Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT 5.30 , 8 og 10.30. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Bridget Jones’s Diary.“ Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi. Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4. m. ísl. tali. Kl. 4 og 6. m. ísl. tali  HL Mbl Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. „DREPFYNDIN“ ÞÞ. FBL Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Nicholas Cage hefur aldrei verið betri! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. .  SK RadíóX Sýnd kl. 5.50 og 8. Bi. 16. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGUHANNIBAL LECTER anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES harvey KEITEL emily WATSON mary-louise PARKER philip seymour HOFFMAN 2 VIKUR Á TOP PNUM Í USA Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B. i. 16. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SV Mbl  HK DV  SK RadíóX STAÐFEST hefur verið að norður- írska rokksveitin Ash mun hita upp fyrir Coldplay á tónleikum þeirra síðarnefndu í Laugardalshöll, fimmtudaginn 19. desember næst- komandi. Ash hefur áður leikið í Höllinni en sveitin kom hingað til lands árið 1995 er lagið „Girl from Mars“ tröll- reið vinsældalistum. Fyrir stuttu kom út smáskífusafnið Intergalactic Sonic 7"s og hefur það vakið tals- verða eftirtekt, enda Ash alltaf ver- ið mikið smáskífuband. Ash hefur verið meðal helstu rokksveita Bret- lands síðasta áratuginn. Sveitin hef- ur gefið út þrjár breiðskífur 1977. Sala miða hefst mánudaginn 18. nóvember í verslunum Skífunnar. Miðaverð í stæði er 4.400 kr. en í stúku 5.500 kr. og er hámark miða á einstakling 10 stk. Tónleikar Coldplay og Ash verða haldnir í samstarfi við Íslandsbanka, Svarta kortið frá VISA og FM 95,7. Coldplay lék síðast í fullri Laug- ardalshöll í ágúst 2001 og hafði Morgunblaðið eftir Chris Martin, söngvara Coldplay, að þeir sveit- armenn geti vart beðið eftir því að leika aftur fyrir íslenska aðdáendur. „Við hlökkum það mikið til tón- leikanna að þið mynduð ekki trúa því. Okkur langaði til að halda jóla- tónleika á einhverjum sérstökum stað og þar sem flest öll uppáhalds- tónlistin okkar kemur frá Íslandi, auk þess sem uppáhaldsfólkið okkar er þaðan, er þetta alveg kjörið. Auk þess eru drykkirnir á Kaffibrennsl- unni þeir bestu í heiminum!“ Ash-liðar heimsækja landann eftir sjö ára hlé. Jólatónleikar Coldplay í Höllinni Ash hitar upp Chris Martin: „Okkur langaði til að halda jólatónleika á einhverjum sérstökum stað.“ ROKKSVEITIN góðkunna Dead Sea Apple hefur starfað í áratug og er enn að, hálfu kraftmeiri en áður. Á næstunni kemur út ný plata sem ber heitið Dead Sea Apple og er sú þriðja í röðinni. Þeir félagar segja að það hafi stað- ið til síðan í apríl að gefa vænt- anlega plötu út, en vinnu við hana lauk ekki fyrr en í júlí. Grunnarnir og gítarar voru reyndar teknir upp í september á síðasta ári í hljóð- veri Rásar 2 og ætlunin var að hafa plötuna hráa og lifandi. Þegar kom að því að fara að vinna ofan á grunnana segjast þeir þó hafa vilja vanda vel til verks og því tók lengri tíma en upphaflega var ætl- að að ljúka við plötuna. „Það má þó ekki skilja þetta sem svo að við höfum setið við mánuðum saman, við unnum þetta í stuttum vinnu- lotum eftir því sem tími gafst og með góðum fríum á milli; tókum þann tíma sem þurfti, það var eng- in pressa á að klára verkið á ein- hverjum fyrirfram ákveðnum tíma.“ Þeir segja að þeir séu ekki að fara ótroðnar slóðir á nýju plöt- unni, hún sé í flestu dæmigerð Dead Sea Apple skífa. „Það er þó meiri yfirvegun á henni, en við vorum ekki í neinum sérstökum pælingum þegar við settum hana saman, völdum bara bestu lögin úr þeim sem áttum tilbúin.“ Aðspurð- ir um hvað hafi orðið til þess að þeir gerðu plötu núna segja þeir að það hafi einfaldlega verið gott safn af lögum til og tímabært að koma þeim á plast, „losa um svo hægt sé að koma nýjum lögum að“. Eins og nefnt er í upphafi hefur Dead Sea Apple starfað í áratug og er langt í frá að gefa upp önd- ina. Þessi tíu ár hafa verið býsna ævintýraleg og meðal annars lagði sveitin talsverða vinnu í spila- mennsku ytra og var um tíma komin með samning um plötuút- gáfu vestan hafs í hendurnar. „Þetta hefur verið upp og ofan og við höfum lært af góðu og slæmu, en í heildina hefur þetta verið mjög ánægjulegur tími, enda hefðum við ekki nennt að standa í þessu ef það hefði ekki verið gam- an. Það mótlæti sem við höfum þó mætt hefur heldur ekki haft nein sérstök áhrif á okkur þar sem við höfum þekkst frá því í barnaskóla og erum góðir vinir fyrir utan hljómsveitina.“ Undanfarið hafa sumir þeirra félaga flutt út á land, sem þeir segja að komi vitanlega til með að hafa áhrif á æfingar, en ekki eigi það eftir að spilla starfi sveitarinn- ar sem nokkru nemur, menn sendi einfaldlega hugmyndir á milli og séu þeim mun duglegri þegar þeir komi saman. „Þannig átti síðasta vika að vera tiltölulega róleg, við ætluðum bara að spila á Airwaves en svo byrjaði fólk að hringja og við spiluðum föstudag og laugar- dag helgina áður og þriðjudags- kvöldið eftir það, þannig að það er næg eftirspurn.“ Airwaves er aðallega ætlað til að kynna íslenskar hljómsveitir fyrir erlendum fyrirtækjum og þess eru dæmi að hljómsveit hafi fengið samning í gegnum það að útsend- ari útgáfu sá viðkomandi hljóm- sveit spila á hátíðinni. Þeir Dead Sea Apple-félagar segjast þó ekki hafa gert sér neinar vonir um að ná eyrum eins eða neins. „Við spil- um ekki neitt öðruvísi á Airwaves en þegar við erum að spila á Gauknum á mánudagskvöldi, þetta er bara sama fjörið,“ segja þeir ákveðnir. „Það á ekki að hengja alla drauma á Airwaves, menn eiga bara að reyna að vera þeir sjálfir. Eitt af því sem þessi tíu ár hafa skilið eftir sig er að við höfum áttað okkur á því um hvað þessi útgáfubransi snýst og kippum okk- ur ekkert upp við það þó að ein- hver komi að máli við okkur og segist vera frá erlendri útgáfu, það þarf meira til.“ Hvar verður svo Dead Sea Apple eftir tíu ár? „Við verðum hérna á Mogganum að tala um nýjustu plötuna okkar,“ segja þeir félagar að lokum og skella uppúr. Morgunblaðið/Kristinn Ævintýralegur áratugur Þriðja breiðskífa Dead Sea Apple kemur út á næstu dögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.