Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isLárus Orri segir erfitt að sætta sig við neikvæðni og niðurbrot / B4 Staðan í Meistaradeildinni breyttist lítið / B2, B3 4 SÍÐUR Sérblöð í dag VEIRUSÝKING sem veldur hand-, fót- og munnsjúkdómi hefur gert vart við sig hjá ungum börnum á höfuðborgarsvæðinu. Veiran er mjög smitandi og eru dæmi þess að öll börn í sömu dagvistun hafi veikst. Þessi sjúkdómur er stundum ranglega nefndur gin- og klaufa- veiki, en sá sjúkdómur leggst ein- göngu á klaufdýr. Katrín Davíðsdóttir, trún- aðarlæknir Leikskóla Reykjavíkur, segir að þessi sýking komi alltaf upp annað slagið, oft seinni part sumars og á haustin. Þetta sé mjög saklaus veiki sem leggist einkum á ung börn. Þar sem hún sé mjög smitandi og einkennin komi ekki í ljós fyrr en nokkrum dögum eftir smit séu dæmi þess að mörg börn úr sama leikskóla eða hjá sömu dagmóður smitist. Katrín segir að börnin geti feng- ið smáhita en önnur séu alveg hita- laus. „Einkennin eru þau að börnin fá litlar blöðrur í munninn, í lófa og á iljar. Útbrotin geta komið fram víðar, í kringum munninn og á fót- leggjum. Þetta getur valdið svo- litlum pirringi hjá krökkum, þau geta átt erfitt með að borða og ver- ið með óþægindi í munninum. Flest börn eru þó hress með þessu og sýna ekki mikil veikindamerki. Þetta gengur yfir á nokkrum dög- um,“ segir Katrín. Hún segir að börn sem sýkist myndi mótefni gegn veirunni sem endist ævilangt og því fái fullorðnir ekki þennan sjúkdóm. Sjúkdómurinn oft ranglega kallaður gin- og klaufaveiki Haraldur Briem smitsjúkdóma- læknir segir að hand-, fót- og munnsjúkdómur sé oft ranglega kallaður gin- og klaufaveiki sem sé mjög bagalegt. Veiran sem valdi sjúkdómnum heiti koxakkí og sé ekki af sama stofni og veiran sem valdi gin- og klaufaveiki sem legg- ist á nautgripi og sauðfé. Hand-, fót- og munnsjúkdómur geti bæði borist í lofti og með saur. Veiran geti verið í saur barna í nokkurn tíma eftir að þau veikist og því eigi foreldrar að gæta þess að þvo hendur sínar og barnanna sinna vel eftir að þau skipti um bleiu á börnum sínum eða aðstoði þau á salerninu. Hand-, fót- og munn- sjúkdómur gerir vart við sig hjá börnum Á FUNDI borgarráðs í gær var samþykkt með fjórum atkvæðum R- listans gegn þremur atkvæðum sjálfstæðismanna að jafna leiguverð íbúða í eigu Félagsbústaða frá og með 1. desember. Breytingin er til komin vegna þess að tengja á leiguverð íbúða Fé- lagsbústaða við fasteignamat í stað kaupverðs áður. Vegna breyting- anna hækkar leiguverð um 900 íbúða við jöfnunina en leiguverð 500 íbúða lækkar. Þá leggst auk þess í desember 12% hækkun vegna vaxtahækkana Íbúðarlánasjóð á þær íbúðir sem lækka en ekki fyrr en í mars á þær íbúðir þar sem leiguverð hækkar. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í borgarráði segir að máls- meðferð R-listans valdi leigutökum meiri búsifjum en unnt sé að rök- styðja með hækkun á vöxtum vegna nýrra lána til félagslegs húsnæðis úr 1% í 3,5% í byrjun ársins 2001. Þá segir í bókuninni að fulltrúar R- listans hafi ranglega látið í veðri vaka að þeim mætti þakka ákvörðun ríkisstjórnar og Alþingis um að fella niður skatta á húsaleigubætur. „Nú hefur hagur leigutaka vegna skatta- lækkunarinnar verið hrifsaður af þeim með 12% hækkun leigu.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vilja að félagsmálaráð fylgist rækilega með áhrifum hækk- unarinnar á einstaka leigutaka, einkum barnmargar fjölskyldur. Þá verði fylgst með áhrifum hennar á félagsleg útgjöld borgarinnar og það metið hvort skynsamlegra sé að borgarsjóður axli hluta leigukostn- aðar eða auki félagsleg útgjöld sín. Fulltrúar R-listans ítrekuðu ásetning sinn að jafna leigu á sam- bærilegum íbúðum hjá Félagsbú- stöðum og vöktu athygli á að rök- semdir um réttmæti þess standi óhaggaðar. Jöfnun leiguverðsins feli í sér hækkun á leigu um 900 íbúða en lækkun um 500 íbúða. Nái lækk- unin einkum til stórra íbúða sem keyptar hafi verið fyrir barnmargar fjölskyldur. Húsaleiga hjá Félags- bústöðum almennt lág Þá liggi fyrir að húsaleiga hjá Fé- lagsbústöðum sé almennt lág og undir þeim heimildum sem um slík- ar íbúðir gildi hjá Íbúðalánasjóði. Fyrir liggi að félagsmálaráð muni fylgjast vel með stöðu þeirra sem verði fyrir hækkun húsaleigu vegna þeirra aðgerða sem samþykktar hafi verið. Umdeild breyting á leigu Félagsbústaða samþykkt Sjálfstæðismenn segja að niðurfelling skatta á húsaleigubætur