Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI TALSVERÐ hætta er talin á fjölda- sýkingum, farsóttum og jarðskjálft- um á höfuðborgarsvæðinu meðan lítil sem engin hætta er talin á ofanflóð- um, óeirðum, hryðjuverkum og sjáv- arflóðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni Áhættu- greining fyrir höfuðborgarsvæðið sem starfshópur almannavarna- nefnda fjögurra sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu vann í samvinnu við bæjarverkfræðinga þriggja sveit- arfélaga. Markmið áhættugreiningarinnar var að kortleggja helstu áhættur í Kjósarhreppi, Mosfellsbæ, Reykja- vík og á Seltjarnarnesi. Á seinni stig- um komu bæjarverkfræðingar Garðabæjar, Kópavogs og Hafnar- fjarðar að gerð hennar og á hún því við um allt höfuðborgarsvæðið. Í skýrslunni er einnig metin þörfin á frekari vinnu við rannsóknir og við- bragðsáætlanir og komið er með til- lögur um forgangsröðun þeirra verk- efna. Hætta á atburðum sem geta valdið almannavarnaástandi er í skýrslunni metin á skalanum 1–5 þar sem 1 telst lítil hætta en 5 mikil. Niðurstöður þessa mats má sjá í meðfylgjandi töflu. Aukin notkun á skaðlegum efnum Í skýrslunni segir að tíðni efna- slysa og mengunaróhappa sé að aukast vegna aukinnar notkunar á efnum sem geta valdið líkamlegum og umhverfislegum skaða. Þrátt fyrir þetta er ekki talið líklegt að almenn hætta geti skapast af völdum slíkra slysa. Hins vegar geti orðið stað- bundin efnaslys og mengunaróhöpp. Hvað varðar eldgos er talið ólíklegt að þau verði innan höfuðborgarsvæð- isins. Hins vegar geti eldgos í ná- grenni við svæðið valdið margs konar hættu fyrir íbúa þess. Slík hætta geti orðið samfara hraunrennsli og ösku- falli en óbein hætta geti stafað af eldsumbrotum við flutningsleiðir til og frá svæðinu. Þá kemur fram að af- leiðingar eldsumbrota í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins eru háðar stað- setningu og eðli umbrotanna, veðurfari á umbrotatímanum og árs- tíma. Eldsvoðar eru einnig ræddir í skýrslunni og segir þar að alla jafna valdi þeir ekki almannavarnaástandi. „Hins vegar er talið mögulegt að slíkt geti gerst ef um er að ræða eldsvoða í sjúkrahúsi, skóla, samkomuhúsi eða öðrum mannvirkjum þar sem fjöldi fólks er samankominn.“ Er á það bent að einnig sé hugsanlegt að óbeinar hættur geti stafað af völdum bruna í veitumannvirkjum, fjar- skiptamiðstöðvum o.þ.h. Illvígar matareitranir hafa komið upp Í kaflanum um fjöldasýkingar og farsóttir er á það bent að fjöldasýk- ingar hafi komið hér upp, til dæmis vegna illvígra matareitrana. Hins vegar er talið ólíklegt að slíkt leiði til almannavarnaástands. Segir að áhættur vegna farsótta séu fyrir hendi og að á einhverju stigi skapi þær almannavarnaástand. Þær geti komið upp sem afleiðing náttúruham- fara, styrjaldarástands, hugsanlegra hryðjuverka, sýklahernaðar eða sem heimsfaraldur lítt þekktra eða óþekktra sjúkdóma. Í skýrslunni kemur fram að notkun og flutningur geislavirkra efna er mjög lítill á Íslandi miðað við ná- grannalöndin og er ekki talið líklegt að almannavarnaástand geti skapast vegna notkunar slíkra efna innan- lands. „Hins vegar er hugsanlegt að slíkt ástand geti skapast vegna ut- anaðkomandi atburða, s.s. vegna slysa í kjarnorkuverum, gervitungls sem fellur til jarðar o.s.frv.,“ segir í skýrslunni. Er á það bent að í núver- andi áætlunum sé reiknað með ein- hverjum aðdraganda í þessum tilvik- um, sem geri það að verkum að hægt væri að grípa til aðgerða áður en hættan næði landinu. Þá segir að afleiðingar öflugra jarðskjálfta séu yfirleitt til þess falln- ar að skapa almannavarnaástand. Ofanflóð eru talin skapa litla hættu á höfuðborgarsvæðinu en utan byggðar