Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VARLEGA verður að fara í að selja orkuframleiðslu landsins í stóriðju- framkvæmdir erlendra stórþjóða. Ef þær græða ekki á fyrirtækjun- um verða þau lögð niður án tillits til þeirra Íslendinga sem hafa við þau atvinnu og standa þeir þá atvinnu- lausir. Athugaðir verða aðrir mögu- leikar til að hagnýta orkuna, t.d. með því að leggja rafgirðigar út á hafið í veg fyrir smáfiskatorfur. Þær verða leiddar að landi í voga eða kvíar. Þaðan verður fiskurinn fluttur á færiböndum í verksmiðjur. Sumt af honum verður unnið í not- hæf matvæli en annað í fóður fyrir eldisfisk, hænsni, svín og annað búfé. Veiðar á fiskiskipum verða alveg lagðar niður, skipin seld og kvót- arnir leigðir útlendingum. Fiskrækt verður stóraukin alstaðar þar sem skilyrði eru til slíks. Sú framleiðsla mun fullnægja neyslu Íslendinga og þar að auki vera til útflutnings. Landbúskapur verður endurreist- ur með því að byggja aftur upp bú- skap á þeim jörðum sem farið hafa í eyði síðan á aldamótum. Búskap- urinn verður tæknivæddur og líf- ræn ræktun höfð í öndvegi. Búin verða fjármögnuð með einhverju af milljarðaeignum stórgróðafyrir- tækja. Það verður að vera með það góðum kjörum að búin standi óstudd og þurfi enga frekari styrki. Jarðhiti verður gjörnýttur til ræktunar og orkuframleiðslu. Inn- lend ávaxta- og matjutaframleiðsla verður næg fyrir neysluþörf þjóð- arinnar og þar að auki afgangur til útflutnings. Menntun þjóðarinnar verður efld og auk þess þjónusta við sjúka og aldraða. Þjóðarbúið aflar sér tekna með leigu á veiðiheimildum og út- flutningi á eldisfiski og landbúnað- arafurðum, ferðaþjónustu sem verð- ur stórefld með meira skipulagi og bættri aðstöðu. Sérstaklega verða þjóðartekjur auknar með útflutn- ingi á hugverkum á ýmsum sviðum. Þetta verður verkefni okkar ágætu alþingismanna að koma í framkvæmd. Ég trúi því að þeir muni standa sig vel. Að lokum vil ég óska þess af heil- um hug, að þeir taki á engan hátt þátt í hernaðarátökum annarra þjóða en vinna í þess stað af alefli á móti þeim illvíga hernaði sem hér er háður gegn þjóðinni með sölu og dreifingu áfengra drykkja og ann- arra eiturlyfja. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON frá Húsafelli. Hugleiðing um þjóð- arbúskap Íslendinga Frá Kristleifi Þorsteinssyni: VÆGAST sagt furðulegt bréf þitt í Morgunblaðinu 19. október hrein- lega neyðir mig til að benda þér á nokkur atriði sem þér eru greini- lega hulin. Í fyrsta lagi er gjörsam- lega óþolandi að hlusta á magnveiði- menn eins og þig þykjast vera náttúruunnendur. Þetta er alveg sama sagan og með skipstjórann sem þykist vita að nóg sé af fiski í sjónum bara af því að hann era að fá’ann, engin rök engar staðreyndir. Rjúpan er í lægð, á því er enginn vafi. En sé hún í lægð sökum veiða (sem enginn veit neitt um) er hún ekki í lægð út af sportveiðimönnum „á blöðrujeppum með marghlæður“ eins og þú talar um heldur mönnum eins og þér sem eru að skjóta sama magn á ári og 40 til 60 venjulegir (sport) veiðimenn til samans. Hver er þá vargur? Í öðru lagi: „Ef ganga ætti vel um rjúpnastofninn er okkur atvinnu- skyttum miklu betur treystandi, því viðgangur hans er okkar hagur.“ Ég held ekki. Ef útgerðarmenn fengju að ráða fiskveiðum væri al- veg öruggt að ekki væri einn einasti þorskur eftir á Íslandsmiðum, því að peningar ráða þar eins og á flest- um sviðum. Þú talar um að þið af gamla skólanum hafið bara skotið á sitjandi rjúpur og þú virðist bara ánægður með það, og helst fleiri en eina í skoti. Þetta stangast á við alla veiðisiðfræði og þykir hvergi í heiminum til fyrirmyndar enda má færa fyrir því rök að fleiri fuglar særist með því móti. Eina ástæðan fyrir þessum gamla og ljóta sið er sú að menn voru að spara skotin hér aður fyrr ekki að hugsa um náttúr- una og blýmengun enda hefur blý- mengun lítil sem engin áhrif í þurr- lendi, nær hefði verið að hugsa um skaðann sem sauðfé hefur valdið með ofbeit. Þá talar þú um skotfimi og skot- anýtingu.Þú ert varla dómbær á slíka hluti ef þú skýtur bara á sitj- andi fugla.Annars get ég sagt þér það frá manni sem þekkir málið að 3–6 skot á fugl heyrir til undantekn- inga og þá hjá byrjendum en er þó mannúðlegra og líklegra til árang- urs en að tíma bara einu skoti á hóp. Að lokum þetta: ég fer til rjúpna á mínum „blöðrujeppa“ vegna þess að ég bý ekki í afdal og treysti mér bara ekki að ganga í gegnum Reykjavík með byssu á öxl og þaðan til heiða. „Drápsfýsnin“ mín er sú sama og þín og heitir veiðieðli og er ein af frumþörfum mannsins. Með fyrirfram þökk og virðingu fyrir góðum sportveiðimönnum. ÖRN JOHNSON, Háaleitisbraut 105, Reykjavík. Til Indriða á Skjald- fönn og annarra magnveiðimanna Frá Erni Johnson:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.