Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 9 EIGANDI verslunarinnar Rómeó og Júlíu var í gær dæmdur til að greiða 400.000 krónur í sekt fyrir að hafa klámmyndbönd til sölu í versl- uninni. Þá verður hann að sjá á eftir 1.788 slíkum myndum sem Héraðs- dómur Reykjavíkur gerði upptækar. Lögregla lagði hald á myndbönd- in við húsleit „vegna gruns um að þar væri til sölu klámfengið efni á myndböndum“, eins og segir í dómnum. Lagt var hald á 1.876 myndbönd en dómurinn féllst á að hluti þeirra væri í einkaeign og ekki ætlaður til sölu. Í dómnum segir að hugtakið klám sé ekki skilgreint í lögum. Vitnað er til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 14. júlí 2000, sem staðfestur var í Hæstarétti 19. desember sama ár, þar sem vísað er til skilgreiningar sérfræðinganefndar Menningar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna á klámi sem hafi gert greinarmunur á hugtökunum klámi (pornografia) og kynþokkalist (erotika), þannig, að klám var skilgreint sem ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartil- gangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar, en kynþokkalist sem bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar. Þá segir að þau myndbönd sem ákært hafi verið fyrir í málinu í dag teljist ótví- rætt innihalda klám í skilningi 2. mgr. 210. gr. almennra hegningar- laga eins og Hæstiréttur hefur túlk- að þá grein með stuðningi við áð- urnefnda skilgreiningu Menningar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Klám á myndbandaleigum og í söluturnum Sér til varnar vísaði maðurinn til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og lagði ennfremur fram nokkur myndbönd sem aðgengileg eru í al- mennum myndbandaleigum svo og eintök af tímaritum sem seld eru í bókabúðum og söluturnum og inni- halda kynlífsmyndir og greinar um kynlíf. Dómurinn taldi að með réttu mætti halda því fram að efnið inni- héldi að meginhluta klám. Ekki stoði þó fyrir manninn að bera fyrir sig jafnræðisreglu 65. gr. stjórnar- skrárinnar enda réttlæti það ekki verknað hans þó að aðrir hefðu ekki verið ákærðir fyrir samsvarandi brot. Þá segir í dómnum að maðurinn hafi verið samvinnufús og á mynd- böndum sem voru skoðuðu hafi ekki verið að að finna klám af grófara tagi, s.s barna- eða dýraklám eða klám tengt grófu ofbeldi. Einnig er það metið ákærða til tekna að áhersla hafi verið á það lögð af hálfu ákærða að heimila ekki aðgang að versluninni fólki yngra en 18 ára. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Sigríður J. Frið- jónsdóttir saksóknari sótt málið f.h. ríkissaksóknara en Guðmundur Óli Björgvinsson hdl. var til varnar. 400.000 króna sekt fyr- ir að selja klámmyndir Dugir ekki að vísa til jafn- ræðisreglu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Norður- ljósum samskiptafélagi hf.: „Vegna frétta Ríkissjónvarpsins í gær um að vaktmaður hjá Búnaðar- banka Íslands hf., sem bankinn lét handtaka í gær, sé tengdur einum af yfirmönnum Norðurljósa samskipta- félags hf., skal tekið fram að engum af yfirmönnum félagsins er kunnugt um að foreldrar þeirra eða annað venslafólk vinni sem vaktmenn hjá Búnaðarbanka Íslands hf. Norðurljós samskiptafélag hf. fagna því hins vegar að Búnaðar- banki Íslands hf. og Lögreglan í Reykjavík skuli eiga gott samstarf um rannsókn meintra afbrota og vonar félagið að það samstarf haldi áfram svo upplýst verði hið fyrsta hver eða hverjir af starfsmönnum Búnaðarbanka Íslands hf. láku trún- aðarupplýsingum um Norðurljós samskiptafélag hf. til samkeppnis- aðila þess með það fyrir augum að knýja Norðurljós samskiptafélag hf. í gjaldþrot.“ Reykjavík, 27. september 2002. Fyrir hönd Norðurljósa sam- skiptafélags hf., Sigurður G. Guðjónsson forstjóri. Yfirlýsing frá Norðurljósum Með eitt kíló af hassi innanklæða ÞÝSK kona á fertugsaldri hefur ver- ið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarð- hald en hún var handtekin á Kefla- víkurflugvelli með um eitt kíló af hassi. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fer með rannsókn máls- ins. Í fréttatilkynningu frá sýslumann- inum á Keflavíkurflugvelli kemur fram að konan var stöðvuð við reglu- bundið tolleftirlit við komuna frá Kaupmannahöfn á fimmtudag. Hassið hafði hún falið innanklæða. Miðað við verðkönnun SÁÁ nemur söluverðmæti fíkniefnanna 2,5 millj- ónum króna. Fá útlendinga til að sjá um smyglið Á þessu ári hafa 60 fíkniefnamál komið til kasta tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og hafa aldrei verið fleiri. Athygli vekur að í þriðj- ungi málanna koma erlendir ríkis- borgarar við sögu. Það sem af er árinu hafa 11 erlendir ríkisborgarar verið stöðvaður með fíkniefni, þar af 11 á þessu ári. Tíu Danir eru í þess- um hópi, þrír Þjóðverjar, tveir Bret- ar en sex frá öðrum ríkjum. Gera má ráð fyrir að flestir þeirra séu svoköll- uð burðardýr, hafi tekið að sér inn- flutning fíkniefna gegn greiðslu. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, segir að menn hljóti að draga þá ályktun af fjölgun erlendra burðardýra, að toll- gæsla á Keflavíkurflugvelli sé farin að skila auknum árangri. Íslending- ar geri sér grein fyrir að miklar líkur séu á að þeir verði stöðvaðir reyni þeir að smygla fíkniefnum um flug- völlinn. Þeir fái því í auknum mæli útlendinga til að sjá um smyglið. Út- lendingarnir taki verkið að sér gegn greiðslu en þeir geri sér sjálfsagt ekki grein fyrir hversu öflugt eftirlit sé á Keflavíkurflugvelli. Stal fjórum tölvum á tveimur dögum HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær rúmlega 25 ára gamlan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir tvö innbrot í B.T. tölvur í Smáralind í Kópavogi. Innbrotin framdi hann með tveggja daga millibili í ágúst sl. Maðurinn stal tveimur tölvum í hvort skipti en samtals nemur verð- mæti þeirra rúmlega einni milljón króna. Maðurinn var einnig ákærður fyrir brot á vopnalögum með því að hafa ísexi í bifreið sinni þegar hann var handtekinn. Við þingfestingu málsins afturkallaði sýslumaðurinn í Kópavogi þann kafla ákærunnar eft- ir að maðurinn upplýsti að um hefði verið að ræða brunaexi sem hann hefði haft í bifreið sinni vegna starfs síns sem rafvirki. Finnbogi H. Alexandersson, hér- aðsdómari, kvað upp dóminn. Sigríð- ur Elsa Kjartansdóttir, fulltrúi, sótt málið en Hilmar Ingimundarson hrl. var skipaður verjandi mannsins. ♦ ♦ ♦ Stuttar og síðar kápur úr ull og kasmír Glæsilegar úlpur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Mörkinni 6, sími 588 5518 Stórútsala Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-15 Regnkápur - Stuttkápur - Vindjakkar - Úlpur - Hattar - Húfur Kanínuskinn kr. 2.900 Allt á 50% afslætti Síðustu dagar 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfir- gripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. Hefst fimmtudaginn 3. október – Þri. og fim. kl. 20:00. Örfá pláss laus. Auðbrekku 14, Kópavogi. Símar 544 5560 og 820 5562, www.yogastudio.is Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni Spariskyrtur Strets-flauelsbuxur Strets-gallabuxur St. 36-44 & 44-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag laugardag kl. 10-14 Franskar dragtir með síðum og stuttum pilsum frá stærð 34 Mikið úrval af uppgerðum borðstofustólum og borðstofuborðum. Einnig margt fleira góðra muna. Opið laugardaga-sunnudaga 15-18, virka daga og á kvöldin eftir samkomulagi. s. 566 8963 og 892 3041, Ólafur. Laugardagstilboð Gallabuxur kr. 2.990 Peysur kr. 3.990 Verslun fyrir konur, Mjódd og Laugavegi Laugavegi 25, sími 533 5500 Opið laugardag til kl.16 Full búð af nýjum haustvörum olsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.