Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝJAR hugmyndir að deiliskipulagi Rafha-reitsins svokallaða í Hafnar- firði voru kynntar á fundi í Hafnar- borg á mánudag. Hugmyndirnar fela í sér að íbúðum er fækkað úr 126 í 95 en íbúar telja ekki komið nægjan- lega mikið til móts við óskir sínar. Í febrúar síðastliðnum voru íbúum í grennd við umræddan reit kynntar tillögur að deiliskipulagi hans sem gerðu ráð fyrir fjórum fimm hæða fjölbýlishúsum. Þessar tillögur mættu mikilli andstöðu en eftir nokkrar breytingar voru þær sam- þykktar til auglýsingar. Að sögn Hafdísar Hafliðadóttur skipulagsstjóra lét Skipulags- og byggingasvið bæjarins vinna nýjar tillögur í kjölfar þeirra athugasemda sem bárust á auglýsingatímanum en þær lúta að því að umfang bygging- anna er minnkað og íbúðum fækkað. Það er arkitektastofan Batteríið sem hefur hönnum reitsins með höndum. „Menn eru að reyna að finna út úr hvernig eigi að bregðast við því og það er ekki komin niðurstaða í því ennþá,“ segir hún. Hún segir tvær umræðutillögur hafa verið kynntar á fundinum á mánudag en þær geri ráð fyrir að íbúðum sé fækkað úr 126 í 95. Önnur tillagan geri ennþá ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum sem yrðu fjögurra til fimm hæða en fimmta hæðin yrði einungis í formi þakíbúðar. Þá sé fremsta blokkin á reitnum einni hæð lægri eða þriggja til fjögurra hæða. Hin tillagan sýni þrjár byggingar á reitnum í stað fjögurra en á hinn bóginn séu þessi þrjú hús öll fullar fimm hæðir. Hafdís undirstrikar að ennþá sé einungis um vangaveltur að ræða og ekkert hafi verið samþykkt í þessum efnum. Málið var til umræðu á fundi Skipulags- og byggingaráðs í gær en afgreiðslu þess var frestað. Ekki nægilega róttækar breytingar Elín Gylfadóttir, íbúi við Öldugötu í Hafnarfirði sem liggur að reitnum, var meðal fundargesta á mánudag. „Ég held að það sé óhætt að segja að það hafi verið almenn óánægja með- al íbúa á þessum fundi,“ segir hún. „Það var talað um að þarna væri hreinlega verið að draga okkur á asnaeyrunum því þetta eru nánast sömu tillögurnar og áður.“ Hún segir íbúum ekki finnast nógu róttækar breytingar hafa verið gerðar á tillögunum, sérstaklega hvað varðar íbúðafjöldann. „Fólk hefur áhyggjur af umferð, hávaða- mengun og öðru sem af þessu hlýst. Menn velta því til dæmis fyrir sér hvað gerist þegar umferðarþunginn eykst á Lækjargötunni og það kem- ur að því að það þarf að breikka hana, sem er nokkurn veginn fyr- irsjáanlegt. Verður þá fyllt upp í tjörnina? Það eru svona hlutir sem fólk er að velta fyrir sér.“ Hún segir tillögu hafa komið fram á fundinum frá einum íbúanna um að sameina þessar tvær hugmyndir í eina og hafa blokkirnar þrjár en þó hæðinni lægri. „Það væri lending sem ég held að fólk gæti sætt sig við þótt það sé ekkert hamingjusamt með þetta. Þar væri sannarlega farið bil beggja.“ Nýjar hugmyndir um skipulag Rafha-reitsins kynntar fyrir íbúum Teikning/Batteríið Önnur hugmyndanna sem kynntar voru á fundinum á mánudag en hún gerir ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum sem yrðu þrjár til fimm hæðir. Hin tillagan gerði ráð fyrir þremur húsum sem yrðu fullar fimm hæðir hvert. Íbúðum fækkað og hús lækkuð Hafnarfjörður BYGGINGARLEYFI, sem skemmtistaðnum Kaupfélaginu var veitt í nóvember í fyrra fyr- ir starfsemi sinni á Laugavegi 3, hefur verið fellt úr gildi. Í úr- skurði úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingarmála segir að ákvörðun hafi verið haldin veru- legum annmörkum. Hún hafi ekki átt sér stoð í deiliskipulagi svæðisins auk þess sem hún hafði í för með sér óviðunandi röskun á högum kærenda. Það voru Félagsíbúðir iðn- nema sem kærðu málið til nefndarinnar en félagið hefur rekið leiguíbúðir fyrir iðnnema á Laugavegi 5. Segir í frétta- tilkynningu frá stjórn félagsins að íbúðirnar hafi staðið auðar í tæpt ár vegna hávaðamengunar frá Kaupfélaginu. Nú sé hins vegar unnið að því að koma íbúðunum í útleigu á ný. Í forsendum úrskurðar- nefndarinnar segir meðal ann- ars að byggingarleyfið hafi í upphafi ekki verið reist á lög- mætum grundvelli og máls- rannsókn vegna þess hafi verið áfátt. „Þá hafi ákvörðunin ekki getað átt sér stoð í deiliskipu- lagi svæðisins að óbreyttu. Að auki hafi hún haft í för með sér óviðunandi röskun á högum kærenda. Þykja þessir ágallar svo verulegir að fella beri hið umdeilda ákvæði úr gildi.