Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 49
ÞÓ að Airwaves sé að baki heldur
færeysk-íslenska tónlistarhátíðin
Fairwaves áfram af fullum krafti.
Næstu uppákomur verða sem hér
segir:
Miðvikudagskvöld
Rokksveitin góðkunna Clickhaze
með Eivöru Pálsdóttur í broddi fylk-
ingar leikur á Grand Rokk kl. 22.
Einnig leika Pan Man (meðlimir úr
Pornopopp). 800 kr. inn.
Fimmtudagskvöld
Rokkbrjálæðingarnir í Krít spila
ásamt kraftrokkurunum í Stjörnu-
kisa.
Hefst kl. 22 og kostar 500 kr. inn.
Föstudagur
Clickhaze leika í beinni útsend-
ingu á Rás 2 kl. 15.
Föstudagskvöld
Krít leika á harðkjarnakvöldi
Unglistar í Tjarnarbíó ásamt fjölda
íslenskra sveita. Þar á meðal Rea-
per, Citizen Joe, Myrk, Lack of
Trust og I Adapt.
Laugardagskvöld
Fairwaves slitið með stórtónleik-
um í gamla Austurbæjarbíói. Fram
koma Clickhaze, Krít og fleiri.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 49
www.sambioin.is
Sýnd kl. 4 og 6. Vit 441.
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
DV
Kvikmyndir.com
1/2
SK.RadioX
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12. Vit 427
GH Kvikmyndir.com
SG. DV HL. MBL
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4 og 6. B.i. 12. Vit 433
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER.
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
SV. MBL
2
VIK
UR
Á T
OPP
NUM
Í US
A
Frábær gamanmynd gerð eftir samnefndri
metsölubók Rebekku Wells sem sló svo
rækilega í gegn í Bandaríkjunum.
Leyndarmálið er afhjúpað
Leyndarmálið er afhjúpað
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES
harvey
KEITEL
emily
WATSON
mary-louise
PARKER
philip seymour
HOFFMAN
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Vit 457
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Sýnd í lúxussal kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit 458
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
HK. DV
Kvikmyndir.com
Ó.H.T. Rás2
1/2
SV. MBL
HJ Mbl
1/2 HK DV
1/2 Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 14. Vit 427
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. Vit 455
1/2
Kvikmyndir.is MBL
Sýnd kl. 3.50. Ísl tal. Vit 429
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 12. Vit 444
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 455
DV
Sýnd kl. 6. B.i. 12. Vit 433
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
HK DV
SK RadíóX
SV Mbl
JASPER Fforde sló í gegn með
fyrstu bók sinni um bókmenntalög-
reglukonuna Thursday Next sem lifir
í heimi harla frá-
brugðnum okkar.
Í heimi Thursday
Next snýst lífið
meira og minna
um bókmenntir,
handrit bóka eru
með mestu dýr-
gripum, menn
berjast oft upp á
líf og dauða fyrir
minningu látinna
rithöfunda og svo má telja. Ekki að
furða þótt bókavini langi að líta þar
inn. Fleira er framandlegt, þar á með-
al vaða uppi draugar og aðrar forynj-
ur, mammútar eru til vandræða, fólk
heldur dódófugla sem gæludýr og
Neanderdalsmenn keyra strætó,
enda hefur einræktun náð mun hærra
stigi en í okkar heimi, enn sem komið
er að minnsta kosti.
Í fyrri bókinni fékkst Thursday
Next við hinn illa Acheron Styx en
eins og menn muna lauk bókinni með
því að Styx féll fyrir hendi Next, eða
hvað; í nýrri bók um ævintýri lög-
reglukonunnar knáu, Lost in a Good
Book, bendir margt til þess að Styx sé
enn á ferðinni, í það minnsta eru Next
gerð ýmis tilræði, hvert öðru harka-
legra. Þegar við bætist að hún þarf að
glíma við illa stjórnendur Golíat risa-
fyrirtækisins, sem ræður því sem það
vill í krafti stærðar sinnar, kemst hún
heldur en ekki í hann krappan.