er vissulega ofanflóðahætta. Þannig er snjóflóðahætta í Bláfjöllum og Skálafelli en hún er aðallega á svæðum utan skipulagðra skíða- og göngusvæða. Hryðjuverk, s.s. flugrán, sprengju- hótanir eða styrjaldarátök, eru talin geta valdið almannavarnaástandi og sömuleiðs er talið mögulegt að óeirðir og átök milli hópa manna kalli á að al- mannavarnakerfið verði virkjað. Hins vegar kemur fram í töflu að hættan á óeirðum og hryðjuverkum er talin lítil sem engin. Viðbragðsmörk björgunar- aðila 40 m/sekúndu Óveður eru einnig til umræðu í skýrslunni en þar segir að reynslan sýni að með samræmdu skipulagi björgunaraðila sé í flestum tilfellum unnt að draga úr tjóni og minnka lík- ur á alvarlegum afleiðingum óveðurs. Þá er á það bent að viðbragðsmörk björgunaraðila vegna óveðurs séu 40 m/sekúndu vindhraði en sjaldgæft sé að vindur nái þeim styrk á höfuðborg- arsvæðinu. Í skýrslunni segir að landfræðileg lega höfuðborgarsvæðisins geri það að verkum að almenn hætta samfara sjávarflóðum sé ekki talin mikil. Þó geti orðið skaði samfara hárri sjáv- arstöðu og hvassviðri á Álftanesi. Auk þessara atriða tekur skýrslan til fjarskipta, samgangna og veitu- stofnana. Þá ber að geta þess að starfshópurinn bendir á fjölmargar aðgerðir og rannsóknir sem hann tel- ur eðlilegt að grípa til í tengslum við gerð viðbragðaáætlunar almanna- varna svæðisins. Atburðir sem geta valdið almannavarna- ástandi kortlagðir Höfuðborgarsvæðið                      !   !  "    #  $ % $ % & $ ' ' ' & % & #    % $ ( % % ( ' ' & ' ' % #   ' ' $ & ' $ % ' ' & % $ )*  +  & ' & $ ' $ % % ' ' % & #,     +   , -./0(1  %1*    ÞESSA dagana er unnið að lagningu 300 fermetra hellustéttar umhverfis borholuhús Hitaveitu Seltjarnarness sem staðsett er útundir Gróttu. Að sögn Jóns H. Björnssonar hitaveitu- stjóra stendur einnig til að setja upp drykkjarfonta á svæðinu auk þess sem göngustígar verða lagðir við borholuhúsið og lýsingu komið fyr- ir. Áætlað er að framkvæmdum ljúki á næstu 3–4 vikum. Jón segir mikla umferð vera í kring um borholuhúsið enda um vin- sælt útivistarsvæði að ræða. Húsið sjálft var sett upp síðastliðið haust yfir nýjustu borholu Hitaveitunnar sem boruð var árið 1994 og gefur allt að 40 sekúndulítra af 107°C heitu vatni. Hönnun hússins og svæðisins í kring var í höndum arki- tektanna Helgu Bragadóttur og Ágústu Sveinbjörnsdóttur. Unnið við 300 fermetra hellulögn Seltjarnarnes Morgunblaðið/Arnaldur Jóhann Friðgeir Valdimarsson ten- órsöngvari, Ólafur Kjartan Sigurð- arson baritónsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni verða íslensk sönglög og dúettar sem þeir félagar fluttu á tónleikum í Íslensku óperunni í vetur, en eftir hlé verður brugðið á óperusöng með aríum og dúettum eftir Leon- cavallo, Mozart, Puccini og Verdi. Ólafur Kjartan Sigurðarson er nýkominn frá London, þar sem hann söng hlutverk Tonios í sex sýningum á I Pagliacci eftir Leoncavallo. Þeir Jóhann Friðgeir eru nú báðir fastráðnir söngvarar við Íslensku óperuna. „Tónleikarnir fyrir norðan eru afrakstur tónleikanna í Óperunni í vetur sem tókust vel; alla vega skemmtum við okkur konunglega. Þá kom upp sú hugmynd að syngja líka fyrir norðan og þetta samstarf er í alla staði mjög skemmtilegt. Mér finnst alltaf gaman að syngja einn með meðleikara, en það er líka mikil stemmning að syngja með fleirum, auk þess sem við höfum tækifæri til að syngja dúetta.