Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES
16 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
VETRARSTARFI sundliðs Íþrótta-
bandalags Reykjanesbæjar lauk
formlega í fyrradag og var sund-
fólkinu haldin veisla til að fagna
góðum árangri á nýliðnu Sund-
meistaramóti Íslands og ekki síst
frábæru gengi liðsins í vetur. Tveir
af sundmönnum ÍRB fara þó ekki í
sumarfrí fyrr en eftir næstu helgi,
en afreksmennirnir Jón Oddur Sig-
urðsson og Guðlaugur Már Guð-
mundsson munu halda til Austur-
ríkis í vikunni til að keppa á
Evrópumeistaramóti unglinga.
Nýliðinn vetur er sá fyrsti sem
sunddeildir Njarðvíkur og Keflavík-
ur keppa sameinaðar undir merkj-
um Íþróttabandalags Reykjanes-
bæjar. „Frá árinu 1996 og allt til sl.
sumars kepptu deildirnar tvær í
sitthvoru lagi. Það var svo ákveðið
að sameina krafta þessara deilda
undir merkjum ÍRB og útkoman er
góð, við erum komin með mjög
sterka heild. Þessir krakkar standa
sig reyndar ekki bara vel á mótum
heldur eru þeir til fyrirmyndar í öll-
um háttum,“ sagði sundþjálfarinn,
Steindór Gunnarsson, sem er að
vonum ánægður með árangur sinna
krakka. Sundlið ÍRB náði í sinn
fyrsta Íslandsmeistaratitil í liða-
keppni Sundmeistaramóts Íslands
sem fram fór í Laugardalslaug sl.
helgi. Liðið vann alls 8 gullverðlaun,
14 silfurverðlaun og 9 brons-
verðlaun.
Lítill tími fyrir annað en sundið
Undanfarnar vikur hafa verið
mjög annasamar hjá sundfólkinu í
ÍRB. Hver keppnin hefur rekið aðra
en álagið hefur ekki komið niður á
árangri þeirra, því sundliðið hefur
unnið hvert mótið á fætur öðru eða
verið meðal þriggja efstu liða og
hampaði samtals 9 bikurum í vetur.
Þá hefur liðið einnig verið verð-
launað fyrir prúðmennsku.
Jón Oddur og Guðlaugur Már eru
tveir af afreksmönnum sundliðs ÍRB
og hafa staðið sig vel í vetur, ekki
síst á nýliðnu Sundmeistaramóti.
Þar varð Jón Oddur fjórfaldur Ís-
landsmeistari og Guðlaugur Már
hampaði einnig Íslandsmeistaratitli.
Þeir halda senn af landi brott til að
keppa á síðasta mótinu fyrir lang-
þráð sumarfrí. Blaðamaður Morg-
unblaðsins ræddi stuttlega við þá fé-
laga á uppskeruhátíðinni og spurði
þá m.a. hvort veturinn hefði ekki
verið erfiður.
„Nei, ekkert óvenjulega,“ er sam-
hljóða svar þeirra Jóns Odds og
Guðlaugs Más. „Auðvitað er vet-
urinn alltaf erfiðari en sumarið. Þá
er maður líka í skólanum og stund-
um verður maður ansi þreyttur eftir
allar æfingarnar og þrekæfing-
arnar í ofanálag,“ segir Jón Oddur
og Guðlaugur bætir við: „En auðvit-
að eigum samt líf fyrir utan skólann
og sundið þótt maður hafi ekki tíma
til að sinna fleiri áhugamálum. Við
eigum góðar stundir með vinum
okkar.“
– Hefur ekki hvarflað að ykkur að
hætta þessu bara og minnka álagið?
„Ó, jú,“ segja þeir báðir í kór og
brosa, „aðallega þó þegar maður
hefur æft og æft og ekki gengið
nógu vel. En svo gengur
manni vel og þá kemur
ekki annað til greina en að
halda áfram,“ sagði Jón
Oddur. Þeir félagar segja
ekki heldur spilla fyrir að
stelpurnar í sundinu séu
svo sætar og stundirnar í
heita pottinum eftir æfing-
ar haldi þeim við efnið.
Félagar og fjandmenn
Þótt Jón Oddur og Guð-
laugur Már séu báðir 18
ára er sundferill þeirra
mislangur. Jón Oddur hef-
ur æft í 12 ár en Guðlaugur
Már í 7 ár og báðir fengu
þeir hvatningu frá þjálf-
urum sínum til þess að
halda sig við sundið, eftir að vera
búnir að prófa hinar ýmsu íþrótta-
greinar. Þar til sl. sumar kepptu
þeir hvor í sínu liðinu, Jón Oddur
með liði sunddeildar Ungmenna-
félags Njarðvíkur en Guðlaugur
Már með liði sunddeildar Keflavík-
ur.
– Þið eruð þá gamlir fjandmenn?
„Já, það má eiginlega segja það,“
sagði Guðlaugur Már og bætir við
að í vissum skilningi séu þeir það
ennþá. „Sundið er einstaklingsí-
þrótt og því erum við alltaf að keppa
innbyrðis þótt við keppum undir
merkjum sama liðs.“ „Við erum
samt góðir félagar og í raun hefur
árangur okkar haldist nokkuð í
hendur, við höfum báðir verið að
bæta okkur jafnt og þétt,“ sagði Jón
Oddur.
