Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er venjulega hrókur alls fagn- aðar, segulkraftur þess og persónutöfrar magnaðir. Það hrífur aðra auðveldlega með sér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samband þitt við nána og vini fyllir þig ánægju og bjartsýni og þú sérð nú að gagnkvæmur stuðningur elskenda er eitthvað það gjöfulasta í lífinu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hópsamstarf leggst vel í þig í dag og reyndu því fyrir alla muni að bæta andrúmsloftið á vinnustað þínum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Jákvæðar bylgjur umlykja þig og því er ánægja þín og léttleiki mikil þessa dagana. Dagurinn verður einkar dægilegur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samstarfshugmyndir falla vel í kramið í fjölskyldunni. Kemur það sér vel því t.d. er að ýmsu að hyggja og dytta að á heimilinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hugmyndirnar velta upp úr þér í dag, og þú sérð að það borgar sig að vera jákvæður en fyllast skelfingu við hverju því sem rekur á fjörur þínar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hugmyndir þínar um að auðgast fjárhagslega eru stórtækar. En ekki óttast að hrinda þeim í framkvæmd. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er eins og allir vilji spjalla við þig í dag. Ekki mun standa á þér í þeim efn- um. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér mun farnast vel í við- ræðum sem þú getur þurft að eiga við embættismenn og forstjóra í dag. Fólk hrífst af færni þinni til að átta þig á heildarmyndinni í stað þess að dveljast við smáatriði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Allt hópsamstarf rennur fram sem lygnt fljót. Munar mestu þolgæði þitt og já- kvæð framkoma sem smitar aðra í kringum þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tillögur þínar um hvernig betur má fara með það sem er úr að spila á vinnustað hljóta góðar undirtektir í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hæfileikar þínir til að leiða samstarf og hvetjandi fram- lag koma jafnvel þér í opna skjöldu. Þú undrast hvað fólk er til í að fylgja þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð fínar hugmyndir um hvernig nota beri sameigin- lega sjóði í dag. Það mun jafnvel leiða til breyttra hug- mynda um forræði yfir öðr- um. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 26. október er áttræð Guðrún Erlends- dóttir, Ægisbraut 6, Blönduósi. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Fé- lagsheimilinu á Blönduósi á afmælisdaginn milli kl. 16– 20. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 23. október, er fimmtugur Þröstur Guðbjartsson, leik- ari og leikstjóri, Barónsstíg 63, Reykjavík. Þröstur verður erlendis á afmælis- daginn. LJÓÐABROT SÍÐKVÖLD Nú sveipa heiðar næturfölva feldi um fætur hægt og döggvast gróin tún. Hnigin er sól, en aftangeisla eldi er ennþá dreift um hæstu fjalla brún. Um sævardjúp á lágum bárum bíður blikfegurð kvölds og vaggar dagsins þraut. Í aftanblævar fylgd mín ljóðúð líður til lags við röðulbjarmans töfraskraut. Kvöldhimins fögur litadýrð er dofnuð og döggva slungið græðis ljósatraf. Hver alda harms er lægð, hver sárkennd sofnuð, hver sorgarelfur tæmd í vordraums haf. Sigurjón Friðjónsson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 De7 5. g3 Rc6 6. Rc3 Bxc3 7. Bxc3 Re4 8. Hc1 d6 9. Bg2 O-O 10. d5 Rb8 11. dxe6 fxe6 12. O-O a5 13. Rd4 Rxc3 14. Hxc3 Ra6 15. Dd2 e5 16. Rc2 Rc5 17. Ha3 Be6 18. b3 c6 19. Hxa5 Had8 20. Re3 Dc7 21. Ha3 Hf6 22. b4 Ra6 23. b5 Rc5 24. bxc6 bxc6 25. Da5 Dxa5 26. Hxa5 Bd7 27. Hd1 Kf8 28. h3 Ke7 29. Ha7 Hc8 30. Rc2 Kf8 31. Rb4 Ke8 32. Rd3 Rxd3 33. Hxd3 Hb8 34. Hb3 Hxb3 35. axb3 Kd8 36. e3 g5 37. b4 h6 38. g4 Kc8 39. Be4 Kd8 40. Kg2 Kc8 41. f3 Kd8 42. Kg3 Be6 43. Bxc6 Bxc4 44. b5 d5 Staðan kom upp í áskorenda- flokki Mjólkur- skákmótsins sem lauk fyrir skömmu á Hótel Selfossi. Steffen Pedersen (2443) hafði hvítt gegn Lenku Ptácníkovu (2224). 45. b6! Hxc6 46. Ha8+ Ke7 47. b7 Hb6 48. b8=D Hxb8 49. Hxb8 og svartur gafst upp. Lokastaða flokksins varð þessi: 1. Jan Votava (2518) 7½ vinning af 9 mögulegum. 