Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Háhraðasítenging
við Netið
ÖKUFERÐ fimm manna fjöl-
skyldu á leið frá Reykjavík til
Sauðárkróks fékk heldur kulda-
legan endi í fyrrakvöld þegar fjöl-
skyldufaðirinn missti stjórn á
bílnum í krapa
með þeim af-
leiðingum að
bíllinn fór út
af veginum og
hafnaði í hné-
djúpu vatni í
gömlum árfar-
vegi Blöndu.
Enginn slas-
aðist og allir
héldu ró sinni
á meðan beðið
var hjálpar.
Fólkið ákvað að halda kyrru
fyrir þar til hjálp bærist enda gat
það með engu móti séð hversu
djúpt vatnið var umhverfis bílinn.
Hermann Ívarsson, varðstjóri
hjá lögreglunni á Blönduósi, fékk
tilkynningu um óhappið um
klukkan 20 og var mættur á vett-
vang í stígvélum skömmu síðar.
Ólíkt vinnubrögðum annars Hún-
vetnings fyrr á tíð, Grettis sterka,
sem nennti ekki að gera tvær
ferðir að því er hann bar mæðg-
urnar á Sandhaugum á öðrum
handleggnum yfir Eyjardalsá, fór
Hermann fimm ferðir með Skag-
firðingana og skilaði öllum þurr-
um að landi. „Ég óð bara út í og
hugsaði um að ná fólkinu út
strax,“ sagði Hermann. „Bíllinn
var 20 til 30 metra frá vegkant-
inum og það gekk vel að bjarga
fólkinu. Maður hefði getað leitt
það í land en það var svosem
ástæðulaust að bleyta það meira
en orðið var,“ sagði hann. „Ég
tók þá ákvörðun að bera það
bara. Það var nóg á þau lagt að
lenda í ánni án þess að þau færu
að vaða í land líka,“ sagði varð-
stjórinn.
Tók fimm
manna
fjölskyldu
á bakið
Hermann Ívarsson
FRÆGASTA rokksveit Norður-Ír-
lands, Ash, mun hita upp fyrir hina
vinsælu Coldplay á tónleikum sem
fram fara í Laugardalshöll fimmtu-
dagskvöldið 19. desember. Miðasala
á tónleikana hefst 18. nóvember.
Chris Martin, söngvari Coldplay,
segist í samtali við Morgunblaðið
hlakka mikið til tónleikanna, þar sem
Ísland hafi verið draumastaðurinn
fyrir jólatónleika sveitarinnar.
Ash hitar upp
fyrir Coldplay
Ash/46
SAMSTAÐA var um það á fé-
lagsfundi heilsugæslulækna í gær að
vera áfram undir kjaranefnd þótt úr-
skurður kjaranefndar sem felldur
var í síðustu viku um kjör heilsu-
gæslulækna feli ekki í sér þá kjara-
bót sem þeir höfðu vonast eftir. Í dag
funda heilsugæslulæknar með Jóni
Kristjánssyni heilbrigðisráðherra
þar sem farið verður yfir úrskurðinn
og áhrif hans á einstaka hópa.
„Þótt við séum óánægð með ýmis
atriði þarna teljum við á þessu stigi
að það sé enn á valdi ráðherra og
kjaranefndar að bæta úr. Ráðherra
hefur lýst yfir að hann hafi verið að
bíða eftir þessum úrskurði og nú
þegar hann liggur fyrir kemur í ljós
að hann er ekki sú lausn sem heilsu-
gæslulæknar vonuðust eftir.
Hann leysir ekki vanda þeirra
lækna sem eru búnir að segja upp og
telja læknar á höfuðborgarsvæðinu
að úrskurðurinn feli í sér kjara-
skerðingu,“ segir Þórir Kolbeinsson,
formaður Félags íslenskra heimilis-
lækna.
