Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurgeir Guð-jónsson fæddist í
Reykjavík 11. maí
1953. Hann lést af
slysförum á Skeiða-
vegi 13. október síð-
astliðinn. Hann var
sonur Guðjóns Þor-
gilssonar, fyrrv.
kennara, f. á Berg-
dalsá á Snæfjalla-
strönd 14. júní 1914,
og Jóhönnu Mar-
grétar Jóhannesdótt-
ur snyrtifræðings, f. í
Glæsibæ í Skagafirði
5. ágúst 1914, d. 14.
maí 2002. Systkini Sigurgeirs sam-
feðra eru Örn málarameistari, f.
24. september 1945, Guðmundur
Karl, byggingatæknifræðingur, f.
14. apríl 1951, Vilhjálmur, tónlist-
armaður, f. 6. júní 1953, Ásdís,
myndlistarkona og kennari, f. 5.
febrúar 1957, og Ásgeir, tónlistar-
og eðlisfræðingur, f. 1. mars 1959.
Sigurgeir kvæntist 3. ágúst 1991
Örnu Sæmundsdóttur læknaritara,
f. 29. júlí 1960. Foreldrar Örnu eru
Sæmundur Örn Sveinsson, fyrrv.
skipstjóri, f. 3. júlí
1932, og Vígdögg
Björgvinsdóttir
hjúkrunarfræðingur,
f. 20. febrúar 1933.
Systkini Örnu eru
Sveinn stýrimaður, f.
30. júlí 1956, og Stef-
anía Björg hjúkrun-
arfræðingur, f. 28.
apríl 1967.
Sigurgeir og Arna
eiga tvö börn, Jó-
hönnu Margréti
nema, f. 25. október
1986, og Sigurgeir
Örn, f. 21. júlí 1992.
Sigurgeir nam rafvirkjun við
Iðnskólann í Reykjavík. Lauk
sveinsprófi árið 1975 og meistara-
námi í rafvirkjun árið 1979. Var í
samninganefnd rafvirkja og trún-
aðarmaður um tíma. Vann hjá
Hitastýringu frá árinu 1976 til árs-
ins 1981 er hann byrjaði hjá Smith
& Norland þar sem hann vann til
dauðadags.
Útför Sigurgeirs verður gerð
frá Árbæjarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi. Það er svo sárt að
hugsa að þú komir ekki aftur heim,
það var svo margt sem við áttum eftir
að ræða og gera saman. En við feng-
um þó yndisleg ár með þér þótt við
vildum að þau hefðu verið fleiri. Þú
varst alltaf í svo góðu skapi og alltaf
svo bjartsýnn á framtíðina, hver átti
eftir að trúa því að þú mundir deyja
svona fljótt frá okkur. Þú gafst þér
alltaf tíma til að tala við okkur um lífið
og tilveruna og við eigum eftir að
sakna þessara samtala. Við ferðuð-
umst mikið saman og áttum yndisleg-
ar stundir erlendis sem og í sumarbú-
stað fjölskyldunnar. Erfiðir tímar eru
hjá okkur og mömmu í framtíðinni og
við trúum að þér líði vel þar sem þú ert
kominn nú og við munum sakna þín
mjög mikið og við munum minnast
allra þeirra góðu minninga sem við
eigum um þig, elsku pabbi okkar.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Páll Jónsson.)
Jóhanna Margrét
og Sigurgeir Örn.
Að lifa
er að skynja
nýjan tíma.
Tíðin liðna
er jörðin.
Að deyja
er að lifa
nýjum tíma.
Tíðin framundan
er himininn
opinn nýrri stund.
(Þorgeir Sveinbjarnarson.)
,,Ljúfur, kátur, lítillátur…“ Horf-
inn.
Unglingurinn: Fallega síða hárið,
gítarinn, lífsgleðin, fjörið. Fullorðinn:
Fallegur, ábyrgur, Arna og börnin,
ástríkur.
Horfinn: Ástvinurinn, faðirinn, son-
urinn og bróðirinn góði.
Í nýjan tíma, nýja stund, er hann
lagður af stað í himininn.
Með þökk og trega er Geiri kært
kvaddur. Megi björt minning hans
vera líkn þeim er sakna.
Systkinin.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elskulegur mágur minn, hann
Geiri, verður til grafar borinn í dag.
