Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hafnarstræti 15, sími 551 3340
Restaurant
Pizzeria
Gallerí - Café
ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR
7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin.
10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun
Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000
Stóra svið
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Í dag kl 14
Fö 11/10 kl 20 - ath. kvöldsýning
Su 13/10 kl 14
KRYDDLEGIN HJÖRTU
e. Laura Esquivel
Lau 12/10 kl 20
Lau 19/10 kl 20
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Fi 24/10 kl 20 - Næst síðasta sýning
Fi 31/10 kl 20 - Síðasta sýning
GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt
Fö 11/10 kl 20,
Lau 12/10 kl 20
Sun 13/10 kl 20 Síðustu sýningar
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Fi 10/10 kl. 20, Fö 11/10 kl. 20
Fö 18/10 kl. 20, Lau 19/10 kl. 20
AND BJÖRK, OF COURSE ..
e. Þorvald Þorsteinsson
Í kvöld kl 20, Lau 12/10 kl 20 Síðustu sýningar
15:15 TÓNLEIKAR
Ferðalög - Jean Francaix Lau 12/10 kl. 15:15
Nýja sviðið
Litla svið
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
eftir Þorvald Þorsteinsson
sun. 6. okt. kl. 14
sun. 20. okt. kl. 14
SNUÐRA OG TUÐRA
eftir Iðunni Steinsdóttur
sun. 13. okt. kl. 14
lau. 26. okt. kl. 14
HEIÐARSNÆLDA
Nýtt leikrit fyrir yngstu börnin
Frumsýning lau. 19. okt. kl. 14
2. sýn. 25. okt. kl. 10.30 uppselt
3. sýn. 27. okt. kl. 14
4. sýn. 28. okt. kl. 11 uppselt
Miðaverð kr. 1.100.
Netfang: ml@islandia.is
www.islandia.is/ml
Í Loftkastalanum kl. 20
Miðasala:
552 3000
„Sprenghlægileg“
„drepfyndin“
„frábær skemmtun“
fim. 19fi . 3/fim. 10/10 örfá sæti laus
sun.13/10 örfá sæti laus
fös. 18/10 sýn. kl. 23,
miðnætursýn. Lokasýning.
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 alla virka
daga, miðapantanir í s. 562 9700 frá kl. 10
Ósóttar pantanir seldar 2 tíminn fyrir sýningar
Sun 6/10 kl. 21 Örfá sæti
Fim 10/10 kl. 21 Aukasýning Örfá sæti
Fös 11/10 kl. 21 Uppselt
Fös 11/10 kl. 23 Aukasýning Uppselt
Lau 12/10 kl. 21 Uppselt
Lau 12/10 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti
Lau 19/10 kl. 21 Uppselt
Lau 19/10 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti
Sun 20/10 kl. 21 Örfá sæti
Mið 23/10 kl. 21 Aukasýning Örfá sæti
Fim 24/10 kl. 21 Uppselt
Sun 27/10 kl. 21 Uppselt
Fös 1/11 kl. 21 Uppselt
Fös 1/11 kl. 23 Laus sæti
Lau 2/11 kl. 21 Uppselt
Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti
Fös 8/11 kl. 21 Uppselt
Fös 8/11 kl. 23 Laus sæti
Lau 9/11 kl. 21 Örfá sæti
Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti
Grettissaga saga Grettis
frumsýnd 12. október
Grettissaga
saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu
lau 12. okt kl. 20 frumsýning, uppselt sun 13. okt kl. 20 fös 18. okt kl. 20 lau 19.
okt kl. 20 föst 25. okt kl. 20 lau 26. okt kl. 20
Sellófon
eftir Björk Jakobsdóttur
sun 6. okt. uppselt, þri 8. okt, uppselt, fim 10. okt. uppselt, þri 15. okt. uppselt,
mið 16, okt, uppselt, fim 17. okt. uppselt, sun 20 okt. uppselt, þri 22. okt. uppselt,
mið 23. okt. uppselt, sun 27. okt. uppselt, þri 29. okt. nokkur sæti, mið 30. okt.
örfá sæti, sun. 3. nóv. örfá sæti
Rakarinn í Sevilla
eftir Rossini
laugardaginn 12. október kl. 19.00
sunnudaginn 13. október kl. 19.00
laugardaginn 19. október kl. 19.00
laugardaginn 26. október kl. 19.00
Enn eru fáein sæti laus á hátíðarsýning-
arnar 29. og 30. nóv. —aðeins fyrir
félagsmenn í Vinafélagi Íslensku óperunnar.
Miðasalan opin kl. 15-19 alla daga nema
sunnudaga og fram að sýningu sýningar-
daga. Símasala kl. 10-19 virka daga.
