Morgunblaðið - 23.10.2002, Page 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 33
gítarinn. Svo þegar við stelpurnar
vildum vita hvað eitthvert lag hét, þá
var nóg að raula lagið og þú vissir allt
um það. Oft fengum við að heyra
skemmtilegar sögur og gullmola um
söngvara og hljómsveitir sem þú sagð-
ir okkur frá.
Svo gleymir maður aldrei hvað þú
varst alltaf í góðu skapi og alltaf til í að
gera allt fyrir okkur, eins og þegar þú
keyrðir okkur upp í sumarbústað 11.
október og kvaddir okkur með bros á
vör og sagðir „skemmtið ykkur vel
stelpur mínar“ og tókst utan um Jó-
hönnu, þá datt okkur aldrei í hug að
þetta væri í seinasta skiptið sem við
fengjum að sjá þig.
Það er ekki heldur hægt að komast
hjá því að hugsa um hvað Jóhanna og
Sigurgeir voru heppin að eiga svona
góðan föður. Við erum því þakklátar
að hafa þekkt þig í þessi ellefu ár.
Við vottum Örnu, Jóhönnu og Sig-
urgeiri okkar dýpstu samúð og megi
Guð geyma ykkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Helga, Lára og Elísabet.
Í dag kveð ég vin minn Geira. Við
Geiri kynntumst fyrir um 20 árum eða
um það leyti sem hann var að byrja að
vinna hjá Smith og Norland og urðum
við fljótt góðir vinir. Það var gott að
koma og versla við Geira því hann var
einstaklega þægilegur maður og vildi
allt fyrir alla gera. Oft lagði maður á
sig aukakrók til þess eins að versla við
hann. Oftar en ekki barst talið út fyrir
fagið og þá gjarnan um tónlist eða
veiði. Hann hafði einstaka frásagnar-
hæfileika og gat sagt frá ótrúlegustu
hlutum á skemmtilegan hátt enda dró
hann að sér marga sem vildu versla
við hann. Fljótlega í okkar kynnum
fórum við að veiða saman og var farið í
nokkrar veiðiferðir á hverju sumri.
Hin síðari ár var eingöngu um flugu-
veiði að ræða. Það var mjög gaman að
sýna flugur eftir hann enda vöktu þær
mikla athygli fyrir það hversu fallegar
og vel hnýttar þær voru og við veiði-
félagarnir sönnuðum það einnig
hversu vel veiddist á þær. Maður á eft-
ir að sakna nærveru Geira, einkum þó
veiðiferðanna, sem eins og hann sagði
sjálfur einhvern tímann, snerust um
félagana, veiði, tónlist og góðan mat. Í
okkar eintölum kom það vel í ljós hve
fjölskyldan skipti hann miklu máli og
tók hann fullan þátt í því sem börnin
voru að gera.
Geiri var mikið ljúfmenni og sást
aldrei skipta skapi. Hann var traustur
maður og vinur vina sinna. Kæri vin-
ur, þín er sárt saknað.
Arna, Jóhanna Margrét og Sigur-
geir Örn, við Kristín sendum ykkur og
aðstandendum innilegustu samúðar-
kveðjur og megi Guð vera með ykkur.
Jón Jónsson.
Hann Geiri vinur minn og veiði-
félagi er dáinn. Minningar um ótal
samverustundir og ekki síst veiðitúra
koma upp í hugann og erfitt að hugsa
til þess að við höfum farið í okkar síð-
ustu veiðiferð saman. Geiri hafði
ómældan áhuga á stangveiði og naut
þess að spjalla um veiðiár, fiska og
ekki síst flugur sem hann hnýtti af
mikilli snilld. Það brást ekki að hann
kom alltaf með nýjar flugur í hverja
veiðiferð sem hann gaukaði að okkur
veiðifélögum sínum og bað okkur að
prófa. Ef það veiddist fiskur á fluguna
þá kom það í hlut þess sem veiddi að
skíra hana. Geiri var sérlega þægileg-
ur í samvistum, skapgóður og rólegur
og voru það ekki síst þeir eiginleikar
sem gerðu hann að svo góðum félaga
sem raun var.