Ég kveð hann með sárum söknuði og
trega í hjarta. Ég á ótalminningar um
hann Geira og allt það góða sem hann
lét af sér leiða. Þær minningar munu
lifa með mér og mínum um ókomna
tíð. Hugur minn er hjá Örnu, Jóhönnu
Margréti og Sigurgeiri og bið ég al-
góðan Guð að styðja þau og styrkja í
þeirra miklu sorg.
Stefanía.
Haustið var þegar farið að minna á
sig með gulnuðum laufum og kólnandi
veðri er mér barst frétt um að vinur
minn Sigurgeir Guðjónsson hefði lát-
ist í slysi á Skeiðavegi. Minningar um
29 ára vinskap hafa síðan flogið um
hugann og eru þær allar tengdar hlýju
og skemmtilegheitum. Unnum við
saman við rafvirkjun í Borgarnesi
sumarið 1975 og deildum þá vistarver-
um og fórum síðan saman til Sjálfstýr-
ingar og þaðan til Hitastýringar, hvar
Sigurgeir vann til ársins 1979 er hann
hóf störf hjá Smith og Norland.
Leiðir okkar áttu síðan eftir að
liggja saman í einkalífinu er forsjónin
leiddi okkur saman sem svila er við
kvæntumst systrum. Mér var það
strax ljóst við fyrstu kynni að í Geira
var traustur og góður vinur. Hann var
einkabarn Jóhönnu móður sinnar og
var kært á milli þeirra og hún greini-
lega stolt af stráknum sínum. Lánað-
ist henni uppeldið vel.
Ófáar veiðiferðirnar fórum við
fyrstu árin og varð mér fljótlega ljóst
að Geiri fór þær ekki eingöngu til að
veiða sem flesta fiska heldur var það
náttúran í öllu sínu veldi sem heillaði
hann. Hann fór fljótlega langt fram úr
mér í færni við veiðarnar, tók að hnýta
sínar flugur og viða að sér fróðleik um
fiskinn og hnýtti gjarnan þær flugur
sem fiskurinn girntist á staðnum.
Geiri töfraði ekki eingöngu fram góð-
gæti fyrir fiskinn í hylnum heldur
bauð hann gjarnan vinum og kunn-
ingjum til veislu og eldaði þá veislu-
réttina sjálfur auk þess að vera hrókur
alls fagnaðar. Hann hafði gaman af
tónlist og lék dável á gítar og hefði
getað náð langt á því sviði ef hann
hefði lagt sig eftir því. Það sem var
Geira efst í huga var fjölskyldan, Arna
og börnin, Jóhanna Margrét og Sig-
urgeir Örn. Var hann stoltur af fjöl-
skyldu sinni og vakti yfir velferð henn-
ar.
Ég kveð góðan dreng með söknuði
og mun ylja mér við minningarnar viss
um að smám saman vorar að nýju.
Örnu, Jóhönnu Margréti og Sigurgeiri
votta ég samúð mína sem og öðrum
vandamönnum og vinum sem áttu því
láni að fagna að kynnast Geira.
Einar Ásbjörnsson.
Það er með miklum trega og sökn-
uði sem við kveðjum í dag vinnufélaga
okkar og góðan vin, Sigurgeir Guð-
jónsson. Það er undarlegt að kveðjast í
lok vinnuviku og sjást síðan ekki meir.
Fá aldrei framar að njóta græsku-
lausrar gamansemi og hnyttinna at-
hugasemda góðs drengs. Við skiljum
ekki miskunnarleysi máttarvaldanna
og stöndum eftir ráðþrota og döpur.
Góður félagi er genginn allt of
snemma. Hans er sárt saknað.
Sigurgeir eða Geiri, eins og hann
var jafnan nefndur, hóf störf hjá
Smith & Norland árið 1980 og hafði
því starfað hjá fyrirtækinu í 22 ár þeg-
ar hann lést á sviplegan hátt fyrir
skömmu. Sigurgeir var rafvirkja-
meistari að mennt og sinnti sölustörf-
um tengdum raflagnaefni og öðrum
rafbúnaði. Það gerði hann af stakri
prýði enda mjög áhugasamur um sitt
fag og vinsæll hjá viðskiptavinunum.
Þar skilur hann eftir skarð sem erfitt
verður að fylla.
