Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 11 Stökktu til Costa del Sol 24. júlí frá kr. 39.865 Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 24. júlí, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 24. júlí í eina eða tvær vikur. Hér getur þú notið hins besta í sumarfríinu á þessum einstaka áfangastað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin í júlí Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 24. júlí, vikuferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is FÆKKUN flugslysa í aðflugi og lendingu var meðal umfjöllunarefna á nýlegri ráðstefnu um flugöryggi. Var hún skipulögð af Íslandsdeild flugöryggissamtakanna Flight Saf- ety Foundation í samvinnu við FSF en deildin var stofnuð á síðasta ári. Meirihluti flugslysa og flugatvika eða nálægt 70% verður á þessum hluta flugsins, síðasta kafla aðflugs og lendingu og það þótt sá hluti standi aðeins í um 4% ferðatímans. Flugslys við aðflug og lendingu geta orðið með ýmsu móti og ástæð- ur mjög mismunandi: Flugvél nær ekki inn á flugbraut. Flugmenn missa tök á stjórn vél- arinnar. Flugvél er flogið of lágt. Skyndileg hindrun á flugbraut. Ekki tekst að gera aðflug nógu stöðugt til að lending sé örugg. Flight Safey Foundation hóf fyrir allmörgum árum að rannsaka flug- slys í aðflugi og lendingu. Leiddi hún til þess að sett var saman handbók, kennslugagn á tölvutæku formi til að nota á námskeiðum um hvernig vinna má að fækkun flugslysa í að- flugi og lendingu. Um 300 sérfræð- ingar komu þar við sögu. Handbókin heitir Approach and Landing Acc- ident Reduction Toolkit Workshop sem útleggja má kennslugagn um fækkun slysa í aðflugi og lendingu. Hefur verkfærakistan að geyma 2.500 blaðsíðna lesefni í fjölmörgum köflum með myndböndum og skýr- ingarmyndum. Gert er ráð fyrir að einstakir kaflar eða umfjöllunrefni bókarinnar séu kennd flugmönnum á reglulegum upprifjunar- og þjálfun- arnámskeiðum þeirra. Paul Woodburn, fyrrum flugstjóri og deildarstjóri öryggismála hjá IATA, Alþjóðasamtökum áætlunar- flugfélaga, sagði að baráttan við að draga úr flugslysum og óhöppum snerist ekki um að sýna lægri tölur en með bættu öryggi fækki slysum og sú barátta hæfist hjá stjórnend- um flugfélaga, forstjórum og þeim sem stjórnuðu daglegum rekstri. Hann sagði hafa orðið 20% aukningu á flugslysum í aðflugi á síðasta ári og að fimm slík slys hefðu orðið síðan í nóvember á síðasta ári og átti hann þar við þotuflug í heiminum. Hlut- verk IATA á sviði öryggismála væri að hvetja flugfélög til að taka á ör- yggismálum og væri sérstaklega brýnt að félög einbeittu sér að slys- um í aðflugi og lendingu. Heildar- tíðni flugslysa er mismunandi eftir heimshlutum og sagði hann 0,4 slys verða í Kanada og Bandaríkjunum á hverja milljón flugtaka, í Evrópu væri hún á bilinu 0,5 til 0,7, í Kína 1,6, Asíu 2,5, í Miðausturlöndum 2,7, í Eyjaálfu 0,2, Suður-Ameríkulönd- um 3,8 og 14 í Afríkulöndum. Með- altíðni í heiminum er 1,3 slys á hverja milljón flugtaka. Dave Carbaugh, fulltrúi Boeing verksmiðjanna, benti á að flugrekst- ur væri flókinn, flugfélög væru mörg, flugvélategundir margar, flugstjórnarsvæði mörg og að töluð væru mörg tungumál í fluginu. Munrinn á slysatíðni markaðist með- al annars af því hvaða skipulag og búnaður væru fyrir hendi á hverju svæði, hvernig skipulag og stjórnun flugmálayfirvalda væri og hvernig gengi að hafa yfirsýn og eftirlit. Frá ráðstefnu Flight Safety Foundation um flugöryggi Um 70% flugslysa verða í aðflugi og lendingu Flugöryggissamtökin Flight