Ekki búið að ná lendingu
Alls mættu 54 félagsmenn af 180 á
fundinn, sem haldinn var síðdegis í
gær. „Það var góð samstaða á fund-
inum. Farið var yfir úrskurðinn og
menn skiptust á skoðunum um
hann,“ segir Þórir. „Í úrskurðinum
er gerð tilraun til að samræma föstu
launin við laun sérfræðinga á sjúkra-
húsunum en gjaldskrár- og vakta-
hlutinn er ekki samræmdur og er
það stóri gallinn við þennan úrskurð
að okkar mati. Kjaranefnd skilur eft-
ir hópa í uppnámi, eins og þá lækna
sem hafa sagt upp, unglækna og
lækna á höfuðborgarsvæðinu. Það er
ekki búið að ná lendingu.“
Heilsugæslulæknar á höfuðborg-
arsvæðinu hafa áður fengið greidda
yfirvinnu fyrir álag í starfi sem hefur
nú verið felld niður og þegar það hef-
ur verið tekið með í reikninginn telja
þeir að í besta falli standi þeir í stað.
Segir Þórir að sú leið sem boðið er
upp á í úrskurðinum, að hafa samsett
laun, það er 80% á föstum launum og
20% á afkastahvetjandi launakerfi,
virðist ekki koma vel út fyrir lækna
og menn virðist sammála um að sú
leið sé óhagstæð.
Heilsugæslulæknar munu funda
með ráðherra klukkan 14 í dag. „Við
höfum sagt að ábyrgðin á þessu
vandamáli og hugsanlega úrræði séu
á valdi ráðherra,“ segir Þórir. Hann
segir að læknar muni með ráðherra
fara yfir úrskurðinn og áhrif hans á
kjör heilsugæslulækna. „Þar að auki
viljum við ræða við hann þessa rétt-
inda- og jafnræðisbaráttu sem við
höfum staðið í,“ segir Þórir.
Heilsugæslulæknar verða
áfram undir kjaranefnd
Á NÆSTUNNI hefst viðamikið fjöl-
þjóðlegt rannsóknaverkefni sem
hlotið hefur liðlega 172 milljóna
króna styrk frá framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins. Mun þetta
vera eitt stærsta verkefni undir
stjórn íslenskrar stofnunar sem
ESB hefur styrkt. Dr. Ólafur S.
Andrésson, sérfræðingur í lífefna-
fræði við Tilraunastöð HÍ í meina-
fræði á Keldum, átti frumkvæði að
verkefninu, sem nefnist EUKE-
TIDES.
Meginmarkmið þess er að beita
erfðatækni á fjölbreytilegar og van-
nýttar lífverur úr hópi flétta, sveppa
og þörunga til að framleiða marg-
vísleg verðmæt efni, sérstaklega
svonefnd fjölketíð, einkum fyrir
lyfjaiðnaðinn. Heildarfjárfesting í
verkefninu samsvarar tæpum 350
milljónum króna.
Íslendingar
stýra fjölþjóð-
legu verkefni
Erfðatækni/26–27
endur fyrirtækisins. Kaupin geti því
hvorki verið skuldbindandi fyrir
Orkuveituna né þá eigendur sem ekki
samþykktu ráðstöfunina.
Samkvæmt sameignarsamningi
Orkuveitu Reykjavíkur þarf OR að fá
fyrirfram samþykki allra eignaraðila
ætli fyrirtækið að gangast í ábyrgðir
eða skuldbindingar sem fara fram úr
5% af höfuðstól OR. Andri telur að
fjárhagslegar skuldbindingar vegna
kaupanna nemi a.m.k. 5,3% af eigin
fé, líkt og það var bókfært í lok síðasta
árs. Samkvæmt sameignarsamning-
um beri að miða við eigið fé fyrirtæk-
isins í lok næstliðins árs. Bókfært eig-
ið fé OR hafi 31.12. 2001 verið 34.934
milljónir en Orkuveitan hafi í sínum
reikningum miðað við eigið fé 1.1.
