Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 14
KONUR sjá um uppákomur og
fyrirlestra í Kompunni, vinnu-
stofu Aðalheiðar S. Eysteins-
dóttur í Kaupvangsstræti á Ak-
ureyri, nú í júlí, undir
yfirskriftinni „Á slaginu sex“.
Þetta er í annað sinn sem Að-
alheiður stendur fyrir menning-
arauka af þessu tagi.
Jónborg Sigurðardóttir
myndlistarmaður stóð vaktina í
gær en í dag kl. 18 er uppákom-
an í höndum Sigrúnar Bjarkar
Jakobsdóttur, formanns menn-
ingarmálanefndar Akureyrar. Á
morgun, 11. júlí, mætir Stein-
unn Sigurðardóttir, læknaritari
og upplesari, til leiks, á föstu-
daginn Lísa Pálsdóttir, söng- og
útvarpskona, á laugardaginn
Ingibjörg Hjartardóttir, rithöf-
undur og bókasafnsfræðingur, á
sunnudaginn Rósa Kristín Júl-
íusdóttir, myndlistarmaður og
kennari, og mánudaginn 15. júlí
mætir til leiks Anna Hallgríms-
dóttir, nemi við Háskóla Íslands.
Viðburðirnir fara þannig fram
að konurnar, sem hafa ólíkan
bakgrunn og menntun, ganga
inn í innsetningu sem Aðalheið-
ur hefur komið fyrir og taka
þannig þátt í myndverkinu hver
með sínum hætti.
Þá stendur yfir í Kompunni
sýning Jóns Laxdals, sem ber
yfirskriftina „... á sólríkum sum-
ardegi“. Sýningin stendur til 18.
júlí og er Kompan opin sýning-
ardaga kl. 14–17.
Einnig er fyrirhugað að efna
til námskeiðs í Kompunni 13. og
14. júlí nk. frá kl. 10 að morgni til
kl. 18 síðdegis fyrir fólk sem er
að feta sín fyrstu spor á mynd-
listarsviðinu og einnig listamenn
sem vilja breyta til. Skráning fer
fram í dag og á morgun, milli kl.
13 og 17 í síma 8655091 og á
kvöldin í síma 4624981.
Uppákomur
í Kompunni
AKUREYRI
14 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
LOÐDÝRABÆNDUR á Héraði eru
að byggja nýja fóðurstöð sem fram-
leiða mun loðdýrafóður fyrir alla loð-
dýrabændur á svæðinu.
Fóðurstöðin er byggð við hliðina á
Herði í Fellabæ en Herðir er fisk-
vinnsla sem þurrkar aðallega þorsk-
hausa og fleira sem til fellur fiskkyns.
Það er Fóðurstöð Austurlands ehf.
sem reisir húsið en Herðir mun síðan
sjá um rekstur fóðurstöðvarinnar.
Herðir kaupir vélar til fóðurfram-
leiðslu, sér um kaup aðfanga, blöndun
og sölu fóðurs frá stöð í eigin reikn-
ing.
Að sögn Sigurjóns Jónassonar hjá
Bókráði, bókhaldi og ráðgjöf sem
unnið hefur með loðdýrabændum á
Héraði að undirbúningi verksins
verður húsið um 200 fermetrar að
stærð og mun kosta fullbúið nálægt
15 milljónum. Það er Jón Hlíðdal ehf.
sem sér um grunnvinnu en Malar-
vinnslan á Egilsstöðum byggir húsið
úr steinsteyptum einingum sem þeir
framleiða sjálfir. Byggingu á að ljúka
í júlí og fóðurframleiðsla hefst í hús-
inu seinnipartinn í ágúst.
Uppistaðan í loðdýrafóðri er auka-
afurðir sem falla til við fiskvinnslu og
annar fiskúrgangur, þess vegna er
samrekstur með Herði hagkvæmur
þar sem hann er að vinna úr líkum af-
urðum að sögn Sigurjóns Jónassonar.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Þeir voru viðstaddir fyrstu skóflustunguna. Jón Hlíðdal Sigbjörnsson
verktaki við efnisskipti í grunni, Helgi Sveinn Heimisson gröfumaður,
Sigurjón Jónasson sem tók fyrstu skóflustunguna við stjórnvölinn á
gröfunni, Karl Jóhannsson Þrándastöðum, Guðmundur Óli Guðmunds-
son, Guðmundur Ólason og Haukur Guðmundsson yngri.
