Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 15 VALGERÐUR H. Bjarnadóttir for- maður leikhúsráðs Leikfélags Akur- eyrar sagðist á aðalfundi félagsins í fyrrakvöld vera jafnsannfærð nú og hún hafi verið í febrúar síðastliðnum um að val leikhúsráðs á leikhús- stjóra væri rétt og stæðist öll lög. Þorsteinn Bachmann var valinn úr hópi umsækjenda um stöðuna, en annar umsækjandi, Hrafnhildur Hafberg, kærði ráðninguna. Valgerður sagði að sér þætti afar leitt ef Leikfélag Akureyrar þyrfti að gjalda þess að formaður leikhús- ráðs væri jafnframt í forsvari fyrir jafnréttismál í landinu og kannski ekki síður þátttakandi í stjórnmála- lífi bæjarins. Valgerður er fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu og sit- ur í bæjarstjórn fyrir Vinstrihreyfinguna Grænt framboð. Málatilbúnaður til kominn vegna starfs og stjórnmálaþátttöku „Hugsanlega hefði þessi kæra komið fram hver sem embættinu gegndi, en á því leikur enginn vafi að umfjöllunin um málið og hluti málatilbúnaðarins af hálfu fjölmiðla og hugsanlega líka þeirra sem um málið fjalla á vegum hins opinbera, er til kominn vegna starfs míns og stjórnmálaþátttöku. Því get ég ekki breytt héðan af,“ sagði Valgerður. Hún sagðist hins vegar sannfærð um að valið hefði verið rétt og stæð- ist lög. Nú færi í hönd meðferð dómstóla á málinu og það myndi taka á sig, aðra fulltrúa í leikhúsráði, stjórn LA og starfsfólk og ekki síst leikhús- stjórann. „Sumum kann að þykja rétt að ég víki úr sæti formanns við þessar aðstæður. Það þætti mér hins vegar ákveðinn heigulsháttur, eflaust léttir fyrir mig en ekki rétt gagnvart leikfélaginu og starfsfólki þess,“ sagði Valgerður. Hún kvaðst vilja standa fast að baki þeim leik- hússtjóra sem hún hefði tekið þátt í að ráða og gaf því áfram kost á sér til formennskunnar. Valgerður var endurkjörin formaður leikhúsráðs á fundinum sem og aðrir í stjórn. Hún sagði stjórnina tilbúna að stýra fleyinu til hafnar í gegnum flóknar samningaviðræður sem framundan væru við ríki og bæ um framlög til félagsins, fjárhagskreppu, húsnæð- isskort og dómsmál. Valgerður nefndi að nýráðinn leikhússtjóri tæki við góðu listrænu búi, en hvað fjárhaginn varðar væri ekki um að ræða neina drauma- stöðu. Samningar rynnu út um ára- mót og líkt og tíðkaðist á Íslandi væri fólk langt á eftir síðustu stundu í samningsgerðinni. Metnaðarfullt leikár og afmælissýning hefðu kost- að sitt og kassinn væri tómur. Erfitt væri að gera áætlanir þegar ekki lægi fyrir hvort til yrðu peningar fyrir framkvæmdum og þá hve mikl- ir. Framundan eru framkvæmdir við Samkomuhúsið, byggð verður ný búningsaðstaða og einnig verður sett lyfta í húsið. Framkvæmdirnar ásamt lagfæringum umhverfis húsið og viðhaldi á ytra byrði þess tækju tíma og myndu raska starfseminni verulega. Húsinu yrði lokað 1. apríl á næsta ári og til loka þess árs. Starfseminni yrði haldið uppi í öðr- um húsum bæjarins á meðan. Morgunblaðið/Kristján Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við Samkomuhúsið og verður því af þeim sökum lokað frá 1. apríl á næsta ári til ársloka. Formaður leikhúsráðs Leikfélags Akureyrar um val á leikhússtjóra Sannfærð um að valið var rétt og stenst lög Morgunblaðið/Kristján Valgerður H. Bjarnadóttir, formað- ur leikhúsráðs LA, telur að félagið hafi goldið þess að hún sé í forsvari fyrir jafnréttismál í landinu sem og stjórnmálaþátttöku sína í bæj- arstjórn. VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað fimm manna verk- efnisstjórn sem hefur það hlut- verk að gera tillögu til ráðherra um stefnumörkun byggðaáætl- unar fyrir Eyjafjörð. Í verkefnisstjórninni eiga sæti Sigmundur Ernir Rúnars- son ritstjóri, formaður, Björn Snæbjörnsson, formaður Ein- ingar-Iðju, Hilda Jana Gísla- dóttir, kennari og fjölmiðla- maður, Laufey Petrea Magnúsdóttir, áfangastjóri MA, og Jón Helgi Pétursson sparisjóðsstjóri Grenivík. Starfsmenn verkefnisstjórnar- innar eru þeir Baldur Péturs- son, iðnaðarráðuneyti