Sími miðasölu: 511 4200
Sunnud. 6. október kl. 20.00
TÍBRÁ:
Píanótónleikar
Jaromír Klepác
leikur Ballöðu í g-
moll eftir Chopin,
Á ströndinni eftir
Smetana, Sónötu
1.X.1905 eftir
Janácek, Sónötu í
a-moll eftir Mozart
og Myndir á sýningu eftir Mussorgsky.
Verð kr. 1.500/1.200.
Fimmtud. 10. október kl. 21.00
Bubbi og Hera
Bubbi Morthens og Hera eru að ljúka
tónleikaferð um Ísland. Bubbi ætlar að
leyfa íbúum höfuðborgarsvæðisins að
heyra hvernig hann hljómar í Salnum.
Verð kr. 1.500/1.200.
Fö. 11. og lau. 12. okt. kl. 20.30
RÍÓ TRÍÓ: Skást af öllu
Ágúst Atlason, Helgi Pétursson og Ólaf-
ur Þórðarson á fornum slóðum í Kópav.,
ásamt Birni Thoroddssen og Gunnari
Þórðarsyni, í tilefni af heildarútgáfu á
hljóðritunum tríósins frá 1967 til 2002.
Verð kr. 2.000.
Sunnud. 13. október kl. 16.00
TÍBRÁ: Schumann
KaSa hópurinn, að þessu sinni skipaður
þeim Miklós Dalmay, Áshildi Haraldsd.,
Auði Hafsteinsd., Þórunni Marinósd.
og Sigurði Bjarka Gunnars. leikur Þrjár
Rómönsur og Píanókvartett í Es dúr ef-
tir Schumann. John Speight sér um
tónleikaspjall. Verð kr. 1500/1200.
Omega Farma, strik.is, 12Tónar,
Stafræna hljóðupptökufélagið.
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500
sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR
Tónleikar í gulu röðinni í Háskólabíói
fimmtudaginn 10. október kl. 19:30
föstudaginn 11. október kl. 19:30
Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
Einsöngvarar: Hulda Björk Garðarsdóttir
Sesselja Kristjánsdóttir
Gunnar Guðbjörnsson
Tómas Tómasson
Kór: Söngsveitin Fílharmónía
W. A. Mozart: Sinfónía nr. 25, KV 183
W. A. Mozart: Requiem
Requiem: eitt af umtöluðustu
verkum tónlistarsögunnar, svana-
söngur meistara, minnisvarði
um snilling.
Mozart
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Í KVÖLD hefur göngu sína í Rík-
issjónvarpinu þáttaröð um flugsögu
Íslands, og verður hún á dagskrá kl.
20 á sunnudagskvöldum í október.
Um er að ræða fjóra heimildarþætti
sem hver um sig er hálftími á lengd
og er þar brugðið upp lifandi mynd
af sögu flugs á Íslandi. Þannig er
hin ævintýralega saga flugsins rakin
í þáttunum, allt frá upphafi hennar
árið 1919 fram til okkar daga. Á
þriðja tug manna sem mótað hafa
söguna á einn eða annan hátt koma
fram í þáttaröðinni og þar birtist
myndefni sem ekki hefur komið fyr-
ir augu almennings áður.
Saga film framleiðir þættina og
eru þeir að sögn Önnu Dísar Ólafs-
dóttur eins framleiðenda þáttanna
einhver viðamesta og vandaðasta
heimildarmyndaröð sem framleidd
hefur verið hérlendis. „Það má
segja að hugmyndin að gerð þátta-
raðarinnar hafi verið til staðar
hérna í fyrirtækinu um árabil, enda
hefur flug og íslensk flugsaga verið
nokkurs konar áhugasvið Saga film.
Verkefnið fór af stað fyrir meira en
þremur árum, eftir að fyrirtækið
hlaut styrk úr Menningarsjóði út-
varpsstöðva, síðan hefur þetta
þróast og síðasta eina og hálfa árið
settum við þetta alveg í fullan
gang,“ segir Anna Dís.
Hún segir alla sem að gerð þátt-
anna komu hafa lagt sig alla fram
um að gera þættina sem besta úr
garði. „Dagskrárgerð þáttanna ann-
aðist Sævar Guðmundsson og hefur
hann lagt sig gífurlega fram um að
vandað sé til allra þátta í þeirri
heild sem þættirnir skapa. Hann
hefur lagt áherslu á að gera efnið
lifandi og aðgengilegt fyrir hinn al-
menna áhorfanda,“ segir Anna Dís.