Á árbakkanum var hann listamaður
að kasta flugunni, að ná réttu reki og
réttum hraða og öllum þessum smáat-
riðum sem skipta svo miklu máli.
Bleikjan var hans uppáhaldsfiskur og
var það töfrum líkast að fylgjast með
þegar hann dró hverja bleikjuna á
fætur annarri á land á meðan við hinir
urðum ekki varir. Hann var alltaf boð-
inn og búinn að gefa góð ráð og hjálpa
okkur sem vorum minni spámenn á
þessu sviði. Ekki var hann síður lið-
tækur í veiðihúsinu og þá við eldavél-
ina, þar sem hann töfraði fram góm-
sæta rétti af ýmsu tagi og fengu þeir
að njóta sem nærri voru.
En nú er Geiri farinn yfir á hinar ei-
lífu veiðilendur þar sem allar ár eru
fullar af fiski og alltaf rétta veiðiveðr-
ið.
Ég sendi eiginkonu hans Örnu og
börnunum Jóhönnu Margréti og Sig-
urgeiri Erni mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Páll Stefánsson.
Elsku Geiri.
Takk fyrir allt saman, hlýjuna, hug-
ulsemina og kærleikann sem þú gafst
af þér til okkar. Sæl elskurnar voru
orðin þín þegar þú komst og fórst.
Nærvera þín var svo góð og einlæg, þú
náðir til allra á hvaða aldri sem þeir
voru með áhugasömu tali og frábærri
kímnigáfu. Við geymum allar góðu
minningarnar í hjörtum okkar, úr
sumarbústaðaferðum, heimsóknum,
jólaboðum og matarboðum. Þú varst
svo fjölhæfur og hafðir mörg áhuga-
mál, veiðiferðir og fluguhnýtingar,
ferðalög og svo varstu fábær kokkur
sem við fengum vel að njóta. Þú varst
svo stoltur eiginmaður og faðir, óspar
á hrósyrði á þau og aðra, einnig fengu
synir okkar að njóta þess sama.
Geiri, þú varst einstaklega góður
maður.
Elsku Arna, Jóhanna Margrét og
Sigurgeir, megi guð varðveita ykkur
og styrkja í ykkar miklu sorg.
Arna Jóna og Sveinn.
Ég kynntist Sigurgeir fyrst fyrir
nokkrum árum, báðir búsettir hér í
Árbæjarhverfi. Fannst maðurinn
bráðskemmtilegur í kynningu.
Sigurgeir hafði þekkingu á ólíkum
þáttum náttúru og sögu, kom ekki að
tómum kofum hjá honum hvort sem
var saga Rómaveldis, Neró keisari eða
lífríki urriðans. Veiðar voru eitt
áhugamála, smitaði áhuginn og sögur
hans komust á flug. Antiveiðisportisti
eins og ég hreifst af náttúrulýsingum í
fjarlægum ám og vötnum. Skynjaði
eðli og einveruþörf náttúrubarnsins.
Birtist eitt sinn á þröskuldinum hjá
mér með kippu af vænni bleikju,
skelltu þessu á grillið, maður. Varð ein
af þessum máltíðum sem ekki gleym-
ast.
Á tímabili vorum við strætókallar
sátum og skeggræddum menn og mál-
efni. Og þegar fullt var í vagninum sat
hann oftlega í ytra sætinu og frátók
sæti fyrir mig, ávallt glaðlyndur og
með smitandi lífsfjör. Þau hjónin voru
höfðingjar heim að sækja, lífsnautnir í
hófi og með suður-amerískan Parta-
gas og koníaksdreitil í glasi komumst
við langt á einni kvöldstund. Ferða-
sögur, veiðisögur, gömlu rokkgrúpp-
urnar þekkti hann út í hörgul. Gítar-
sólóin ódauðlegu kunni hann mörg
enda liðtækur á gítarinn. Standsettum
íbúðina og var hann þá haukur í horni
við það sem viðkom rafmagni og raf-
tækjum, enda rafvirki og vann sem
sölumaður í faginu.
