Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 41                  ! " ""#  $%&'(% ( )"" ""** + )"" ""*,                                 ! "#  $ %   "&#  '  ( )*+  , ,          -    ,      ,       /      .  0  1##1  '  (    2  ' ( &31  4  #" '  (    5   6633"  5    177#3 '  ( /+     8   0  9     0         :);*    0      0     <  8            :/;  8  !8 0 !8  $  8   8 < 8 < ,  0.  8                        61     &37     6131# . /0 !1 2 %%  3 !  '  .  '  ( LEIFSHÁTÍÐ í Dölum verður haldin um næstu helgi í þriðja sinn. Á Leifshátíð verður keppt í reiptogi yfir Haukadalsá, glímu, stökkum, hlaupum, grjótkasti o.fl. Þá er veiði í Haukadalsvatni innifalin í að- gangseyri og verða veitt verðlaun fyrir vænsta fiskinn. Auk þess er boðið upp á og sögugöngur um ná- grenni Eiríksstaða. „Um 30 handverksmenn og vík- ingar, flestir frá Danmörku, Noregi og Íslandi, munu setja upp vík- ingabúðir við tilgátuhúsið á Eiríks- stöðum og sumir þeirra verða að vinna inni í húsinu alla hátíðina. Boðið verður upp á sýnikennslu í járnsmíði, útskurði í tré og bein, vefnaði, tónlist, meðferð vopna og smakk á Þjóðhildarbrauði, Leifs- súpu o.fl. Á föstudagskvöldinu verður kappræðuþáttur er nefnist Kappar og kvenskörungar. Þar mun Arthúr Björgvin Bollason, kappi og framkvæmdastjóri sögu- setursins á Hvolsvelli, halda fram hlut Gunnars á Hlíðarenda en Halla Steinólfsdóttir, kvenskörung- ur frá Ytri-Fagradal í Dölum, tefla fram mannkostum Dalakonunnar, konu Gunnars og örlagavalds, Hall- gerðar langbrókar. Af öðrum dag- skrárliðum má nefna að Einar Kárason mun flyta ávarp á hátíð- ardagskrá sem hefst kl. 13 á laug- ardag. Má vænta þess að það verði í ætt við nýjustu bók hans „Óvina- fagnað“, sem fékk frábæra dóma og gerist einmitt á Sturlungaöld er átti rætur í veldi Sturlunganna frá Hvammi í Dölum. Þá mun kvenna- kórinn Vox Feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngja fyr- ir hátíðargesti auk kórs heima- manna og fréttamaðurinn Gísli Ein- arsson segir gestum kjaftasögur frá Söguöld – í trúnaði að sjálf- sögðu. Meðan á Leifshátíð stendur verð- ur í gangi fornleifauppgröftur að Eiríksstöðum í umsjón Guðmundar Ólafssonar fornleifafræðings. Næg tjaldstæði eru á hátíðar- svæðinu og pláss fyrir tjaldvagna og fellihýsi. Þess má geta að Ei- ríksstaðir eru aðeins í 150 km fjar- lægð frá höfuðborgarsvæðinu. Veit- ingasala verður á staðnum. Aðgangseyrir að Leifshátíð er 2.000 kr. fyrir fullorðna, 1.000 kr. fyrir 13–16 ára og ellilífeyrisþega en ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Leifshátíð á Eiríksstöð- um haldin í þriðja sinn Ungir sem aldnir hafa sýnt sýningunni að Eiríksstöðum mikinn áhuga. Í DAG, miðvikudaginn 10. júlí, gengst Ferðafélag Íslands fyrir kvöldgöngu á Helgafell við Hafnar- fjörð. Helgafell er 340 m hátt, klett- ótt og bratt móbergsfjall, en þó auð- gengið á rana að norðaustanverðu. Fjallið er skemmtilegt uppgöngu og af því víð útsýn yfir Reykjanesskag- ann og víðar. Þar uppi er gestabók, sem sjálfsagt er að rita nafn sitt í. Brottför er frá BSÍ kl. 19.30 og kom- ið við í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Gangan sjálf hefst við Kaldársel. Áætlaður göngutími er um þrjár klukkustund- ir og þátttökugjald 1.000 krónur fyr- ir félagsmenn en 1.200 fyrir aðra. Frekari upplýsingar um ferðir Ferðafélags Íslands má sjá á heima- síðu þess, www.fi.is. Gönguferð á Helgafell með Ferða- félagi Íslands FARIÐ verður í grasaferð laugar- daginn 13. júlí. Áætlað er að ferðin taki um 3 klst. frá kl. 11–14. Farið verður undir leiðsögn Ásthildar Ein- arsdóttur grasalæknis og fegrunar- sérfræðings. Tíndar verða jurtir til tegerðar og fleira við nágrenni Víf- ilsstaðavatns. Í ferðinni verður boðið upp á jurtate og meðlæti, ásamt fræðslu um ágæti og eiginleika íslenskra jurta. Hist verður við Vífilsstaðavatn og þaðan gengið á slóðir jurtanna. NLFR hvetur almenning til að mæta og eiga góða stund í íslenskri náttúru Allir eru velkomnir, jafnt börn sem