Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðmundurGíslason fæddist í Reykjavík 27. júní 1921. Hann lést á heimili sínu 29. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jörgen Þórðarson kaupmað- ur, f. 6. september 1878, d. 30. septem- ber 1951, og kona hans Oddrún Sveins- dóttir handavinnu- kennari, f. 1. júní 1880, d. 22. apríl 1923. Kjörforeldrar Guðmundar voru Gísli Guðmundsson bókbindari og söngmaður, f. 29. maí 1874, d. 7. mars 1958, og kona hans Sigríður Loftsdóttir húsmóðir, f. 17. júlí 1890, d. 28. júlí 1950. Guðmundur ólst upp hjá kjörforeldrum sínum frá tveggja ára aldri á Laufás- vegi 15 í Reykjavík. Alsystkini Guðmundar eru Laufey, húsmóð- ir, f. 12. desember 1915, d. 24. september 1974; Gunnar, mjólk- urfræðingur, f. 10. desember 1916; Sveinborg, verslunarmað- ur, f. 25. nóvember 1919; Oddrún, húsmóðir, f. 7. apríl 1923. Hálf- systkini hans samfeðra eru Guð- mundur Marinó, f. 14. ágúst 1903, d. 29 september 1976; Eyþór, f. 2. janúar 1905, d. 1. janúar 1960; Óskar, f. 5. apríl 1911, d. 2. sept- ember 1979; Guðný, f. 9. október 1926, d. 5. nóvember 1993. Guðmundur kvæntist 21 októ- ber 1944 Kristínu Ólafsdóttur, f. 27. október 1924, d. 19. febrúar 1997, dóttir hjónanna Ólafs Ey- vindssonar og Elínar Jónsdóttur. Börn Guðmundar og Kristínar eru 1) Sigríður, verslunarstjóri, f. 5. maí 1946, maki Arnar Guð- mundsson framkvæmdastjóri, f. 10. desember 1944. Börn Þeirra eru. Guðmundur, f. 11. febrúar 1966, maki Þórdís Ingjaldsdóttir. Þeirra börn eru Sól- rún Sif og Arnar Orri. Hanna Ingi- björg, f. 22. maí 1968, maki Kjartan Valdemarsson. Þeirra börn eru Fanney og Viktoría. Arnar, f. 4. mars 1974. 2) Ólafur, f. 8. október 1948, d. 19. júlí 1960. 3) Elín Fanney sjúkraliði og verslunarmaður, f. 17. október 1952, maki Ásgeir Hall- dórsson fram- kvæmdastjóri, f. 30. júlí 1946. Barn Þeirra er Kristín, f. 22. október 1991. Börn Elínar frá fyrra hjónabandi eru Ágúst Hilm- isson, f. 27. janúar 1969, maki Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Barn þeirra er Elín Þóra. Barn Ágústs er Sindri Snær og barn Steinunnar er Bríet Ólína. Arn- aldur, f. 18. ágúst 1979, og Hlíf, f. 19. janúar 1981, sambýlismaður Jóhann Hólm Kárason. Þeirra barn er Ólíver Hólm. 4) Ólöf Svava, leikskólakennari, f. 2. september 1960, sambýlismaður Hlöðver Sigurgeir Guðnason rekstrarstjóri, f. 23. febrúar 1957. Barn þeirra er Sigríður, f. 7. janúar 1999. Börn Ólafar frá fyrra hjónabandi eru Fannar Guðmannsson, f. 12. september 1985, og Ísak Guðmannsson, f. 15. júlí 1989. Guðmundur og Kristín bjuggu alla tíð í Reykjavík. Guðmundur lærði bókband í Ísafoldarprent- smiðju og starfaði þar í nær fimmtíu ár og lengst af sem yf- irbókbindari. Síðastliðin 12 ár starfaði hann við reiðtygjagerð í Ástund í Austurveri. Útför Guðmundar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hann er horfinn kletturinn sem alltaf stóð uppúr í lífsins ólgu sjó. Mér fannst að hann væri þessi eini ódauðlegi maður sem alltaf væri til taks ef á þurfti að halda. Hann tengdafaðir minn Guðmund- ur Gíslason er látinn. Ég sá hann síðast daginn áður þegar hann fór heim úr vinnunni kl. 4 eins og venjulega. En hann var vanur að mæta seinna á föstudögum því að þá fór hann alltaf í klippingu til sama rakarans að sjálfsögðu. Já, hann lifði lífinu þannig að allt gengi samkvæmt áætlun og var mikill nákvæmnismaður á alla hluti. Allt þurfti að vera í föstum skorðum, röð og regla var það sem hann tileinkaði sér á sinn sérstæða hátt. Ég tel það forréttindi að hafa kynnst Guðmundi svo ungur að ár- um þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir sætustu stelp- unni í heimi, henni Sirrý dóttur hans. Hann tók mér strax eins og ég væri sonur hans og síðan þá hefur hann verið mér frekar eins og faðir en tengdafaðir. Síðustu tólf