Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hraunkot í Lóni er magnaður staður. Stórfengleg fjallasýn, hafhljóð, dularfull heimreið, sérsniðið bæjarstæði í skjóli lágra kletta, suðrænn skrúðgarður í skógarlundi, tjarnir, mýrar og tún, hrossagaukur á hverri þúfu. Þar bjuggu Sigurlaug og Skafti bóndi hennar frá árinu 1937 ásamt Guðlaugu, og eilítið síðar Friðrik eldri og yngri, sem nú eru einir eftir í kotinu. Ég hef átt því láni að fagna að eiga Hraunkot að athvarfi og hafa verið tekið þar opnum örmum alla tíð. Þar stóð ævintýra- heimur bernsku minnar, seinna var ég stundum liðléttingur við heyskap og annað smálegt, og svo hef ég slæpst þar um bæ og grundir og nært sálina. Heimilið í Hraunkoti er annálað fyrir myndarskap og fjölskyldan gestrisin úr hófi fram og eftir- minnileg þeim sem kynnst hafa. Skafti, sem lést 1996, var bóndi af lífi og sál og gekk til allra verka af elju og innsæi, verklaginn og hag- ur, áhugasamur um náttúru- og þjóðfræði, og frábær sögumaður. Sigurlaug var bústýran sem virtist svo sem aldrei gera neitt sérstakt, enda var hún alltaf að. Auk hefð- bundinna heimilisstarfa sinnti hún gestum daginn út og inn, og hélt stórbrotnar veislur af minnsta til- efni. Hún ræktaði frægan skrúð- garð sem átti sér fáa líka og skipt- ist á fræjum og fróðleik við erlenda og innlenda. Hún var fé- lagsmálafrömuður lengstan hluta ævinnar, starfaði að málefnum sveitarfélags og sýslu, að kvenrétt- indamálum, og var forkólfur í safn- aðarstarfi í Lóni. Síðast en ekki síst stundaði hún ritstörf, skrifaði pistla og greinar, þýddi bækur, og liðsinnti Guðlaugu sem var höf- undur nokkurra bóka. Sigurlaug var afar trúrækin og þær mágkon- ur sameinuðust í einlægri sann- færingu um lífið handan dauðans. Guðlaug, sem lést 1995, var henni stoð og stytta við heimilishaldið, fór hægan en féll heldur aldrei verk úr hendi. Veröldin birtist henni öðruvísi en flestum okkur hinum, hún bjó við tveggja heima sýn. Hvarvetna varð huldufólk á vegi hennar, og klettarnir voru friðhelgar vistarverur sem sýna bar nærgætni. Húsflugurnar einar máttu vara sig þegar hún sveiflaði eldhúsklútnum af fimi. Það er þakkarvert að hafa lifað lífinu með nokkurnveginn óbjag- SIGURLAUG ÁRNADÓTTIR ✝ Sigurlaug Árna-dóttir fæddist á Sauðárkróki 6. febr- úar 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn í Hornafirði 26. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stafafells- kirkju í Lóni 6. júlí. aðri velþóknun Sigur- laugar og notið gest- risni hennar, umhyggju og visku. Hún var skarpgreind, lesin og sigld, gædd fágætri lífsgleði og starfsorku. Hún hafði skoðun á flestu og virtist nokkuð ströng á stundum. En í ár- anna rás skildist manni að þar var hún sennilega umfram annað að hvetja til sjálfstæðrar hugsunar og að blása manni já- kvæðum lífsviðhorfum í brjóst. Það mátti í raun spyrja og spauga um allt, ættingja, og vini, pólitík, trúmál og presta. Hún hugsaði skýrt og frjótt til síðasta dægurs, þótt ellin hefði fært hana í fjötra. Hún fylgdist grannt með sínum, leit yfir farinn veg, og talaði um dauðann eða lok jarðvistar af æðruleysi. Það verður gott að minnast hennar. Feðgunum Friðriki og Friðriki og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína og óska velfarnaðar. Sigbjörn Kjartansson. Sigurlaug Árnadóttir nafna mín og kær vinkona hefur yfirgefið jarðvist og flogið á þá braut sem enginn þekkir fyrr en hann þræðir hana sjálfur. Við nafna töluðum stundum um lífið, tilveruna og dauðann og mér fannst alltaf jafn sérstakt að tala um það við hana. Hún var svo sannfærð og örugg, líkt og hún hefði á þessu einhvern æðri skilning sem ég hafði ekki til að bera. Sigurlaug kenndi mér að skilja lífið betur, ekki bara í sam- bandi við dauðann, heldur í allri sinni heild. Allt frá því ég var lítið barn í Hraunkoti hef ég litið upp til þessarar konu sem talaði ávallt af svo mikilli reynslu, víðsýni og skilningi og hafði skoðun sína venjulega á reiðum höndum. Það er erfitt að kveðja hana sem hefur alltaf verið til staðar, skipað svo stóran sess í lífi mínu og haft svo mikil áhrif á það hver ég er. Sveitin okkar í Lóni hefði aldrei verið sú sveit sem hún er hefði það ekki verið sveitin hennar Sigur- laugar nöfnu. Líkt og Sigurlaugu nöfnu minni tókst að rækta í garð- inum sínum langt að komin suð- ræn blóm tókst henni að gera okk- ur ferðaflækingana, sem fluttumst til Reykjavíkur og systkini mín síðar út fyrir landsteinana, að blómum í þessari