Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 1
248. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 23. OKTÓBER 2002
LÖGREGLAN í Maryland í Bandaríkjunum sagði
í gær að leyniskyttan sem myrt hefur að minnsta
kosti níu manns undanfarnar vikur hefði sent frá
sér skilaboð þar sem börnum er hótað. Charles
Moose, lögreglustjóri í Montgomery-sýslu, sagði
hótunina hafa verið svohljóðandi: „Börnin ykkar
eru hvergi og aldrei óhult.“ Moose sagði ekki hve-
nær lögreglu hefðu borist þessi skilaboð frá rað-
morðingjanum, en svo virðist sem þau hafi verið í
bréfi sem lögregla fann á laugardaginn. Moose
sendi sjálfur skilaboð í gegnum fjölmiðla, greini-
lega ætluð morðingjanum eða einhverjum honum
tengdum, og sagði: „Okkur hafa borist boð, við
munum svara innan skamms.“ Talið er að í gær-
morgun hafi morðinginn skotið þrettánda fórn-
arlamb sitt til ólífis, og hefur þá myrt tíu manns.
Moose sagði ennfremur, og beindi orðum sínum
til morðingjans: „Við höfum athugað þá kosti sem
þú settir fram og komist að þeirri niðurstöðu að
ekki sé tæknilega mögulegt að verða við kröfum
þínum. En við erum tilbúin til að ræða um þá
möguleika sem þú hefur nefnt. Mikilvægt er, að af
þessu geti orðið án þess að fleiri bíði skaða af. Þú
hefur gefið í skyn að þetta snúist um meira en of-
beldi. Við bíðum þess að heyra frá þér.“
Í gærkvöldi hafði lögreglan ekki staðfest að
strætisvagnstjóri, sem skotinn var í gærmorgun,
hefði orðið fórnarlamb raðmorðingjans, en rann-
sókn málsins miðaðist við að svo væri. Líkt og
fyrri fórnarlömbin var vagnstjórinn skotinn einu
skoti þar sem hann stóð í tröppunum á stræt-
isvagninum rétt fyrir klukkan sex í gærmorgun og
var að hefja vakt sína. Hann var 35 ára, tveggja
barna faðir. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem
hann lést. Flestum götum til og frá Washington
var lokað í kjölfarið.
Morðinginn krafðist peninga
Lögreglan leitaði í gær að hvítum skutbíl í kjöl-
far morðsins á vagnstjóranum. Heimildarmaður,
sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði lögregl-
una hafa upplýsingar um að einn maður hefði ver-
ið í bílnum, og að fremri skráningarplötuna hefði
vantað. Lögreglan fór þess þó ekki á leit við al-
menning að hann svipaðist um eftir bílnum, líkt og
gert var eftir fyrri morð, þegar fólk var beðið að
láta vita hefði það séð hvítan sendiferðabíl og
hvítan flutningabíl.
Dagblaðið The Baltimore Sun greindi frá því í
gær, að í bréfinu sem lögreglan fann á vettvangi
morðs er raðmorðinginn framdi á laugardaginn
hefði verið hótað frekara ofbeldi, peninga verið
krafist og farið fram á samskipti við lögregluna.
Sagði blaðið að bréfið hefði fundist á bak við veit-
ingastað í Ashland í Virginíuríki, suður af Wash-
ington, þar sem 37 ára karlmaður var skotinn og
særður lífshættulega.
Sjónvarpsstöðin CBS sagði í gærkvöldi að bréf-
ið hefði verið þrjár blaðsíður að lengd og mjög illa
skrifað. Hefði það kveikt grunsemdir um að enska
væri ef til vill ekki móðurmál morðingjans. Þó
væri hugsanlegt að bréfritarinn væri með þessu að
reyna að villa um fyrir lögreglunni.
Vagnstjóri í Washington talinn vera þrettánda fórnarlamb leyniskyttunnar
Morðinginn hótar börnum
Washington, Rockville, Silver Spring. AFP.ÞEGAR hún Gun-Britt Mark-
lund gáði hvort barnabæturnar
væru komnar inn á bankareikn-
inginn brá henni dálítið í brún.
Inn á hann höfðu verið lagðir
870 milljarðar íslenskra króna.
Marklund er fertugur kennari
og þriggja barna móðir í Sví-
þjóð. „Mig grunaði, að ég ætti
ekki allt þetta fé,“ sagði hún.
Það var líka rétt. Marklund
átti ekki að fá tvenn útgjöld
sænska hersins í barnabætur
og bankinn lækkaði upphæðina
verulega þegar hún hafði sam-
band við hann. Milljarðarnir
870 hurfu og líka vextirnir í þrjá
daga, 142,5 millj. kr. Í ljós kom,
að starfsmaður bankans hafði
verið fullglaður á núllunum
þegar hann færði barnabæturn-
ar yfir á reikning Marklund.
Hverfull
auður
Stokkhólmi. AP.
