Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ DAGSKRÁ þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði þéttist æ sem á leið. Fimmta og þriðjasíðasta daginn má segja að viðburðir hafi með hléum staðið alls 17 klukkustundir. Fyrir- lestrar dagsins hófust á lofti Siglu- fjarðarkirkju kl. 10 með erindi Unu Margrétar Jónsdóttur útvarpsmanns á íslenzku um þjóðlagasafn sr. Bjarna Þorsteinssonar. Erindið var almenns eðlis, byggt á þáttaröð Unu í Ríkisút- varpinu í vor. Við tók spjall Ragnars Heyerdahls, fiðluleikara Sturm und Drang sveit- arinnar og fjarskylds ættingja Thors, hins nýlátna sækönnuðar, um norska þjóðlagatónlist á þjóðtungu sinni. Einkum var fjallað um spilaramúsík („slætti“) síðari alda á fiðlu og Harð- angursfiðlu, sem Óslóarbúinn og fiðluleikarinn í Fílharmóníusveit borgarinnar kvaðst einkum hafa numið af spilurum úti um sveitir suð- ur- og vesturlands. Lék hann sjálfur fjölmörg dæmi um hallinga (fyrir- mynd Griegs að Rigaudon-þætti Hol- bergsvítunnar), „springleiki“ og ýmsa aðra slætti, þ. á m. Djöflaslátt [„Fa’ntullen“(?)], auk þjóðdansa sunnan úr álfu eins og mazúrku, pólsku og rheinländer. Ýmist voru dæmin fengin úr hljómandi eða nót- eraðri geymd, sum flutt í eigin útsetn- ingu eins og jamzkur brúðarmars (kunnur af plötu Jans Johanssons, „Jazz på svenska“) er hljómaði í aðra rönd eins og þáttur úr einleikspartítu Bachs. Var öllu feikivel tekið, enda ekki aðeins leikið af næmleika og fjöl- breyttri snilld, heldur fylgdu einnig margar skondnar sögur og skýringar, reiddar fram af ljúfmannlegu látleysi. Vakti m.a. eftirtekt manns hvað lýd- ískulegar tóntegundir virtust áber- andi, ekki sízt vestan úr Gulaþings- lögum, og gætu elztu íslenzku þjóðlögin og fiðluslættir Austmanna eftir því að dæma vel staðið á sameig- inlegum tónmálsgrunni. Veðrið lék við Siglfirðinga þennan dag, eins og raunar flesta daga hátíð- arinnar, og var því brugðið upp skemmtun utan dagskrár á bæjar- torginu kl. 17. Mættu nær allir þátt- takandi listamenn og léku til skiptis fyrir hópdansi við almennan fögnuð nærstaddra. Meðal innslaga fyrir ungviðið má nefna látbragðsleiki Francis Firebrands frumbyggja sem leiddi krakkana í kostulegri eftir- hermu á hátterni emúfugls þeirra Andfætlinga, meðan tryllikaggar gelgjuskeiðsins tóku undir með benz- íngjöfinni á nærliggjandi rúnti bæj- arbúa. Þá gat einnig að heyra al- mennan þjóðlagasöng undir stjórn Njáls Sigurðssonar kvæðamanns sem var meðal námskeiðshaldara há- tíðarinnar. Um kvöldið sýndu „norsku æringj- arnir“ (svo vitnað sé í orðalag hátíð- arskrár sem átti kannski ekki sízt við þróttmikla tilburði gítarleikarans) í Sturm und Drang listir sínar í sval- búnum sal Nýjabíós kl. 23 eftir sýn- ingu áhugaleikfélagsins Hugleiks á Kolrössu þar á undan. Enda þótt tríó- ið væri aðeins 3⁄5 hluti af fullskipaðri hljómsveit (dragspilsleikarinn og cimbalom slagherpillinn sátu eftir heima í Noregi) var verkefnavalið fjöskrúðugt og kenndi margra grasa, eldri og yngri. Mátti þar m.a. heyra þjóðlega dansa heima og heiman, sí- gaunalög, klezmer og fleira. Meðal vinsælustu atriða var Hvalveiðara- vals Bastesens stórþingmanns sem einnig hafði vakið kátínu úti á torgi fyrr um daginn. Sturm und Drang kvintettinn mun um 20 ára gamall, þó að kontrabassa- leikarinn (kollegi Ragnars Heyer- dahls í Óslóarfílharmóníunni) sé nýr meðlimur, og hefur ferðazt víða um Norðurlönd og Þýzkaland, en kom nú til Íslands í fyrsta sinn. Þeir þre- menningar léku af mikilli spilagleði og héldu uppi stanzlausu fjöri allt fram að óttu. Upp úr miðnætti um- breyttust tónleikarnir reyndar í al- mennan dansleik. Af honum fara þó litlar sögur hér, enda hafði útsendur umsagnarmaður þá hrökklazt heim í háttinn. Af djöflasláttum og emúfuglum TÓNLIST Nýja bíó Norskir og miðevrópskir þjóðdansar, klezmer- og sígaunalög. Sturm und Drang (Ragnar Heyerdahl, fiðla; Eilif Moe, gítar; Svein Haugen, kontrabassi). Föstudaginn 5. júlí kl. 23. ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI Ríkarður Ö. Pálsson MYNDLIST speglar ávallt per- sónuleika listamannsins, hvort sem honum líkar það betur eða verr. En hún speglar líka það samfélag sem hann býr við. Samfélagið er ráðandi í mótun listarinnar og ef samfélagið ákveður að upphefja myndlist og leggja fé í hana þá blómstrar hún út á við eins og gerðist með abstrakt expressjónismann í Bandaríkjunum, Nýja málverkið í Þýskalandi og YBA hópinn í Bretlandi, svo dæmi séu nefnd. Stefnan í íslenskri listpólitík er það jafnaðarsinnuð að opinbert fé sem lagt er í myndlist er dreift á milli allt of margra aðila svo að lítið sem ekkert verður úr því. Of fáir Ís- lendingar safna framsækinni list til þess að myndlistarmenn geti lifað af listsköpun einni saman, enda hafa al- menningi aldrei verið gerð ljós þau skil sem eru á milli framsækinna lista og listmuna eða listgjafavara, líkt og öllum eru ljós skilin á milli metnaðarfullra skáldsagna og reyf- ara. En sköpunarþráin er efnis- hyggjunni oft sterkari og margir listamenn sem vinna framsækið reyna að aðlaga sig aðstæðunum. Magnús Sigurðarson, sem nú sýn- ir í Galleríi Hlemmi, er gott dæmi um listamann sem hefur tekist að að- laga listsköpun sína íslenskum að- stæðum. Hann hefur lengi starfað við leikmyndahönnun og nýtir sér þekkingu þaðan við rýmisinnsetn- ingar. Efnið sem hann vinnur úr er ódýrt. Oftast gömul dagblöð. Sjálfur segist Magnús vera haldinn „papp- írsákefð“, enda þekktur fyrir að rífa niður dagblöð í tíma og ótíma, nudda þau með fingrunum og búa til úr þeim litla skúlptúra, þannig er myndlistariðkun hans stöðug, hvort sem hann er staddur á kaffihúsi, í fundarherbergi, á heimili sínu eða á heimilum annarra. Á sýningunni í Galleríi Hlemmi má m.a. sjá ljós- myndir af dagblaðs-skúlptúrum sem listamaðurinn hefur stillt upp á eld- húsborði. Sýninguna nefnir hann „Sogið – Suck/Suckle“. Við inngang- inn er texti á ensku eftir rabbínann Akiba sem segir við lærisvein sinn: „My son, more than the calf wishes to suck does the cow yearn to suckle“ (Sonur minn, meira en kálfurinn vill sjúga þráir kýrin að gefa). Textann má túlka á marga vísu og kýs ég að sjá hann í samhengi við listamanninn sem þráir að gefa af sér með list sinni meira en listneytandinn vill „sjúga“ hana í sig og upplifa. Í innra sýningarrými gallerísins hefur listamaðurinn staflað upp þremur bunkum af dagblöðum í tvö- faldri og þrefaldri röð og sáð fræum á milli blaðanna. Herbergið er lýst upp með gróðurhúsaperum. Reglu- lega fara úðarar í gang sem væta dagblöðin með vatni. Fyrir vikið eru litlar lúpínur, radísur og karsi farin að gægjast upp á milli blaðanna. Úti við eru einnig úðarar sem væta stréttina og lítil fræ sem listamað- urinn sáði þar eru farin að taka við sér í sprungum í steinsteypunni. Verkið túlkar hver sýningargestur á eigin forsendum og þannig nærir það bæði huga og tilfinningar. Fræin les ég sem táknmynd fyrir lista- manninn sem þarf að aðlagast um- hverfi sínu og/eða hið saklausa líf sem kviknar innan um hörmungar sem við sjáum oft á forsíðum blað- anna. Sem slík snerta þau um- hyggjusemina. Sýning sem þessi flokkast undir „verk í þróun“ (Work in process). Líkt og „pappírsákefð“ Magnúsar verður að samfelldri listsköpun frá degi til dags er listaverkið í Galleríi Hlemmi í þróun þar til vexti jurtanna lýkur. Sælla að gefa en þiggja MYNDLIST Gallerí Hlemmur Galleríið er opið frá fimmtudögum til sunnudags frá kl. 14–18. Sýningunni lýk- ur 21. júlí. MAGNÚS