og Guð- mundur Guðmundsson, Byggðastofnun. Stefnumörkuninni á að fylgja tillaga að framkvæmdaáætlun þar sem fram kemur hver beri ábygð á framkvæmd einstakra verkefna, áætlun um kostnað þar sem það á við og tímasetn- ing einstakra verkefna. Óskað er eftir því að verk- efnastjórnin skili greinargerð um framvindu verksins til ráð- herra tvisvar á ári en miðað er við að verkefninu ljúki í árslok 2004. Stefnumörkun byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð Fimm manna verk- efnisstjórn skipuð ÍBÚUM á Akureyri fjölgaði um rúmlega 50 manns fyrstu níu mánuði ársins, samkvæmt yfirliti frá Hag- stofunni um búferlaflutninga. Að- fluttir til bæjarins voru 890 á tíma- bilinu en brottfluttir 836 og er munurinn 54. Á Norðurlandi eystra fækkaði íbúum en brottfluttir af svæðinu voru 1.532 fyrstu níu mán- uði ársins en aðfluttir 1.490 og er munurinn 42. Af tuttugu sveitarfélögum á Norð- urlandi eystra fjölgaði íbúum í sex sveitarfélögum á tímabilinu en fækk- aði í öðrum sveitarfélögum, m.a. um 50 manns í Húsavíkurbæ. Íbúum í Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði, Sval- barðsstrandarhreppi, Keldunes- hreppi og Þórshafnarhreppi fjölgaði á tímabilinu. Aðfluttir í Dalvíkurbyggð voru 121 en brottfluttir 96 og er munurinn 25 manns. Í Ólafsfirði voru aðfluttir 52 en brottfluttir 48, í Svalbarðs- strandarhreppi voru aðfluttir 38 en brottfluttir 33 á tímabilinu. Í Hrís- eyjarhreppi voru hins vegar brott- fluttir umfram aðflutta 15 talsins, í Þingeyjarsveit 14, í Hörgárbyggð 9, í Grýtubakkahreppi 8, í Grímsey 5 og í Eyjafjarðarsveit 4. Búferlaflutningar fyrstu 9 mánuði ársins Akureyringum fjölgaði um rúm- lega 50 manns DJASSTRÍÓIÐ B3 leikur á heitum fimmtudegi í Deiglunni fannað kvöld, fimmtudagskvöldið 24. októ- ber. Það er skipað Agnari Má Magn- ússyni, orgel, Ásgeiri Ásgeirssyni, gítar og Erik Qvick, trommur, en þeir eru allir kennarar við Tónlistar- skóla FÍH. Tríóið hefur starfað saman í rúmt ár og leikur hefðbundna djasstónlist í bebop-anda. Tríóið lék á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust við góðar und- irtektir að því er fram kemur í til- kynningu um tónleikana og kemur nú á næstunni út geisladiskur með tónlist þess. Á næsta ári er svo áætl- að að fara í tónleikaferð til Svíþjóðar auk þess að taka upp nýjan geisla- disk. Í tónleikaferð sinni norður leik- ur tríóið á skólakynningum fyrir framhalds- og háskólanemendur á Akureyri og heldur stutt námskeið í Tónlistarskólanum á Akureyri. Að- göngumiðaverð á tónleikana í Deigl- una er almennt 1.200 krónur, en helmingi lægra fyrir félaga Jazz- klúbbs Akureyrar og skólafólk. B3 í Deiglunni RÚNAR Sigurpálsson tryggði sér titilinn hraðskákmeistari Skák- félags Akureyrar með sigri á Hausthraðskákmótinu sem lauk um helgina. Þeir Guðmundur Gíslason og Björn Ívar Karlsson veittu hon- um harða keppni en Rúnar hafði að lokum betur eftir einvígi við Guð- mund. Björn Ívar mátti sætta sig við þriðja sætið og þeir Halldór Brynjar Halldórsson og Sigurður Eiríksson komu svo í næstu sætum. Þáttakendur voru 16. Jón Heiðar Sigurðsson, 11 ára strákur úr SA, tók þátt í lands- keppni barna við Noreg á Netinu um helgina. Jón stóð sig vel, fékk 3 1/2 vinning úr 5 skákum og var í sig- urliði Íslands. Rúnar hrað- skákmeistari                          !                                                          !   !" "   # $ !   "#    #  $ %  & ' (  #  #          (  $ #    ) *   #   +,)   ) -./0  1./0 '   2    %     #     # $   4  $ 5$   #  #  $     %    $  & !$      ''( )*((       Til sölu eða leigu Nú er til sölu eða leigu 361,8 fm húsnæði í götuhæð á besta stað í miðbæ Akureyrar. Stórir gluggar á móti miklum umferðargötum tryggja mikið auglýsingagildi eignarinnar. Húsnæðið hentar undir hvers konar verslunar- eða þjónustustarfsemi. Allar frekari upplýsingar veittar á Fasteignasölunni BYGGÐ Strandgötu 29 s. 462-1744 og 462-1820 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.