Morgunblaðið - 12.07.2002, Side 53

Morgunblaðið - 12.07.2002, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 53 DAGBÓK Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag 17. júlí er níræð Hulda Sigurbjörg Hansdóttir, Laufvangi 16, Hafnarfirði. Af því tilefni tekur hún á móti gestum laugardaginn 13. júlí frá kl. 15 í Haukahúsinu að Ásvöll- um, Hafnarfirði. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 12. júlí, er sjötugur Ríkarður Páls- son, tannlæknir og forseti Landssamtaka eldri kylf- inga. Hann tekur á móti gestum í samkomusal Áburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi kl. 18 á afmælisdaginn. LJÓÐABROT KVEÐJA Reisubræður rýma hlað, rústa böndum heftir; hér eg líka brýt í blað, bleikan stíg á hófaglað og heyri sigað hundum loks á eftir … Bólu-Hjálmar ÞAÐ reyndist mörgum pörum um megn að ná fjórum spöðum á spil NS eftir opnun vesturs á þremur laufum í þriðju hendi. Spilið kom upp í sjöundu umferð Evrópu- mótsins: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁKD ♥ D108642 ♦ ÁD8 ♣3 Vestur Austur ♠ 765 ♠ 109 ♥ G75 ♥ K93 ♦ 3 ♦ K1074 ♣ÁKG754 ♣D982 Suður ♠ G9432 ♥ Á ♦ G9652 ♣106 Eftir pass austurs og suðurs í byrjun er freist- andi að vekja á þremur laufum í vestur. Þeir sem höfðu kjark til þess upp- skáru margir vel, því víð- ast hvar kom norður inn á þremur hjörtum og var skilinn þar eftir. En í leik Ítala og Hollendinga tókst báðum NS-pörum að leysa sagnvandann og ná fjórum spöðum. Á öðru borðinu vakti vestur á einu laufi, sem gaf NS meira svigrúm til samtals, en á hinu borð- inu vakti vestur á þremur laufum og norður valdi að dobla til úttektar. En þótt fjórir spaðar sé augljóslega fallegt geim er það síður en svo borðleggj- andi. Á báðum borðum kom út einspilið í tígli. Ef sagnhafi lætur lítinn tígul úr borði getur vörnin hnekkt samningnum strax í byrjun: Austur lætur makker trompa tígul, fær smátt lauf til baka yfir á drottningu og gefur makk- er aðra tígulstungu. Þessi vörn er reyndar alls ekki einföld, því vestur þarf að spila undan ÁK í laufi til að koma makker aftur inn. Hins vegar reyndi ekki á varnarsnilldina, því báðir sagnhafar tóku útspilið með tígulás. Tóku svo ÁK í trompi og spiluðu laufi. Vörnin má nú taka eina tígulstungu, en betra er þó að vestur noti innkomuna til að trompa aftur út. Og það var gert. En bæði Ítal- inn Duboin og Hollending- urinn Jansma áttu rétta svarið: þeir spiluðu tíg- uláttu úr borði og svínuðu. Vörnin fékk þannig aðeins einn slag á tígul og tvo á lauf. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú tekur hlutina alvarlega þótt þú bregðir stundum yfir þig skikkju léttleikans. Þú býrð yfir athyglisgáfu. Þér er nauðsyn á að mennta þig til að öðlast hugarró. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt þú hafir tilhneigingu til að vantreysta hugmyndum þínum um fjármál og eyðslu eru þær mun raunsærri en þú kannt að halda. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ekki hika við að verja fé í fasteignir eða annað sem tengist fjölskyldunni. Hug- boð þitt um að þessi útgjöld séu nauðsynleg er rétt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Alvarlegt samtal við ættingja eða nágranna mun skila raun- hæfum niðurstöðum. Segðu öðrum frá áformum þínum því viðbrögð þeirra geta reynst þér nýtileg. