Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 42

Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss og Goðafoss koma og fara í dag. Bjarni Sæ- mundsson og Fonnes koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Marschenland kemur í dag. Brúarfoss fór í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Flóamarkaður, fataúthlutun og fatamót- taka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277 Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa, kl. 13 spilað, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–10.30 Bún- aðarbankinn, kl. 13–16.30 spilað, bridge/vist, kl. 13– 16 glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leik- fimi, kl.14.30–15 banka- þjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9 silki- málun, kl. 13–16 körfu- gerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mósaík, gifs og íslenskir steinar og postulínsmálun, hár- greiðslustofan opin 9–14. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hársnyrt- ing, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Vetrarfagn- aðurinn verður í Tónlist- arskólanum í Garðabæ 24. október kl. 20. Mið- vikud.: kl. 9.30, 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 13.30 trésmíði nýtt og notað, kl. 14 handavinnuhornið kynning á þrívídd- armyndum (klippi- myndum). Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin kl. 16.30–18. Fé- lagar úr Akranesfélaginu koma í heimsókn laug- ard. 26. okt. Kvöldverður og skemmtiatriði. Húsið opnað kl 19, aðgöngu- miðar seldir í dag í Gjá- bakka kl. 15–16 og á skrifstofunni Gullsmára 13, kl 16.30–18 og við inn- ganginn. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréskurð- ur kl. 9, myndlist kl. 10– 16. Línudans kl. 11, gler- skurður kl 13, pílukast kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Miðvikud.: Göngu-hrólfar fara í göngu kl. 10 frá Ásgarði, söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Söngvaka kl. 20.45. Heilsa og ham- ingja Ásgarði laugard. 26. okt. kl. 13. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12, s. 588 2111. Félag eldri borgara, Suðurnesjum Selið, Vall- arbraut 4, Njarðvík. Kl. 14 félagsvist alla mið- vikudaga. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar kl. 10.30, gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 14.30 kóræfing (ath breyttur tími) Gafl- arakórinn frá Hafnarfirði í heimsókn. Fimmtud. 31 okt. „Kynslóðir saman í Breiðholti“ félagsvist í samstarfi við Seljaskóla. Föstud. 1. nóv. dans- leikur, frá 20–23.30, hús- ið opnað kl. 19.30, hljóm- sveit Hjördísar Geirs skemmtir. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 hæg leik- fimi, kl. 13 félagsvist, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb. Í tilefni al- þjóðaviku í Kópavogi dagana 18. til 24. október verða haldnir dansdagar fimmtud. 24. okt. í Gjá- bakka og byrja kl. 14 með ávarpi félagsmála- stjóra, Aðalsteins Sigfús- sonar, Ingibjörg Björns- dóttir formaður Dansfræðafélags Íslands flytur erindi. Dansar verða sýndir frá ýmsum löndum. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, hárgreiðsla og fótaað- gerð, kl. 13 bridge, búta- saumur, harðangur og klaustur. Fimmtud. 31. okt. kl. 20 verður farið í Þjóðleikhúsið að sjá Veisluna. Skráning á skrifstofu. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Fjöl- skyldudagur í Gullsmára laugard. 26. okt kl. 14, leikherbergi fyrir yngstu börnin, til afnota verða litir pappír og leir. Ung- lingakór Digraneskirkju syngur. Brúðuleikhús fyrir fólk á öllum aldri. Leikritið Loðinbarði í umsjá Hallveigar Thorlacíus. Ragnar Bjarnason syngur. Vöfflukaffi. Allir vel- komnir, takið börn og barnabörn með. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur og jóga, kl. 10 jóga, kl. 13 dans- kennsla framhaldshópur, kl. 14 línudans, kl. 15 frjáls dans og teiknun og málun. Fótaaðgerðir og hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10– 11 samverustund, kl. 9– 16 fótaaðgerðir, kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fóta- aðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morg- unstund, bókband og bútasaumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Þorrasel dagdeild, Þorragötu 3. Laugardag- inn 26.10. verður opið hús og basar frá kl. 13– 17. Úrval muna til sölu, kaffisala á staðnum. Allir velkomnir. Háteigskirkja eldri borgar, kl. 11 samvera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setrinu kl. 12, brids kl. 13. