Morgunblaðið - 28.09.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.09.2002, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KÆRI Langholtsskóli. Það er við hæfi á stórafmælum að ávarpa af- mælisbarnið og í tilefni hálfrar aldar afmælis þíns, þá langar mig hér og nú að festa nokkur orð á blað, fyrir hönd hóps sem sótti þig forðum. Við vorum nokkur börn, sem kom- um í fylgd móður okkar eða föður, til reynslulestrar hjá kennara við skól- ann haustið 1960 og man ég að sjálfur var ég óstyrkur og óviss þar sem ég hélt í hönd móður minnar. Þegar inn var komið, tók góðlegur maður á móti okkur. Þá sá ég fyrst Eirík Stef- ánsson kennara og á þeirri stundu hvarf allur uggur og ótti og ég staut- aði fram þá stafi er ég og fleiri höfð- um lært í tímakennslu hjá séra Árel- íusi Níelssyni. Seinna kom í ljós að talsverður hluti af „bekknum mín- um“ hafði verið í tímakennslu hjá prestinum. Kæri Langholtsskóli. Loks rann upp fyrsti dagur kennslu og var und- irritaður mættur á skólalóðina í tæka tíð, prúðbúinn af mömmu eins og önnur börn á svæðinu, feiminn, en spenntur að sjá hverjir yrðu í „mín- um bekk.“ Loks rann langþráða stundin upp, aðaldyrnar opnuðust, út sté gamall vinalegur maður, Sigmar að nafni, en þó nokkur tími leið þar til við vissum nafn Sigmars, þar sem hann var ætíð kallaður „afi.“ Hann snýtti sér fyrst í rauðan tóbaksvasa- klút, hóf svo skipsklukku á loft og sló taktföst slög í klukkuna. Þá sté út Kristján Gunnarsson, sem seinna varð fræðslustjóri í Reykjavík, en var þarna yfirkennari við skólann. Á eftir honum komu kennarnir einn af öðr- um, en áður hafði verið tilkynnt að nemendur ættu að fara í röð framan við kennara þann er las upp nafn við- komandi. Ég fór í mína röð fyrir framan Eirík Stefánsson og þar var einnig með mér fólk sem ég held sambandi við enn þann dag í dag. Þökk sé þér kæri Langholtsskóli. Árin liðu og alltaf vorum við undir handleiðslu Eiríks, en þessi bekkur var fyrsti 10 ára bekkurinn á landinu, sem byrjað var að kenna ensku og öll eigum við minningar um Miss Shar- on, Mr. Moffat og Mr. Mc Collough og sjálfsagt er það þessu góða fólki að þakka að við getum „bjargað okk- ur“ á a.m.k. einu tungumáli fyrir utan hið ástkæra og ylhýra. Þá kenndi Stefán Þengill okkur söng eða það sem heitir á nútímamáli tónmennt. Ingimundur kenndi okkur strákun- um smíðar, Katrín kenndi stelpunum að sauma, eða handmennt og Einar og Ólöf kenndu okkur leikfimi og Stefán okkur teikningu, sem nú heit- ir víst myndmennt. Kæri Langholtsskóli. Innan þinna veggja ríkti og ríkir vonandi enn gott andrúmsloft, sem leiddi m.a. til nokk- urra hjónabanda kennaranna. Þá eru einnig til dæmi um hjónabönd sem hafa orðið á meðal nemenda. Þrátt fyrir öll hjónaböndin og ástarsam- böndin er hafa kviknað fyrir þitt til- stilli minn kæri, þá met ég mest vin- skap þann sem ég fékk innan þinna dyra og sem ég hef haldið síðan við það fólk er stóð með mér í röðinni frammi fyrir Eiríki Stefánssyni fyrsta skóladaginn. Við tilheyrum öll- um stéttum þjóðfélagsins, samt sem áður erum við öll í mjög nánu og góðu sambandi og hittumst reglulega, þökk sé þér Kæri Langholtsskóli. Þó svo að ég hafi sótt fleiri skóla, þá inni- heldur netfangaskrá tölvu minnar hópa, sem heita, „strákarnir í bekkn- um“ og „stelpurnar í bekknum“ sem segja mér og okkur að ég álít og mér finnst ég hafi aðeins átt einn skóla- bekk á námsævi minni. Kæri Langholtsskóli. Það er þér að þakka að a.m.k. 30 manns hafa tengst vinaböndum, með ósýnilegu tengibandi og við gerum okkur grein fyrir að tengiband þetta heldur um ókomna tíð. Þú kynntir okkur fyrir göfugmenninu Eiríki Stefánssyni, sem kom með okkur á samfundi okk- ar meðan honum entist heilsa til. Hann var og er hluti af þessu tengi- bandi, það veit sá er þetta skrifar og horfði í augu Eiríks 3 stundum áður en hann lést 22. nóvember 1993. Þar sögðu augu mín „þakka þér“ en augu hans sögðu „áfram skal haldið.“ Ei- ríkur gleymist aldrei, minning hans lifir. Skipsbjallan er þögnuð hjá Sig- mari „afa“ og Sigmar sofnaður og slær nú væntanlega bjöllu í nýjum bústöðum. Margir aðrir góðir kenn- arar lifa í minningunni. Gísli, okkar fyrsti skólastjóri, og Kristján sem tók við. Matthías, Halldór og Reidar eru sofnaðir og eru nú væntanlega með Eiríki að leiðbeina nýju fólki út á braut lífsins, en myndirnar sem þú hefur skapað í huga og hjarta okkar verða varðveittar um ókomna tíð. Kæri Langholtsskóli. Við sem vor- um í „A“-bekknum eða ES-bekknum og erum tengd ævarandi böndum, sendum þér okkar bestu árnaðarósk- ir í tilefni hálfrar aldar afmælisins og fyrir okkur ert þú ekki bara steinhús, þú ert okkur hús góðra minninga og verður, á meðan hjörtu okkar slá. Við munum lyfta glösum þér til heiðurs 28. september, í virðingarskyni og þökk fyrir þann góða grunn er þú lagðir að lífum okk- ar, í minningu um góðar stundir og mæta menn. Fyrir hönd „gamalla“ skólasystk- ina, SIGURJÓN SÍMONARSON, fv. nemandi í Langholtsskóla. Afmæliskveðja til Langholtsskóla Frá Sigurjóni Símonarsyni: Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.