Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 22
HÖFUNDURINN Steven Berkoff er bæði þekktur og umdeildur í leik- húsheiminum, en hann hefur starfað jafnt sem leikari, leikstjóri, leikskáld og rithöfundur. Berkoff hlaut sína leikhúsmenntun í London og París, þar sem hann nam hjá Jacques Le Coq. Árið 1968 stofnaði hann sinn eigin leikhóp, London Theatre Group, og er óhætt að segja að hóp- urinn hafi fært endurnýjandi hug- myndastrauma inn í hinn alþjóðlega leikhúsheim. Á leikhússviðinu hefur Berkoff vakið athygli fyrir að vinna með hefðbundin verk á lifandi og ný- stárlegan máta, og hefur hann unnið leikgerðir eftir verkum Kafka og Edgars Allans Poes, auk klassískra leikverka grísku harmleikjaskáld- anna og Shakespeares. Meðal leik- verka eftir Steven Berkoff eru West, Decadence, Greek, Kvetch, Aca- pulco, Harry’s Christmas, Lunch, Sink the Belgrano, Massage, Sturm und Drang, Brighton Beach Scum- bags, Messiah og svo hans þekktasta verk East. Kominn tími á Berkoff Það er Stefán Jónsson leikari sem leikstýrir uppsetningu á Kvetch, leikverki Berkoffs frá árinu 1986, og er sýningin samstarfsverkefni milli leikhópsins Á senunni og leikhússins Vesturports. Til verkefnisins hefur Stefán kallað saman sterkan hóp leikara en það eru þau Edda Heið- rún Backman, Felix Bergsson, Mar- grét Ákadóttir, Ólafur Darri Ólafs- son og Steinn Ármann Magnússon sem túlka persónur verksins. Þegar blaðamaður sest niður á kaffihúsi með Stefáni Jónssyni til að spjalla um verkið liggur kannski beinast við að spyrja hvort ekki sé löngu orðið tímabært að kynna Stev- en Berkoff inn í íslenskan leikhús- heim. „Jú, svo sannarlega. Það er í raun alltof lítið gert af því að kynna nýja höfunda inn í leikhúsið hér og er verkefnavalið í alltof föstum skorð- um hér á landi. Það er í raun Út- varpsleikhúsið sem stendur sig best í Sálarstríð hversdagsins Morgunblaðið/Jim Smart Persónur og leikendur í Kvetch: Margrét Ákadóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Edda Heiðrún Backman, Steinn Ármann Magnússon og Felix Bergsson. því að fylgjast með og kynna höf- unda fyrir íslenskum leiklistarunn- endum. Berkoff er risanafn í breskum leikhúsheimi og hefur haft mikil áhrif. Hann hefur alla tíð farið sínar eigin leiðir og er nokkurs konar upp- reisnarseggur eða „enfant terrible“ í breska leikhúsinu. Berkoff ruddi í raun nýrri gerð leikhúss, svonefndu „physical theatre“, braut í leiklistar- umhverfi sem var að mörgu leyti íhaldssamt og hefðbundið. Berkoff er alinn upp í fátækrahverfum Lund- úna og hefur í raun lagst mjög gegn hvers kyns snobbi í starfi sínu. Með frumlegum uppsetningum sínum á Shakespeare þykir hann t.d. hafa opnað almenningi dyr að sígildum leikverkum, endurnýjað þau og gert þau aðgengilegri. En um leið er hann umdeild persóna, þykir erfiður í samstarfi og hefur áunnið sér fyr- irlitningu margra fyrir að leika í „ómerkilegum “ Hollywood-mynd- um. Hann er reyndar vel þekktur sem leikari en þar hefur hann náð sér í peninga til að fjármagna aðra listræna sköpun. En leikverk Ber- koffs eru einnig umdeild því þau eru ótrúlega beitt og tungumálið sem þar er notað oft mjög gróft. En hann er alltaf með fingurinn á púlsinum á því sem er að gerast í samfélaginu hverju sinni. Nýjasta verk hans er t.d. ljóðabálkur mikill sem saminn er í kjölfar 11. september og fjallar um ástand heimsins. Það er verk sem mig langar mikið til að sjá.