Safety Found- ation fjölluðu nýverið um fækkun flugslysa í aðflugi og lendingu á fundi sem haldinn var hér á landi. Jóhannes Tómasson fylgdist með því sem fram kom á fundinum. joto@mbl.is Morgunblaðið/RAX ÍSLANDSDEILD Flight Safety Foundation stóð einnig fyrir ráð- stefnu um vinnubrögð og samskipti flugrekenda við ýmsa aðila í fram- haldi af flugslysi eða flugatviki. Linda Tavlin, sérfræðingur í sam- skiptum, var fengin til að fjalla um efnið á daglangri ráðstefnu og dag- inn eftir lagði hún verkefni fyrir flugrekendur og fékk þá til að æfa hvernig koma á upplýsingum á framfæri við þessar aðstæður. Linda Tavlin hefur um árabil sér- hæft sig í ráðgjöf fyrir flugfélög í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, og víða um heim. Heldur hún nám- skeið í samskiptatækni og hvernig forráðamenn fyrirtækja og stofn- ana geta búið sig undir áföll og hvernig þeir eiga að haga sam- skiptum sínum undir þeim kring- umstæðum. Eins og fyrr segir sneri námskeið hennar hérlendis einungis að flug- heiminum. Hvernig eiga flugfélög að haga samskiptum sínum og upp- lýsingagjöf þegar óhöpp og slys verða? Fjallaði hún um samskiptin við yfirvöld, rannsakendur, far- þega, fjölskyldur, fjölmiðla, lög- menn og tryggingafélög. Minnti hún á hverjar skyldur flugfélaga væru við rannsóknaraðila, yfirvöld, farþega og tryggingafélög og sagði flugfélög ekki geta komist hjá því að veita þessum aðilum nauðsyn- legar upplýsingar og eiga við þá samvinnu. Ekki væri lögformleg skylda að veita fjölmiðlum upplýs- ingar en það væri hins vegar óhjá- kvæmilegt. Linda Tavlin lagði áherslu á að þessi verkefni lentu einna mest á þeim sem sinntu ör- yggis- og gæðamálum flugfélaga en einnig upplýsingadeildum og stund- um væri óhjákvæmilegt að leita til sérhæfðra tæknimanna til að skýra út einstaka hluti. Þá kom fram hjá sérfræðingnum að forráðamenn flugfélaga skyldu forðast að fara undan í flæmingi þegar vandamál kæmu upp, slíkt gæti valdi tortryggni. Best væri að koma fram strax og upplýsa fjölmiðla um það sem unnt væri, svara spurningum þó ekki væri til annars en að segja að ekki væri vitað um hitt eða þetta atriðið á þeirri stundu. Einnig þyrfti að muna að rannsakandi flugatviks eða flugslyss ynni að söfnun upplýs- inga og greiningu og það væri ekki á valdi flugfélags að veita nema takmarkaðar upplýsingar meðan rannsókn stæði yfir. Hún sagði mik- inn mun á aðstæðum eftir löndum, rannsóknarferli og skipulag flug- mála væri misjafnt og forráðamenn flugfélaga yrðu að kynna sér og vita hvaða viðbrögð ættu við varð- andi upplýsingar um slys nánast í hverju landi sem flogið væri til. Linda Tavlin setti fram fjögur at- riði sem hún sagði að væru grunnur að góðum vinnubrögðum. Það fyrsta sagði hún vera að sýna mannlegu hliðina, að votta samúð vegna þeirra sem hefðu e.t.v. farist, starfsmönnum sem farþegum. Þá sagði hún mikilvægt að viðkomandi talsmaður gerði sjálfan sig að hluta af því ferli sem væri í gangi varð- andi atburðinn, fjalla ætti sem minnst um sérstök tækniatriði og fá viðkomandi sérfræðinga til þess þegar þörf krefði og að síðustu að upplýsa um staðreyndir sem væru á borðinu hverju sinni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Linda Tavlin að öryggismál væru spurning um viðhorf og hugs- unarhátt, eins konar menningu, sem ætti að vera efst á blaði hjá flugfélögum. Flugrekendur, flug- vélaframleiðendur og yfirvöld væru sífellt að læra af hverju flug- slysi og flugatviki. Á sama hátt væri margt hægt að læra af því að skoða og meta hvernig