ANDSTÆÐ sjónarmið koma fram í
lögfræðiálitum sem Reykjavíkurborg
og Garðabær hafa látið gera um kaup
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á ljós-
leiðarakerfi Línu.Nets fyrir 1,8 millj-
arða króna.
Kemst Hjörleifur Kvaran borgar-
lögmaður að þeirri niðurstöðu að ekki
hafi verið nauðsynlegt að fá fyrirfram
samþykki allra eignaraðila Orkuveit-
unnar fyrir þeim skuldbindingum
sem kaup fyrirtækisins höfðu í för
með sér. Andri Árnason hæstaréttar-
lögmaður, sem vann greinargerð um
málið fyrir bæjarstjórn Garðabæjar,
telur aftur á móti að skuldbindingar
Orkuveitunnar á árinu séu komnar
yfir 5% og því hafi stjórn Orkuveit-
unnar átt að bera kaupin undir eig-
2002, 38 milljarða króna.
Borgarlögmaður segir í sínu áliti að
þar sem sameignarfyrirtækið Orku-
veita Reykjavíkur hafi ekki tekið til
starfa fyrr en 1. janúar 2002 sé ekki
hægt að byggja á bókfærðu eigin fé
OR í lok næstliðins árs, eins og sam-
eignarsamningurinn kveði á um.
„Þess í stað verður að mínu mati að
miða við stofnefnahagsreikning
Orkuveitu Reykjavíkur sem lá fyrir
við stofnun sameignarsamningsins,“
segir í áliti borgarlögmanns.
Þá segir hann að kaupsamningur-
inn feli í sér nýjar skuldbindingar að
fjárhæð 1.350 m.kr. Kaupverðið sé
1.758 m.kr. en það hafi annars vegar
verið greitt í hlutabréfum í LN, að
verðmæti 408 milljónir, og hins vegar
með yfirtöku skulda að fjárhæð 1.350
m.kr. Andri telur aftur á móti að þó að
hluti af ljósleiðarakerfinu sé greiddur
með hlutabréfum sé um skuldbind-
ingu að ræða upp á 1.758 m.kr.
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar-
stjóri Garðabæjar, segist telja álit
borgarlögmanns takmarkað að því
leyti að hann líti eingöngu til fjárfest-
ingar OR vegna ljósleiðara Línu.-
Nets. Telur Ásdís Halla að borgarlög-
maður hefði átt að líta á allar
skuldbindingar OR á árinu. Segist
hún ekki sjá betur en að skuldbinding
OR sé þegar komin yfir 5% af höf-
uðstól OR, hvort sem miðað er við
31.12. 2001 eða 1.1. 2002.
Ósammála um hvort eigendur OR hafi þurft að samþykkja kaup á ljósleiðara
Andstæð álit lögmanna
Orkuveitan/10
♦ ♦ ♦
TOG- og netabáturinn Sigurvon RE-64 strandaði í
innsiglingunni í Sandgerðishöfn klukkan 22.30 í
gærkvöldi, en náðist af strandstað undir mið-
nættið og lagðist að bryggju í Sandgerði. Sex
menn voru um borð og var ekki talin hætta á ferð.
Skipið hallaðist talsvert á strandstað en áhöfn á
björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein tókst að
setja taug í skipið og draga það af strandstaðnum.
Ekki var vitað um skemmdir á skipinu í gær-
kvöldi. Þyrlur Landhelgisgæslunnar og Varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli voru við æfingar á
nálægum slóðum og voru í viðbragðsstöðu en ekki
þurfti aðstoð þeirra við björgunaraðgerðir.
Sigurvon er 140 tonna stálbátur, smíðaður árið
1974.
Losnaði af strandstað við Sandgerði
Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson
Sigurvon lagðist að bryggju um miðnættið í gærkvöldi eftir hálfa aðra klukkustund á strandstað. Stýrisbúnaður bátsins hafði laskast.