Loðdýrabændur
á Héraði byggja
nýja fóðurstöð
Norður-Hérað
NÚ Í BYRJUN júlí verður opnað
nýtt hótel, Hótel Anna, að Mold-
núpi undir Eyjafjöllum, sem segja
má, að sé eitt minnsta hótel lands-
ins, en jafnframt líklega eitt best
búna hótel í sveit.
Það er aðeins með fimm her-
bergjum, tveggja og þriggja
manna, sem hvert og eitt er búið
dýrindis húsgögnum, málverkum,
sjónvarpi, síma og mínibar, ásamt
sér baðherbergi og sturtu. Eitt her-
bergjanna er sérstök brúðarsvíta,
ætlað nýgiftum hjónum eða eldri
hjónum, sem vilja endurnýja ást
sína í friðsælu sveitahóteli í fögru
umhverfi. Gengið er inn í stóra
vistlega forstofu með gömlum hús-
gögnum, sem gefur hótelinu strax
umsögn um hversu vel það sé búið.
Hótelstjórinn, Eyja Þóra Einars-
dóttir, sagði að opnun hótelsins
væri framhald af Önnuhúsi, kaffi-
stofu með sextíu manna veitinga-
sal, sem væri við hlið hótelsins, þar
sem tekið væri á móti ferðahópum
og einstaklingum og þeim sýnt
sveitaheimili og störf sveitarinnar
kynnt. Hótelið væri endurnýjað
með nýjum og eldri byggingum,
þar sem áhersla væri lögð á bestu
þægindi með góðum eldri hús-
gögnum í rómantískum stíl.
Öll aðstaða til veitinga væri fyrir
hendi með góðu eldhúsi. Það væri
von hennar að Hótel Anna og Kaffi
Önnuhús myndi mæta þörfum ein-
staklinga og hópa, sem vildu njóta
góðrar þjónustu og þæginda á ferð
sinni um landið eða höfða til þeirra
sem vildu koma gagngert til að
finna sér hvíld og jafnframt njóta
alls hins besta í sveitinni.
Hjónin Eyja Þóra Einarsdóttir
og Jóhann Frímannsson sitja við
borð í anddyri Hótels Önnu sem
opnað hefur verið undir Ey jafjöll-
um.
Hótel Anna opnar
Eyjafjöll
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
SVOKALLAÐ Þorvaldsdalsskokk
fór að þessu sinni fram í níunda sinn
laugardaginn 7. júlí í ágætisveðri en
bæði daginn áður og daginn eftir
hefði þoka tálmað för manna um dal-
inn. Keppnisdaginn var þokan yfir
sjónum en sól og logn í dalnum, og
svolítil norðangola mætti mönnum
síðasta spölinn. 19 manns tóku þátt í
skokkinu og komust allir á leiðarenda.
Skokkarar sem hröðuðu för um dal-
inn hafa horft mest fyrir fætur sér, en
þeir sem gengu rólega nutu eflaust
náttúrufegurðarinnar meira. Sigur-
vegari var hinn gamalreyndi hlaupari
Sigurður P. Sigmundsson úr Hafnar-
firði á tímanum 2.14,55, en hann er
kominn á fimmtugsaldur. Þá var sett
met í kvennaflokki en Rannveig
Oddsdóttir frá Akureyri hefur hlaup-
ið dalinn hraðast kvenna og náði tím-
anum 2.36,04. Bætti hún kvennametið
um 27 mínútur. Árangur varð þessi:
Konur 16–39 ára
Rannveig Oddsdóttir, Akureyri 2.36,04
Ragna Finnsdóttir, Akureyri 3.20,40
Liz Bridgen, Akureyri 3.28,06
Lilja Finnsdóttir, Dalvík
Konur 40–49 ára
Helga Guðnadóttir, Akureyri 4.24,42
Karlar 16–39 ára
Klemenz Sæmundsson, Keflavík 2.16,00
Gunnar Richter, Hafnarfirði 2.34,09
Starri Heiðmarsson, Akureyri 2.37,04
Tomas Matti, Svíþjóð 2.37,04
Karlar 40–49 ára
Sigurður P. Sigmundss., Hafnarf. 2.14,55
Kristján Þ. Halldórsson, Kópaskeri 2.42,09
Torfi H. Leifsson, Hafnarfirði 2.45,14
Ólafur Elís Gunnarsson, Akureyri 4.26,00
Kristján Snorrason, Dalvík
Karlar 50–59 ára
Sveinn K. Baldursson, Hafnarfirði 2.45,33
Broddi B. Bjarnason, Egilsstöðum 3.59,04
Stefán Ingólfsson, Akureyri 4.26,00
Karlar 60–69 ára
Rúnar H. Sigmundsson, Akureyri 3.03,39
Bjarni E. Guðleifss., Arnarneshreppi 3.19,50
Sigurður P. og Rannveig hlut-
skörpust í Þorvaldsdalsskokki
NÓTASKIPIÐ Ísleifur VE kom til
löndunar í Krossanesi í hádeginu í
gær með um 600 tonn af loðnu.