Sigurgeir var hávaxinn maður og
myndarlegur, vörpulegur á velli, glað-
lyndur og lífsglaður. Hann var einn af
föstu punktunum í tilveru okkar hjá
Smith & Norland, það var bara einn
Geiri. Við erum mörg hjá fyrirtækinu
sem höfum þekkst lengi og tengst
nánum böndum. Sigurgeir var að
sjálfsögðu í þeim hópi. Fjölskyldan,
áhugamálin og margt fleira voru stöð-
ugt umræðuefni og öllum ljóst að Sig-
urgeir var hamingjusamur og undi
glaður við sitt. Hann átti góða fjöl-
skyldu og tók mót hverjum degi með
gleði í hjarta. Nú hefur dregið ský fyr-
ir sólu.
Sigurgeir var fjölfróður og áhuga-
samur um flesta hluti og kom það
ávallt glögglega í ljós þegar farið var í
árlega spurningakeppni í fyrirtækinu.
Þá var ekki verra að vera í liði með
Sigurgeiri enda sjaldan komið að tóm-
um kofunum hjá honum. Það mátti
heyra á samræðum við Sigurgeir að
hann las mikið. Hann var stöðugt að
segja frá bókum sem hann var að lesa
og virtist mannkynssaga og landa-
fræði vera sérstakt áhugasvið. Sigur-
geir var gamansamur og léttur í lund
og kunni svo sannarlega að koma fyrir
sig orði. Frásagnarháttur hans var
sérlega skemmtilegur og orðfærið oft
mjög geiralegt ef svo má komast að
orði. Hann var góður og gegn Íslend-
ingur, hafði verið í sveit sem drengur
og kynnst sveitastörfum og einnig far-
ið til sjós. Sú reynsla hafði vafalaust
reynst honum notadrjúg og mótað
hann að mörgu leyti.
Sigurgeir hafði mikinn áhuga á tón-
list, einkum var það blómaskeið rokk-
tónlistarinnar sem hann þekkti út og
inn, enda nákvæmlega af þeirri kyn-
slóð sem fékk að upplifa þann tíma á
táningsaldri og varð aldrei söm eftir
það. Auk þess virtist hann þekkja
flestar markverðar kvikmyndir síð-
ustu áratuga eins og fingurna á sér.
Það fór ekki leynt í fyrirtækinu að
eitt áhugamál var skör ofar en önnur
hjá Sigurgeiri. Stangveiði og það sem
henni tengist skipaði veglegan sess í
lífi hans. Hann var góður fluguhnýt-
ingamaður og flugur hans eftirsóttar.
Geira leiddist ekki veiðiskapurinn og
allt sem að honum sneri og var hann
þar ekki einn á báti því að fjölmargir
áttu samleið með honum þar. Var ým-
islegt skrafað og skeggrætt um þau
efni.
Sigurgeir ólst upp einn með móður
sinni, Jóhönnu Margréti Jóhannes-
dóttur, sem lést fyrr á þessu ári. Við
sáum öll hve vel Geiri hugsaði um
móður sína og lét sér annt um hag
hennar þegar hún tók að reskjast og
átti erfitt með að sinna hlutunum eins
og áður fyrr. Það er dapurlegt til þess
að hugsa að þau skuli bæði látast með
svo skömmu millibili.
Það duldist engum að Sigurgeir var
góður fjölskyldufaðir. Þau Arna voru
samrýnd hjón og börnin tvö, Jóhönnu
Margréti og Sigurgeir Örn, höfum við
séð vaxa og dafna frá fæðingu í skjóli
góðs og stolts föður. Missir þeirra er
mikill og sorgin djúp.
Elsku Arna, Jóhanna Margrét og
Sigurgeir Örn. Hjá ykkur er hugur
okkar nú. Við biðjum Guð að veita
ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.
Fyrir hönd stjórnar og samstarfs-
fólks hjá Smith & Norland,
Jón Norland.
Mann setur ætíð hljóðan þegar
skyndilega hverfur frá okkur maður á
besta aldri. Eftir stendur eiginkona
með börn, sem sjá á bak ástvini og fé-
laga. Sigurgeir nam rafvirkjun, tók
sveinspróf 1975 og starfaði ætíð í raf-
iðnaðargeiranum. Hann hefur mörg
undanfarin ár unnið hjá stórri heild-
sölu í rafiðnaði Smith og Norland,
þannig að hann hitti daglega mjög
marga rafiðnaðarmenn og átti hann
þar stóran hóp vina og félaga.