forráðamönnum og talsmönnum flugfélaga gengi að koma frá sér upplýsingum við slík- ar aðstæður. Öllum flugfélögum væri nauðsynlegt að gefa slíkum viðfangsefnum gaum, undirbúa sig og æfa hvernig bregðast ætti við ef slíkur vandi kæmi upp. Sagði hún menn alltaf standa betur að vígi ef þeir væru undirbúnir. Spurning um viðhorf og hugsunarhátt AÐILAR að Íslandsdeild FSF eru Flugleiðir, Flugfélagið Atlanta, Flugfélag Íslands og Íslandsflug auk Flugmálastjórnar. Þá eiga Blá- fugl og Flugskóli Íslands áheyrn- araðild. Hallgrímur Jónsson, yfirflugstjóri Flugleiða, hefur haft veg og vanda af því að koma deildinni á laggirnar hérlendis og hefur ráðstefnan verið alllengi í undirbúningi. Við gildistöku JAR-reglna fyrir flugrekendur á síðasta ári var áskil- ið að flugfélögin hefðu á að skipa sérstökum starfsmönnum sem sinntu öryggismálum. Þeim störfum gegna Einar Óskarsson hjá Atlanta, Sigurður Dagur Sigurðarson hjá Ís- landsflugi, Kári Kárason hjá Flug- leiðum og Kolbeinn Arason hjá Flugfélagi Íslands. Í samtali við Morgunblaðið segja þeir að flugöryggismál séu alltaf á dagskrá. Ekki aðeins hjá flugmönn- um heldur og hjá flugvirkjum og öðrum tæknimönnum, flugfreyjum og flugþjónum og stjórnendum flug- félaga. Með nýrri skipan sé þessum málum beint í enn ákveðnari farveg en auk starfa sinna sem flugmenn sinna þeir m.a. undirbúningi nám- skeiða og sjá um að nýjustu upplýs- ingar um öryggismál séu jafnan kynntar flugmönnum. Þeir segja stofnun Íslandsdeildar FSF mikil- væga, þar sé kominn sameiginlegur vettvangur flugrekenda til að fjalla um flugöryggi og flugvernd. Annað verkefni Íslandsdeildar FSF var ráðstefna um viðbrögð flugrekenda við flugslysi eða flug- atviki. Þar fjallaði erlendur sérfræð- ingur sem fenginn var um málið og fór yfir hvernig flugrekendur eiga að haga samskiptum sínum við yf- irvöld, rannsóknarnefnd, fjölmiðla, farþega og fjölskyldur þeirra og svo framvegis. Samkeppnin lögð til hliðar Öryggisfulltrúarnir segja að sam- keppni sé lögð til hliðar þegar ör- yggismál eru annars vegar og sam- vinna höfð í hávegum. Ekki síst þess vegna sé Íslandsdeild FSF mjög gagnlegur vettvangur. Nokkuð var rætt á ráðstefnunni um fráhvarfsflug í samhengi við hættu á slysum við aðflug og lend- ingu, en með fráhvarfsflugi er átt við að flugmenn ákveða að hætta við lendingu. Í framhaldinu er floginn hringur og hugsanlega í biðflugi þar til lending er heimiluð á ný. Þetta getur gerst ef flugmönnum líst af einhverjum ástæðum ekki á lend- ingarskilyrði, þ.e. vegna veðurs, breytingar á aðflugi sem flugum- ferðarstjórar fara fram á eða vegna bilunar. Fram kom að í stöku tilviki mætti rekja slys til þess að flug- menn hefðu einsett sér að lenda vél sinni, komast gegnum erfiðleikana með einhverju móti í stað þess að hætta við lendingu og fara auka- hring. Talsmenn íslensku flugfélaganna segja þennan möguleika alltaf í huga flugmanna. Einn þátturinn í undirbúningi lendingar væri að fara yfir vænt- anlegan flugferil í hringflugi ef hætta yrði við lendingu. Það væri al- gjörlega á valdi flugmanna að ákveða hvort þeir lentu eða ekki ef aðstæður krefðu eða gerðu lendingu vafasama. Íslandsdeild gagnlegur vettvangur  Á hverjum degi eru farnar 47 þús- und flugferðir í farþegaflugi.  Þota hefur sig til flugs aðra hverja sekúndu að meðaltali.  Þrjár milljónir farþega ferðast daglega með flugi.  Árið 2000 var heildarfjöldi farþega 1,2 milljarðar í 17 milljónum flugferða.  Sama ár urðu 10 alvarleg slys á stórum þoum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.