sveit. Hvergi líð- ur mér betur og á einhvern hátt eru rætur mínar fastgrónar í þessa jörð. Að fara í Lónið er að fara heim. Ég kveð Sigurlaugu vinkonu mína með söknuð í hjarta. Nafnið mun alltaf fylgja mér og það mun minningin um hana einnig gera. í hásæti huga míns geymi ég ótal fallegra mynda úr fortíðinni. Lukkupakkar, heimalningar og heyskapur, ég sé þetta allt saman fyrir mér í ólýsanlegum bjarma. Í lófa mér er lítið laufblað falið sem spyr mig hvar ég hafi hugann alið ég hvísla lágt: Í hjarta þér, þar hef ég ávallt dvalið og þú í mér. (Rúnar Hafdal Halldórsson.) Sigurlaug Árnadóttir Hún Sigurlaug gleymist manni seint. Hún var alveg sérstök og elskuleg, alltaf hlý og svo viðræðu- góð. Og þegar ég kom í heimsókn til hennar voru stundirnar alltaf svo fljótar að líða. Guð hafði gefið henni í vöggugjöf bæði hlýjan hug og svo mikla mildi að hún var al- veg ótakmörkuð. Það hafa margir fengið að reyna um dagana og þeir eru ekki fáir sem segja að viðmót hennar og hjálpsemi hafi verið ótrúleg og fórnarlund hennar ekki síður. Þetta hefi ég fengið að reyna í gegnum árin. Þau eru ekki fá bréfin frá henni sem ég geymi og hafa yljað mér í mótstreymi lífsins og gefið mér leiðbeiningar á brautum lífsins. Og hvað skyldu þeir vera margir sem hún tók í sveit og veitti brautargengi til feg- urra lífs og trú á frelsarann? Þau hjónin og fóstursynir hennar, nafnarnir Friðrik yngri og eldri, sáðu þeim fræum í sálir þeirra sem hafa blómgast og borið árang- ur. Ég átti þess kost að kynnast Sigurlaugu á unglingsárum og síð- an rofnaði aldrei það samband okkar á milli. Kveðjurnar og bréfin hennar geymast og munu áfram tala til mín og bækurnar hennar og greinarnar um kristileg málefni hafa farið víða og þeir óteljandi sem hafa notið þessa fjársjóðs. Þegar ég átti leið um Horna- fjörð þótti sjálfsagt að heimsækja Sigurlaugu, og í seinustu ferðinni með viðkomu í Hraunkoti gisti ég þar og það voru dýrmætir tímar sem við áttum þar saman og í fyrrasumar þegar hún var komin á dvalarheimili aldraðra á Höfn kom ég við hjá henni og þrátt fyrir há- an aldur var hún komin með tölvu til að geta lokið við bók sem hún var að þýða af erlendri tungu, auð- vitað kristilegt efni sem hún ætlaði að koma sem fyrst til lesendahóps- ins síns. Fram á síðustu stund voru kraftarnir nýttir í boðun fagnaðarerindisins. Ég á Hraunkotsheimilinu svo mikið að þakka og sérstaklega Sig- urlaugu. Því eru þessar fáu línur skrifaðar, nú þegar leiðir skiljast í bili. Ég veit að nú uppsker hún trúrra þjóna laun hjá frelsara sín- um og þeir eru margir sem minn- ast hennar með þakklæti og geyma öll hennar bros og vináttu í huga. Ég vil í lok þessara fátæklegu orða færa þér, kæra vinkona, mín- ar innilegustu þakkir fyrir allt sem þú varst mér um dagana. Guð blessi þig og þína. Árni Helgason, Stykkishólmi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Hjalti minn. Þú varst listrænn, HJALTI HAUKUR ÁSGEIRSSON ✝ Hjalti HaukurÁsgeirsson fædd- ist 31. október 1973. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu aðfaranótt 20. júní síðastliðins og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 5. júlí. skemmtilegur og góð- ur maður. Við söknum þín rosalega mikið og skarð hefur myndast í vinahópinn sem ómögulegt er að fylla. Við völdum þessi fleygu orð úr Háva- málum vegna þess að við vitum að listin þín og minningin um góð- an dreng mun lifa um ókomna tíð. Kæru Stefanía, Ás- geir og Ásgeir Þór. Við hugsum mikið til ykkar á þessum erfiðu tímum. Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk. Lars og Sigurður Ármann. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina .   /      /     "  331  !  '#!. 0    3  5/  9    *   4                  *                 !   *!+ $!- ## $ !9   #*- ## *$"& $#  !  !6## %  %' %  %  %' ,       ;<&+ "#$%#&'++-&()     =                    >8 @$  ,8 "$5 $A 4,& )*, 5     B +  +,$* 4,$# $    7 )19           $*  ## 3# "$   ##  !!C@#! !   ## 4$ $ #    #&  #& ##     !%&' $ ## +&   $ " $$## .                       2  2 "' !<; ,    3            0   (         !   9$##  !! @#  !  #&  9 ##  !$* ! ## *,! 9  !  +&'   ## !    !  #    ## %  %' %  %  %' +1   2D B  E 331   4 39  9  =  ( 1 4  0     ;      5   2    0     -) $!@ .                   + 1B02  1 3-  5$$ ! $:, " % !#;F $ )*, 3  ,  2    = ?    :  ;    @         $ * $##  !4+&  ##  ,%"5   +&',+&  ## $ !+&'+  -# #%&' +&  ## 0'+&  ##  %  %'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.