Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
1.490 kr.
Múrgips
Sími 525 3000 • www.husa.is
frá Bayonson Epple
25 kg poki
FLUGMÁLASTJÓRN er byrjuð að
gefa út JAR-66 skírteini fyrir flug-
virkja. Skírteinið veitir íslenskum
flugvirkjum réttindi til atvinnu í fagi
sínu í öllum aðildarríkjum Flugörygg-
issamtaka Evrópu (JAA). Um 300
flugvirkjar eru á Íslandi og hafa 30
þeirra nú þegar fengið útgefið
JAR-66 skírteini. Allir sem eru með
skírteini sem er samþykkt af Alþjóða-
flugmálastofnuninni (ICAO) eða upp-
fylla kröfur þar að lútandi, eiga rétt á
að fá JAR-66 skírteini. Breyting á
reglum varðandi skírteini flugvirkja
tók gildi í júní á síðasta ári. Í tilkynn-
ingu frá Flugmálastjórn segir, að það
hafi hins vegar tekið um ár að sam-
ræma reglur um mat á áritunum og
fleira í tengslum við útgáfu skírtein-
isins. Engu að síður eru Íslendingar í
hópi þeirra 10 þjóða sem fyrstar eru
til að gefa JAR-66 skírteinin út. Fyrir
tíma JAR-66 hafði hver aðildarþjóð
JAA sín eigin skírteini og eigin kerfi
og mjög misjafnt var hverjir viður-
kenndu skírteini frá hverjum. Það gat
því reynst flugvirkjum erfitt að fá
réttindi sín viðurkennd í öðrum lönd-
um en heimalandinu í Evrópu. Aðild-
arríki Flugöryggissamtaka Evrópu
eru nú öll eitt atvinnusvæði hvað
varðar flugvirkja. Þeir sem hófu nám
í flugvirkjun í Bandaríkjunum eftir 1.
júní 2001 fá réttindi sín ekki viður-
kennd í Evrópu þar sem þess er kraf-
ist að menn hafi sótt JAR-147 skóla
sem ekki eru til staðar í Bandaríkj-
unum. Þeir sem hófu nám fyrir þann
tíma geta hins vegar fengið nám sitt
metið. Töluverð eftirspurn er eftir
mönnum með JAR-66 skírteini og því
hefur atvinnutækifærum íslenskra
flugvirkja fjölgað með útgáfu Flug-
málastjórnar á þessum skírteinum.
Atvinnutækifærum
flugvirkja fjölgar
Leifshátíð í Haukadal í þriðja sinn
Hátíð heima hjá
Leifi heppna
LEIFSHÁTÍÐ verð-ur haldin við Ei-ríksstaði í Hauka-
dal í Dölum nú um helgina.
Morgunblaðið ræddi við
Rögnvald Guðmundsson,
einn skipuleggjenda
Leifshátíðar.
– Verður von á fjöl-
breyttri skemmtun á hátíð-
inni?
„Já, sannarlega. Við
leggjum mikla áherslu á að
dagskrá hátíðarinnar sé
fjölbreytt og spennandi
fyrir alla aldurshópa. Við
viljum sýna handverk og
víkingastörf af öllum toga
og hafa heimilislegan brag
á hátíðinni.“
– Hver er saga Leifs-
hátíðar?
„Hugmyndin vaknaði í
framhaldi af fornleifauppgreftri á
vegum Þjóðminjasafnsins í landi
Eiríksstaða árin 1997–99 sem
Guðmundur Ólafsson stýrði.
Fundust þar leifar húss frá lokum
10. aldar sem ber vel saman við
frásögn Eiríks sögu rauða. Ákveð-
ið var að byggja svonefnt tilgátu-
hús skammt frá uppgreftrinum
þar sem reynt er að endurskapa
forna bæinn á Eiríksstöðum. Hús-
ið var vígt sumarið 2000 og þá var
einnig haldin fyrsta Leifshátíðin
enda 1000 ár liðin frá siglingu
Leifs heppna til Vínlands. Eiríks-
staðanefnd Dalabyggðar stendur
fyrir hátíðinni og hefur Alma
Jenný Guðmundsdóttir ferða-
málafulltrúi unnið mikið að und-
irbúningi hennar. Einnig fengum
við styrk frá samgönguráðuneyti
og norræna menningarsjóðnum.“
– Hátíðin tengist ekki eingöngu
feðgunum Eiríki og Leifi?
„Nei, við höfum tekið þann pól í
hæðina að minnast sögupersóna
úr nágrenninu einnig, til dæmis
persónum Laxdælu og Njálu sem
hér bjuggu. Hátíðin er þess vegna
nokkurs konar söguhátíð. Við leik-
um okkur líka með 19. öldina og
búskaparhætti síðari alda.“
– Hefur svæðið vakið athygli frá
því að uppgröftur hófst?
„Já, það hefur vakið mikla at-
hygli. Áður en uppgröftur hófst
lögðu fáir ferðamenn leið sína inn
Haukadalinn, og flestum var það
gleymt að á Eiríksstöðum höfðu
þeir landafundafeðgar búið. Síðan
tilgátuhúsið var opnað hafa um 25
þúsund manns heimsótt það.
