Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 25
STUNDUM er því haldið fram að
fólk geti komið vitinu fyrir sig með því
að berja höfðinu við stein. Mér er sagt
að leiftursnöggt högg í hnakkann geti
líka gert sama gagn. Þetta flaug mér í
hug er ég las frétt í Morgunblaðinu
nýverið um þá tillögu nokkurra þing-
manna að nú skuli gera ítarlega rann-
sókn á áhrifum háspennulína, spenni-
stöðva og fjarskiptamastra á
mannslíkamann.
Þingsályktunartillaga þessi er upp
risin þriðja sinni og nú virðist stað-
festa þingmannanna meiri en nokkru
sinni. Þó hefur þeim verið á það bent
að slík rannsókn er ekki bara ófram-
kvæmanleg hér á landi, hún myndi
heldur ekki gefa af sér marktækar
niðurstöður væri hún framkvæman-
leg. Ég mun nefna tvennt til að skýra
þetta.
Umhverfis öll rafkerfi, hvort held-
ur sem er háspennulínur eða heim-
ilistæki, er bæði rafsvið og segulsvið
og er styrkur þeirra sterklega háður
fjarlægðinni frá rafkerfinu. Af ein-
hverjum ástæðum hefur segulsvið
fengið á sig „hættulegan“ stimpil og
virðast t.d. háspennulínur hafa á sér
sérlega slæmt orð enda oft áberandi í
umhverfinu. Styrkur segulsviðsins
beint undir þeim er hins vegar sam-
bærilegur eða jafnvel mun minni en í
námunda við algeng heimilistæki.
Nægir þar að nefna rafmagnsrakvél-
ar og hárblásara sem geta útsett not-
endur fyrir mun hærri segulsviðs-
styrk en mælist beint undir
háspennulínum. Ég býst við að þings-
ályktunartillaga um „rannsóknir á
áhrifum hárblásara og rafmagnsrak-
véla á mannslíkamann“ þyki ekki jafn
líkleg til athyglisföngunar og tillagan
sem hér er til umfjöllunar. Aðalatriði
málsins er að það hefur ekki tekist að
sýna fram á að segulsviðsstyrkur sem
vænta má í daglegu umhverfi fólks að
meðtöldum orkuvirkjum og fjar-
skiptamöstrum, hafi nein áhrif á lif-
andi vefi. Það hefur heldur ekki tekist
að sýna að segulsvið í umhverfi fólks
geti valdið stökkbreytingu á erfða-
efni, komið af stað æxlisvexti eða
hraðað slíkum vexti. Þó hafa allmarg-
ir vísindamenn, þar á meðal læknar,
leitað ítarlega slíkra áhrifa. Niður-
stöðurnar eru á einn veg. Þessi áhrif
hafa ekki fundist. Það hefur hins veg-
ar tekist að sýna fram á að mjög hár
styrkur segulsviðs getur haft áhrif á
efnahvörf þar sem svokallaðar sta-
keindir koma við sögu. Sá styrkur
sem til þarf er hins vegar allt að þús-
und sinnum hærri en segulsviðsstyrk-
ur í daglegu umhverfi fólks og eru há-
spennulínur þá meðtaldar.
Í greinargerð með þingsályktunar-
tillögunni eru nokkur atriði villandi
og sum beinlínis röng. Þar eru t.d.
niðurstöður nefndar undir forsæti Sir
Richard Doll, eins fremsta sérfræð-
ings í heimi á sviði faraldsfræði
krabbameina, ranglega túlkaðar og
þær taldar renna stoðum undir tengsl
sterks rafsegulsviðs og aukinnar tíðni
hvítblæðis hjá börnum. Þetta kemur
ekki fram í skýrslu hans. Hann telur
hins vegar ekki ástæðu til að útiloka
þennan möguleika enn sem komið er,
en það er allt annað mál. Ein af meg-
inniðurstöðum hans er sú að íbúar
Bretlandseyja séu of fáir til að unnt sé
að skera úr um það hvort háspennu-
línur geti valdið aukinni tíðni hvít-
blæðis hjá börnum. Svo ætla menn að
nota fjölmennið hér til þessa verks!