“ Byggingar- leyfi fellt úr gildi Miðborg SKÆR barnasöngur hljómar af öll- um svölum og upp af gólfinu. Það er lagið Óskasteinninn sem fyllir salinn samkvæmt vali fimm ára leikskólabarna úr hverfinu og er ekki annað að heyra en að allur textinn sé á sínum stað. Borg- arstjórinn og vinir hennar hafa hins vegar valið Kvæðið um fuglana en þegar skólastjórinn tilkynnir að Ég er vinur þinn úr Disney-myndinni Leikfangasögu hafi orðið hlut- skarpast í kosningu krakkanna sjálfra fer kurr um salinn. „Jessssss,“ heyrist í öllum hornum og það vantar ekki undirtektirnar þegar söngurinn hefst. Það er greinilega fútt í því að syngja þetta lag. Við erum stödd í Laugarnesskóla á morgunsöngstund en þennan dag eru nákvæmlega 51 ár frá því að ákveðið var að taka morgunsöng- inn upp í skólanum. Að þessu sinni blaktir íslenski fáinn að húni utan við skólann enda hátíð í bæ. Það er verið að halda upp á útkomu söng- bókar og geisladiska með undirleik við öll lögin í bókinni en ráðist var í útgáfuna í tilefni af 50 ára afmæli morgunsöngsins í fyrra. Átti að auka aga í skólanum „Það er með ólíkindum hvað þessi viðburður hefur eflst í gegn um árin,“ segir Helgi Grímsson skólastjóri og upplýsir að morg- unsöngnum var komið á laggirnar til að auka aga og skapa hefðir í skólanum. Það var Ingólfur Guðbrandsson, þáverandi kennari í skólanum, sem lagði eftirfarandi til á fundi í Kenn- arafélagi Laugarnesskóla 22. októ- ber 1951: „Fundurinn leggur til að það nýmæli verði tekið upp í skól- anum að nemendur komi saman daglega í sal skólans til söngs. Skal ríkt eftir því gengið að allir nem- endur komi þar fram af fyllstu virð- ingu og háttvísi.“ Ingólfur sjálfur stjórnaði svo morgunsöngnum fyrstu árin af mikilli röggsemi. „Það var mikil harka í þessu og bekkir jafnvel kall- aðir upp á svið og látnir syngja ein- söng ef þeir stóðu sig ekki í ag- anum,“ segir Helgi og brosir. Þó ekkert sé hægt að kvarta und- an aganum hjá börnunum í dag við sönginn má þó segja að umgjörðin sé öllu nútímalegri og þótt yngstu skólastrákarnir eigi svolítið erfitt með að standa í beinni röð á meðan sungið er fá þeir ekkert bágt fyrir. Ekki bara kall á skrifstofu sem skammar krakkana Enda segir Helgi að morg- unsöngurinn uppfylli mörg önnur markmið en bara að halda aga þótt það sé vissulega ennþá stór þáttur. „Þetta skapar samkennd því við komum hér öll saman á hverjum degi. Þetta kennir okkur líka fjöl- mörg sönglög og eflir sönglistina sem er mjög gott því söngurinn er ekki eins ríkur þáttur í tónmennta- kennslu og hann var áður. Svo er þetta ómetanlegt tækifæri fyrir skólastjóra að vera sýnilegur í skól- anum en ég stjórna morg- unsöngnum. Maður er ekki bara einhver kall sem er lokaður inni á skrifstofu og kallað er til þegar þarf að skamma einhvern. Þannig að þetta er eitt dýrmætasta tæki sem skólastjóri hefur til að vera í jákvæðum samskiptum við nemend- urna.“ Sem fyrr segir völdu krakkarnir í skólanum lag til að syngja þennan daginn og var það gert með lýðræð- islegri kosningu. Að sögn Helga er svo ekki alla jafna. „Það er tónmenntakennarinn, Sigríður Ása Sigurðardóttir, sem velur lögin og hún reynir að hlera hvaða lög börnunum finnst gaman að syngja. Á hinn bóginn erum við líka að kenna þeim ákveðna söngva og reynum þess vegna að hafa góða blöndu. Stundum þarf að kenna þeim lögin og þá er söngurinn svo- lítið lágróma til að byrja með. En þau eru langoftast mjög dugleg að syngja.“ Útgáfuhátíð í tilefni af 50 ára afmæli morgunsöngsins í Laugarnesskóla „Langoftast mjög dugleg að syngja“ Laugarneshverfi Morgunblaðið/Jim Smart Morgunsöngnum var komið á laggirnar til að efla aga í skólanum enda þarf vænan skammt af slíku til að geta staðið kyrr í röð á meðan á söngstundinni stendur. Krakkarnir virtust þó ekkert eiga í vandræðum með það. Það vantaði ekkert upp á undirtektirnar hjá krökkunum, sérstaklega ekki þegar Vinalagið úr Disney-myndinni Leikfangasögu var sungið. Að þessu sinni var lagið valið með lýðræðislegri kosningu krakkanna í skólanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.