Ánægja ríkir því með þau viðbrögð
sem húsið hefur hlotið, en áformað
er að auka enn við lífið í bænum.“
– Á hvern hátt ætlið þið að auka
lífið í bænum?
„Hugmyndin er að láta hand-
verksfólk og heimilisfólk dvelja í
bænum við störf yfir sumarið svo
að fólk komi í raunverulega heim-
sókn á bæinn. Nú eru tveir starfs-
menn í bænum sem gefa fólki með-
al annars að smakka á
Þjóðhildarbrauði og Leifssúpu og
veita fræðslu.“
– Er ennþá verið að grafa á Ei-
ríksstöðum?
„Já, Guðmundur
Ólafsson verður að
grafa á hátíðarsvæðinu
um helgina. Það fannst
lítið jarðhýsi rétt sunn-
an við bæinn nú um
daginn sem talið er vera forn vef-
stofa kvenna. Gestir hátíðarinnar
geta séð og fræðst um uppgröftinn
á vettvangi.“
– Hvernig verður dagskrá há-
tíðarinnar háttað?
„Svæðið verður opnað á föstu-
daginn klukkan fjögur, og þá mun
handverksfólk þegar vera að störf-
um. Formleg dagskrá hefst klukk-
an sjö á föstudagskvöld og henni
lýkur um tvöleytið á sunnudag.
Boðið verður upp á sýnikennslu í
járnsmíði, útskurð í tré og bein,
vefnað, tónlist og meðferð vopna
svo eitthvað sé nefnt. Einnig munu
Arthúr Björgvin Bollason og Halla
Steinólfsdóttir rökræða um kappa
og kvenskörunga. Einar Kárason
flytur hátíðarávarp á laugardag-
inn og bæði kvöldin verður slegið
upp dansleik.“
– Þið leggið áherslu á að gestir
fái að taka þátt og prófa.
„Jú, við leggjum mikla áherslu á
það. Sem dæmi má nefna að börn-
in fá að baka sitt eigið brauð yfir
langeldi, og þeir fullorðnu geta
lært grunnatriði í handíðum sem
áður voru nefndar. Þá verða
haldnir íþróttaleikar sem allir geta
tekið þátt í. Við teljum það vera
mun eftirminnilegri reynslu fyrir
alla að fá að vera með. Að sama
skapi er þátttaka gesta í samræmi
við framtíðarstefnu Eiríksstaða
um að bjóða skólakrökkum í heim-
sókn, þess vegna í nokkra daga,
þar sem þau geti kynnst af eigin
raun þjóðveldislífinu og fræðst um
eigið land og sögu þess. Þetta
verða nokkurs konar víkingabúð-
ir.“
– Hafið þið einhverjar erlendar
fyrirmyndir að starfinu?
„Já, við höfum fengið góða gesti
frá Noregi, heila fjölskyldu frá
Karmøy nálægt Haugasundi, sem
sér um að reka sambærilegt
víkingabýli þar. Þau eru þegar
komin til landsins og
hafa miðlað heima-
mönnum af reynslu
sinni, bæði með hátíðar-
höldin, virka starfsemi í
bænum og heimsóknir
skólabarna. Auk þeirra verða 25
erlendir handverksvíkingar á
Leifshátíð, ásamt Íslendingum.
Eiríksstaðir geyma þannig varan-
lega sögu þjóðveldisins og geta
hæglega orðið miðstöð á því sviði
hér á landi.“ Nánari upplýsingar
um hátíðina má finna á vefnum
www.dalir.is eða í Upplýsingamið-
stöðinni í Búðardal, í síma 434-
1410.
Rögnvaldur Guðmundsson
Rögnvaldur Guðmundsson
fæddist í Reykjavík árið 1958 en
ólst upp á Ásum í Saurbæjar-
hreppi í Dalasýslu. Hann lauk
stúdentsprófi frá MS 1978 og nam
íslensku, sagnfræði og uppeldis-
og kennslufræði við HÍ 1979–84,
ásamt námi í ferðamálafræði í
Lillehammer í Noregi sem hann
lauk 1992. Hann starfaði sem
ferðamálafulltrúi í Hafnarfirði ár-
ið 1992–97. Rögnvaldur stofnaði
fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf
ferðaþjónustunnar árið 1996.
Hann er kvæntur Helgu Björgu
Stefánsdóttur meinatækni og
eiga þau fimm börn.
Gestum er
boðið að taka
þátt í störfum
Menn eru komnir tímanlega í skotgrafirnar fyrir X-ESB 2003.
BLÓMIN sem prýða hinn bráð-
fallega kaktus sem á myndinni
sést, en hann nefnist Næturdrottn-
ing, eru skammlíft augnakonfekt.
Næturdrottningin sem blómstrar
um 40 blómum á sumri ber nafn
sitt með rentu, því blómin koma
seint að kvöldi og standa aðeins
eina nótt. Nýverið skartaði þessi
Næturdrottning, sem er í eigu
Maríu Gísladóttur í Reykjavík, 11
blómum og þá tók Guðrún María
Sveinsdóttir þessa fallegu mynd.
Næturdrottn-
ing í fullum
skrúða