FRAKKAR og Rússar gagnrýndu í
gær nýjustu tillögu Bandaríkja-
manna að ályktun öryggisráðsins um
Írak, og héldu fulltrúar í ráðinu
áfram viðræðum um leiðir til að
tryggja að Írakar komi sér ekki upp
gereyðingarvopnum. Ígor Ívanov,
utanríkisráðherra Rússlands, sagði
tillögu Bandaríkjamanna enn ekki
uppfylla þau skilyrði sem Rússar
hefðu sett um leiðir til lausnar deil-
unni, og utanríkisráðherra Frakka
sagði að enn væri mikið verk óunnið
til að samkomulag næðist.
Bandarísk stjórnvöld vöruðu við
því að SÞ hefði „ekki óendanlega
langan tíma“ til að samþykkja nýja
ályktun um leiðir til að afvopna
Saddam Hussein Íraksforseta.
Rússar og Frakkar, auk Bandaríkja-
manna, Breta og Kínverja, hafa neit-
unarvald í öryggisráðinu.
Samkvæmt heimildum fréttastof-
unnar AFP hljóðar nýjasta tillaga
Bandaríkjamanna að ályktun örygg-
isráðsins upp á ströng skilyrði fyrir
vopnaeftirliti SÞ í Írak, og að það
verði hafið innan 75 daga. Ekki sé í
tillögunni nákvæmlega greint frá því
hverjar yrðu hinar harkalegu afleið-
ingar sem George W. Bush forseti
hefur sagt að Írakar myndu sæta ef
þeir færu ekki að kröfum SÞ, en
orðalag tillögunnar skírskoti til beit-
ingar vopnavalds.
Utanríkisráðherra Frakka, Dom-
inique de Villepin, sagði ennfremur í
gær, að það væri enn meginmarkmið
franskra stjórnvalda að gereyðing-
arvopnum í Írak yrði eytt, en ekki að
stjórn Saddams Husseins yrði hrak-
in frá völdum. Skerptu þessi orð
franska ráðherrans enn frekar mun-
inn á afstöðu Frakka og Bandaríkja-
manna í Íraksmálinu, en í fyrradag
sagði Bush að það væri enn kjarninn
í stefnu sinni gagnvart Írak að nú-
verandi stjórn í landinu yrði steypt.
Bandaríkin leggja nýja ályktunartillögu fyrir öryggisráðið
Frakkar og Rússar
andvígir tillögunni
Sameinuðu þjóðunum. AFP.
MÓTMÆLANDI heldur á fána
pólsku verkalýðssamtakanna Sam-
stöðu fyrir utan skrifstofu Leszeks
Millers, forsætisráðherra Póllands,
í miðborg Varsjár.
Um 3.000 félagar í Samstöðu
söfnuðust þar saman í gær til að
mótmæla vaxandi atvinnuleysi og
krefjast þess að stjórnin veitti
skipasmiðjum, stálverksmiðjum og
námum aðstoð til að koma í veg fyr-
ir að þeim yrði lokað. Yfir 17%
vinnufærra Pólverja eru án at-
vinnu.
Pólskar skipasmiðjur og birgjar
þeirra eru með um 70.000 starfs-
menn sem óttast atvinnumissi eftir
að ein af stærstu skipasmiðjum
landsins varð gjaldþrota fyrr á
árinu.
Reuters
Atvinnu-
leysi
mótmælt
ÍTALSKIR vísindamenn hafa stigið
mikilvægt skref í þá átt að gera
svín eða grísi þannig úr garði, að
þeir verði heppilegir líffæragjafar
fyrir menn. Komu þeir erfðaefni úr
mönnum fyrir í galtarsæði og grís-
irnir, sem af því kviknuðu, eru nú
að nokkru leyti með „mannlegt“
hjarta, lifur og nýru. Tilgangurinn
er sá, að mannlega erfðaefnið í við-
komandi líffærum framleiði mann-
leg prótein, en það er forsenda fyr-
ir því, að líkami manna hafni því
ekki.
Þaggað niður í
„svínslegum“ genum
Dr. Marialuisa Lavitrano, einn
vísindamannanna, segir, að ekki sé
unnt að flytja líffæri úr fyrstu grís-
unum í menn vegna þess, að þau
eru enn með „svínsleg“ gen, sem
mannslíkaminn myndi fljótlega
hafna. Segir hún, að enn þurfi að
þagga niður í eða skipta á fimm til
sjö slíkum genum fyrir mannsgen
áður en af líffæraflutningi geti orð-
ið. Býst hún við, að því takmarki
verði náð eftir tvö ár.
Víða hefur verið unnið að til-
raunum af þessu tagi og hug-
myndin sú að ala upp sérstakan
svínastofn, sem yrði þá eins konar
lifandi varahlutalager fyrir menn.
Er ástæðan fyrst og fremst sá
skortur, sem er á líffærum úr
mönnum. Hjartalokur úr svínum
hafa lengi verið notaðar í mönnum
en að flytja heil líffæri á milli er
miklu flóknara verk. Eitt af
áhyggjuefnunum við hugsanlegan
flutning líffæra úr svínum í menn
er hins vegar það, að með þeim geti
borist óþekktar veirur, sem nái þá
um leið að hasla sér völl í mönnum.
Grísir með mannlegt
erfðaefni í líffærum sínum
Lifandi
varahlutir
fyrir menn
Washington. AP.