Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ T íundi hver Breti getur ekki nefnt einn ein- asta erlendan stjórn- málaleiðtoga en nærri því helmingur þjóðarinnar getur nefnt minnst fimm persónur úr vinsælustu sjónvarpsþáttaröðinni, eftir því sem fram kemur í niðurstöðum nýrrar könnunar. Klausan hér að framan er ekki grín heldur bláköld staðreynd. Þetta er nefnilega upphaf fréttar sem lesa mátti á forsíðu Morgun- blaðsins í gær. Þar sagði ennfremur: „Könn- unin, sem tímaritið Whitaker’s Almanac birti undir yfirskriftinni „Er Bretland að forheimskast?“, sýndi ennfremur að 42% að- spurðra voru ófær um að nefna einn einasta ráð- herra úr brezku ríkis- stjórninni. „Fólk er almennt farið að missa sjónar á heimsfréttunum en sökkvir sér aftur á móti í glans- heim fræga fólksins,“ sagði rit- stjórinn, Lauren Hill.“ Það er nefnilega það! Hvernig bregðast menn við könnun eins og þeirri sem þarna var vikið að? Mér datt einna helst í hug að hlæja dátt, en þegar maður veltir málinu ofurlítið fyrir sér er niðurstaða könnunarinnar líklega ekkert grín. Eða hvað? Er þessi staðreynd ef til vill alveg drepfyndin? Er, þegar öllu er á botninn hvolft, einhver sérstök ástæða til þess að almenningur þekki nöfn stjórnmálamanna? Sé svarið við spurningunni já er þá ekki fjandakornið nóg að um innlenda stjórnmálamenn sé að ræða? Bretar hljóta að muna eftir hægrimanninum Blair. Eða er hann vinstra megin? Hvort sem hann telst rauður eða blár eru víst, skv. könnuninni, 42% Breta sem vita ekki hvað forsætisráð- herrann þeirra heitir. Eða ætli sé verið að tala um aðra en forsætis- ráðherrann í könnuninni? Svo má velta því fyrir sér hvort það er mælistika á heimsku eða ekki heimsku hvort John Hansen í Nottingham veit hver John Prescott er eða hvað forsætisráð- herra Portúgals heitir. Eða hvort hann man nafnið á ráðherra heil- brigðismála í heimalandinu. Inn- anríkisráðherrann eða ráðherra samgangna? Hansen þessi veit hins vegar alveg örugglega hvað söngvari Rolling Stones heitir. Það kæmi mér satt að segja ekki á óvart að fleiri Bretar á vissum aldri myndu frekar hvað ráðherrann og ráðuneytisstjórinn í Yes, minister-þáttunum voru kallaðir – svo frábær skemmtun sem þeir voru sjónvarpsáhorf- endum á árum áður – en sumir al- vöru ráðherrar dagsins í dag. Þeir komu fólki til að hlæja. Man fólk ekki frekar eftir þeim sem ná að ylja því um hjartaræt- ur en þeim sem hafa atvinnu af því að loka hjúkrunarheimilum, skera niður útgjöld til mennta- kerfisins eða hækka verð á bjórn- um? Eða man fólk ekki eftir stjórn- málamönnum vegna þess að það hefur einfaldlega ekki áhuga á umhverfi sínu? Ekki áhuga á því hvernig landinu eða heiminum er stjórnað? Getur verið að fólk sé búið að fá nóg af stjórnmálum, stjórnmálamönnum og stefnu- málum þeirra? Að engu máli skipti hver „þeirra“ stjórni; allir séu eins? Þátttaka í kosningum gæti vissulega stundum bent til þess að svo sé. Getur verið að „venjulegu fólki“ finnist það ekki lengur eiga samleið með stjórnmálamönnum; að því finnist sumir þeirra a.m.k. lifa í öðrum heimi? Hugsanlega, en