árin nutum við þess að hann vann hjá okkur þannig að við höfð- um óvenju mikið og náið samband við hann. Hann var einnig svo mik- ilvægur fyrir börnin okkar og hann hafði einstakt lag á að laða barnabörnin heim til sín, heim þar sem hlutirnir voru í föstum skorð- um, stress og spenna var ekki til. Ég minnist þess þegar krakkarnir okkar voru að lesa undir próf þá var oftast farið heim til afa, þar var næði, ró og friður, allir hlutir á sínum stað þannig að auðvelt var að ná einbeitingu við námið. Guð- mundur varð fyrir áfalli sem fáir komast frá er hann missti einka- son sinn Ólaf ungan af slysförum. Þá átti kona Guðmundar við veik- indi að stríða frá svipuðum tíma, en hún lést árið 1997. Það var svo margt í fari Guð- mundar sem var dýrmætt. Það var alltaf hægt að leita til hans með alla hluti og hann var alltaf í góðu skapi. Það var alltaf hægt að grín- ast við hann og það var svo sér- kennileg glaðværð í kring um hann, allt fas hans var svo heillandi. Hann var hreinskilinn í meira lagi og honum lá hátt róm- ur, það gustaði af honum. Hann starfaði í Ísafoldarprentsmiðju í nær fimmtíu ár og lengst af sem yfirbókbindari. Þar kenndi hann mörgum lærlingnum bókbindara- iðnina. Þar heyrði ég að það hefði oft heyrst vel í honum. En alltaf var hann einlægur og trúr sinni sannfæringu. Hann starfaði lengi í frímúrara- stúkunni Eddu og einnig í Lions- klúbbnum Baldri. En Mummi eins og hann var iðulega kallaður var maður heim- ilisins og fjölskyldunnar. Það var erfitt að fá hann útaf heimilinu því þar vildi hann helst eyða frítímum sínum. Mér tókst þó að fá hann í lax- veiðitúr einu sinni og honum fannst það mjög gaman en hann vildi ekki fara aftur. Þá hafði hann mjög mikinn áhuga á og gaman af bílum. Ég gleymi aldrei þegar hann kom til mín á splunkunýjum grænum Ford 7́4, átta gata eins og það var kallað í þá daga og bauð mér í „spyrnutúr“. Hann ljómaði eins og táningur. Aldrei mátti sjá ryk á bílunum hans Gumma Gísla eins og hann var líka oft kallaður. Nú er þessi bíll orðinn fornbíll sem aldrei hefur séð ryk. Þetta er bíllinn hans R 275. Mér er efst í huga þakklæti fyr- ir þá vináttu og það traust sem hann sýndi mér alla tíð. Ég leit á hann sem föður, tengdaföður, bróður og vin. Við minnumst góðs manns sem nú sameinast ástvinum sínum sem farnir eru. Guð blessi minningu þína, elsku tengdafaðir minn. Arnar Guðmundsson. Það er svo sárt að hugsa til þess að hann afi sé ekki lengur hjá okk- ur. Tilvist hans hefur einhvern veg- inn verið svo sjálfsögð alla tíð, og ég man ekki eftir mér öðruvísi en að hann hafi verið til. Nú þegar allt er breytt, reikar hugurinn til baka og maður hugsar um allar stundirnar sem við áttum saman. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn er að sjálfsögðu vinnan. Afi var verkstjóri á bókbandi Ísafoldarprentsmiðju á daginn, en vann svo öll kvöld heima við ýmiss konar bókbandsvinnu, þar á meðal við framleiðslu á ávísanaheftum. Ég sat oft tímunum saman og horfði á hann vinna og við spjöll- uðum saman um allt milli himins og jarðar. Einstakt var hversu nákvæmur og skipulagður hann var með alla hluti og ég man oft eftir honum segja við mig háum rómi, þegar ég hafði verið að fikta eitthvað: „Allt í röð og reglu hér,“ sem má segja að hafi verið hans einkunnarorð. En þrátt fyrir að mega ekki fikta í neinu, þá var ótrúlega gott og notalegt að horfa á afa vinna. Það var engu líkara en að maður hálf dáleiddist við að horfa á hand- bragðið hjá honum, enda eru flest- ar þær bækur sem hann batt inn snilldarlega unnar og eru gott vitni um þá vandvirkni og alúð sem hann lagði í starf sitt. Oft fékk ég að gista hjá ömmu og afa, og það var alltaf ævintýri líkast því stundum var afi ekkert að tvínóna við hlutina og gaf manni rausnarlegt skotsilfur til að kaupa nammi, það er toppurinn á tilverunni þegar maður er sjö ára. Þegar ég komst á unglingsárin fékk ég vinnu í Ísafoldarprent- smiðju undir stjórn afa í nokkur sumur og í dag þykir mér sá tími hafa verið dýrmætur. Þá kenndi hann mér ýmislegt og ég fór að sjá á honum nýjar hliðar. Hann var ótrúlegur stjórnandi, stjórnaði með styrkri hendi, en var alltaf kátur og svolítið hávær. Einu sinni skammaði hann mig fyrir eitthvað sem ég gerði vit- laust, en þegar hann var búinn, þá fór hann að dilla sér og söng há- stöfum: „When Ím 64.