Það er einfalt reikningsdæmi að sjá
að miðað við bresku tíðnitölurnar þá
þurfum við Íslendingar að bíða í 50–
100 ár eftir einu hvítblæðitilfelli sem
hugsanlega mætti rekja til hugsan-
legra rafseguláhrifa sem enginn veit
þó hver eru. Í tillögunni er einnig tal-
að um afturvirka rannsókn, en þá þarf
að fara a.m.k. jafnlangt aftur í tímann
til að finna eitt slíkt tilfelli. Saga raf-
væðingar á Íslandi er ekki einu sinni
nógu löng til þessa.
Ég læt staðar numið að sinni. Það
væri raunar hægt að skrifa langt og
ítarlegt mál um greinargerðina sem
fylgir tillögunni. Þar eru margar stað-
hæfingar nokkuð á skjön við stað-
reyndir málsins. Staðhæfingar um
rafsegulsvið sem orsök hvítblæði-
tilfella eða annarrar óáranar sem
stundum hrjáir fólk eru sjaldnast
komnar frá vísindamönnum, en
gjarna frá fólki sem selur skyndi-
lausnir eða ráðleggingar sem flokkast
undir skottulækningar.
Að lesa á milli
(háspennu)línanna
Eftir Gunnlaug
Björnsson
„Staðhæf-
ingar um
rafsegulsvið
sem orsök
hvítblæði-
tilfella eða annarrar
óáranar eru sjaldnast
komnar frá vísinda-
mönnum.“
Höfundur er stjarneðlisfræðingur.
SAGT hefur það verið um fram-
sóknarmenn, fast þeir haldi í siðleysið
og haldi í það enn. Jafnvel frómur
maður eins og ætla mætti að Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra
væri er illa snortinn siðblindu. Án
þess að blikka auga hunsar hann ein-
lægan og ótvíræðan vilja Suðurnesja-
manna og setur eigin gæðing í emb-
ætti framkvæmdastjóra Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja. Gæðing sem
augljóslega var búið var að lofa starf-
inu þó svo formsins vegna þyrfti að
auglýsa það opinberlega. Ráðuneytið
hefði getað sparað sér kostnað við þá
auglýsingu. Það er fullkomlega óþol-
andi hvernig valdið valtar yfir al-
menning og dregur hann á asnaeyr-
um í eilífri sjónhverfingu og sjónar-
spili. Þrátt fyrir að allir stjórnarmenn
í stjórn Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja, að undaskildum fulltrúa ráð-
herra sjálfs, greiddu atkvæði með
Skúla Thoroddsen sem hæfari um-
sækjanda, leitaði ráðherra allra hugs-
anlegra leiða til að komast hjá að ráða
viðkomandi og koma sínum fulltrúa í
stöðuna. Það lá í augum uppi frá upp-
hafi – þó svo á móti væri mælt – að
ráðherra var búinn að eyrnamerkja
stöðuna. Almenningur er orðinn svo
vanur svindlinu og svínaríinu varð-
andi stöðuveitingar hjá hinu opinbera
að áður en venjulegur Jón ákveður að
sækja um auglýsta stöðu gengur
hann fyrst úr skugga um að ekki sé
þegar búið að ráðstafa henni. Hann
nennir nefnilega hvorki að láta draga
sig á asnaeyrunum né taka þátt í sjón-
hverfingunni og leikaraskapnum.
