Morgunblaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 13
FIMM tilboð bárust í lagningu hringtorgs við Snæfellsnesveg á hringveginum, þegar tilboð voru opnuð á mánudag hjá Vegagerðinni. Lægsta tilboðið átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi sem bauð rúmar 33,8 milljónir í verkið. Næstlægsta tilboðið átti Þróttur ehf. Akranesi, rúmar 34,4 milljónir og næst kom Berglín ehf. Stykkishólmi með rúm- ar 34,6 milljónir. Næsthæsta tilboðið kom frá Ræktunarmiðstöðinni sf. Hvera- gerði, rúmar 38,4 milljónir. Hæsta tilboðið kom frá Heimi og Þorgeiri ehf. Garðabæ sem buðu rúmar 43,2 milljónir í verkið. Hringtorg á Snæfellsnesvegi Borgarverk með lægsta tilboðið FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 13 RAGNAR Johansen hefur sent lokatölur úr Vatnamótunum, en þar var veitt til 10. október. Að sögn Ragnars er þar alger metveiði í sumar, alls 915 fiskar, þar af 33 bleikjur og 12 laxar, sem þýðir 870 sjóbirtingar. Áður hafa mest veiðst að sögn Ragnars 585 fiskar á svæð- inu. „Það var mikið líf þarna í blálokin, greinilega að koma inn nýr fiskur þótt liðið hafi verið á haustið. Stærsti birtingurinn var 14 pund, stærsti laxinn 13 pund,“ sagði Ragn- ar. Örn Hjálmarsson sem var á svæð- inu við annan mann tæplega viku af október sagði mikið líf á svæðinu. „Við veiddum vel og sáum mikið af fiski. Við fengum geldfiska og stærri í bland, ég fékk t.d. einn 8 punda og félagi minn 9 punda fisk,“ sagði Örn. Þverá til SVFR Stangaveiðifélag Reykjavíkur mun vera með Þverá í Fljótshlíð í umboðssölu næsta sumar og vænt- anlega eitthvað lengur, samkomulag í þá veru náðist nýverið milli félags- ins og landeigenda. Þverá hefur byggt laxveiði á gönguseiðaslepp- ingum líkt og í Rangánum, en mun- ur á Þverá og Rangánum er þó sá, að Þverá er talin geta fóstrað eigin stofn og með sleppingunum sé verið að byggja ána upp, en Rangárnar ráði ekki við slíkt. Miklar breytingar verða á tilhög- un veiða í ánni, stöngum fækkað úr tíu í fjórar og veiðimönnum boðin vönduð gisting í veiðihúsi í Fljóts- hlíð. Síðasta sumar veiddist í ánni 81 lax og 45 sjóbirtingar, en í fyrra var veiðin 155 laxar og 48 birtingar. Hún var illa nýtt í sumar og auk þessa bætist við svæðið ármót Þverár og Eystri-Rangár sem hefur til þessa ekki verið með. Það er drjúgur veiði- staður og bara sú viðbót mun vænt- anlega snarhækka veiðitölur í ánni. SVFR mun auk þess vera með Andakílsá, bæði lax- og silunga- svæði í sinni nýju verðskrá sem nú er í vinnslu. Út af lista hjá félaginu detta hins vegar umboðssala í Hörgsá neðri, Eldvatn á Brunasandi og Grenlæk. Þá má geta þess að það er ekki að- eins SVFR sem er með vandaða verðskrá í vinnslu, Strengir og Lax-á eru það ennfremur, en allar eru verðskrár þessar væntanlegar á næstunni. Mikið líf í lokin Gísli Þorsteinsson og Haraldur Þór með fallega veiði úr Vatnamót- unum í haust. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? HUNGURVERKFALL Hildar Rúnu Hauksdóttur, sem mót- mælt hefur fyrirhuguðum fram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkj- un og Norðlingaölduveitu, hefur nú staðið yfir á þriðju viku. Hild- ur hefur nærst á vatni og tei úr íslenskum jurtum sem hún hefur sjálf tínt á hálendinu. Samkvæmt fréttatilkynningu hefur málið verið kynnt í erlend- um fjölmiðlum og hefur AP- fréttastofan gert því skil auk CNN, BBC, Washington Post og fleiri. Segir í tilkynningunni að svo virðist sem margir undrist fálæti íslenskra fjölmiðla, svo og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í svo mikilvægu máli þar sem verið sé að eyðileggja stóran hluta af há- lendinu sem hægt væri að nýta á annan hátt, enda um að ræða stærsta ósnortna víðerni Evr- ópu. Í hungurverkfalli á þriðju viku Bossakremið frá WELEDA engu líkt Þumalína, Lyf og Heilsa, Lyfja, Heilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.