Forystusveit Rafiðnaðarsambands-
ins er mynduð úr hópi 140 trúnaðar-
manna. Hópur manna sem er tilbúinn
til þess að leggja sitt af mörkum til
þess að hafa áhrif á og móta sitt starfs-
umhverfi, auk þess að taka þátt í því
að skapa réttlátara samfélag. Sigur-
geir var í þessum hópi manna og mót-
aði Rafiðnaðarsambandið og átti sinn
þátt í því að gera sambandið að sam-
heldnum hóp og ná þeim áföngum sem
náðst hafa.
Sigurgeir var trúnaðarmaður á sín-
um vinnustað og var valinn til þess að
vera í samninganefnd. Starf samn-
inganefndarmanns og trúnaðarmanns
á vinnustað er oft á tíðum vanþakklátt
og reynir á menn. Sótt er að þeim og
bornar á þá ósanngjarnar sakir og
sannast þar oft þau ummæli, að hun-
ang jarðneskrar visku næst ekki úr
blómum, heldur þyrnum. Við þær að-
stæður kemur fram hverjir eru heil-
steyptir og sterkar manngerðir og var
Sigurgeir einn þeirra og naut hann
mikils trausts.
Jafnan er dimmast undir dögunina
og tárin verða að sjónaukum, sem
hjálpa okkur til þess að sjá langt inn í
himininn. Ég vil fyrir hönd rafiðnaðar-
manna þakka Sigurgeir fyrir gott
starf í okkar þágu og sendi eiginkonu
og börnum og fjölskyldu Sigurgeirs
hugheilar samúðaróskir.
Guðmundur Gunnarsson.
Dagurinn var fallegur, ljúfri helgi
að ljúka, er dimmum skugga hryggð-
arinnar bregður fyrir. Í huga okkar
leita leifturmyndir liðinna ára sem
ættu að gleðja en hryggja okkur á
þessari stundu. Hann Geiri vinur okk-
ar er látinn, tekinn í burtu frá fjöl-
skyldu sinni og vinum. Við kynntumst
Geira 1979 og strax tókst með okkur
mikil og góð vinátta. Hann var öðling-
sdrengur, sem gæddur var bestu
mannkostum sem hægt er að óska sér.
Geiri var tryggur og traustur vinur.
Hans hlýja viðmót, ljúfmennska og
sjarmi var hans auðkenni og lét hann
engan ósnertan er til hans þekktu.
Hann hafði aldrei í frammi styggð-
aryrði um náungann. Hann sló iðulega
á létta strengi og var afar skemmti-
legur.
Vináttuböndin styrktust þegar
Geiri kynnti okkur fyrir Örnu konunni
sinni, en í henni eigum við góða vin-
konu. Vinskapur okkar hefur verið
ómetanlegur og börnin okkar orðið
bestu vinir. Þær voru ófáar samveru-
stundir okkar, ferðalögin hér heima og
erlendis og má þar nefna sérstaklega
veiðiferðirnar, en ekkert fannst Geira
yndislegra en að komast út í náttúr-
una og veiða í fallegri á, en hann var
listamaður í fluguhnýtingum. Tónlist
var líka líf hans og yndi, lék listavel á
gítar og oft var spilað og raulað. Hann
var víðlesinn og fróður og fræddist
aldrei um nokkurn hlut til hálfs.
Geiri var fyrst og fremst fjölskyldu-
maður, var ekki aðeins faðir barna
sinna heldur hinn besti vinur og tók
mikinn þátt í áhugamálum þeirra. Það
er ómetanlegur auður að hafa átt slík-
an vin sem Geiri var, en góður orðstýr
deyr aldrei og þess vegna mun minn-
ingin um hann lifa. Þó hefur enginn
misst eins mikið og þið, elsku Arna,
Jóhanna Margrét og Sigurgeir Örn.
Ykkur og aðstandendum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur og
megi góður Guð vernda ykkur og veita
ykkur styrk í sorginni.
Við kveðjum okkar góða vin og
þökkum honum samfylgdina.
Ágúst og Jóhanna.
Fyrir fimm árum rakst ég á Örnu
Sæm æskuvinkonu mína, það urðu
fagnaðarfundir og upp frá því dróg-
umst við inn í líf hvor annarrar.
Ég kynntist fljótlega fjölskyldu
hennar, börnunum tveim sem hún er
svo stolt af og eiginmanninum Geira.
Hún hefur krækt í þann besta, hugs-
aði ég, og sú skoðun mín styrktist eftir
því sem leið á kynnin því Geiri var ekki
bara glæsimenni mikið heldur einnig
góðmenni hið mesta með létta og
hressa lund.