“ –En hvernig birtast þessi einkenni Berkoffs sem leikskálds í verkinu Kvetch? „Orðið kvetch er ættað úr jiddísku og vísar til alls þess sem hrjáir okkur í daglegu lífi, allt frá hinum ýmsu smáatriðum til ótta um að heimurinn sé að farast. Sögusvið verksins er heimili bandarískra gyðinga í New York. Við sögu koma hjónin Frank og Donna, auk tengdamömmu og tveggja fjölskylduvina. Það er í raun ofurvenjulegur veruleiki sem þarna birtist. Verkið á sér hins vegar stað á tveimur sviðum, annars vegar er fylgst með samtölum og samskiptum persónanna, og hins vegar deila per- sónurnar hugsunum sínum með áhorfendum, og tala þá beint til þeirra. Verkið hleypur á milli þess- ara sviða og birtir okkur persónur í hversdagsaðstæðum sem eru allar í sínu sálarstríði, allar að glíma við sína vanmáttarkennd og tilfinningar sem ekki sjást á yfirborðinu. Eftir því sem líður á verkið fer hins vegar að vella úr þessum tilfinningabrunni persónanna og mörkin milli sam- skiptasviðsins og „kvetchsins“ verða æ óljósari.“ Stefán segir túlkun þessara tveggja sviða leikverksins krefjast mikillar orku og nákvæmni í leikara- vinnunni. „Verkið krefst ákaflega sterks og samstillts leikhóps og sýn- ir það einmitt stílbrögð Berkoffs mjög vel. Leikhópurinn þarf að geta haldið þessu uppi og gætt að hinum skörpu skilum milli hversdagssam- talanna og „kvetch“. Ég er mjög ánægður með útkomuna og leikarnir fimm skila alveg frábærri vinnu. Sviðsvinnan er líka mikil og er sýn- ingin ekki síst krefjandi fyrir tækni- mennina. Þar leggjum við áherslu á að skerpa skilin á milli hins slétta og fellda heims amerísks draumaheim- ilislífs og hins angistarfulla innri heims persónanna. Þar notum við lýsingu og hljóð mjög markvisst.“ Stefán er að lokum spurður hvort ekki megi teljast viðeigandi að Kvetch skuli sýnt í Vesturporti, í ljósi þess hversu gagnrýninn Ber- koff hefur verið á hvers kyns stofn- anir og hefðir í skrifum sínum. „Ég hugsa að Berkoff yrði alveg sáttur við það. En það má heldur ekki gleyma því að þetta er mjög skemmtilegt verk og húmorinn alveg kolbikasvartur. Enda segir það sig sjálft að ef allir myndu hugsa upp- hátt í kringum okkur – þótt ekki væri nema fólkið á þessu kaffihúsi sem við sitjum á – yrði þar ýmsu fleygt sem ekki þætti sæmandi,“ segir Stefán. heida@mbl.is Hið þekkta breska leikskáld Steven Berkoff verður kynnt inn í íslenskt leikhúslíf í fyrsta sinn með sýningu á leikritinu Kvetch sem frumsýnt verður í Vesturporti í kvöld. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við Stefán Jónsson, leikstjóra verkefnisins, um Berkoff, og hvað það þýðir að vera dálítið „kvetch“. eftir Steven Berkoff. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Gervi: Ásta Hafþórsdóttir. Lýsing: Sigurður Kaiser. Tónlist: Jón Hallur Stefáns- son. Leikarar: Edda Heiðrún Backman, Felix Bergsson, Margrét Ákadóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Steinn Ár- mann Magnússon. Þýðandi: Ólafur Haraldsson. Framkvæmdastjórar: Jón Þór Þorleifsson og Felix Bergsson. Kvetch LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN Þorkelsdóttir myndlist- armaður heldur kvöldsýningu í anddyri Salarins í Kópavogi á Degi Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn er á morgun fimmtudag- inn 24. október. Sýningin stendur yfir í einn dag er hluti af ráð- stefnudagskrá sem haldin verður í Salnum og hefst kl. 20. Árið 2002 er ár fjallsins hjá Sameinuðu þjóðunum og verður fjallendi og gildi fjalla því um- ræðuefni dagsins. Þar verður ljós- myndarinn Ragnar Axelsson (RAX) og fleiri með sýningu á ljósmyndum sem þeir hafa tekið af landsvæðinu sem hverfa mun undir framkvæmdir í tengslum við Kárahnjúkavirkjun. Auður Ólafs- dóttir listfræðingur mun halda fyrirlestur og Haraldur Örn Ólafs- son fjallgöngugarpur mun flytja erindi. Myndir Kristínar tengjast viðfangsefninu, en þar er um að ræða vatnslitamyndir sem mál- aðar eru á ferðalögum um hálendi og fjalllendi