– Eruð þið komnir á toppinn?
„Þetta er kvikindisleg spurning,“
sagði Jón Oddur, „það getur maður
aldrei vitað.“ Guðlaugur sagði að
þeir gætu enn átt eftir að bæta sig
og átt nokkur góð ár í sundinu. „Það
verður bara að koma í ljós hvernig
okkur á eftir að ganga. Við stefnum
að minnsta kosti báðir á Ólympíu-
leikana 2004,“ sögðu þeir félagar að
lokum.
Sameinað lið Íþróttabandalags Reykjanesbæjar sigrar í
fyrsta skipti í liðakeppni Sundmeistaramóts Íslands
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Sundlið ÍRB fagnar vertíðarlokum og aflinn er á stéttinni fyrir framan hópinn.
Til fyrirmyndar í öllum háttum
Guðlaugur Már Guðmundsson vann Ís-
landsmeistaratitil um helgina og Jón Odd-
ur Sigurðsson varð fjórfaldur meistari.
Reykjanesbær
HUGMYNDIR hafa komið upp um
að byggja þriggja deilda leikskóla
við hlið nýja leikskólans við Krók í
Grindavík í stað þess að byggja nýj-
an fjögurra deilda leikskóla við Dal-
braut á grunni gamla skólans þar.
Bæjaryfirvöld hafa unnið að und-
irbúningi byggingar nýs leikskóla
við Dalbraut. Nefnd embættismanna
bæjarins hefur lagt til að byggður
verði fjögurra deilda leikskóli á þess-
um stað samkvæmt fyrirmynd frá
Árborg. Áætlað er að uppbyggingin
muni kosti 130 milljónir kr.
Nýsir ehf. byggði fyrir fáeinum
árum nýjan fjögurra deilda leikskóla
fyrir Grindavíkurbæ í einkafram-
kvæmd og hann er einkarekinn. Fyr-
irtækið hefur nú lagt fyrir bæjarráð
hugmyndir um að byggja þriggja
deilda skóla við leikskólann við
Krók, í stað þess að ráðast í upp-
byggingu við Dalbraut.
Ómar Jónsson, formaður bæjar-
ráðs, segir að málið sé í athugun.
Ljóst virðist að ákveðið hagræði
fylgi því fyrir bæinn og rekstraraðila
leikskólans við Krók að byggja upp á
sama stað. Þannig nýtist lóðin báð-
um skólunum sem og eldhús. Telur
hann að hægt verði að byggja þar
upp fyrir 80 milljónir, 50 milljónum
króna minna en við Dalbraut. Auk
þess mætti taka lóðina við Dalbraut
til annarra þarfa. Málið verður rætt
áfram í bæjarráði.
Hugað að byggingu nýs leikskóla
Tvær hugmyndir
til skoðunar
Grindavík
BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að
ráða Ólaf Örn Bjarnason, viðskipta-
fræðing í Kanada, sem bæjarstjóra
Grindavíkur út yfirstandandi kjör-
tímabil. Boðaður verður aukafundur
bæjarstjórnar síðar í mánuðinum til
að staðfesta ráðninguna formlega.
Fulltrúar meirihluta Samfylking-
ar og Sjálfstæðisflokks standa að
ráðningu Ólafs Arnar en fulltrúi
Framsóknarflokks sat hjá við af-
greiðslu málsins.
Ólafur Örn tekur til starfa í
Grindavík í byrjun ágústmánaðar.
Einar Njálsson, fráfarandi bæjar-
stjóri, lætur af störfum síðar í þess-
um mánuði en hann tekur þá við
störfum sem bæjarstjóri Árborgar.
Aukafundur
um ráðningu
bæjarstjóra
Grindavík
ÍSLANDSSÍMI hf. og færeyska
fjarskiptafélagið P/F Kall hafa
skrifað undir samning um að Ís-
landssími verði ráðgefandi og veiti
sérfræðiaðstoð við uppbyggingu far-
símakerfis P/F Kall í Færeyjum. Í
samningnum felst að Íslandssími
veitir P/F Kall sérfræðiaðstoð við
skipulag og uppsetningu farsíma-
senda, val á SIM-kortum og gerð al-
þjóðlegra reikisamninga sem við-
skiptavinir P/F Kall munu geta nýtt
á ferðalögum erlendis. Þá munu sér-
fræðingar af símkerfasviði Íslands-
síma veita aðstoð við uppsetningu á
símstöðvum og öðrum tæknibúnaði.
Félögin tvö hafa einnig og munu
nýta áhrif sem felast í sameiginleg-
um kaupum á tæknibúnaði og öðr-
um búnaði. Í fréttatilkynningu frá
Íslandssíma kemur fram að P/F
Kall hefur boðið upp á hefðbundna
símaþjónustu í Færeyjum og inn-
hringiaðgang fyrir Internet í hálft
annað ár og hefur náð 20% mark-
aðshlutdeild á einstaklingsmarkaði
og fótfestu á fyrirtækjamarkaði.