“ Það er svo mikið látið með tenóra á Akureyri, ertu ekkert smeykur við að falla í skuggann? „Það voru svo skemmtilegar út- varpsauglýsingarnar í vikunni, þar sem auglýst var að stórtenórinn Jó- hann Friðgeir syngi með Ólafi Kjartani baritón og Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara. Við Jón- as vorum á því að það ætti að aug- lýsa að með stórtenórnum væru litli baritóninn og pínulitli píanókarl- inn. En ég sá við Jóhanni og stríddi honum með því að sennilega færu þeir fyrir norðan eftir vigtinni þeg- ar þeir töluðu um stórtenóra. Það fannst mér mjög vinalegt. Ég er náttúrulega ekkert minna hrifinn af góðum tenórum en aðrir, en mér sem baritónsöngvara finnst auðvit- að sprenghlægilegt hvernig látið er með þá, og það máttu alveg hafa eftir mér.“ Meðal íslensku dúettanna eru þeir gömlu góðu eftir Jón Laxdal, Gunnar og Njáll og Gunnar og Kol- skeggur. Hvernig lögðust þeir í hlustendur í Óperunni í vetur? „Það er alltaf sama gullnáman fyrir mig að vinna með Jónasi, og hann kynnti mig fyrir þessum söngvum, ég þekkti þá ekkert áður. Þeir féllu ótrúlega vel í kramið og fólk hafði orð á því að þeir hefðu ekki heyrst lengi og hvað gaman væri að heyra þá aftur. Það er svo lítið til af íslenskum dúettum fyrir tenór og baritón. Það er helst Sól- setursljóðið eftir Bjarna Þor- steinsson. En það var gaman að syngja þá þessa; – þeir eru svolítið að reyna að vera óperusena þessir dúettar og eru mjög skemmtilegir.“ Hverjir verða svo topparnir í seinni hlutanum? „Þar syngjum við dúetta úr Á valdi örlaganna og Don Carlo eftir Verdi, sem við Jóhann sungum reyndar saman með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í vetur, þannig að við nýtum okkur þá reynslu. Þetta er myndarleg músík. Svo verðum við hvor með sína aríuna úr I Pagliacci, en ég var einmitt að syngja í þeirri óperu með Royal Philharmonic Orchestra í Opera Holland Park. Jóhann Friðgeir syngur svo aríuna um vestið......, Vesti la giubba, – æ ég á svo erfitt með að taka mig alvarlega í dag.“ Þannig að þú ert búinn að hita vel upp fyrir tónleikana fyrir norðan? „Já, og það var alveg rosalega gaman, tókst vel og viðtökurnar al- veg hreint ótrúlegar. Tonio er al- veg frábært hlutverk.“ En eruð þið tveir ekkert að syngja saman í Óperunni í vetur? „Ekki fyrr en í Macbeth sem verður frumsýnd í janúar. Þar verð ég í hlutverki Macbeths og Jóhann Friðgeir verður Macduff. Ég syng svo Rakarann í Sevilla sem verður frumsýndur í september. En það er ennþá verið að leggja línurnar með aðra starfsemi í Óperunni í vetur, þannig að ég á fastlega von á að við syngjum meira saman en bara þetta.“ Söngskemmtun í Ketilhúsinu í kvöld Morgunblaðið/Golli Gunnar og Njáll drekka vináttunnar full. Ólafur Kjartan og Jóhann Friðgeir, sem koma fram með Jónasi Ingimundarsyni í Ketilhúsinu. Stórtenórinn, litli baritóninn og pínulitli píanókarlinn ÞESS verður minnst á sunnudaginn að 800 ár eru frá því séra Guðmundur góði Arason messaði í Hrísey. Af því tilefni verður helgistund kl. 14.30 í svokölluðum biskupshalla í eynni. Það var 14. júlí 1202 þegar séra Guðmundur var á leið utan til að taka vígslu, að biskupsefnið ákvað að láta fella segl og fara í land til að hitta sinn mann og messa þann dag í eynni. Í helgistundinni mun sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup Hóla- biskupsdæmis predika og þjóna ásamt sóknarpresti, sr. Huldu Hrönn M. Helgadóttur. Ásgeir Halldórsson málarameistari mun rekja sögu Guð- mundar góða og Þorsteinn Þorsteins- son fuglaáhugamaður segir frá ör- nefnum og staðháttum. Kirkjukór Hríseyjarkirkju syngur síðan undir stjórn Arnórs Brynjars Vilbergsson- ar organista. Ferja fer frá Ársskógsströnd kl. 13.30 og á hafnarbakkanum í Hrísey mun traktorsvagn aka fólki að hita- veituskúrnum við landamörk Syðsta- bæjar og Ystabæjar. Þaðan er u.þ.b. 15 mínútna gangur í biskupshalla. Guðmundar góða minnst í Hrísey

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.