“ Afi var svolítið sérvitur, notaði sama bollann í mörg ár og borðaði með fermingarhnífapörunum sín- um alla ævi, hann hélt bókhald á litlum miðum, keyrði gamla bílinn sinn bara á sólskinsdögum, reykti sjö sígarettur á dag, nema ef það var spennumynd í sjónvarpinu þá urðu þær átta, en þá voru þær líka bara sex daginn eftir. Ég man líka hvað mér þótti gott að koma og læra hjá afa og ömmu, það var svo mikil ró á heimilinu og bókasafnið hans afa var ein stór heimildaskrá sem gott var að hafa við ritgerðarsmíð en skemmtileg- ast var að ná afa á flug og láta hann sýna sér hinar og þessar merkilegu bækur, þá ljómaði hann allur. Í febrúar 1995 fluttist ég svo í kjallarann hjá afa og ömmu og bjó þar í tæp fimm ár. Það var and- legur happdrættisvinningur að fá að kynnast þeim upp á nýtt og verða þeim svona náin í lokin. Ég fór upp til þeirra á hverjum degi og stundum oftar. Eftir að amma dó 1997 fór ég oft upp til afa á kvöldin svona bara til að heilsa upp á hann og sjá hvernig hann hefði það, en oftast þá ílengdist maður langt fram á kvöld, því þá fór hann að segja manni frá svo mörgu sem gerðist í lífi hans og frá því hvernig hlutirnir voru í gamla daga. Afi var húmoristi og stríðinn og við fjölskyldan höfðum oft gaman af því að gantast með hlutina og gerðum oft góðlátlegt grín hvert að öðru. Í öllum boðum fjölskyld- unnar var mikið hlegið og afi tók fullan þátt í því og það er svoleiðis sem ég vil minnast hans afa. Hanna Ingibjörg. Elsku afi. Þegar maður hugsar til baka koma margir hlutir upp í hugann, en það sem einkennir þig í huga okkar er gamli græni kagg- inn, kók í gleri, bækurnar þínar og macintosh þar sem var búið að tína vondu molana burt. Manni fannst eins og þér hefði tekist að stöðva tímann, þú varst nýorðinn 81 árs, en ennþá að vinna og leist út fyrir að hafa ekkert elst sein- ustu tíu árin. Jafnvel fannst okkur að þú hefðir yngst, keyptir þér loksins hljómflutningstækin sem þig hafði langað í og fórst að safna geisladiskum, manni finnst þetta ekki vera eitthvað sem áttræður maður ákveður að gera. Það var gaman að því hvað þú hafðir mik- inn áhuga á öllum nýjungum, tækni og nýjum uppgötvunum sem eiga mögulega eftir að breyta heiminum. Við vorum ekki einu sinni búin að hugsa útí þann möguleika að þú gætir verið á för- um, svo öruggt var allt í fari þínu. Allt í kringum þig var svo skipu- lagt, hvernig bókunum var raðað í hillurnar, hvenær þú vaknaðir eftir blundinn þinn, hversu margar síg- arettur þú fékkst þér á dag og hvenær þú reyktir þær. En enginn getur haft stjórn á tímanum og við vitum að þú ert ánægður að hafa fengið að fara eins og þú vildir, ennþá fullfrískur og með nóg fyrir stafni. Gaman var að sjá hversu glaður þú varðst þegar nýir fjölskyldu- meðlimir litu dagsins ljós. Eins og þegar þú komst að sjá Ólíver í fyrsta sinn, þú varst svo ánægður og sagðir frá þínum eigin börnum og hvernig amma hefði fætt þau flest heima í rúmi. Það var greini- legt að fjölskyldan var þér það mikilvægasta í lífinu. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þar sem við öll vorum börn, við afa- börnin, mamma og frænkur okkar, standi nú tómt hús. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig og húsið sem þið amma bjugguð í þar sem öll fjölskyldan ólst upp. En við vitum að það er vel tekið á móti þér þar sem þú ert núna, amma, Óli og fleiri ástvinir sem beðið hafa eftir þér og við vitum að þú ert ánægður. Þegar einhver fer svona skyndilega er það alltaf erfiðast fyrir þá sem eftir sitja en það huggar okkur að þú þurftir ekki að verða „gamall“ og ófær um að sinna vinnu og áhugamálum þínum eins og þú vildir. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði. Arnaldur og Hlíf. Elsku afi. Takk fyrir allar sam- verustundirnar sem við áttum með þér. Þú varst alltaf svo hlýlegur og góður við alla. Minnisstæðast um þig þótti okkur allar heimsókn- irnar til þín sem við kölluðum „upp til afa“ þegar við bjuggum í kjall- aranum fyrir neðan þig. Það var alveg frábært að fá að horfa á barnatímann og fótboltann hjá þér og ekki var það verra að fá góð- gæti annað slagið með. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og það mun verða undarleg tilfinning að hafa þig ekki hjá okkur um næstu jól. Vonandi takið þið ykkur smá- hvíld frá sældarlífinu þarna uppi hjá Guði til að kíkja til okkar um jólin. Við eigum öll eftir að sakna þín sárt og þú munt lifa að eilífu í hjarta okkar. Ég held þann ríða úr hlaðinu best sem harmar engir svæfa; hamingjan fylgir honum á hest, heldur í tauminn gæfa. (Jón Arason.) Kvæðið sem fylgdi afmælisdeg- inum hans afa sem er 27. júní. Þínir afastrákar Fannar og Ísak. Þegar sú frétt barst að Guð- mundur Gíslason hefði fallið frá varð tilhlökkun barnabarns sem beðið hafði eftir úrslitum í heims- meistarakeppninni í fótbolta svo vikum skipti að engu á svipstundu og tárin ein eftir. Eins mun vera með aðra ættingja og okkur sem kynntust þér náið. Gott hjartalag bera menn ekki utan á sér en þeir sem kynntust þínum innri manni fundu að þú varst virkilega einn af góðu gæj- unum með hjartað á réttum stað. Nú, þegar þú ert kominn á ann- an og æðri stað, mun ríkja þar gleði yfir að góður maður með gott hjartalag sé kominn heim. Við sem eftir sitjum söknum þín sárt. Ég votta ættingjum og aðstand- endum innilega samúð. Guðmann Ó. Levy. GUÐMUNDUR GÍSLASON Valgerður Briem er látin. Nú á björtum sum- armorgni var hringt til mín og mér sagt frá láti hennar. Þá vöknuðu minn- ingar allt frá því að ég sá hana fyrst þegar ég hóf nám 1949 í Handíða- og myndlistarskóla Ís- lands sem þá var til húsa að Lauga- vegi 118. Fljótlega varð mér ljóst að hún var teiknikennarinn okkar. Eftir- væntingin lá þá þegar í loftinu við upphaf hennar fyrstu kennslustund- ar. Valgerður vatt sér inn á mitt gólf, fögur, sterk og langt utan allrar tísku og aldurs – „hún bara var“. Hver hreyfing, hvert orð bar vott um sérstæðan persónuleika og glæsi- leik. Þannig var hún alla tíð. Hún var mikið stílrof flestra kennara og var því ómetanlegt að njóta leiðsagnar VALGERÐUR BRIEM ✝ Valgerður Briemfæddist á Hrafna- gili í Eyjafirði 16. júní 1914. Hún lést í Reykjavík 13. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram í kyrr- þey. hennar, jafnt í listum sem öðru, á þeim tíma- mótum þegar kyrr- stætt samfélag hefð- anna þokaði æ meir fyrir þeim umbrotatím- um sem þá tóku við. Veganestið sem Val- gerður færði okkur var því ekki einungis kven- ímynd rétt ókominna nýrra tíma, heldur og ekki síður, sá örvandi andblær kennarans sem veitti okkur visst frelsi til sjálfstæðra verka. Ég naut þeirra forréttinda síðar, um stund, að kenna við hlið hennar og vinna með henni að nefndarstörf- um um kennslumál. Síung og djúp- rýnin vitund hennar brást henni ekki, og þá þurfa þótti hikaði hún ekki við að segja hug sinn allan á sinn Valgerðarlega hátt. Fyrir nemendum sínum bar hún umhyggju sem gott var að þiggja og muna. Ég kveð Valgerði með ást og þökk. Fjölskyldu hennar og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Hólmfríður Árnadóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.