sú kenning fær vart staðist ef fólk hefur snúið sér í æ ríkari mæli að glansheimi ríka fólksins. Eða hvað? Líður fólki betur við það að skoða sig um í heimi hinna ríku og fínu, sem geta leyft sér allar heimsins lystisemdir, jafnvel þótt það viti að það sjálft geti aldrei fetað í fótspor þess fólks? Bara af því að þessi iðja er meira spennandi en pólitískt dægur- þras? „Ég nauðgaði ekki Ulriku“ var fyrirsögn með stríðsletri á forsíðu breska dagblaðsins Daily Mirror í gær. Fleiri Bretar vita sjálfsagt nú hver hin sænska Ulrika er en hvað breski utanríkisráðherrann heitir! Svo er spurning hvort það sé gott eða slæmt, beri vott um heimsku eða ekki heimsku. Ulrika þessi er sjónvarpskona sem virðist hafa unnið sér það einna helst til frægðar að halda við landa sinn Sven Göran Eriks- son, landsliðsþjálfara Englend- inga í fótbolta. Hún hefur verið mikið í fréttum ákveðinna fjöl- miðla í Bretlandi vegna þess síð- ustu mánuði, og mikið hefur verið fjallað um hana upp á síðkastið eftir að kaflar úr nýrri ævisögu hennar fóru að birtast í einu blað- anna. Þar segir hún m.a. frá því að starfsbróðir hennar í sjónvarps- geiranum hafi nauðgað henni fyr- ir nokkrum árum. Nú hafa blöðin grafið kauða upp – án þess reynd- ar að geta þess hver hann er; Mirror vitnar í dag í ummæli sem náunginn á að hafa látið falla við vin sinn, og annað götublað segist vita hver hann er, og hvetur hann til að koma fram og segja söguna frá sínu sjónarhorni. Að nauðga eða ekki nauðga, þarna er efinn. Hver var Churchill? Ég veit t.d. að hann reykti vindla, þótti gott viskí og var þunglyndur. Jú, svo stóð hann víst í stafni bresku þjóðarskútunnar í heims- styrjöldinni síðari. Skiptir það máli? Einum af hverjum tíu Bretum datt hvorki Bush né Sharon í hug. Ekki heldur Chirac eða Schröder. Hvað þá Davíð eða Jóhannes eft- irherma. Ég iða í skinninu af spenningi yfir því hvaða fréttir Mirror flyt- ur mér á morgun af meintum nauðgara; stígur hann e.t.v. fram í sviðsljósið? Segir Ulrika frá fleiri viðhöldum? Hvað deyja margir úr hungri í heiminum á morgun? Hvað seljast margir pelsar í tískuhúsunum? Popp eða pólitík Einum af hverjum tíu Bretum datt hvorki Bush né Sharon í hug. Ekki held- ur Chirac eða Schröder. Hvað þá Davíð eða Jóhannes eftirherma. Er það mæli- kvarði á heimsku eða ekki heimsku? VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is „HVERJIR eiga Fréttablaðið?“ spyr Óli Tynes blaðamaður í Mbl. laugardaginn 19. október. Það mun- aði hársbreidd í sumar sem leið að spurningin yrði óþörf. Eins og al- þjóð þekkir þá lenti blaðið í hremm- ingum sem ógnuðu útgáfu þess. Þúsund handtök biðu hins nýja útgáfufélags. En það var lítill vinnu- friður á blaðinu. Fjölmiðlum var greint frá gangi mála eftir því sem kostur var. Oftar en ekki höfðu þeir endaskipti á því sem sagt og satt var. Á þó ekki við um Morgunblaðið. Sú ákvörðun var þá tekin að láta blaðið sjálft réttlæta tilvist sína. Hér er þjóðlegur siður að hinir eldri spyrji þá yngri „hverra manna“ þeir séu. Ungt og metn- aðarfullt fólk kann því misvel að