Ég var svo lánsöm að fá að njóta
samvista við þau hjónin síðasta kvöld-
ið hans á heimili þeirra. Þau höfðu eld-
að ljúffenga dýrindismáltíð þar sem
einn af veiðilöxunum hans var í for-
rétt. Enn og aftur sannaðist hversu
mikil perla Geiri var, alltaf jafnhnytt-
inn og skemmtilegur en þó íhugull og
þenkjandi og ræddum við spekings-
lega saman um allt milli himins og
jarðar enda ekkert manninum óvið-
komandi. Hann leysti gesti sína út
með fallegum veiðiflugum sem hann
hafði hnýtt á svo meistaralegan hátt
að víst er að þeim mun aldrei í fisk-
kjaft verða fórnað.
Elsku Jóhanna Margrét og Sigur-
geir Örn, það er fátt sem getur huggað
í djúpri sorg en þó megið þið aldrei
gleyma hversu lánsöm þið eruð að
hafa átt þann besta pabba sem völ var
á og með öllum þeim kærleik og visku
sem hann hefur gefið ykkur mun hann
halda áfram að lifa í ykkur. Hann mun
aldrei yfirgefa ykkur því nú er hann
verndarengill ykkar á himnum og
mun fylgjast með ykkur með föður-
legu stolti vaxa og dafna.
Elsku Arna mín, ég veit að Geiri
þinn mun líka vernda þig um ókomin
ár því hann elskaði þig heitt og lýsti
því best með orðum sem hann sagði
síðasta kvöldið; ... ég myndi frekar
velja koss frá konunni minni en millj-
ón í banka ... og það veit guð að hann
meinti það.
Ég bið guð að styrkja syrgjandi ást-
vini.
Helga Birgisdóttir.
Sigurgeiri Guðjónssyni kynntist ég
árið 1977 er við fluttumst í sama hús í
Samtúni í Reykjavík.
Við urðum fljótt góðir félagar og
með árunum góðir vinir, þótt oft væri
langt á milli okkar landfræðilega.
Sigurgeir var rafvirkjameistari, og
starfaði hjá Smith og Norland í mörg
ár sem sölumaður á rafefnum.
Í starfi sínu fékk hann sameinað
sambandið við rafvirkjunina sem fag
og meðfæddar gáfur til að umgangast
fólk og þjónusta aðra.
Sigurgeir var sérstakur maður, sér-
lega sem íslenskur karlmaður. Hann
faðmaði allt og alla og kyssti bak og
fyrir, einlægur og hlýr, kátur og hress
og er þó ekki of mikið sagt. Aldrei
heyrði ég hann dæma neinn mann,
hann leit alltaf á björtu punktana, já-
kvæðu hliðarnar og sá í gegnum hinar.
Blöskraði Geira sagði hann bara „Jes-
us“!, leit til himna og þar með var mál-
ið afgreitt. Geiri var meistari í lífinu,
að láta sjálfum sér og sínum nánustu
líða vel, það var hans hlutverk. Matur,
tónlist, fiskveiðar, ferðalög og flugu-
hnýting voru hans aðaláhugamál,
krydduð með samveru fjölskyldu, vina
og kunningja. Betri vin var ekki hægt
að fá, einlægur og áhugasamur,
traustur og tryggur.
Sigurgeir var alinn upp sem ein-
birni hjá móður sinni Jóhönnu, sem nú
er látin. Hann hefur vafalítið fengið
mikinn kærleik frá henni í sínum upp-
veksti, sem mótað hefur hans per-
sónuleika. Þá umönnun fékk hún end-
urgoldna í ríkum mæli er hlutverkin
snerust við.
Geiri átti gott líf, hann var ham-
ingjusamur og sáttur. Hann átti góða
eiginkonu og börn sem hann elskaði
og sem elskuðu hann. Arna og börnin,
Jóhanna Margrét og Sigurgeir Örn,
voru sú klöpp er hann stóð á, og hann
var þeirra.
Elsku Arna, Jóhanna Margrét og
Sigurgeir Örn, megi guð gefa ykkur
styrk í ykkar stóru sorg.
Árni Grétarsson.
Elsku Sigurgeir. Okkur langar að
skrifa nokkrar línur til minningar um
þig.
Það fyrsta sem kemur upp í huga
okkar er þegar við komum í heimsókn
til Jóhönnu þá sastu alltaf í sama
stólnum og spilaðir Hotel California á
SIGURGEIR
GUÐJÓNSSON