Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EININGARSAMTÖK Afríku voru lögð niður á leiðtogafundi í suður- afrísku borginni Durban í gær og stofnað var nýtt bandalag, Afríku- sambandið, sem vonast er til að stuðli að friði og hagsæld í álfunni. Afríkusambandið hyggst stofna friðar- og öryggisráð, Afríkuþing, sameiginlegan dómstól og seðla- banka og stefnt er að því að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil þeg- ar fram líða stundir. Helsti munurinn á Afríkusam- bandinu og Einingarsamtökunum er sá að nýja bandalagið á að hafa vald til að hafa afskipti af innan- ríkismálum aðildarríkja, einkum þegar binda þarf enda á hópmorð og stríðsglæpi. Í þeim tilgangi verður stofnað friðar- og örygg- isráð sem líkist öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Ríkin skiptast á um að eiga aðild að nýja ráðinu, fimmtán í senn, og það á að geta sent afrískar hersveitir á átaka- svæði þar sem glæpir gegn mann- kyninu eru framdir, svo sem fjöldamorð eins og í óöldinni í Rú- anda 1994 þegar um milljón manna var myrt. Meginreglan um að virða bæri fullveldi aðildarríkjanna Einingarsamtökin höfðu ekki þetta vald þar sem ein af meg- inreglum þeirra var að virða bæri fullveldi aðildarríkjanna og ekki ætti að hafa afskipti af innanríkis- málum þeirra. Einingarsamtök Afríku voru stofnuð í maí 1963 og meginmark- mið þeirra var að berjast gegn síð- ustu leifum nýlendustefnunnar og stuðla að samstöðu í álfunni. Litið hefur verið á Einingarsamtökin sem gagnslaust og vanmáttugt bandalag á síðustu árum, einkum vegna þess að þeim tókst ekki að koma á friði í álfunni. Átök geisa enn í Alsír, Búrúndí, Lýðveldinu Kongó, Líberíu, Sómalíu, Súdan og Úganda. Komið á „starfsbræðraeftirliti“ Afríkusambandið verður einnig tengt NEPAD, nýrri samstarfs- áætlun um þróun í Afríku, sem byggist á því að aðildarríkin lofa að bæta stjórnarfarið og virða reglur lýðræðisins og fá í staðinn erlenda fjárhagsaðstoð og fjárfest- ingu. Afríkuríkin fá ekki aðild að NEPAD nema þau sýni að þau geti fylgt meginreglum samstarfs- ins. Afríkusambandið verður undir yfirstjórn þjóðhöfðingja og leið- toga ríkisstjórna sem koma eiga saman árlega, samþykkja fjár- hagsáætlun sambandsins og taka mikilvægar ákvarðanir. Ólíkt Ein- ingarsamtökunum eiga leiðtogarn- ir ekki aðeins að samþykkja til- lögur ráðherraráða, heldur að taka sjálfir þátt í að móta stefnu nýja bandalagsins. Afríkusambandið hyggst einnig koma á „starfsbræðraeftirliti“ sem felur í sér að sambandið fær vald til að refsa þeim leiðtogum sem virða ekki reglur þess. Markmiðið er að stuðla að betra stjórnarfari en aðildarríkjum sambandsins er í sjálfsvald sett hvort þau gangast undir þetta eftirlit. Amara Essy, sem er frá Fíla- beinsströndinni og var fram- kvæmdastjóri Einingarsamtak- anna, verður forseti fram- kvæmdastjórnar Afríkusambands- ins sem á að gegna svipuðu hlutverki og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Meðlimir framkvæmdastjórnarinnar eiga að fara með ákveðna málaflokka. Leiðtogarnir á stofnfundinum í gær undirrituðu skjöl um stofnun framkvæmdastjórnar, leiðtogaráð- stefnu, framkvæmdaráðs utanrík- isráðherra aðildarríkjanna og ráðs fastafulltrúa, það er sendiherra. Sendiherraráð Einingarsamtak- anna var aðeins ráðgjafarráð en sendiherrarnir fá mun meiri völd í Afríkusambandinu. Framkvæmdastjórn Afríkusam- bandsins verður í Addis Ababa, þar sem Einingarsamtökin voru með höfuðstöðvar. Líklegt er að aðrar stofnanir sambandsins verði á öðrum stöðum í álfunni og líkleg- ast þykir að þingið verði í Suður- Afríku. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hafði lagt til að Afríku- sambandið yrði með skrifstofur í Líbýu og hermt er að hann hafi þegar látið reisa byggingarnar. Gaddafi var fyrsti leiðtoginn sem beitti sér fyrir stofnun Afríkusam- bandsins, eða „Bandaríkja Afríku“ eins og hann kallaði það. Afríkusambandið heldur einni mikilvægri reglu Einingarsamtak- anna, en hún er sú að ekkert ríki hafi neitunarvald. Afríkusamband- ið er ólíkt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að þessu leyti. „Hugarfar leiðtoganna þarf að breytast“ Leiðtogar Afríkuríkjanna vona að stofnun Afríkusambandsins reynist mikilvægt skref í þá átt að koma á friði og traustu lýðræði í álfunni. Margir óttast þó að Afr- íkusambandið verði að nýju skrif- stofubákni sem hafi engin raun- veruleg völd til að hafa hemil á nokkrum einræðisherrum og spilltum ríkisstjórnum. Þeir benda á að margir leiðtoganna hafa virt lýðræði að vettugi og eru orðnir vanir því að stjórna löndum sínum án afskipta annarra Afríkuríkja. „Breytingin á Einingarsamtök- um Afríku í Afríkusambandið vek- ur vissulega vonir. En við stillum þeim í hóf þegar við gerum okkur ljóst að nýja sambandið verður undir stjórn þeirra manna sem bera ábyrgð á því að Einingarsam- tök Afríku misheppnuðust,“ sagði Joachim Mbandza, sem stýrir kaþólska tímaritinu The African Week í Kongó. Efasemdir um heilindi leiðtoganna Komið hafa fram efasemdir um að leiðtogarnir séu í raun tilbúnir að afsala sér hluta af völdum sín- um til Afríkusambandsins og að því verði leyft að beita hermönn- um til að binda enda á átök og mannréttindabrot í Afríkuríkjum. „Til að grundvallarbreyting verði í Afríku þarf hugarfar leið- toga álfunnar að breytast,“ sagði Noel Twagiramungu, sem barist hefur fyrir mannréttindum í Rú- anda. „Helsta vandamálið sem Afr- íkusambandið stendur frammi fyr- ir er að enginn þeirra sem eru nú við völd í Afríkuríkjunum getur staðið upp og sagt: ég er trúverð- ugur leiðtogi, nýt virðingar fyrir siðferðisstyrk og starfsbræður mínir ættu að taka mig til fyrir- myndar.“ Afríkusambandið nýja fær það hlutverk að stuðla að friði, betra stjórnarfari og hagsæld Á að geta haft afskipti af innanríkismálum Afríkusambandið á að fá miklu meiri völd en Ein- ingarsamtök Afríku höfðu, meðal annars vald til að hafa afskipti af innanríkismálum Afríkuríkja til að binda enda á stríðsátök og hópmorð. AP Súlúi gengur framhjá myndum af afrískum leiðtogum sem sátu stofn- fund Afríkusambandsins í Durban í Suður-Afríku í gær. Sambandið leysir af hólmi Einingarsamtök Afríku sem voru stofnuð fyrir 39 árum. ’ Hyggst stofnafriðar- og öryggis- ráð, Afríkuþing, sameiginlegan dóm- stól og seðlabanka ‘ TAÍVÖNSKUM björgunarmönnum í þyrlum og á björgunarbátum