Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á ÁRSFUNDI Starfsgreinasam- bandsins var samþykkt ályktun um fiskvinnslu og sjávarútvegsstefnu. Þar segir: „Til að sátt skapist um fiskveiðistjórnunarkerfið krefst Starfsgreinasambandið þess, að út- gerðum verði gert að skila yfirráða- réttinum yfir auðlindinni í áföngum. Þannig verði snúið við þeirri óeðli- legu eignatilfærslu með tilheyrandi búseturöskun sem orðið hefur á síð- ustu áratugum og tryggð á ný eðli- leg endurnýjun í atvinnugreininni“. Á öðrum stað segir: „Leyfa ber fjárfestingar útlendinga til upp- byggingar í fiskvinnslu, en jafn- framt þurfa að vera skýrar reglur og lög sem tryggi að fullu hagsmuni Íslendinga og að auðlindin verði áfram í eigu þjóðarinnar, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Ís- lands.“ Hér eru mikil tíðindi á ferð. Þarna tala einum rómi fulltrúar 40.000 félagsmanna í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Skýr stefnumörkun Á undanförnum árum hefur flókin umræða um lífríkið í hafinu, fisk- veiðistjórn, eignarhald og hagræð- ingu í útgerð og jafnvel hagsmuni fyrirtækja á einstökum stöðum ver- ið stefnumörkun hagsmunasamtaka sem þessara fjötur um fót. Umræða síðustu missera, þróun í sjávarútvegi og ákvarðanir um sam- runa fyrirtækja að undanförnu hef- ur skýrt myndina og skerpt sameig- inlegan skilning á eðli einkaeinok- unarinnar sem ríkir í sjávarútveg- inum. Menn sjá að samruni fyrir- tækja í sjávarútvegi byggist á skammtímahagsmunum hlutabréfa- eigenda en ekki hag þjóðarinnar eða fólksins í sjávarbyggðunum. Og nú gerir fólkið í landinu sem vinnur við fiskinn, þjónustuna og iðnaðarstörfin, samstiga einfaldar og skýrar kröfur. Þær eru um þrjú gríðarlega mikilvæg málefni. Að út- gerðin skili fiskveiðiréttindunum í áföngum. Að eignarhald þjóðarinnar verði tryggt til frambúðar. Að fiskvinnsl- an fái sömu stöðu gagnvart erlend- um fjárfestum og aðrar atvinnu- greinar. Auðlindin verði ekki seld úr landi Það er athyglisvert að samhliða kröfunni um að fiskveiðiréttindun- um verði skilað í áföngum gerir Starfsgreinasambandið kröfu um að fiskvinnslan verði sett jafnfætis annarri atvinnustarfsemi hvað varð- ar fjárfestingar útlendinga en teng- ir það um leið kröfunni um að eign- arhald þjóðarinnar á auðlindinni verði tryggt til frambúðar. Efling fiskvinnslunnar er eðlilega hjartansmál þessa fólks sem hefur horft upp á atvinnutækifærin ýmist gufa upp eða flytjast út á sjó á und- anförnum árum. Erlent fjármagn þykir sjálfsagður drifkraftur í öðr- um atvinnugreinum og gæti skipt sköpum við endurreisn landvinnslu þar sem hún hefur lagst niður. Fiskvinnsla og útgerð eru meira og minna samtvinnuð hér á landi. Þess vegna er það jafnframt eðli- leg og nauðsynleg krafa eigi að leyfa erlendar fjárfestingar í sjávar- útvegi, að það haldist í hendur við að auðlindin verði endurheimt til þjóðarinnar. Ef þess verður ekki gætt fengju íslenskir kvótakóngar möguleika á að selja auðlindina úr landi eins og hendi væri veifað. Þetta minnti Kristján Ragnarsson á fyrir fáum dögum þegar hann mælti gegn því að erlendu fjármagni yrði hleypt inn í sjávarútveginn, en það eru fáir sem þekkja sína menn og fjálsa framsalið betur en hann. Mikilvægt framlag til kosningabaráttu Allar hljóma kröfur Starfsgreina- sambandsins í takt við tillögur Sam- fylkingarinnar um stjórn fiskveiða og stefnu hennar gagnvart fisk- vinnslu og útgerð. Með frumvarpi okkar samfylkingarmanna eru kröf- urnar um innköllun