hafi verið hrifsuð burt BORHOLUNNI á Þeistareykjum var hleypt upp í gær og þykir hún lofa mjög góðu, að sögn Hreins Hjartarsonar framkvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur og stjórn- arformanns Þeistareykja ehf., sem standa að framkvæmdum á svæð- inu. Aðeins er rúmur mánuður frá því að borun holunnar lauk en Hreinn sagði að holan væri aflmeiri en meðalháhitahola á Íslandi nú strax í upphafi. Hann sagði að holan yrði látin blása í vetur og að frekari nið- urstöður um afl hennar ættu að liggja fyrir eftir 3–4 mánuði. Hreinn sagði að þegar væri farið að huga að frekari borunum á Þeistareykjasvæðinu. Engin ákvörðun lægi fyrir um framhaldið, en svæðið virtist vera mjög gott. Morgunblaðið/Kristján Karl Sveinsson hleypir holunni upp en Benedikt Steingrímsson frá Orkustofnun t.h. fylgist með mæli á hljóðdeyfi. Kraftur á Þeista- reykjum BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja fyrirhugaðar framkvæmdir við uppsetningu fjöru- tíu nýrra hjúkrunarrýma við hjúkr- unarheimilið Eir. Styrkurinn, sem nemur 30% af heildarverði, þó mest 180 milljónum króna, er háður því skilyrði að full fjármögnun verkefn- isins liggi fyrir. Jafnframt fól borgarráð borgar- stjóra að láta ganga frá samningi við Eir um þátttöku Reykjavíkurborgar þar sem komi fram gjalddagar styrktarfjárhæðar og annað sem máli skipti. Borgin styrkir Eir GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að samstarf ríkisins og annarra aðila um byggingu hjúkrunarheimila á grundvelli laga um málefni aldr- aðra og framkvæmdasjóðs aldraðra hafi gefið mjög góða raun og því sé ekkert sem mæli með því að kostn- aðinum verði í auknum mæli vísað yf- ir á ríkið. Í síðustu viku veltu borgarfulltrú- ar D- og R-lista vöngum yfir því á fundi borgarstjórnar hvers vegna gengið hefði verið út frá því í áraraðir að ríkið ætti einungis að borga 40% af byggingu hjúkrunarheimila þegar því bæri lögum samkvæmt að greiða 85%. Fjármálaráðherra segir að þessi mál séu nú í sérstakri athugun innan fjármálaráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Vandinn sé sá að um þátttöku ríkis gildi tvenn lög sem gjarnan sé vísað í á víxl. Hann bendir á að langflest hjúkrunarheimili hafi verið byggð á grundvelli laga um málefni aldraðra þar sem gert sé ráð fyrir 40% styrk- framlagi úr framkvæmdasjóði aldr- aðra. Á grundvelli laga um heilbrigðis- þjónustu hafi hins vegar ekki verið byggð hjúkrunarheimili nema í fáum undantekningartilfellum. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að leiðirnar tvær sem rætt er um í tengslum við þátttöku ríkis í bygg- ingu sjúkrastofnana í samstarfi við aðra aðila séu báðar réttar og jafn- réttháar samkvæmt lögum. Í öðru til- vikinu sé um að ræða ríkisstofnun en í hinu tilvikinu stofnun þar sem fram- lag ríkisins er í raun og veru styrkur. Samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu byggir ríkið sjúkrahús, þ.m.t. hjúkrunarheimili, sem eru byggð í samræmi við ákvörðun Al- þingis um fjárveitingar til ákveðinna heilbrigðisstofnana. Samkvæmt þeim er sveitarfélagi skylt að láta slíkri byggingu í té byggingarlóð og greiða 15% af stofnkostnaðinum. Davíð nefnir hér dæmi af Hátúns- deild Landspítalans sem byggð var með þessum hætti á sínum tíma. Í slíkum tilvikum gilda um það sérstök lög hvernig stjórn skuli skipuð þar sem sveitarfélagið og starfsmenn eiga sína fulltrúa en ráðherra skipar formann. Á hinn bóginn eru í gildi lög um málefni aldraðra þar sem er að finna mjög ólík ákvæði, að sögn Davíðs. Samkvæmt þeim geta aðilar sem hafa áhuga á að byggja hjúkrunar- heimili fyrir aldraða fengið til þess ákveðna styrki. Davíð segir að upp- hafið að þessu fyrirkomulagi sé öfl- ugt starf sjálfseignarstofnana á borð við Dvalarheimili aldraðra sjómanna og Grund. Hann bendir á að sam- kvæmt lögum um málefni aldraðra og í tengslum við framkvæmdasjóð aldraðra séu engar kröfur á eignar- aðild og framlagið teljist því í raun styrkur. Engin ákvæði séu heldur í lögum um að ríkið eigi fulltrúa í stjórn. Þátttaka ríkisins í byggingu hjúkrunarheimila í sérstakri athugun Tvenn lög eru í gildi TVEIR jarðskjálftar urðu norðan Öræfajökuls með skömmu millibili um miðnættið í gær eftir tæplega sólarhrings hlé. Fyrri skjálftinn var 2,2 á Richter kl. 11 mín. yfir mið- nætti og annar upp á 1,4 á Richter fylgdi í kjölfarið 43 sekúndum síðar. Smáskjálftar í gærkvöldi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.