Fyrirtækið hefur átt samstarf við
Íslandssíma á ákveðnum sviðum um
nokkurt skeið. Til dæmis er símtöl-
um viðskiptavina félagsins til út-
landa beint um Cantat 3 sæstreng-
inn og í kerfi Íslandssíma og þaðan
til Evrópu og Ameríku.
P/F Kall ráðgerir að hefja far-
símaþjónustu síðar á þessu ári. Fé-
lagið fékk úthlutað farsímaleyfi árið
2000 og er uppbygging farsímakerf-
isins þegar hafin. Færeyingar eru
um 47 þúsund og eru 55% eyja-
skeggja með farsíma.
P/F Kall er í eigu Framtaks-
grunns Færeyja, Kaupþings, Ís-
landssíma, Tallaton Holding og
Teletænastan. 11 manns starfa hjá
P/F Kall.
Íslandssími semur við
P/F Kall í Færeyjum
SAMHERJI stefnir á árlegt eldi á
20.000 tonnum af laxi í laxeldisfyr-
irtæki sínu og Síldarvinnslunnar,
Sæsilfri, sem þegar hefur hafið veru-
legt eldi í Mjóafirði. Seiðum verður
klakið út í seiðaeldisstöðvum Sam-
herja og þau síðan flutt í áframeldi í
Öxarfirði og Grindavík áður en þau
verða sett í kvíar í Mjóafirði og
Reyðarfirði og Eyjafirði, fáist til
þess leyfi á tveimur síðarnefndu
stöðunum. Umsókn vegna eldis í
Reyðarfirði er nú í umhvefismati.
Þetta kom fram á morgunverðar-
fundi Íslandsbanka í gær, en þar
voru kynntar afkomuspár bankans
og Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, kynnti þátttöku fé-
lagsins í fiskeldi.
Þorskeldið
eykst stöðugt
Þorsteinn Már benti í erindi sínu
á, að laxeldi í heiminum ykist ár frá
ári og væri nú heimsframleiðsla á
laxi nærri ein milljón tonna. Þar
væru Norðmenn stærstir með um
420.000 tonn, Chile í öðru sæti með
um 200.000 tonn og Skotland í því
þriðja með 150.000 tonn. Áætluð
framleiðsla á laxi á Íslandi á þessu
ári nemur 4.000 tonnum.
Hann sagði að miklar breytingar
hefðu orðið í eldi á laxi frá því hrak-
farir laxeldis dundu yfir hér á landi
um miðjan níunda áratuginn. „Það
hafa orðið miklar framfarir í kynbót-
um og laxinn vex hraðar við meiri
kulda en áður, fóðurgerð hefur
fleygt fram, miklar tækniframfarir
hafa átt sér stað með tilheyrandi
lækkun launakostnaðar og bólusetn-
ing í stað fúkkalyfja hefur lækkað
framleiðslukostnað,“ sagði Þor-
steinn Már.
Neyzla á laxi í Bandaríkjunum
hefur aukizt hratt og var árið 2000
um 200.000 tonn. Vöxturinn hefur
verið um 20% á milli ára og verði
sami vöxtur á þessu ári nemur aukn-
ingin 50.000 tonnum. Bandaríkin
flytja langmest af laxi inn frá Chile
og Kanada.
Verð á ýsu og þorski hækkar
mikið, verð á laxinum lækkar
Neyzla á laxi í Bretlandi hefur
einnig aukizt gífurlega. 1997 var hún
15.000 tonn, en sama ár nam neyzla á
þorski og ýsu 34.000 tonnum. Árið
2001 var laxinn kominn upp í 28.000
tonn, en ýsa og þorskur niður í
20.000. Skýringin er einföld. Verð á
laxi hefur á þessu tímabili lækkað úr
7,13 pundum á kíló í 6,78 eða um 5%,
verð á þorski hefur farið úr 4,97 í
7,37 eða hækkað um 48% og verðið á
ýsunni er nú 7,29 pund á kíló og hef-
ur það hækkað um 34%.
Neyzla á laxi innan Evrópusam-
bandsins eykst stöðugt og nemur um
þessar mundir nærri 600.000 tonn-
um. Stöðug aukning er einnig í Jap-
an, en þar er neyzla á heilum laxi um
200.000 tonn á ári.
Útflutningsverð á laxi frá Noregi
hefur lækkað verulega frá því 1982,
en það hefur framleiðslukostnaður-
inn einnig gert. Nú er færri vinnu-
stundum varið til þess að framleiða
meira og tekjur á unninn tíma hafa
aukizt.
Allt þetta segir Þorsteinn Már að
leiði til þess að laxeldi sé góður kost-
ur fyrir Samherja. Það samræmist
einnig vel öðrum rekstri félagsins.
Morgunblaðið/Arnaldur
Þorsteinn Már Baldvinsson telur það nauðsynlegt fyrir Íslendinga að hefja
laxeldi í miklum mæli og laxeldi falli vel að annarri starfsemi Samherja.
Laxeldi fellur vel
að annarri starf-
semi Samherja