tókst að bjarga ríflega 110 kín- verskum sjómönnum úr brennandi skipi undan strönd Taívans í gær. Veður er mjög slæmt á þessum slóðum, mjög hvasst og sjór úfinn. Fulltrúar strandgæslunnar telja að öllum skipverjum hafi verið bjarg- að á land og hér sést er einn þeirra er hífður upp í þyrlu. Tvær Sikorsky Blackhawk- þyrlur taívanska sjóhersins köstuðu línum niður að skipinu og hífðu björgunarmenn um borð. Aðrir skipverjar komust um borð í björg- unarbáta. Aðgerðirnar fóru fram á hafsvæðinu út af Kaohsiung-borg á suðvesturodda Taívans og stóðu yf- ir í um fjórar klukkustundir. Skipið var notað sem vistarverur fyrir kín- verska menn sem vinna við sjávar- útveg í Taívan en eru ekki með landvistarleyfi. Reuters Bjargað úr sjávarháska FLUGMENN beggja vélanna sem rákust á yfir Þýskalandi í síðustu viku tilkynntu flugumferðarstjóranum í Sviss að þeir væru að lækka flugið til að forðast árekstur innan við mínútu áður en slysið varð, að því er þýskir embættismenn greindu frá í gær. Athugun á upptökum úr stjórnklef- um vélanna hefur leitt í ljós, að flug- stjóri rússnesku Tupolev 154 þotunn- ar, sem var með 69 manns innanborðs, staðfesti fyrirmæli flug- umferðarstjórans um lækkun hálfri mínútu áður en áreksturinn varð, en nefndi ekki að árekstrarvarinn í vél- inni hafði gefið fyrirmæli um að flugið skyldi hækkað, sagði Odo Zboralski, talsmaður rannsóknarnefndar flug- slysa í Þýskalandi. Um það bil 15 sekúndum áður hafði flugstjóri hinnar þotunnar, sem var fraktvél DHL fyrirtækisins, með tveggja manna áhöfn, tilkynnt flug- umferðarstjóranum að hann ætlaði að lækka flugið í samræmi við tilkynn- ingu frá árekstrarvara vélarinnar. Flugumferðarstjórinn í Zürich, er hafði umsjón með báðum vélunum, gaf áhöfn rússnesku Tupolev-þotunn- ar fyrirmæli um að lækka flugið um 45 sekúndum áður en vélin rakst á fraktvélina í 35.300 feta hæð. Um leið gaf árekstrarvari um borð í rúss- nesku vélinni fyrirmæli um hækkun. Báðar vélarnar voru að lækka úr 36 þúsund fetum til að forðast árekstur er slysið varð. Árekstrarvari Boeing- þotunnar hafði gefið fyrirmæli um lækkun, en árekstrarvarar vélanna tveggja skiptust á upplýsingum, eins og þeim er ætlað að gera til að tryggja að fyrirmæli þeirra séu samræmd og önnur vélin hækki flugið en hin lækki. Fulltrúi Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA), William Gaillard, sagði í gær, að rússneska áhöfnin hefði átt að fylgja fyrirmælum árekstrarvarans. En Gaillard lagði áherslu á, að ekki væri hægt að kenna neinum einum manni um slysið. „Slíkt væri mjög ósanngjarnt, því að þegar niðurstöður rannsóknar á slysinu liggja endan- lega fyrir eftir nokkra mánuði mun- um við sjá að atburðarásin var af- skaplega óheppileg og umfram allt mjög flókin.“ Samkvæmt fréttum The New York Times benda upplýsingar frá þýsku flugslysarannsóknarnefndinni til þess, að flugumferðarstjórnin í Zü- rich, sem er rekin af einkafyrirtækinu Skyguide, hafi verið undirmönnuð, með of mikil verkefni og átt við tækni- legar bilanir að etja. Flugvélaáreksturinn yfir Þýskalandi Báðir tilkynntu um lækkun Berlín, Genf. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.