Sóðalegasta dæmið um slíka vald-
níðslu var þegar Finnur Ingólfsson,
þá iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
veitti sjálfum sér stöðu seðlabanka-
stjóra. Eftir sóðaskapinn þann ákvað
forsætisráðherra að hreinlegra væri
bara að auglýsa ekki framvegis stöðu
seðlabankastjóra. Er ekki að sama
skapi hreinlegra að auglýsa bara ekki
stöður hjá hinu opinbera? Það er
hvort sem er búið að veita þær áður
en auglýsingin birtist. Svo sætir furðu
að almenningi finnist lýðræðinu
ábótavant á Íslandi. Það vildi heil-
brigðisráðherra til happs að gæðing-
ur hans var kona og því reyndist hon-
um auðvelt að beita fyrir sig
ákvæðum jafnréttislaga. Jafnréttis-
lög!!! Hvílík öfugmæli. Hvernig getur
jafnrétti byggst á forréttindum tiltek-
ins, afmarkaðs hóps? Ráðherragæð-
ingnum er vorkunn að vera settur í
embætti á þeim forsendum helstum
að hann pissi sitjandi. Vafasöm veg-
tylla, vægast sagt. Það er beinlínis
niðurlægjandi fyrir okkur konur að
brotið sé á mannréttindum til að hífa
okkur upp metorðastigann. Það er
niðurlægjandi fyrir okkur öll, konur
og karla, að valtað sé yfir okkur af
fullkominni manneskjufyrirlitningu
og ósvífni. Það er niðurlægjandi fyrir
okkur Suðurnesjamenn að sífellt
þurfi að sækja vatnið yfir lækinn þeg-
ar við höfum á að skipa hæfum ein-
staklingum. Á hátíðarstundum er tal-
að fjálglega um hversu nauðsynlegt
sé að laða menntað fólk til búsetu á
svæðinu þannig að menntunarstig
aukist og viðhorf til menntunar styrk-
ist. Ef heimamenn fá ekki tækifæri til
að nýta menntun sína sökum kyn-
legra sjónarmiða og valdníðslu þá er
ekki að furða að bresti flótti í liðið.
Það er vond tilfinning að hafa ekki
tiltrú á yfirvöldum eigin lands. Vald-
hafar komast upp með hvaðeina
vegna þess að við erum of huglaus til
að bera hönd fyrir höfuð okkur. Lát-
um allt yfir okkur ganga þegjandi og
hljóðalaust, eins og sauðir sem smal-
að er til slátrunar. En nú er mér nóg
boðið, ég get ekki orða bundist. Ég
öskra því af lífs og sálar kröftum:
Keisarinn er nakinn, hann er ber-
strípaður!!!
Heilbrigðisráðherra mis-
notar jafnréttislögin
Eftir Jórunni
Tómasdóttur
Höfundur er kennari við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja.
„Það er full-
komlega
óþolandi
hvernig vald-
ið valtar yfir
almenning og dregur
hann á asnaeyrum í ei-
lífri sjónhverfingu og
sjónarspili.“
ÞEGAR farið er inn á vef Ríkisút-
varpsins er það fyrsta sem blasir við
manni Hvalavefurinn. Eflaust mætti
með ýmsum rökum gagnrýna það að
útvarp allra landsmanna haldi á lofti
heilmiklum fróðleik, mánuðum sam-
an, um eina tegund dýraríkisins um-
fram allar aðrar. Hvers á rollan að
gjalda? sem ásamt öllum hinum dýr-
unum er haldið úti í kuldanum. Hval-
friðunarsinnar eru í öllu falli miklum
minnihluta þeirra sem borga afnota-
gjöldin miðað við skoðanakannanir.
Nóg um það.
Ef bendlinum er beint á réttan
stað kemur fram eftirfarandi texti:
Leikir, fróðleikur og skemmtun fyrir
börn. Ef maður síðan fer inn á vefinn
koma fram margar fróðlegar upplýs-
ingar.
Undir samheitinu Molar er síðan
gerð grein fyrir 11 hvalategundum
Byrjað er á Steypireyði.
Þessi hvalur er stærsta dýr jarð-
arinnar og getur orðið 25 – 33 metra
löng og vegið allt að 190 tonn. Kálf-
urinn er 2500 kg við fæðingu og
þyngist um 100 kg á dag. Hvalurinn
étur 4 tonn á dag og lifir aðallega á
krabbasvifsdýrum. Steypireyður var
alfriðuð 1960.
Langreyðurin er næststærst 18–
20 metra löng 70 tonna flikki. Að-
alfæða fiskur og dýrasvif.
Þessi ágæta tegund verður að
sögn um 100 ára gömul.
Sandreyðurin er næst talin upp.
12–20 m. löng og 20–30 tonna þung.
Nærist aðallega á dýrasvifi og er um
áttrætt þegar hún hrekkur upp af.