fiskveiðiréttind- anna og að sameign á auðlindinni verði tryggð uppfylltar og það ryður brautina fyrir því að leyfa erlendar fjárfestingar í útgerð. Þeir sem hafa tekið þátt í baráttunni gegn gjafa- kvótanum geta fagnað því að hún er að bera árangur. Framlag Starfsgreinasambands- ins til pólitískrar umræðu um sjáv- arútvegsmálin nú í aðdraganda kosninga er afar mikilvægt. Afl slíkra samtaka og atbeini styrkir baráttuna og eykur bjart- sýni á árangur. Kosningavetur fer í hönd. Foringjar stjórnarflokkanna lofuðu sátt um þessi mál fyrir fjór- um árum en sviku þau loforð. Í kosningabaráttunni verður tek- ist á um þetta mál og þar ræðst hvort þjóðin veitir þeim stjórmála- öflum umboð sem vilja endurheimta auðlindina eða hinum sem hafa lagt sig fram um að koma henni end- anlega í hendur örfárra fjármagns- eigenda. Starfsgreinasambandið gegn gjafakvótanum Eftir Jóhann Ársælsson „…samruni fyrirtækja í sjávarútvegi byggist á skammtíma- hagsmunum hlutabréfa- eigenda en ekki hag þjóðarinnar eða fólksins í sjávarbyggðunum“. Höfundur er alþingismaður. ÞAÐ er merkilegt að opinber um- ræða um myndlist á Íslandi skuli allt- af snúast upp í karp um hver fær að sýna í hvaða sölum og hvort er betra málverk eða konsept. Undantekning frá þessu var umræðan um Feneyja- tvíæringinn í fyrra sem þó endaði með því að falla um sjálfa sig m.a. vegna þess að þáverandi mennta- málaráðherra skildi ekki kjarna málsins. Og núna eru menn aftur farnir að rífast um málverk og kons- ept eða þar til sami blaðamaður og hóf umræðuna um Feneyjatvíæring- inn skrifaði Reykjavíkurbréf 29. sept- ember og gerði tilraun til að beina henni í annan farveg. Fríða Björk Ingvarsdóttir hefur sýnt í skrifum sínum í Morgunblaðið að hún er vel að sér um listheiminn en þó er ekki annað hægt en taka undir með Braga Ásgeirssyni sem bendir á (Morgun- blaðið 12. október) að það er langt frá því að starfsemi og stefnumótun er- lendra listastofnana eigi sér stað án átaka og deilna. Átökin snúast ekki eingöngu um það hvaða listamenn eru útilokaðir frá æðstu stofnunum, þær snúast einnig um áherslur í sýn- ingarhaldi og rekstur viðkomandi stofnunar. Og ef það er einhver myndlistarstofnun sem ræða þarf al- varlega um hér á Íslandi er það List- safn Íslands. Það er löngu kominn tími til að taka hlutverk og rekstur þeirrar stofnunnar til alvarlegrar endurskoðunnar, ekki síst í ljósi þeirra umræðnn sem farið hafa fram undanfarið um að koma hér á fót al- þjóðlegum myndlistartvíæringi. Það má ýmislegt segja um Lista- safn Íslands en það má byrja á því að spyrja hvers vegna safnið virðist aldrei hafa séð sér hag í því að líta á myndlist sem virkt afl í menningu þjóðarinnar. Það hefur ekki litið á það sem skyldu sína að gera íslenska myndlistarsögu að lifandi sögu með því að sýna íslenska myndlist frá ýmsum hliðum, draga fram nýja þætti, setja þá í samhengi og sýna lif- andi listasköpun alvöru áhuga þótt sú sköpun sé safneign og saga framtíð- arinnar. Safneignin hefur vissulega verið sýnd aftur og aftur í tíð Ólafs Kvaran en hún er alltaf sett fram á sama hátt enda engin endurnýjun verið í rannsóknum á íslenskri lista- sögu og engin ný sjónarmið komið fram frá því Björn Th. skrifaði sína bók. Það er því engin furða þótt sýn- ingar á safneign Listasafns Íslands fari framhjá flestum og séu illa sóttar. Ein af stefnum safnstjórans er að gera Listasafn Íslands að safni ís- lenskrar myndlistar fyrir 1960. Hann myndi vilja að Listasafn Reykjavíkur