svo sé spurt. Það vill verða dæmt af eig- in verðleikum. Þá sömu ósk vill Fréttablaðið bera fram við lesendur sína. Morgunblaðið er öflugur fjölmiðill með sterka stöðu meðal lesenda. Mér er til efs að margir þeirra viti hverjir hluthafar Árvakurs eru. Er sjálfur búinn að lesa minn Mogga í tæp 60 ár og er nokk sama um hlut- hafaskrána. Ég er áskrifandi að DV og tel það ómissandi þátt í íslenskri fjölmiðlun. En hugmyndir mínar um hluthafa- hópinn byggjast á tilgátum. Styrkur dagblaðs og áhrif liggja í trúnaði þess við lesendur. Á þeim grunni hlýtur Fréttablaðið að byggja. „Hverjir eiga Fréttablaðið?“ Eftir Ragnar Tómasson „Styrkur dagblaðs og áhrif liggja í trúnaði þess við lesendur. Á þeim grunni hlýtur Fréttablaðið að byggja.“ Höfundur er lögfræðingur og talsmaður hluthafa. UMRÆÐAN um ESB hefur oft og tíðum verið mjög einlit og frasa- kennd. Látið er því liggja að málið snúist fyrst og fremst um sjávarút- vegsmál. Ef takist að breyta þeirri stefnu ESB þá geti allir unað glaðir við sitt. Því miður hefur stefna okkar Ís- lendinga í sjávarútvegsmálun ekki skilað því sem til var ætlast. Nánast allir fiskistofnar okkar eru í hættu og sumir í sögulegri lægð. Allt þetta hefur stefna stjórnvalda fært okkur, án utanaðkomandi hjálpar frá því að Íslendingar hófu að færa út land- helgina. Ekki má gleyma að kvóta- stefnan, einkaeign og einokun á kvóta, hefur gert óveiddan fisk að markaðsvöru í höndum stórra auð- hringa. Við venjulegir íbúar þessa lands verðum varir við þetta í öfug- þrógun í byggðamálum og í hækk- andi fiskverði. Fiskurinn sem hélt lífi í þjóðinni er í dag orðinn svo dýr að teljast verður til lúxusvöru. Lýðræði, ekki miðstýring frá Brussel Andstaða mín við ESB er því alls ekki einskorðuð við sjávarútvegs- stefnuna. En ef ESB hefur enn verri stefnu en við höfum haft þurfum við ekki einu sinni að hugleiða aðild. Hitt sem ég hef áhyggjur af er allt reglu- gerðaflóðið, sem er til þess gert að þjóna stórfyrirtækjunum og gera nauðsynleg lífsgæði og þjónustu að markaðsvöru, lífsgæði eins og sam- göngur, rafmagn, neysluvatn, fjar- skipti, mikilvægt eftirlit og heilsu- gæslu svo eitthvað sé nefnt. Í Brussel starfa tugþúsundir fulltrúa við það eitt að hafa áhrif á skriffinna sambandsins í reglugerðasmíði sinni. Síðasta afurð þessara reglu- gerðasmíða eru nýboðuð lög um sölu og dreifingu rafmagns. Lögum þess- um á að þröngva í gegn hér á landi, þótt allir sem skoða málið sjái fljótt að sama stefna í raforkumálum get- ur ekki gengið í okkar fámenna og strjálbýla Íslandi og í fjölmennum og þéttbýlum löndum. Að þessu leyti er ESB orðin trúarbrögð. Segja má að foræðishyggjan og reglugerðafarg- anið minni um margt á Sovétríkin, nema þar þjónaði þetta ríkinu en í ESB markaðinum. Verkalýðsbaráttu í stað bænaskjala Það hefur ekki framhjá mörgum að ASÍ skrifstofuvaldið hefur mikinn áhuga á ESB, þó að það hafi enn ekki þorað að leggja tillögu fyrir þing sambandsins til lýðræðislegrar stefnumótunar. Ástæða áhugans er trú skriffinna á reglur og reglugerð- ir sambandsins. Þeir vona að reglugerðirnar