aflamarksskip- anna. Texta- brengl í at- hugasemd um hrað- fiskibáta VEGNA tæknilegra mistaka varð verulegt textabrengl í þriðja dálki athugasemdar Þorsteins Más Bald- vinssonar í miðopnu Morgunblaðsins í gær um hraðfiskibáta þannig að þessi kafli varð illlæsilegur. Þessi kafli birtist því hér aftur ásamt töfl- um þeim sem vísað er til í þessum texta:                                !  !"   !#   $ #$ # "$ " %$ % $  $   !&!"  !#  !$  !'  !(  !!  !                  %   )                              * %  "* # $ #$ # "$ " %$ % $  $   +! ,  * %  %* "  "* # -     '  '       '  ' 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.