Íslands. Kristín segist hafa unnið myndirnar með þetta þema í huga. „Mér varð það ljóst í ágúst að hér var ég með sérstaka nálgun við Ár fjalla og hélt áfram að vinna í þessum stóru myndum. Yfirleitt legg ég ekki í nema örfár stórar á ári. Með þessari sýningu vil ég sýna samstöðu og leggja mitt fram í baráttunni um landið, með öllu því fólki sem vinnur að verndun náttúrunnar. Við sjálf og komandi kynslóðir eigum rétt á að njóta hennar sem uppsprettu feg- urðar, innblásturs og lífsnautnar,“ segir Kristín. Um er að ræða ellefu vatns- litamyndir sem eru málaðar í júlí, ágúst, september og október árið 2002. Myndirnar hefur Kristín hengt upp meðfram glerveggnum í anddyri Salarins. „Ég hugsa að þetta geti orðið hið fallegasta upphengi en við erum búin að finna aðferð til að sýna meðfram gluggaveggnum. Myndirnar eru allar jafnstórar og mátulega margar. Þannig ætti sýningin að geta komið skemmtilega inn í þema ráðstefnunnar.“ Myndirnar eru allar málaðar á ferðalögum og segist Kristín iðu- lega vera ein á ferð eða með eig- inmanni sínum, og sé því ákveðin einsemd andspænis viðfangsefn- inu nauðsynleg forsenda sköp- unarinnar. „Ég mála myndirnar alltaf andspænis viðfangsefninu og reyni að fanga þau veðra- og birtubrigði sem eiga sér stað á meðan ég er að vinna myndina. Birtan er alltaf að breytast á með- an málunarferlið stendur yfir og verður því til nokkurs konar sam- safn af augnabliksmyndum í hverri mynd. Þannig vinn ég mín- ar myndir, inni í miðjum nátt- úruskúlptúrnum – lítil mannvera að taka þátt í myndveislunni miklu sem landið okkar býður til. Myndirnar mála ég á staðnum, og hreyfi ég sjaldan við þeim eftir á nema í örfáum tilfellum. Kannski helst ef ég hef þurft að flýja und- an veðri,“ segir Kristín. Sýningin verður öllum opin, en aðgangur að dagskránni á Degi Sameinuðu þjóðanna, er ókeypis. Málverkasýning á ári fjallsins Ljósmynd/Hörður Daníelsson Kristín Þorkelsdóttir að störfum andspænis viðfangsefni sínu. Hún sýnir vatnslitamyndir af fjöllum í Salnum í Kópavogi í tengslum við dagskrá í til- efni af Degi Sameinuðu þjóðanna. KANADAMAÐURINN Yann Martel hlaut í gær bresku Booker-bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Life of Pi (Líf Pis), að því er greint var frá á fréttavef breska ríkisút- varpsins, BBC, í gærkvöldi. Það kom ekki á óvart að Mart- el hlyti verðlaunin þar sem til- kynning þar um var óvart birt í skamma stund á opinberri vefsíðu Booker í síðustu viku. Höfðu talsmenn verðlauna- veitandans þó reynt að út- skýra að þessi mistök segðu í raun ekkert þar eð dómnefnd- in myndi ekki greina frá nið- urstöðu sinni fyrr en verðlaun- in yrðu afhent. Á reki með tígrisdýri og fleiri ferfætlingum Booker-verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi skáld- sögu og nema 50 þúsund pund- um, eða um 6,7 milljónum króna. Saga Martels, Life of Pi, fjallar um táninginn Li Pa- tel, sem er sonur indversks dýragarðshaldara og er að flytjast til Norður-Ameríku með safn dýra úr garðinum. Þegar skip þeirra sekkur kemst Li í björgunarbát ásamt hýenu, órangútan, fótbrotnum sebrahesti og bengaltígrisdýri sem heitir Richard Parker. Fer tígrisdýrið síðan að éta hina ferfætlingana. Martel er 39 ára, fæddur á Spáni, en foreldrar hans eru kanadískir stjórnarerindrek- ar. Hann er búsettur í Mont- real. Auk Martels voru tveir aðrir Kanadamenn tilnefndir til verðlaunanna, þau Rohint- on Mistry og Carol Shields. Auk þeirra voru tilnefnd Will- iam Trevor, sem er af írsku bergi brotinn, Lundúnabúinn Sarah Waters og Ástralinn Tim Winton. Martel fær Booker- verðlaunin AP Yann Martel með bók sína, Life of Pi. London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.