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12. Opið hús kl. 22. ITC deildin Melkorka kynningarfundur á starf- semi deildarinnar í Borg- artúni 22, 3 hæð. í kvöld. Allir velkomnir. Uppl. í s. 587 1712, Hulda. Starf aldraðra Bústaða- kirkju opið kl. 13–16.30. Föndur, gáta, spil og helgistund. Sýnikennsla frá Völusteini. Veitingar. Bílaþjónusta tilk. í s. 553 0048 eða 864 1448 Sigrún eða hjá kirkju- vörðum í s. 553 8500. Hana-nú Kópavogi. Nafnlausi leikhópurinn og Smellarar standa fyrir námskeiði um sögu leik- listarinnar og hefst í kvöld kl. 20 í Gjábakka. Uppl. og skráning er í Gjábakka s. 554 3400 og Gullsmára s. 564 5261. Félag harmonikkunn- enda í Reykjavík.Afmæl- ishátíð í Ásgarði í Glæsibæ, í tilefni 25 ára afmælis félagsins verður föstud. 25. okt. og hefst með borðhaldi og tón- leikum kl. 20.30, og lýkur með dansleik frá kl 22.30. Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar leikur fyrir dansi. Kvenfélagið Aldan, Að- alfundurinn er í kvöld kl. 20.30, í Borgartúni 18, 3. hæð. Í dag er miðvikudagur 23. október, 296. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (2.Tím. 3, 14.) K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... ÞEIR eru kallaðir starfsdagar,samstarfsdagar kennara, og öðrum áþekkum nöfnum og vofa yf- ir á dagatalinu eins og óhapp, sem hefur verið tilkynnt um fyrirfram. Nokkra virka daga á hverri skóla- önn er grunnskólum og leikskólum landsins lokað með þeim afleiðing- um að foreldrar þurfa ýmist að taka sér frí í vinnunni eða fá aðstand- endur til að taka að sér börnin. Í raun er ekkert við þessum dögum að segja. Foreldrar hljóta að vilja að uppeldis- og menntastofnanir, sem börn þeirra sækja, móti stefnu og kennarar hafi svigrúm til skrafs og ráðagerða, fyrir utan það að þessir dagar eru einnig notaðir til þess að upplýsa foreldra um það hvernig börnum þeirra vegnar. Það vekur hins vegar furðu að engin tilraun skuli gerð til þess að samræma þessa daga milli til dæm- is leikskóla og grunnskóla en fyrir vikið þurfa foreldrar, sem eiga börn á báðum þessum skólastigum, að taka sér frí helmingi oftar en í raun væri nauðsynlegt. Víkverji spurðist fyrir um það í leikskóla einum í Reykjavík hvers vegna þetta væri ekki gert og fékk þá það svar að engrar samræm- ingar gætti milli grunnskólanna í hverfinu og því hefði málið fallið um sjálft sig. Vissulega eiga skólar að hafa sitt svigrúm, en eftir sitja foreldrar með sárt ennið og lenda jafnvel í því að þurfa að taka sér frí frá störfum marga daga í viku vegna starfsdaga. x x x JÓLABÓKAVERTÍÐIN er hafinog er ljóst að þar mun kenna ýmissa grasa. Útgáfa bóka hér á landi hefur verið að breytast und- anfarin ár og eru kiljur farnar að skipa stærri sess en áður. Um leið eykst líftími bóka í hillum bóka- búða. Hið öndverða virðist vera að gerast í Þýskalandi þar sem bóka- útgáfa hefur verið með hvað mest- um blóma í hinum vestræna heimi. Á bókastefnunni í Frankfurt, sem haldin var fyrr í mánuðinum, var til þess tekið að sýningarrými var minna en áður og titlar færri, sem kynntir voru. Í fyrsta skipti frá því byrjað var að taka saman tölur um sölu á fyrri hluta áttunda áratug- arins hefur sala bóka dregist saman í Þýskalandi. Þetta hefur verið rakið til þess að forleggjarar leggi orðið ofuráherslu á metsölubókina og hafi ekki þol- inmæði til að halda bókum á lofti fari salan hægt af stað. Fyrir vikið staldri bækur stutt við í hillum bók- sala. Þetta geri forleggjarar þrátt fyrir að til dæmis ótrúlegar vin- sældir þýska nóbelskáldsins Her- manns Hesse beri því vitni hversu rótgrónir höfundar geti verið líf- seigir og mikilvægt sé að rækta höfunda og sýni að varast beri ofuráherslu á dægurflugur. Því hef- ur meira að segja verið haldið fram að Hesse hafi borið uppi forlagið Suhrkamp, sem gefur hann út, en til marks um vinsældir skáldsins er að í sumar þegar þýska landsliðið í knattspyrnu gerði garðinn frægan í heimsmeistarakeppninni í Suður- Kóreu og Japan greindu götublöðin frá því að leikmenn lægju í bókum á borð við Siddartha, Damien