SIGURÐARSON BLÖNDUÐ TÆKNI Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Arnaldur Eitt af verkunum á sýningu Magnúsar Sigurðarsonar. SKÓLALÚÐRASVEIT Tónlistar- skóla Seltjarnarness hlaut 1. verðlaun í keppni ungra lúðra- sveita á Göteborg Music Festival á dögunum í keppnisflokki ungra hljóðfæraleikara. Alls tóku um tvö þúsund ungmenni þátt í keppninni. Lúðrasveit Tónlistar- skóla Seltjarnarness hefur á að skipa 32 nemendum undir stjórn Kára H. Einarssonar. Keppnin fór fram í Lisebergs- hallen í Gautaborg og lék sveitin tvö verk, sem valin voru sér- staklega með tilliti til keppn- isreglna og hæfni barnanna. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum; einum sem lagði áherslu á marseringu, öðrum sem snerist einkum um skemmtigildi, og svo tveimur aldurs- og getuflokkum þar sem hljóðfæraleikur var aðal- atriði. Tvennt gerir árangur lúðrasveitarinnar eftirtekt- arverðan. Í fyrsta lagi er með- alaldur barnanna óvenjulágur, en um helmingur þeirra verður fermdur næsta vor. Í öðru lagi náði sveitin flestum stigum allra lúðrasveita í öllum keppnis- flokkum. Dómarar voru sammála um góða spilamennsku sigurveg- aranna og í umsögnum þeirra hrósa þeir sveitinni m.a. fyrir jafnvægi milli radda, einbeitni og nákvæmni í hryn. Auk þess hrós- uðu dómarar einleikurum, sem fengu margir að spreyta sig. Krakkarnir héldu mjög á loft verðlaunagrip þeim sem þau hrepptu og færðu síðan stjórn- anda sínum, Kára H. Einarssyni, sérstakan heiðurspening fyrir starf hans. Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness ásamt stjórnanda sínum Kára H. Einarssyni. Sigurvegari í keppni ungra lúðrasveita Í SMÁRA, sal Söngskólans í Reykja- vík, verður í kvöld flutt dagskrá kl. 20 undir heitinu Óperustjörnur morgun- dagsins. Átta ungir söngvarar sem valdir voru, að því er segir í tilkynn- ingu, eftir ströngum prófum munu syngja. Söngvararnir ungu eru þau Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Bentína Sigrún Tryggvadóttir, Hafsteinn Þórólfsson, Aðalsteinn Bergdal, Sól- veig Samúelsdóttir, Hjördís Elín Lár- usdóttir og Jóhannes Jóhannesson og munu þau syngja sumarblíð sönglög og dúetta við undirleik Steinunnar Halldórsdóttur píanóleikara. Á dagskrá eru verk sem hópurinn hefur æft undir leiðsögn Hrólfs Sæ- mundssonar óperusöngvara. Lögin eru bæði íslensk og erlend og ber þar að nefna t.a.m. lagaflokk á rússnesku eftir Sjostakovitsj, lög eftir Jórunni Viðar, Pál Ísólfsson, Karl Runólfsson, Kurt Weill, Schubert, Fauré, Gluck og marga fleiri. Einnig verður flutt atriði úr aðal- verkefni sumaróperunnar í sumar, Dido og Eneas, en sérstakur gestur á tónleikunum er Valgerður Guðna- dóttir sópransöngkona sem fer með hlutverk Belindu í þessari uppsetn- ingu sumaróperunnar. Morgunblaðið/Golli Hópurinn sem kemur fram á tónleikunum í kvöld. Söngvarar í sumarskapi SUZUKISAMBANDIÐ heldur námskeið mánudaginn 15. júlí tíl föstudagsins 19. júlí fyrir fiðlu- og sellónemendur á Laugarvatni. Margt verður um manninn á nám- skeiðinu, en von er á 200 þátttak- endum. Tónlistarnám með suzuki- aðferðinni fer, samkvæmt tilkynn- ingu, þannig fram að nemendur læra á hljóðfærin líkt og þau læra móður- málið, þ.e. með því að hlusta á tónlist og líkja eftir því sem þau heyra. For- eldrar mæta í tónlistartímana og taka virkan þátt í námi barnanna. Þátttakendur í námskeiðinu koma hvaðanæva að af landinu og einnig margir frá útlöndum. Fjóra seinni daga námskeiðsins verða tónleikar í Íþróttahúsi KHÍ kl. 13.30. Aðgangur ókeypis. Þar munu nemendur spila ýmsa tónlist, einir sér eða nokkrir saman. Lokatón- leikar verða á föstudag á sama stað og einnig klukkan 13.30. Að hætti Su- zuki á Laug- arvatni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.