fullorðnir. Ásthildur er dóttir Ástu Erlingsdóttur grasalæknis og hefur fjölskylda hennar stundað grasa- lækningar mann fram af manni öld- um saman, segir í fréttatilkynningu. Grasaferð með Ásthildi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun ungra jafnaðar- manna í Reykjavík. „Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík styðja Félag ungra lækna í baráttu sinni fyrir betri kjörum og mannúð- legri vinnutíma. Afar mikilvægt er að fundin verði ásættanleg lausn á deilunni, bæði með vinnuverndar- sjónarmið og eins öryggi almennings í huga. Ónóg hvíld og mikið álag sem lagt er á unglækna stefnir öryggi og jafn- vel lífi sjúklinga í hættu. Með óhóf- legum vinnutíma og lítilli hvíld aukast líkur á að mannleg mistök eigi sér stað en slíkt er oft alvarlegra og dýrkeyptara hjá læknum en í öðr- um starfsgreinum. Það er öllum í hag að læknar séu úthvíldir við störf sín. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík skora á heilbrigðisráðherra, samn- inganefnd ríkisins og samninga- nefnd Læknafélags Íslands að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að finna farsæla lausn á deilunni við Félag ungra lækna.“ Styðja félag ungra lækna Í BOÐI er vikudvöl með námskeiði til að hætta reykingum hjá Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði. Innritun stendur nú yfir á nám- skeið sem halda á dagana 18. til 25. ágúst næstkomandi. Upplýsingar og innritun fer fram hjá Heilsustofnun, beidni@hnlfi.is og heilsu@hnlfi.is. Námskeið gegn reykingum NÝR haust- og vetrarlisti Free- man’s er kominn út. Hefur hann að bjóða vöruúrval fyrir konur á aldrinu 20–50 ára, fatnað fyrir karla og börn. Þá er einnig boðið uppá rúmföt. Í frétt frá Freeman’s kemur fram að margföldunargengi hafi verið lækkað. Pöntunarlistinn er til sölu í flestum bókaverslunum en einnig er hægt að panta hann hjá Freeman’s við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Nýr listi frá Freeman’s SILUNGSVEIÐIN hefur víða ver- ið frábær og fiskur vænn á sumum svæðum. Eftirspurn eftir slíkri veiði hefur og verið vaxandi, því eins og einhver orðaði það er mikið framboð þessa dagana á uppgjafa laxveiðimönnum sem vilja fara að setja í eitthvað kvikt. Veiði í Veiðivötnum á Land- mannaafrétti hefur verið feiknagóð og samkvæmt upplýsingum frá veiðihópi sem var þar nýlega er komið á þriðja þúsund urriða úr Litlasjó einum saman og yfir 400 stykki til viðbótar úr Stóra-Foss- vatni. Annars er næstgjöfulasta vatnið Skyggnisvatn með um 700 fiska, en um 400 þar af eru bleikjur og er meðalvigtin í vatninu sú lang- lægsta á Veiðivatnasvæðinu en vötnin eru einkum þekkt fyrir stóra urriða. Sá stærsti í sumar var 9,5 punda, veiddur í Hraunvötnum sem hafa gefið á þriðja hundrað fiska, líkt og Langavatn. 8,6 punda urriði hefur veiðst í Litlasjó og 8 punda fiskar í Pyttlum og Ónefndavatni. Í Stóra-Fossvatni hafa veiðst allt að 7 punda urriðar, en meðalþunginn þar er þó í lægri mörkunum miðað við önnur vötn á svæðinu. Þar er einungis veitt á flugu en í öðrum vötnum á svæðinu má einnig veiða á spón og beitu. Yfir 2.000 urriðar Urriðaveiði hefur einnig verið fantagóð á urriðasvæðum Laxár í Þingeyjarsýslu, í Mývatnssveit og í Laxárdal. Fyrrnefnda svæðið var með um 1.400 urriða skráða fyrir skemmstu og Laxárdalurinn á sama tíma um 750 fiska. Oftast bætir meiri meðalvigt í Laxárdal upp fyrir færri fiska en efra. Ekki hefur frést af stærri urriðum en sjö punda það sem af er og heldur hafa menn orðið lítið varir við enn stærri fiska en það eru alltaf ára- skipti af því hversu mikið er af yfirstærðarfiski. Frekar hefur ver- ið kalt við Laxá að undanförnu, veiði verið misgóð frá degi til dags en menn fá þó að mestu frið fyrir mývarginum rétt á meðan. Frábær silungsveiði Halla Guðrún Jónsdóttir, 10 ára, veiddi þennan gullfallega 6,5 punda urriðahæng í Hólkotsflóa í Laxá í Mývatnssveit á dögun- um. Fiskurinn tók túpuflugu sem heitir „Pönkari“. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.