Fforde er sérlega hugmyndaríkur
höfundur og langtífrá að hann sé bú-
inn með geggjaðar fléttur og flækjur;
heimurinn sem hann segir frá verður
æ skemmtilegri því meira sem maður
fregnar af honum og segir sitt að les-
anda finnast alls kyns furðufyrirbæri
100% rökrétt í samhengi sögunnar.
Fforde leikur sér mikið með bækur
og bókmenntir í nýju bókinni ekki síð-
ur en í hinni fyrri og skemmtileg við-
bót er einskonar safn þar sem saman
eru komnir allir frumtextar bóka sem
komið hafa út og mikið af textum sem
aldrei komust í útgáfu fyrir ýmsar
sakir. Bendir margt til þess að það
verði næsti vinnustaður Thursday
Next sem gefur skemmtilegar vís-
bendingu um framtíðarafrek hennar,
en bókinni lýkur svo að augljóst að
framhald er væntanlegt sem er vel.
Lost in a Good Book stendur prýði-
lega ein og sér en betur fer þó á því að
lesa The Eyre Affair fyrst, enda er
ýmislegt skýrt þar sem staðið getur í
lesendum seinni bókarinnar, en það
fer þó vitanlega eftir þanþoli ímynd-
unar hvers og eins.
100% rökrétt
furðufyrirbæri
Lost in a Good Book eftir Jasper Fforde.
371 síðu kilja sem New English Library
gefur út 2002.
Árni Matthíasson
Forvitnilegar bækur
MARTA Lovísa Noregsprinsessa á
von á fyrsta barni sínu og Ari Behns
eiginmanns síns en þau giftu sig fyr-
ir tæpu ári.
Marta Lovísa, sem er 31 árs, afsal-
aði sér titlinum „konungleg hátign“
og einnig lífeyri frá höllinni, áður en
hún gifti sig, og sagðist vilja frelsi til
að sinna sínum áhugamálum og
reka umboðsfyrirtæki sem hún á.
Von er á barninu í lok apríl eða í
byrjun maí. Í tilkynningu frá norsku
konungshöllinni segir að hinni verð-
andi móður líði vel og ekki sé búist
við neinum vandamálum.
Marta Lovísa er frumburður Har-
alds Noregskonungs og Sonju
drottningar. Yngri bróðir hennar,
Hákon, er hins vegar ríkisarfinn þar
sem norska stjórnarskráin gerði
ekki ráð fyrir því að konur gætu
orðið þjóðhöfðingjar þegar Marta
fæddist. Stjórnarskránni hefur síð-
an verið breytt en erfðaröðinni ekki.
Reuters
Foreldrarnir verðandi gengu í það
heilaga 24. maí síðastliðinn.
Marta Lovísa
á von á barni
Nóg um að vera
á næstunni
Eivör Pálsdóttir á sviði með Clickhaze.
Fairwaves 16.–26. október
ÍSLENSKT kvenfólk virðist njóta
mikilla vinsælda meðal aðstandenda
bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinn-
ar The Sopranos. Í þættinum sem
sýndur var ytra í fyrrakvöld voru
það ekki íslenskar flugfreyjur sem
héldu Tony Soprano félagsskap
heldur kvenkyns persóna sem sögð
er vera Ungfrú Reykjavík.
Samkvæmt heimildum Fréttavefj-
ar Morgunblaðsins fékk þessi per-
sóna að segja eina setningu í þætt-
inum sem hljóðaði eitthvað á þá leið
að það væri vissulega satt að Ísland
væri eldfjallaeyja. Ungfrú Reykja-
vík var á nærbuxum einum fata þeg-
ar hún birtist í Soprano-þættinum.
Stúlkan átti að heita Þórey Jóhann-
esdóttir eða Thorey Johannesdottir,
eins og það var skrifað á listann yfir
leikarana í lok þáttarins.
Á frétt CNN kemur fram að aðdá-
endur hafi orðið fyrir miklum von-
brigðum með nýjustu þættina. Á
skilaboðaskjóðum á Netinu sjáist at-
hugasemdir á borð við: „Biðum við í
eitt og hálft ár eftir ÞESSU?“
Með íslensk-
ar konur á
heilanum
Reuters
„Veljum íslenskt!“ virðist vera orð-
ið einkunnarorð Tonys og félaga.
Soprano-fjölskyldan