Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Ístak
hf. hefur ásamt danska verktakafyr-
irtækinu E. Pihl og Søn A/S og
norska verktakafyrirtækinu AFS
gert samning við norska olíufyrir-
tækið Statoil um verkefni upp á sam-
tals um 8 milljarða íslenskra kr. í
Melkøya, rétt norðan við Hammer-
fest í Norður-Noregi. Þar hyggst
Statoil reisa verksmiðju, sem mun
vinna úr hrágasi, á næstu árum.
Verkefni verktakafyrirtækjanna
þriggja felst, að sögn Lofts Árnason-
ar, yfirverkfræðings hjá Ístaki, í því
að gera svæðið í Melkøya tilbúið fyrir
verksmiðjuna, en það þýðir m.a. jarð-
gangagerð, klapparvinnu, gerð hafn-
armannvirkja og brimvarnargarða.
Loftur segir að þetta sé afar stórt
verkefni fyrir Ístak en hlutur fyrir-
tækisins í verkefninu hljóðar upp á
rúma tvo milljarða króna.
Óskað eftir þátttöku Ístaks
Statoil auglýsti eftir tilboðum í
verkefnið í nóvember sl. en að sögn
Lofts var óskað eftir því við Ístak að
það tæki þátt í útboðinu þar sem mik-
il reynsla væri innan fyrirtækisins í
gerð brimvarnargarða, m.a. vegna
þátttöku þess í byggingu brimvarn-
argarða í Vestur-Noregi fyrir
skömmu. Loftur tekur fram í þessu
sambandi að sú tegund brimvarnar-
garða sem byggð verður í Melkøya og
hefur verið byggð í Vestur-Noregi sé
samkvæmt hönnun Siglingastofnun-
ar Íslands. Því megi segja að íslenskt
hugvit og tækniþekking komi sterk-
lega við sögu við byggingu brimvarn-
argarðanna á fyrrgreindum stöðum.
Ístak, ásamt Pihl og AFS, gerðu
tilboð í verkið og voru lægstbjóðend-
ur. Skrifuðu þau síðan undir samning
við Statoil hinn 8. júní sl. Verkefnið
tekur að sögn Lofts um átján mánuði
og hefur Ístak þegar sent út nokkra
sérfræðinga til undirbúings. Til
stendur að senda alls um 15 til 20 ís-
lenska sérfræðinga; tæknimenn,
verkstjóra og vélamenn, til Noregs til
að sinna verkefninu. Að sögn Lofts
munu samtals um 400 manns vinna að
verkefninu. Ístak hefur áður unnið að
verkefni í Noregi, en auk þess hefur
fyrirtækið unnið að verkefnum í Fær-
eyjum og á Grænlandi.
Átta milljarða
verk í Noregi
Ístak vinnur með erlendum verktökum
VIÐ flugvöllinn á Hellu er mikið líf
um þessar mundir en þar fer fram
Íslandsmeistaramótið í svifflugi.
Keppendur í ár eru níu talsins, en
mótið fer fram annað hvert ár og
stendur í níu daga í senn. Í gær
var fjórði dagur mótsins og var
það annar dagurinn sem hægt var
að keppa. Ekki er hægt að fljúga
þegar rignir og vindur er mikill.
Nokkrir keppendur tóku fjöl-
skyldur sínar með sér á mótið og
var ekki annað að sjá á Hellu í gær
en að unga kynslóðin hefði mikinn
áhuga á svifflugsíþróttinni. Vel
viðraði til flugsins í gær, lengsta
flug dagsins átti Kristján Svein-
björnsson, sem er stigahæstur eftir
gærdaginn, og var það 178 km.