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Leitaðu til stjórnvalda eða stórra stofnana eftir stuðn- ingi í dag. Ekki hvika frá settu marki því þú kannt að fá vilja þínum framgengt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Hlustaðu á hann þrátt fyrir að viðhorf hans kunni að vekja upp fordóma sem þú býrð yfir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hlustaðu á það sem yfirmað- ur þinn eða eldri og reyndari vinur segir þér í dag. Þótt orð þeirra kunni að vera óþægi- leg eru þau byggð á reynslu og þekkingu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Metnaður þinn og heppni kunna að leiða til frama í starfi. Þá munu fréttir frá öðru landi eða einhverjum þér eldri sem býr langt í burtu hjálpa þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í dag er gott að ganga frá lausum endum í tengslum við tryggingar, fasteignir, erfða- skrár eða skuldir. Athygli þín er skörp og ekkert fer fram hjá þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fréttir um útgáfu eða fram- haldsnám kunna að hafa áhrif á samband þitt við einhvern og gætu leitt til þess að þetta samband rofnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú getur afkastað miklu í dag. Þú getur tekist á við leið- inlegu vanaverkin í dag því þú veist að það kann að bera ávöxt á morgun. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er líklegt að saklaust daður kunni að hafa skyndi- legar afleiðingar og þróast í raunverulegt samband. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að afkasta miklu á heimilinu í dag því það sem þú gerir í dag mun hafa áhrif í framtíðinni. Það gæti jafnvel haft bætandi áhrif á heilsuna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 50 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 14. júlí, er fimmtug Erna Magnúsdóttir Espersen, Danmörku. Í til- efni tímamótanna er hún stödd hér á landi ásamt fjöl- skyldu sinni og tekur á móti gestum á morgun, laugar- dag, eftir kl. 18, á heimili systur sinnar í Viðarrima 62, Reykjavík. Þætti henni gam- an að sjá gamla vini á ný. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 12. júlí, er sextugur Árni Óli Sam- úelsson, forstjóri, Starra- hólum 5, Reykjavík. Eigin- kona hans er Guðný Ásberg Björnsdóttir. Þau taka í dag á móti gestum í Perlunni frá kl. 17-19. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 12. júlí, er fimmtugur Sigþór Magn- ússon, skólastjóri, Búa- grund 13, Reykjavík. Eigin- kona hans er Valdís Ósk Jónasdóttir. Þau eru að heiman í dag. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. R1c3 a6 7. Ra3 b5 8. Rd5 Rge7 9. c4 Rxd5 10. cxd5 Re7 11. Rc2 Bd7 12. Bd3 g6 13. 0–0 Bg7 14. Be3 0–0 15. Hc1 f5 16. f3 f4 17. Bf2 g5 18. Rb4 Rg6 19. Be2 h5 20. Kh1 Hf7 21. a4 bxa4 22. Rxa6 Rf8 Staðan kom upp á öðru bikar- móti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Sigur- vegari mótsins, Garry Kasparov (2.838), hafði hvítt gegn Joel Lautier (2.675). 23. Hc6! Þiggi svartur skipta- muninn fer allur broddur úr sókn hans á meðan hvítu reitirnir í stöðu hans verða sem opið sár. Framhaldið varð: 23. … Hf6 24. Dxa4 Hg6 25. Db4 Df6 26. Rb8 Hxb8 27. Dxb8 g4 28. Hc7 gxf3 29. Bxf3 Bg4 30. De8 Dg5 31. Hg1 h4 32. h3 Bh5 33. Df7+ Kh8 34. Hc8 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 13. júlí, verður fimmtug, Steinunn Steinþórsdóttir, Ránarbraut 1, Skaga- strönd. Hún og eiginmaður hennar, Karl Rósinbergs- son, taka á móti gestum á heimili sínu frá kl. 18 til 21 síðdegis á afmælisdaginn. Uppskrift að góðri helgi 1 haus kínakál 2 msk. sojasósa 2 msk. sæt chilisósa ólífuolía til steikingar Skerið kínakálið í tvennt (þversum). Efri helminginn notið þið í ferskt sumarsalat en neðri helminginn skerið þið niður í 5 - 6 sm langa strimla. Hitið pönnuna vel, setjið á hana ólífuolíu og steikið kálið í 1 mín. Hellið sojasósunni og sætu chilisós- unni yfir og berið strax fram. Kínakál kemur að öllu leyti í staðinn fyrir t.d. „bok choy“ og aðrar beiskar káltegundir. Kínakál - heitt og kalt ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G R A 1 80 33 07 /2 00 2 - alltaf 1/3 Hafðu hollustuna með Íslenskt grænmeti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.