Fyrir mér var hann frekar lífs-
kúnstner, náttúrubarn sem sótti kraft
og styrk í íslenska náttúru. Það er því
þungbært að hann skuli hrifinn burt í
blóma lífsins. Fórnarlamb númer 29 í
umferðarómenningu okkar á árinu,
hver er næstur? Fannst það óraun-
verulegt og absúrd tíðindi, hlaut að
vera einhver misskilingur eða nafna-
brengl.
Ískaldur veruleikinn hefur síðan
náð yfirhöndinni, sorg og depurð
vegna fráfalls þessa góða vinar hefur
umlukið tilveruna. Ég veit og trúi að
einhverntíma hittumst við aftur á víð-
áttum eilífðarinnar, við kyrra tjörn sé
ég hann fyrir mér í græna vaxjakka-
num og með kippu af vænni bleikju
býður hann okkur til kvöldverðar.
Elsku Arna, Jóhanna Margrét og Sig-
urgeir, innilegustu samúðarkveðjur
okkar allra.
Valur, Ósk og fjölskylda.
Elskuleg móðir okkar,
SIGRÚN GYÐA ERLENDSDÓTTIR,
sambýlinu Gullsmára 11,
Kópavogi,
lést á heimili sínu laugardaginn 12. október
síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Sigríður Steina Rögnvaldsdóttir,
Þórdís Rögnvaldsdóttir,
Sigríður Bára Rögnvaldsdóttir,
Ragnheiður Lilja Benediktsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KARL HAFSTEINN PÉTURSSON,
Hátúni 12,
Reykjavík,
lést aðfaranótt þriðjudagsins 22. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hermann Karlsson, Guðrún Elísabet Jóhannsdóttir,
Bryndís Karlsdóttir, Þórður Baldursson,
Dagný Karlsdóttir, Unnsteinn B. Eggertsson,
Sverrir Karlsson, Guðlaug Vestmann,
Viðar Karlsson, Halla Valgerður Haraldsdóttir
og barnabörn.
Eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir
og afi,
ÖGMUNDUR FRIÐRIK HANNESSON,
Stórholti 35,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtu-
daginn 24. október kl. 13.30.
Ragnhildur Sigurjónsdóttir,
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, Kristinn Tómasson,
Ögmundur Kristinsson,
Þorkell Kristinsson,
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, sonur, afi
og bróðir,
JÓNAS M. GUÐMUNDSSON,
Flúðaseli 50,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi sunnu-
daginn 20. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Suphan Lamai.
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
KJELD OLAV M. NIELSEN,
Norðurgötu 7,
Siglufirði,
andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn
15. október.
Bálför hefur farið fram.
Rut Ólafsdóttir, Ingimar Bjarnarson
og barnabörn.
Eiginmaður minn,
ERLENDUR GUÐMUNDSSON,
Heiðmörk 62,
Hveragerði,
lést föstudaginn 18. október.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Anna S. Egilsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SALBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
22. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigríður M. Markúsdóttir, Hjörtur Gunnarsson,
Jón Markússon, Sigurbjörg Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín, móðir mín og tengdamóðir,
GUÐLAUG ELIMUNDARDÓTTIR,
Rauðalæk 8,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtu-
daginn 10. október sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Ólafur Kristjánsson,
María Helena Ólafsdóttir, Jón Þórðarson.
Ástkær sonur okkar og bróðir,
ÁSBJÖRN STEFÁN HELGASON,
Goðaborgum 10,
Reykjavík,
lést föstudaginn 18. október.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 30. október kl. 13.30.
Birna Björnsdóttir,
Helgi Ásgeirsson,
Ingi Þór Ólafsson,
Jón Ragnar Helgason,
Bjarndís Hrönn Helgadóttir,
Helga María Helgadóttir.