Svifflugmenn hafa eflaust notið
góðs útsýnis í fluginu í gær, enda
var veður gott á Suðurlandi. Frá
jörðu niðri mátti m.a. sjá Eyja-
fjallajökul, Tindfjallajökul, Heklu
og Stóra-Dímon skarta sínu feg-
ursta.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Svifið um háloftin
í góðu veðri
Svifflugið/6
NÝ RANNSÓKN, sem birt er í nýj-
asta tölublaði Læknablaðsins, bendir
til að flestir svaladrykkir á íslenskum
markaði, þ.e. gosdrykkir, djús og
ávaxtasafar, auk íþrótta- og orku-
drykkja, hafi glerungseyðandi áhrif.
„Þetta er mikið áhyggjuefni þar sem
neysla þessara drykkja er einna mest
hjá börnum og unglingum en þar
virðist tíðni glerungseyðingar fara
ört vaxandi,“ segir í rannsókninni.
Að rannsókninni unnu Þorbjörg
Jensdóttir frá tannlæknadeild Há-
skóla Íslands, Inga Þórsdóttir frá
raunvísindadeild HÍ og Inga B. Árna-
dóttir og W. Peter Holbrook, bæði frá
tannlæknadeild Háskóla Íslands.
Tilgangur rannsóknarinnar var að
meta glerungseyðandi áhrif drykkja
á íslenskum markaði.
Kostnaðarsamar viðgerðir
Í rannsókninni er skýrt frá því að
glerungseyðing sé eyðing tannvefjar
af völdum efnafræðilegra ferla óháð
bakteríum. „Glerungseyðing er al-
varlegur sjúkdómur vegna mikils
sársauka, eyðingar tanna og kostn-
aðarsamrar en nauðsynlegrar við-
gerðar.“ Helstu einkenni glerungs-
eyðingar er mikið næmi tanna fyrir
hita og kulda.
„Neyslumynstur glerungseyðandi
drykkja er talið vera mikilvægur or-
sakaþáttur glerungseyðingar,“ segir
ennfremur í rannsókninni og því er
bætt við að áður hafi verið talið að
sýrustig drykkja hafi mest að segja
um glerungseyðandi áhrif þeirra. Er-
lendar rannsóknir hafi á hinn bóginn
sýnt fram á að rúmmál basa til að
hlutleysa drykk sé betri mælikvarði
til að meta glerungseyðandi áhrif
hans. Hvatt er til þess að þróaðir
verði drykkir hér á landi sem hafi lítil
sem engin glerungseyðandi áhrif.
Flestir
svala-
drykkir
eyða gler-
ungnum
HLAUPIÐ í Skaftá náði hámarki við
Sveinstind í gærmorgun, en vegna
eðlilegrar dægursveiflu var rennsl-
ið meira í gærkvöldi, að sögn Krist-
ins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra
hjá vatnamælingum Orkustofnunar.
Rennslið var 647 rúmmetrar á
sekúndu snemma í gærmorgun og
fór síðan minnkandi en jókst aftur
seinni partinn og var 695 rúmmetr-
ar í gærkvöldi. Kristinn segir það
ekki óeðlilegt og bendir á að hita-
stigið hafi lengst af verið um 10
gráður.
Nýtt brot sást í gær í sigkatli vest-
ur af Þórðarhyrnu á Vatnajökli.
Helgi Björnsson, jarðeðlis- og jökla-
fræðingur, segir að um lítið og sak-
laust hlaup hafi verið að ræða. Vatn
hafi farið úr katlinum og það geti
hafa farið í Djúpá en ekki sé hætta á
flóði. Hins vegar hafi menn tekið
eftir því í lok Skaftárhlaupa að
stundum hafi legið við að það yrði
eldgos. Oft hafi verið órói við þrýsti-
léttinn og því fylgdust menn grannt
með gangi mála, en ekki sé ástæða
til að búast við gosi nú.
Morgunblaðið/RAX
Hlaupið í Skaftá náði hámarki við Sveinstind í gærmorgun en ferðamenn virtu fyrir sér ána við brúna hjá Ásum.
Allt eðlilegt við hlaupið í Skaftá