geti leyst þá undan því að hafa raunveru- lega forystu í baráttu verkafólks. Þeim finnst þægilegra að bíða eftir og vona að sjálfsögð réttindi komi á silfurfati ESB. Reyndar hefur þetta gerst til gagns í einstaka tilvikum. Við höfum fengið t.d.vinnutímatil- skipun sambandsins í gildi og er það vel. En auðvitað þurftum við ekkert ESB til þess. Við eigum hvorki að fórna hagsmunum verkalýðshreyf- ingarinnar né sjálfræði þjóðarinnar fyrir einstaka umbætur, sem auðvelt hefði verið að knýja fram í krafti samtakamáttar okkar. Rétt er að benda á hvernig áhugi sambandsins á hag verkafólks er til kominn. Áhuginn er fyrst og fremst til kominn til að skapa jafnræði milli fyrirtækja. Eitt fyrirtæki á ekki að hagnast á því að veita verkafólki verri aðbúnað en annað. Alltaf er gengið út frá jafnræði fyrirtækjanna ekki hagsmunum verkafólks. Þannig tekur jafnræðið ekki til launa, það getur verið margfaldur launamunur á milli landa sambandsins, sem á eft- ir að aukast enn meira við stækkun til austurs. Eitt hefur ekki komið mikið fram í umræðunni, en það er að þátttaka í verkalýðsfélögum hefur minkað til muna í löndum ESB. Fyr- irtæki hafa komist upp með það inn- an ESB, að krefjast þess að verka- fólk standi utan verkalýðsfélaga. Heimsvaldasinnað bandalag Dapurlegast er heimsvaldasinnað eðli bandalagsins, sem er í raun að- alsmerki þess. Þetta birtist í því að beita afli stærðarinnar til að fá hrá- efni á undirverði og ótolluð inn í ESB, og vörurnar eru síðan seldar hinum fátæku til baka fullunnar, á margföldu verði. Þannig hjálpar það til að skapa örbyrgð í fátæku lönd- unum og setja smáframleiðendur innan ESB líka á hausinn. Þannig tekst bandalaginu að byggja múra um velferð hinna efnameiri án þess að hleypa þeim fátæku þar að. Þessi stefna mun til lengri tíma litið gera útaf við sambandið. Hagsmuna- árekstrar, átök um auðlindir, sér- staklega olíu, munu til framtíðar skapa ólíðandi ástand. Við erum þeg- ar farin að sjá hættumerki. Banda- ríkin ætla ekki að láta olíuna ganga sér úr greipum og undirbúa nú árás- arstríð á hendur Írak og síðan ef til vill Íran í kjölfarið. Að því mun koma að Evrópusambandið telur sig ekki geta setið hjá. Reynsla sögunnar gefur ekki ástæðu til bjartsýni. Við verðum, hvert og eitt okkar, að svara eftirfarandi spurningum: Eiga Íslendingar að njörva sig inn í heimsríki, þar sem þeir fá engu ráð- ið um stefnuna? Sættum við okkur við að öll vanda- mál samfélagsins séu leyst út frá hag stórfyrirtækja og auðmagns? Er réttlætanlegt að velferð fátæk- ari landa sé fórnað til frambúðar fyr- ir hin ríku? Ef við segjum nei við einhverri þessara spurninga, þá viljum við ekki ganga í ESB. Ekki bara sjávarútvegs- stefnan sem útilokar aðild Eftir Rúnar Sveinbjörnsson „Eiga Íslend- ingar að njörva sig inn í heims- ríki, þar sem þeir fá engu ráðið um stefnuna?“ Höfundur er rafvirki og stjórnarmaður í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í Reykjavík. Bankastræti 3,  551 3635 blue mat; eau de parfum japanski herrailmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.