Hnúfubakurinn er sagður mesti
söngvari allra hvala. (Væntanlega
syngjandi sæll og glaður við að éta
okkur út á gaddinn.) 12–19 m langur
og vegur 25 – 48 tonn, andast um 95
ára aldurinn.
Helsta fæða er sögð vera ljósáta
og ýmsir smáfiskar s.s. síld og loðna.
Hrefna 7–11 metrar, 5–10 tonn,
verður að meðaltali 50 ár. Aðalfæða
síld, loðna, þorskur og sandsíli.
Búrhvalur er stærstur allra tann-
hvala. Hann getur orðið allt að 20
metra langur og vegur á bilinu 20–50
tonn. Kálfurinn er 4 metrar og vegur
1000 kg við fæðingu.
Aðalfæða búrhvals er sögð vera
risablekfiskur, túnfiskur, risaskata,
hákarl og stórir kolkrabbar. Mér er
tjáð af skipstjórnarmönnum á Hal-
anum og víðar á Vestfjarðamiðum,
að óhemja sé af hval á slóðinni. Sér-
staklega sé mikið af hnúfubak, búr-
hval og ýmsum smáhvelum.
Mér er einnig tjáð að þessar hvala-
hjarðir séu vel haldnar og ég veit
fyrir víst, að þær tegundir sjávar-
dýra sem búrhvalurinn er sagður
nærast á, fyrirfinnast ekki á Vest-
fjarðamiðum nema slæðingur af há-
karli á djúpslóðinni. Fyrir þær
hjarðir búrhvala sem svamla á mið-
unum um þessar mundir, er það
magn sem um er að ræða ekki einu
sinni upp í nös á ketti. Það hlýtur að
leiða af sér spurninguna: Hvað er
hvalurinn að éta? Hnúfubakur er
m.a. talinn éta ýmsa smáfiska. Getur
verið samspil milli þeirrar óhemju
sem er af hval á miðunum og þess, að
mörg undanfarin ár hafa mælst
ágætir seiðaárgangar sem aldrei ná
að komast á legg? Er ekki rökrétt að
álykta í þá veru að þessi risastóri af-
kastamikli lifandi fiskveiðifloti
standi vexti og viðgangi fiskistofna
við Ísland fyrir þrifum? Svo eru
menn að tala um að hvalaskoðun
bæti skaðann. Ákveðnir þingmenn
segja þessi mál í farsælum farvegi. Á
meðan við á hverju ári erum að velta
okkur upp úr því hvort veiða megi
eitt þúsund tonnunum meira eða
minna af hinum ýmsu fisktegundum,
höfum ekki nema mjög óljósa hug-
mynd um hvað hvalurinn étur og
hvort það er einni milljón tonna
meira eða minna. Er nema von að
skekkjumörkin séu eitthvað óljós
þegar verið er að spá.
Sjómenn og útgerðarmenn, blind-
aðir af hagsmunagæslu milli útgerð-
arflokka, keppast við að rakka hvorir
aðra niður á meðan hvalurinn étur
okkur út á gaddinn.
Á stríðsárunum sáu djúpsprengj-
ur og tundurduflagirðingar um að
halda hvalastofnum í skefjum og í
framhaldi að því voru leyfðar veiðar
sem því miður voru síðan bannaðar
og allsherjar friðun tók við. Okkur
Íslendingum er algjör lífsnauðsyn að
hefja hvalveiðar. Við verðum í það
minnsta að afla okkur vitneskju um á
hverju hvalurinn nærist, því þrátt
fyrir uppgefna „fróðleiksmola“ um
fæðusamsetningu hvala er þekking-
in á því sviði allt of takmörkuð.
Við verðum að horfast í augu við
þá staðreynd að ef við ekki fækkum
hval, þá fækkar fyrr en varir þeim
hornsteinum sem við byggjum okkar
efnahagslíf á.
Við eða þeir
Eftir Árna
Bjarnason
„Sjómenn
og útgerð-
armenn …
keppast við
að rakka
hvorir aðra niður á með-
an hvalurinn étur okkur
út á gaddinn.“
Höfundur er forseti Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands.
Fyrir litla krílið
WELEDA nuddolía,
rakakrem, bossakrem
Þumalína, Lyf&heilsa, Lyfja, Heilsuhúsið