2.-3. Jón Viktor Gunnarsson (2369) og Steffen Pedersen (2443) 6½ v. 4. Páll Agnar Þórarinsson (2265) 5. Flóvin Þór Næs (2280) 5 v. 6. Ágúst Sindri Karlsson (2347) 3½ v. 7.-8. Sigurður Páll Stein- dórsson (2211) og Þorsteinn Þorsteinsson (2297) 3 v. 9. Lenka Ptácníková (2224) 2½ v. 10. Guðmundur Kjartans- son (2099) 2 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Í HITA leiksins við græna borðið er mikilvægasta verkefni sagnhafa að draga upp mynd af óséðu höndun- um. Takist það, er sjálf úr- vinnslan oft leikur einn. En til er önnur tegund af brids- þrautum, þar sem allar hendur eru uppi strax í byrj- un. Enskumælandi menn tala um „double dummy“- æfingar, en við höfum kallað þetta þrautir á opnu borði. Á næstu dögum fær lesandinn að spreyta sig á nokkrum slíkum, sem umsjónarmað- ur fann á heimasíðu ítalska bridssambandsins. Norður ♠ ÁK974 ♥ Á3 ♦ 974 ♣842 Vestur Austur ♠ 3 ♠ D2 ♥ DG10987654 ♥ -- ♦ 83 ♦ DG1065 ♣6 ♣KDG1097 Suður ♠ G10865 ♥ K2 ♦ ÁK3 ♣Á53 Suður spilar fjóra spaða og fær út hjartadrottningu. Hvernig á hann að taka tíu slagi? Greining: Sagnhafi horfir á þrjá tapslagi í láglitunum og virðist því hljóta að fara einn niður þegar austur trompar útspilið. Fyrsta hugsunin er sú að hægt sé að ná kastþröng á austur, en við nánari skoðun sést að réttur taktur næst aldrei til þess, jafnvel þótt suður gæti dúkkað lauf einu sinni. Aust- ur mun alltaf geta valdað báða lágliti í endastöðunni. Lausn: Vinningsleiðin er mörkuð nokkrum fárán- leika. Sagnhafi fer upp með hjartaásinn í borði og lætur síðan kónginn undir þegar austur trompar! Austur spilar væntanlega laufkóng um hæl, sem suður drepur, tekur spaðaás og ÁK í tígli. Spilar svo hjartatvisti. Vest- ur kemst ekki hjá því að taka slaginn og á nú aðeins hjarta til að spila. Sagnhafi hendir laufi úr borði og tígli heima. Aftur spilar vestur hjarta og nú hendir sagnhafi öðru laufi úr blindum og trompar heima. Niðurstað- an er sú að hann gefur eng- an slag á láglitina, en tvo á hjarta og einn á tromp. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 5.120 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Elísabet Charlotta Ásgeirsdóttir, Kristinn Ólafsson, Sólveig Rún Ástríðardóttir og Sæmundur Ólafsson. Árnað heilla MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Smælki Læknirinn sagði þér að hægja aðeins á. Hann nefndi ekki að þú ættir alveg að stoppa. Heimsferðir bjóða nú einstakt helgartilboð til Prag þann 31. október á eitt vinsælasta hótelið okkar, Parkhotel, skammt frá miðbæ Prag. Flug út þann 31. október og gisting í 4 nætur. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann og getur valið um fjölda spennandi kynnisferða í þessari fegurstu borg Evrópu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 33.450 Flugsæti til Prag, út 31. okt., 4 eða 7 nætur. Almennt verð með sköttum. Verð kr. 39.950 Flug og gisting á Parkhotel með morgunmat, m.v. 2 í herbergi, 4 nætur. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Síðustu 18 sætin Helgarferð til Prag frá kr. 33.450 31. október Óþolsgreining Hómópatinn og grasalæknirinn Roger Dyson verður staddur á Íslandi dagana 28. okt.-2. nóv. Upplýsingar og tímapantanir í síma 588 3077 eða 691 3077 YOGA Námskeiðin hefjast 28. október. Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m.a. byggir námskeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðsins er að takast á við daglegt líf að nýju með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við líkamann. Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar, Bolholti 4, 4. hæð til vinstri. fyrir alla sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Skráning og upplýsingar eru hjá Arnhildi í síma 895 5848. Í dag og á morgun 23.-24. okt. verður lagersala á ýmsum vörum s.s. undirfatnaði, hönskum, treflum, dömu- og barnainniskóm, töskum, sokkabuxum o.m.fl. Tilvaldar jólagjafir á frábæru verði! Opið frá kl. 12.00-17.00 báða dagana LAGERSALA Í 2 DAGA! ROLF JOHANSEN & COMPANY, SKÚTUVOGI 10A, (á milli IKEA og Húsasmiðjunnar), símar 595 6700/595 6767. Allt fyrir gluggann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.