sæi um að sinna myndlistinni eftir 1960. Næðu þessar hugmyndir fram að ganga, sem vonandi verður aldrei, væri gengið af safninu dauðu. Sam- felld saga myndlistariðkunar á Ís- landi er ekki mikið eldri en 100 ára og því út í hött að ætla sér að einangra þjóðarsafnið við fyrstu 60 árin. Ég er sammála Braga þegar hann segir að íslensk söfn eigi að hlúa að ís- lenskri myndlist en íslensk myndlist er ekki sjálfsprottin. Jafnvel þótt verk okkar myndlistarmanna séu okkar saga varð íslensk myndlist til í samhengi við útlönd og hún verður áfram til í samhengi við útlönd og er- lenda listasögu. Samhengið við er- lenda myndlist hefur alltaf skipt máli og heldur áfram að gera það nema við hættum að eiga samskipti við önnur lönd. Við eigum því ekki að vera hrædd við að bera okkur saman við góða myndlist hvaðan sem hún kem- ur og því síður að óttast erlend áhrif og strauma. Þeir eru er allt í kringum okkur og betra að læra að bera kennsl á þá en afneita þeim Ein af ástæðunum fyrir því að sam- tímalist hefur setið á hakanum í starf- semi Listasafns Íslands er sú að safn- ið telur sig hafa efni á því að vanrækja samband sitt við gras- rótina. Það telur sig til dæmis geta leyft sér að hundsa starfsemi á borð við þá sem fer fram í Nýlistasafninu. Þá hefur safnið ekki heldur litið á það sem hlutverk sitt að rækta sambönd við erlenda sýningarstjóra, stofnanir og listamenn með svipuðum hætti og Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur gert. Listasafn Íslands er hvergi á kortinu sem alvöru nútíma- né sam- tímalistasafn þótt það fái ýmislegt í gegn út á það að vera þjóðarlistasafn. Þannig gerðist það fyrir tæpum tveimur árum að safninu bauðst að taka við sýningu sem þá var í und- irbúningi hjá Pompidou-safninu í París. Sýningin heitir Sonic Process og var opnuð 16. október síðastliðinn. Sýningarstjórinn, Christine van Assche, yfirmaður nýmiðladeildar Pompidou-safnsins, hafði heyrt af Airwaves-tónlistarhátíðinni og datt í hug að sýningin gæti átt erindi til Ís- lands. Safnstjóri Listasafns Íslands hafði engan áhuga á þessari sýningu þótt hann fæli mér að kanna hvað hún myndi kosta. Kostnaðurinn við að taka á móti Sonic Process hefði ekki verið undir 10 milljónum króna eða svipaður og það kostar fyrrverandi sendiherra Dana á Íslandi að koma upp sýningu á íslenskum málverkum í Danmörku. Húsakynni Listasafns Íslands eru alltof lítil fyrir jafnstóra sýningu og Sonic Process en 10 millj- ónir króna eru smápeningar miðað við hvað það á eftir að kosta að setja upp alþjóðlegan myndlistartvíæring í Reykjavík. Eftir Margréti Elísabetu Ólafsdóttur „Við eigum því ekki að vera hrædd við að bera okkur sam- an við góða myndlist hvaðan sem hún kemur og því síður að óttast erlend áhrif og strauma.“ Höfundur er fagurfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri listaverka- og sýningardeildar Listasafns Íslands. Listasafn Ís- lands og alþjóð- legt samhengi ÍRASKIR borgarar hafa verið undir mikilli áþján og soltið heilu hungri í valdatíð Saddams Husseins og er nú svo komið að talið er að eitt af hverjum fimm börnum í land- inu þjáist af viðvarandi næringar- skorti. Hér á Vesturlöndum hefur ríkt ákveðin tilhneiging til að varpa sökinni á þessu ástandi á vestræn ríki og viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á Írak. Vissulega má til sanns vegar færa að viðskiptabann- ið hafi þrengt að íraskri alþýðu. Það er hins vegar fullljóst öllum þeim sem vilja vita, að stærsta þáttinn