Morgunblaðið - 28.09.2002, Page 23

Morgunblaðið - 28.09.2002, Page 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 23 Brunaslöngur Eigum á lager 25 og 30 m á hjóli og í skáp Ármúla 21, sími 533 2020 HEILSALA - SMÁSALA „Corolla uppfyllir allar kröfur.“ Ingvar Magnússon Slökkviliðsmaður COROLLA - TILFINNINGIN ER GÓÐ Það hefur aldrei verið hagkvæmara en nú að eignast nýjan Corolla, bíl ársins 2002. Komdu strax og reynsluaktu vinsælasta bíl á Íslandi, fyrr og síðar, og þú finnur hver ástæðan er. Verð frá 1.599.000. www.toyota.is. Ég var að leita að traustum bíl sem færi vel með f jölskylduna í löngum akstr i og gæti dregið t ja ldvagn. Í stuttu mál i uppfyl l i r Corol la a l lar okkar kröfur. Hann er frábær í akstr i , ótrúlega rúmgóður og mjög sparneyt inn. Öll þjónusta Toyota var t i l fyr i rmyndar, bæði l ipur og vönduð. Meira að segja heimil is- hundurinn, Tópas, fékk óvæntan glaðning; sérsniðna mottu aftur í , sem hann er yf i r s ig ánægður með. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 80 9 0 9/ 20 02 OPIÐ Í DAG 12-16 …og þú finnur af hverju! Bíll ársins 2002 REYNSLU AKSTUR VÍSINDAMENN segjast hafa fundið skýringu á því hvers vegna sumt fólk, sem sýkst hefur af HIV-veirunni, fær þrátt fyrir það ekki alnæmi (AIDS). Vonast þeir til að uppgötvunin leiði til betri þekkingar á því hvernig manns- líkaminn tekst á við HIV-veiruna og þá um leið til þróunar nýrra meðferðarúrræða. Um nokkra hríð hafa menn vit- að að um 2% HIV-smitaðra eru ónæmir fyrir því að fá alnæmi. Nú hafa bandarískir og kínverskir vísindamenn fundið próteinteg- und í frumum líkamans sem kem- ur í veg fyrir að HIV-veiran þró- ist í sjúkdóminn skæða. „Þessi uppgötvun er stórt skref fram á við í viðleitni okkar til að skilja betur hvernig líkaminn bregst við HIV,“ sagði Linqi Zhang, sem fór fyrir sveit vísinda- manna við Aaron Diamond AIDS- rannsóknarstofnunni í New York. Niðurstöður þeirra eru birtar í nýjasta hefti Science. Vitað var að ónæmisfrumur, sem kallaðar hafa verið CD8 T, framleiða óþekkt efni sem koma í veg fyrir að HIV-frumur fjölga sér og valda þannig alnæmi. Vís- indamennirnir í New York báru saman CD8 T-frumur úr HIV- smituðu fólki, sem ekki hafði fengið alnæmi, við frumur úr fólki hvers ónæmiskerfi var að byrja að bresta af völdum alnæmis. Kom- ust vísindamennirnir að því að hjá fyrri hópnum var að finna til- tekna próteintegundir, alpha- defensins -1, -2, -3. Virðist sem próteinin haldi aft- ur af þróun HIV-veirunnar og því vonast vísindamennirnir til þess að þróa megi prótein-meðferð sem nota megi á aðra HIV-smit- aða einstaklinga. Til að staðfesta niðurstöður sín- ar fjarlægðu vísindamennirnir próteinin úr frumum HIV-smit- aðra sjúklinga, sem ónæmir voru fyrir því að fá alnæmi. Kom þá í ljós að frumurnar voru skyndilega nánast alveg varnarlausar gagn- vart veirunni. Vísindamenn uppgötva próteintegund sem veldur ónæmi fyrir AIDS Vonast til að geta þróað ný meðferðarúrræði Washington. AFP. AUKNAR líkur eru nú taldar á því að sænskir jafnaðarmenn verði áfram við völd í Svíþjóð en stjórnarmyndunarviðræður borgaraflokkanna og græningja fóru í gær út um þúfur. Fyrr í vikunni hafði Göran Persson forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna slitið viðræðum við græningja eftir að þeir gerðu kröfu til ráðherraembættis. Maud Olofsson, leiðtogi Mið- flokksins, sagði í gær að of mikið skildi borgaraflokkana þrjá og græningja að til að hægt yrði að mynda samsteypustjórn. Næss fær umhverfis- verðlaun NORÐMAÐURINN Arne Næss fékk í gær umhverfisverð- laun Norðurlandaráðs. Verðlaun- in nema 350 þúsund dönskum krónum, eða rúmum 4 milljónum íslenskra króna. Næss, sem er ní- ræður að aldri, er heimspekingur að mennt og hefur m.a. lagt grunn að umhverfisheimspeki. Spilling á Írlandi ÁHRIFAMIKILL stjórnmála- maður á Írlandi, P.J. Mara, sagði í gær af sér formennsku í nefnd sem stýrir kosningabar- áttu stjórnarflokksins Fianna Fáil vegna þjóðaratkvæða- greiðslu um Nice-sáttmála Evr- ópusambandsins, sem haldin verður í október. Í fyrradag hafði Mara verið sakaður um það, í lokaskýrslu rannsóknar- nefndar um spillingu í írskum stjórnmálum, að hafa reynt að villa um fyrir nefndinni. Hún komst einnig að þeirri niður- stöðu að Ray Burke, sem Bertie Ahern forsætisráðherra skipaði utanríkisráðherra eftir kosning- ar 1997, hefði tekið við fjármun- um manna úr viðskiptalífinu. Burke sagði af sér í október 1997 eftir að ásakanir á hendur honum komust í hámæli en hann á nú yfir höfði sér ákæru. STUTT Persson áfram við völd?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.