„Handritsgerð og umsjón þátta-
raðarinnar er í höndum Rafns Jóns-
sonar en hann er flugstjóri hjá
Flugleiðum og þekkir vel til efnisins
af eigin raun. Hann aflaði sér mjög
ítarlegra upplýsinga um efnið og
hafði þar nokkra ráðgjafa sér til
halds og trausts. Við efnisöflun var
víða leitað fanga og höfum við notið
einstakrar velvildar fjölda fólks
hvað það varðar. Sjónvarpið hefur
sýnt þessu verkefni mikinn áhuga
og stuðning. Stór hluti myndefnisins
kemur þaðan en einnig fundum við
mikið efni hjá Kvikmyndasafni Ís-
lands og í safni Flugleiða. Þá leit-
uðum við til einstaklinga vítt og
breitt um landið sem eiga myndefni
í fórum sínum. Við höfum t.d. leitað
fanga hjá flugmönnum sem hafa
verið að taka myndir á 8mm filmur í
gegnum árin. Sama er að segja um
viðmælendur, en í þáttunum er t.d.
rætt við menn af þeirri kynslóð sem
muna upphaf flugsins á Íslandi,
enda er þessi saga ekki lengri en
sem nemur mannsaldri,“ segir Anna
Dís.
Hún bætir því við að mikið verk
hafi verið unnið við hljóðsetningu
myndarinnar, en þar hafi Nick
Cathcart-Jones og Huldar Freyr
Arnarsson lagt dag við nótt til að
gæða myndefnið hljóði. „Um 90 pró-
sent alls gamla efnisins voru hljóð-
laus þegar við fengum það til úr-
vinnslu. Þeir lögðu mikla vinnu í að
finna réttu „hreyflahljóðin“ og um-
hverfishljóð sem eiga við myndirn-
ar. Þá samdi Máni Svavarsson tón-
list sérstaklega við þættina og er
óhætt að segja að sá hluti verkefn-
isins hafi tekist ákaflega vel. Krist-
ján Kristjánsson sá síðan um að
klippa allt myndefnið saman ásamt
Sævari,“ segir Anna Dís en hún
annaðist framleiðslu þáttanna ásamt
Jóni Þór Hannessyni hjá Saga film.
„Verkefnið var mjög kostnaðarsamt
og hefði aldrei orðið að veruleika
hefði ekki notið við styrktaraðila og
óeigingjarns vinnuframlags þeirra
sem unnu að þáttunum,“ segir hún
jafnframt.
Frá draumi til veruleika
Í þættinum sem hefst í kvöld
verða upphafsárum flugs á Íslandi
gerð skil, en yfirskrift þáttarins er
Draumur sérhvers manns. Anna Dís
segir að lögð hafi verið áhersla á að
fjalla um helstu vendipunkta sög-
unnar. „Fyrsti þátturinn fjallar um
frumkvöðlana sem unnu að því af
mikilli elju að gera flug að veruleika
á Íslandi. Við reynum ekki síst að
fanga hinn brennandi áhuga þessa
fólks og þá framtíðarsýn sem teng-
ist starfinu. Í öðrum þætti er fjallað
um tímabilið eftir síðar heimsstyrj-
öld allt til upphafs sjötta áratug-
arins en á þeim tíma tóku menn að
eygja möguleika á samfelldum flug-
samgöngum innanlands og til út-
landa. Síðan eru þættir í sögunni,
s.s. flugrekstur Landhelgisgæslunn-
ar og sjúkraflug, eitthvað sem við
vildum gera skil og eru þeir kaflar
afgreiddir í einstökum þáttum.“
Hún bætir við að sagan eigi sínar
gleði- og sorgarstundir, og sé vikið
að áföllum á borð við flugslysið sem
varð í Sri Lanka árið 1978. Rætt er
við Harald Snæhólm sem var einn
af þeim sem komust lífs af úr slys-
inu. „Í hverjum þætti eru einnig
þjóðlífskaflar þar sem leitast er við
að endurspegla það andrúmsloft og
þá þróun sem lagði mark sitt á ís-
lenskt samfélag á hverjum tíma,“
segir Anna Dís. „Þannig er leitast
við að fjalla um flugsöguna út frá
breiðum sjónarhóli og vonum við að
þáttaröðin muni höfða til sem
flestra. Þeir flugáhugamenn sem
séð hafa þættina hafa einnig gefið
okkur grænt ljós á þá, og er okkur
mjög létt við það, enda metnaðar-
mál að draga upp sem raunsannasta
mynd af sögunni,“ segir Anna Dís
að lokum.
Þáttaröð um flugsögu Íslands hefur göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld
Saga sem spannar
mannsaldur
Sögu flugs á Íslandi frá árinu 1919 fram til okkar
daga verða gerð skil í vönduðum heimildarþáttum
sem sýndir verða í Sjónvarpinu í kvöld og
næstu sunnudaga. Heiða Jóhannsdóttir ræddi
við Önnu Dís Ólafsdóttur, einn framleiðenda
þáttanna, um tilurð þeirra.
Í heimildarþáttaröðinni um
Flugsögu Íslands sem hefst í
Sjónvarpinu kl. 20 í kvöld birtist
mikið myndefni sem ekki hefur
áður komið fólki fyrir sjónir.