í því hörmulega hlutskipti sem írask- ir þegnar búa við í dag á Íraks- forseti sjálfur. Írak, SÞ og mannréttindi Stuttu eftir innrás Írakshers í Kúveit samþykkti öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna ályktun sem kvað á um víðtækar viðskiptaþvinganir á þjóðina sem m.a. beindust að inn- flutningi ýmissa nauðsynjavara. Við það bætist að heilbrigðisþjónusta er afar bágborin víða um landið sem er í hróplegu ósamræmi við það sem fyrr var er samfélagsþjónusta í Írak var með miklum ágætum. Þá er að- gangur að hreinu vatni takmark- aður víða um land og fæðuöflun erf- iðleikum háð, sem bitnar helst á börnum og gamalmennum. Án tillits til stjórnmálaástands í landinu er ljóst að mörg ár munu líða áður en íraska þjóðin getur sigrast á vanda þessum og mun hún bera ör þessa ástands um langan tíma. Olíuút- flutningur Íraka er ákvarðaður af Sameinuðu þjóðunum á grundvelli áætlunarinnar um „olíu fyrir mat- væli“, sem miðast að því að tryggja Írökum tekjur til að veita þjóðinni nauðsynjavörur. Hafa þessi áætlun og skuldbindingar Íraka verið þver- brotnar af ríkjandi valdhöfum í Bagdad og er ábyrgð þeirra því mikil og reikningsskil óumflýjanleg. Á meðan þjóðin sveltur heilu hungri hafa lífsskilyrði hinnar ráðandi stéttar lítið sem ekkert breyst. Vopnakaup hafa verið efst á for- gangslista ríkisstjórnar Saddams Husseins Íraksforseta og þeim nauðsynjavörum sem fluttar hafa verið til landsins hefur verið beitt sem pólitísku vopni til að kæfa megna andúð alþýðunnar á vald- höfum. Starfsumhverfi alþjóðlegra hjálparstofnana, sem leitast við að koma þeim til aðstoðar sem tæpast standa, er því afar erfitt og bersýni- legt að mannréttindi íraskra þegna eru fótum troðin af stjórnvöldum. Blikur á lofti Ásælni Íraksforseta í gjöreyðing- arvopn er vel kunn. Tilraunir hans til að koma vígvélum sínum undan alþjóðlegum eftirlitsaðilum eru að sama skapi öllum ljósar. Ómögulegt er að treysta orðum, fullyrðingum og loforðum ríkisstjórnar Saddams Husseins og hefur hún fyrir löngu fyrirgert rétti sínum og lögmæti. Við þetta bætist að að undanförnu hafa borist upplýsingar þess efnis að Íraksforseti eigi nána samvinnu við hryðjuverkasamtök sem hafa haft meginstarfsemi sína í Kákasus, Írak, Afganistan og nálægum land- svæðum. Vinnubrögð þessara hryðjuverkasamtaka þekkjum við öll. Nú síðast mátti sjá ummerki þeirra á ferðamannaeyjunni Balí, sem til skamms tíma hefur verið at- hvarf þeirra sem vilja njóta feg- urðar og friðar. Hryðjuverkin þar sýna okkur að hvarvetna má búast við ámóta atburðum. Ábyrgð og afarkostir Af þessu má ljóst vera að úrkost- ir alþjóðasamfélagsins, með Sam- einuðu þjóðirnar í öndvegi, eru æði flóknir nú um stundir. Blikur eru á lofti á sama tíma og áþján írösku þjóðarinnar eykst með degi hverj- um. Hvorki við Íslendingar né aðrir erum óhultir fyrir aðsteðjandi ógn úr þessari átt. Þess vegna get ég ekki með hreinni samvisku mælt á móti þeim hörðu hótunum sem nú beinast gagnvart harðstjórn Sadd- ams Husseins. Í huga Íraksforseta skiljast aðeins afarkostir. Það er ábyrgðarhluti að hóta eða beita valdi, slíkt er ekki gert nema ef öll önnur ráð þrjóta. En að sama skapi er mikil ábyrgð fólgin í því að sitja hjá með hendur í skauti. Írak, áþján og ógnir Eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur Höfundur er alþingismaður. „Hvorki við Íslendingar né aðrir er- um óhultir fyrir aðsteðj- andi ógn úr þessari átt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.