Hilmar Steinarsson verksmiðjustjóri
sagði að loðnuveiðin væri heldur
treg þessa stundina en hann von-
aðist þó til að Antares VE kæmi til
löndunar í dag.
Alls hafa borist um 7.000 tonn af
loðnu í Krossanes í sumar, sem er
heldur minni afli en á sama tímabili í
fyrra. Hins vegar bárust um 8.000
tonn af síld í Krossanes í júnímánuði,
sem er um 5.000 tonnum meira en í
sama mánuði í fyrra.
Um helgina lágu átta norsk og
dönsk nótaskip við bryggju á Ak-
ureyri en flest þeirra eru nú farin til
veiða á ný. Í gær sigldu þrjú norsk
nótaskip út Eyjafjörðinn og á loðnu-
miðin út af Vestfjörðum. Ísinn hefur
valdið mönnum erfiðleikum og þá er
fjöldi norskra skipa í íslensku lög-
sögunni hverju sinni takmarkaður.
Morgunblaðið/Kristján
Ísleifur VE við bryggju í Krossanesi en úti á firðinum sigla norsk nótaskip áleiðis á loðnumiðin.
Loðnu landað í Krossanesi
ÁTJÁN umsóknir bárust um starf
sveitarstjóra Þingeyjarsveitar í S-
Þingeyjarsýslu. Þingeyjarsveit er
750 íbúa sveitarfélag, sem varð til við
sameiningu Reykdælahrepps, Bárð-
dælahrepps, Ljósavatnshrepps og
Hálshrepps. Þetta mun jafnframt
vera næststærsta sveitarfélag lands-
ins að flatarmáli.
Fjórir umsækjendur um starfið
óskuðu nafnleyndar en hinir um-
sækjendurnir eru; Áróra Jóhanns-
dóttir, Reykjavík, Bjarki Már Karls-
son, Hvanneyri, Björn S. Lárusson,
Akranesi, Guðmundur Sigvaldason,
Akureyri, Gísli Karlsson, Reykhól-
um, Gunnar Halldór Gíslason, Akur-
eyri, Haraldur Á. Haraldsson, Ak-
ureyri, Jón Ingi Jónsson, Kópavogi,
Jónas Baldursson, Reykjavík, Jó-
hann Guðni Reynisson, Hafnarfirði,
Pétur Björnsson, Reykjavík, Stefán
Arngrímsson, Reykjavík, Stefán
Sigurðsson, Akureyri og Sigfríður
Þorsteinsdóttir, Reykjavík.
Haraldur Bóasson, oddviti Þing-
eyjarsveitar, sagði ánægjulegt
hversu margir sýndu starfinu áhuga.
Hann sagði stefnt að því að ráða í
stöðuna innan tveggja vikna.
Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
Átján umsóknir
um stöðuna
HEITUR fimmtudagur í Deiglunni
11. júlí kl. 21.30: J.J. Soul Band –
söngur, slagverk, gítar og munn-
harpa.
STÓRTÓNLEIKAR í Ketilhúsinu
föstudagskvöld kl. 23.30: Jóhann
Friðgeir Valdimarsson tenór, Ólafur
Kjartan Sigurðarson barítón og Jón-
as Ingimundarson píanóleikari. For-
sala miða á skrifstofu Gilfélagsins.
MEGAS – margmiðlunarsýning
opnuð í Deiglunni laugardaginn 13.
júlí kl. 16. Goddur og Geir Svansson
flytja fyrirlestra á opnun.
GUÐMUNDARVAKA Ingólfs-
sonar í Ketilhúsinu sunnudagskvöld-
ið 14. júlí kl. 21. Hans Kwakkernaat,
píanóleikari frá Hollandi, Björn
Thoroddsen og Gunnar Hrafnsson.
Kynnir er Vernharður Linnet.
Dagskrá Listasumars