Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 49 Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is 1/2kvikmyndir.com Radíó X Rás 2 1/2HK DV Sýnd kl. 8. B.i 16. Sýnd kl. 5.30 og 10.10. B.i 16. Sýnd kl. 5.30. B.i. 10. Þegar pabbinn neitar að borga enn eitt skólaárið fyrir son sinn, tekur partýdýrið Van til sinna ráða... Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 kvikmyndir.is  kvikmyndir.is Framhjáhald getur verið spennandi en líka stórhættulegt. Magnaður erótískur spennutryllir Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Vit 393. Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 370. DV Kvikmyndir.is  Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 7.15 og 10. B. i. 16. Vit 381. Kvik ir.i bl Kvikmyndir.co Martin Lawrence er trítilóður og tímavilltur! Í einni fyndnustu mynd ársins Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8 mm) Sýnd kl. 8 og 10. Vit 397. Sýnd kl. 7.30 og 10. Vit 394. Sýn d á klu kku tím afr est i 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. Vit 398. DISKURINN heitir Rask og er afar naumhyggjulegur á að líta, útlínur smágerðrar músar prýða daufgrænt umslagið og svo ekki meir. Sama er ekki hægt að segja um sjálfa tónlist- ina sem er afbyggð í meira lagi og segja má að Davíð leyfi sér hreinlega hvað sem er hér. Kemur reyndar ekki á óvart enda hefur Davíð alla tíð verið afar opinn og óútreiknanlegur; ekki nóg með að hann sé jafnvígur á píanó og saxófón heldur er hann jafnvel heima hvort sem er með Mannakorni eða argasta óhljóðabandi. Á Rask leikur Davíð á píanó en honum til að- stoðar eru þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson (kontrabassi), Helgi Svavar Helgason (trommur, slagverk og hljóðsmali), Eiríkur Orri Ólafsson (trompet), Jóel Pálsson (tenór- og sópransaxófónn) og Matthías M.D. Hemstock (trommur og slagverk). „Ekki djass“ „Já, þetta er fyrsta platan sem ég geri,“ staðfestir Davíð. „Og þetta er bara ein hlið af mörgum. Ég er svona að láta vita af sjálfum mér.“ – Nú er þetta mjög sértæk og til- raunakennd plata. Var það mark- miðið eða … „Þetta er bara það sem var að ger- ast þá og þar,“ segir Davíð. „Það er mikið um frjálsan spuna í bland við skrifað efni. Hugmyndin var aðallega að leyfa hlutunum að gerast og ekki hafa nein höft á mönnum. Fyrstu fjögur lögin eru t.d. svona frjáls hug- leiðing.“ – Svo virðist sem menn af þinni kynslóð séu uppteknir af því að spila „ekki djass“. Hvað finnst þér um það? „Fyrir mér snýst þetta bara um að spila það sem manni sjálfum finnst rétt og gæta þess að vera hreinskil- inn. Markmiðið með þessum frjálsa spuna er að brjóta niður þessar grindur, þessa bása sem er alltaf ver- ið að troða fólki í.“ – Er stríð á milli yngri og eldri djassara? „Nei, ég held ekki. Við berum mikla virðingu fyrir okkur eldri mönnum. Þeir eru auðvitað for- sprakkar að því sem við erum að gera og að einhverju leyti er þetta fram- hald af því sem maður hefur heyrt áð- ur.“ – En finnið þið fyrir gagnrýni frá þeim sem eldri eru? „Að sjálfsögðu. Þeir sem eru eldri og reyndari vita alltaf betur (hlær). Þeir þykjast geta sagt manni hvað er rétt og hvað er rangt.“ Skóli Davíð segist ekki geta bent á ein- hverja sérstaka áhrifavalda á þessari plötu. „Þetta er bara samkrull af því sem ég hlusta á,“ segir hann. – En að öðru. Er þetta ákveðinn „skóli“ sem þú tilheyrir; þessir ævin- týraglöðu djassarar sem hafa verið áberandi undanfarin tvö ár eða svo? „Já … ég held að þarna hafi orðið til ákveðin hreyfing. Það féllu veggir á þessu tímabili, og ég vil sérstaklega nefna Ormslevklúbbinn okkar sem inniheldur fólk úr djassi og rokki. Við erum mjög stoltir af þeim klúbbi sem er grundvöllur fyrir þá sem vilja búa til nýja tónlist.“ – En hversu mikilvægt er að gera tilraunir með viðtekin form að þínu mati? „Oft er eitthvert lið í New York, sem ætlar gersamlega að sigra heim- inn af því að það er svo opið og frjáls- lynt. Fær til liðs við sig búlgarska tónlistarmenn og afríska og kannski dauðarokkara líka! Sem er gott og blessað. Forsendurnar skipta öllu máli: ertu að gera þetta af ástríðu, af því að þetta skiptir þig máli eða ertu að gera þetta bara svo þú lítir út fyrir að vera svalur? Það er nefnilega svo að ef þú ert ekki heill í sköpuninni, þá ertu strax kominn í vandræði.“ Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður. Heil sköpun Um langt skeið hefur Davíð Þór Jónsson verið talinn efnileg- asti djassleikari Ís- lands en það er ekki fyrr en nú að hann gefur út disk undir eigin nafni. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við pilt. Davíð Þór Jónsson gefur út Rask arnart@mbl.is GAUKUR Á STÖNG Stefnumót Undirtóna. Fram koma Stjörnu- kisi, Graveslime og Panman, allt mætar rokksveitir. Stjörnukisa þarf vart að kynna fyrir rokkþyrstum en sveitin var að gefa út langþráða fyrstu plötu sína á dögunum. Graveslime er ný af nálinni, sem og Panman, en sú sveit hét áður Pornopop. Húsið opnað kl. 21, 500 kr. inn. Handhafar Rauðs GSM og Atlas- korthafar fá frítt inn. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SPÆNSKI söngvarinn Enrique Iglesias og rússneska tennisstjarnan Anna Kournikova voru saman á Party in the Park-tónleikunum í Hyde Park í London á dögunum en það var í fyrsta sinn sem þau komu fram saman opinberlega. Kournikova, sem hefur sagst vera með íshokkístjörnunni Sergei Fedorov, horfði síðan sem dáleidd á Iglesias á meðan hann söng. Þá mun söngvarinn hafa horft til hennar hvað eftir annað á meðan hann var á sviðinu. Segja sögur að þau hafi síðan eytt nóttinni saman á hótelherbergi nokkru. ...og Enrique Iglesias alltaf sami töffarinn! Ástfangin í garðinum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.