og Sléttuúlfinn milli leikja. Með þetta veganesti tókst liðinu að næla sér í silfur á mótinu og verður að teljast hæpið að nokkur íþróttasálfræðing- ur hefði talið slíka lesningu væn- lega til að hvetja unga menn til dáða. Tilfinninga- greind ÉG vil koma á framfæri þakklæti til Eyþórs Eð- varðssonar frá Þekkingar- miðlun fyrir frábæran og skilmerkilegan fyrirlestur um tilfinningagreind sem haldinn var í Breiðholts- skóla 17. október sl. Ég vona að sem flestir megi eiga þess kost að sækja þennan fyrirlestur. A.M.S. Frábær þjónusta ÍRIS Ingibergsdóttir hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þökkum til veitingahússins Oru við Austurstræti. Hún hafði farið þangað með fjölskyldu sinni og barnabörnum og fengu þau frábæra þjónustu. Starfsfólkið þarna er ein- staklega lipurt og þægilegt og var einstakt að sjá hversu vel þau tóku á móti börnunum. Hafið okkar bestu þakkir fyrir. Ísland í bítið GUÐRÚN hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa yfir megnri óánægju með þáttinn Ísland í bítið mið- vikudagsmorguninn 16. október sl. Í þættinum var vegið hart að Jóhannesi í Bónus, sem hefur haldið uppi íslenskum heimilum síðastliðin 13 ár. Annar eins dónaskapur af hálfu stjórn- enda hefur varla sést í ís- lensku sjónvarpi. Samhengi þar á milli VEGNA fyrirspurnar um verðmismun í strætó fyrir aldraðra og öryrkja langar mig að benda á að oft eru öryrkjar með börn á fram- færi og með hærri húsnæð- iskostnað en aldraðir. Gæti verið eitthvað samhengi þar á milli. Lesandi. Fabio leitar að Mutt FABIO hafði samband við Velvakanda og er hann að leita að íslenskri stúlku, Mutt, sem lærði japönsku í Oxford University 1991–92. Ef Mutt er búsett á Íslandi er hún beðin að hafa sam- band við Fabio á netfangið: fabiociq@yahoo.co.uk Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU með rauð- brúnni umgjörð, tvískipt, týndust líklega á Klappar- stíg fyrir 2 vikum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 562 1930 eða 563 1717. Minkaskinn í óskilum MINKASKINN fannst í Austurstræti aðfaranótt sunnudagsins. Upplýsingar í síma 561 0036. Dýrahald Kettlingur í óskilum KETTLINGUR fannst í Smárarima/Grafarvogi, 17. október, ólarlaus og ómerktur. Er 4–5 mánaða gulbröndóttur/grábrönd- óttur með hvítan kvið og andlit. Upplýsingar í síma: 545 4200 eða 554 0737. Lúðvík er týndur LÚÐVÍK, sem er svartur og hvítur högni sem mjálm- ar mikið, hvarf frá heimili sínu á Njálsgötu í lok síð- ustu viku. Hann er eyrna- merktur með tölunni 641. Þeir sem vita um hann hafi samband við Önnu í síma 692 9389 eða Jóa í síma 696 9905. Hvítur páfa- gaukur týndist HVÍTUR páfagakur með bláan kraga týndist sl. mánudag frá Eskihlíðinni. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband við Rósu í síma 866 1390. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MIG langar mjög svo að koma á framfæri þökk- um fyrir frábæra far- arstjórn. Við mæðgurnar, ég, móðir mín og systir, skruppum í helgarferð til Edinborgar 3.–7. október síðastliðinn á vegum Úrvals-Útsýnar. Þar tók á móti okkur Kjartan Trausti Sig- urðsson fararstjóri og verð ég að segja að það er ekki alltaf sem mað- ur lendir á þeim eins góðum og honum. Hann var í alla staði til fyrir- myndar og hafði ég það á tilfinningunni að hægt væri að leita til hans hvar og hvenær sem var. Einstaklega þægi- legur í öllum samskipt- um, fróður og alltaf með svar á reiðum höndum ef á þurfti að halda. Takk fyrir einstaka ferð. Jónína Einarsdóttir. Góð fararstjórn LÁRÉTT: 1 ísbreiðu, 4 kjökur, 7 menntastofnun, 8 tæli, 9 verkfæri, 11 holdug, 13 girnist, 14 aðfinnslur, 15 óþolinmæði, 17 ófögur, 20 títt, 22 urg, 23 stjórn- ar, 24 steinn, 25 samsafn. LÓÐRÉTT: 1 biblíunafn, 2 krakki, 3 sá, 4 gleðskap, 5 baul, 6 veisla, 10 gengur ekki, 12 ginning, 13 skilveggur, 15 undir hælinn lagt, 16 krafturinn, 18 kantur, 19 kaka, 20 ókyrrðar, 21 úr- gangsfiskur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 haldreipi, 8 andrá, 9 iðjan, 10 pól, 11 dunda, 13 lundi, 15 fulls, 18 glens, 21 tál, 22 skúra, 23 Óðinn, 24 hamslausa. Lóðrétt: 2 aldan, 3 drápa, 4 ekill, 5 prjón, 6 hald, 7 unni, 12 díl, 14 ull, 15 foss, 16 ljúfa, 17 stans, 18 glóra, 19 efins, 20 senn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.