Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
"# ! #
$
"%
%%
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
UMRÆÐAN um Sólheima í Gríms-
nesi snertir mig djúpt.
Í 15 ár hef ég fylgst með glæsilegri
uppbyggingu, ótrúlegri þrautseigju
og stöðugri baráttu þeirra sem vilja
veg Sólheima sem mestan og skilja
að hagsmunir þroskaheftra eru
hagsmunir okkar allra.
Sólheimar hafa endurtekið öll
þessi ár lent í andstöðu við þau við-
mið sem félagasamtök er starfa í
þágu þroskaheftra sem og stjórnvöld
hafa haft að leiðarljósi.
Þetta er ekki auðvelt að skilja í
ljósi þess að Sólheimar hafa allan
þennan tíma og frá upphafi verið
merkisberi og frumkvöðull þeirrar
stefnu að þroskaheftir eigi rétt á að
njóta sömu mannréttinda og aðrir
þjóðfélagsþegnar. Sú umræða sem
er í gangi vekur furðu. Enn einu
sinni er ráðist á Sólheima, nú undir
merkjum þess hvort að „fjöldi stöðu-
gilda er í samræmi við gerðan þjón-
ustusamning“. Ekki er tekið tillit til
þess hve vel hefur tekist til um upp-
byggingu og endurskipulagningu
starfseminnar í þágu þeirra sem þar
dvelja. Heldur ekki þess að starf-
semin er sem lítið þorp þar sem allir
hafa sína möguleika að þroskast og
dafna við meiri lífsgæði en ella.
Ég þori að fullyrða að Sólheimar
eru nú sem fyrr merkisberi þess sem
best er gert fyrir og með þroskaheft-
um.
Ég hvet aðila málsins til að slíðra
sverðin og finna farsæla lausn sem
tryggir áfram þróttmikla starfsemi á
Sólheimum og stuðning við það
brautryðjendastarf sem þar er unn-
ið.
GUÐJÓN MAGNÚSSON,
læknir, dr. med.
Sólheimar –
heimur fyrir sig
Frá Guðjóni Magnússyni:
Við vinnu á vefstofunni á Sólheimum.
Morgunblaðið/Golli
UNDANFARIÐ hefur maður verið
að sjá hlýlegar sjónvarpsauglýsing-
ar frá Póstinum – með kveðju. Það
var þá kveðjan! Nú eru að berast
þær kveðjur að flytja eigi póststof-
una okkar Vesturbæinga „hreppa-
flutningi“ yfir í annað sveitarfélag!
Og hvert þá? Af Holfsvallagötunni
vestur á Seltjarnarnes.
Verða kannski póststofurnar í
Grafarvogi og Breiðholti sendar
upp í Mosfellsbæ sú fyrri, en hin í
Kópavoginn? Þetta liggur svo ósköp
vel við, er það ekki? Var þetta ætl-
unin þegar Alþingi samþykkti að
einkavæða Póstinn? Eða var þetta
slys af hálfu hins opinbera? Yfirleitt
reyni ég að taka mótlæti með brosi
á vör og reyni að sjá spaugilega hlið
á flestum málum. Nú getur mér
ekki annað en gramist yfir þessari
afturför í þjónustu Póstsins og lýst
yfir minni megnustu skömm á
þeirri stjórn sem þessu ræður.
Þessi einkavæðing var ekki til
heilla fyrir okkur Vesturbæinga.
Starfsfólki póststofunnar við
Hofsvallagötu sendi ég innilegar
kveðjur með hjartans þökkum fyrir
hlýlegt viðmót og góða þjónustu á
liðnum árum.
Fleiri en ég munu sakna þessa
góða fólks.
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
söngvari.
Pósturinn – með
kaldri kveðju
Frá Guðmundi Jónssyni: