Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 23
TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra opnaði viðamikla sýningu á vegum Listasafns Íslands í Tret- yakov-listasafninu í Moskvu í gær. Heiti hennar er „Andspænis nátt- úrunni – íslensk myndlist á 20. öld“. Þar má sjá 65 verk eftir 21 lista- mann, frumkvöðla í myndlistarsögu þjóðarinnar en einnig eftir lista- menn sem enn eru starfandi. Á sýningunni eru bæði verk í eigu safnsins og frá einstaklingum og stofnunum sem lánað hafa verk. Sýningunni lýkur 1. desember. Í fræðsludagskrá Tretyakov- safnsins vegna íslensku myndlist- arsýningarinnar verður þar opnuð sérstök kynning og sýning helguð Ólafur Kvaran, forstöðumaður LÍ, og dr. Galina Andreeva hjá Tretyakov-safninu spá í uppröðun verka ytra. Halldóri Laxness. Ennfremur verða sýndar í safninu nokkrar íslenskar kvikmyndir í samstarfi við Kvik- myndasjóð Íslands. Pharmaco, aðalstyrktaraðili Listasafns Íslands 2002–2003, hefur lagt þessu verkefni fjárhagslegan stuðning, en fyrirtækið og starfs- fólk þess hefur þekkingu og reynslu í Rússlandi sem reynst hefur vel í þessu samstarfi, að sögn Ólafs H. Torfasonar hjá Listasafni Íslands. Sendiráð Íslands í Moskvu hefur einnig veitt margvíslega aðstoð. Tretyakov-safnið er þjóðlistasafn Rússa og eitt stærsta safn þjóð- arinnar. Sýning Listasafns Íslands í Moskvu er liður í samkomulagi Íslenska myndlistarsýn- ingin opnuð í Moskvu safnanna um sýningaskipti en 27. apríl – 17. júní 2002 var hér stór sýning frá Tretyakov-safninu. Listamenn sem eiga verk sýning- unni eru: Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval, Júlíana Sveinsdóttir, Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Svavar Guðnason, Nína Tryggva- dóttir, Kristján Davíðsson, Ásgerð- ur Búadóttir, Erró, Sigurður Guð- mundsson, Gunnar Örn Gunnarsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Guðrún Einarsdóttir, Georg Guðni Hauksson, Hrafnkell Sigurðsson, Sigurður Árni Sigurðs- son og Ólafur Elíasson LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 23 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Búdapest 28. október frá kr. 19.950 Ótrúlegt tækifæri til að kynnast þessari mest heillandi borg mið-Evr- ópu. Beint flug þann 28. október, þú kaupir 2 sæti en greiðir aðeins fyrir 1. Ungverjar eru orðlagðir fyrir gestrisni og hér er auðvelt að lifa í veislu í mat og drykk, á milli þess sem maður kynnist ólíkum andlit- um borgarinnar. Í boði eru mjög góð 3, 4 og 5 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um borgina með íslensk- um fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 19.950 Flugsæti til Búdapest, 28. okt., heim 31. okt. Verð kr. 32.800/2 = 16.400. Skattur kr. 3.550. Almennt verð kr. 20.950. Verð kr. 2.800 Hótelherbergi á mann p. nótt. M.v. 2 í herbergi á Tulip Hotel. Almennt verð kr. 2.940. NÚ standa yfir í Iðnó æfingar á leikritinu Hin smyrjandi jómfrú eftir danska nýbúann og smurbrauðsdöm- una Charlotte Böving en hún skartar einnig titlunum leik- og söngkona. Leikritið er leikið af nýbúa, er eft- ir nýbúa og um nýbúa og einbúa. Fjallað er um tilvistarbaráttu smurbrauðsins í ís- lensku samfélagi. „Smurbrauðsjómfrúin má ekki skilja eftir sig nein spor í brauðinu. Hún er listamaður sem ekki má merkja sér verk sitt. Hún er „hinn óþekkti höf- undur“,“ segir Charl- otte. „Ég hef ferðast sem smurbrauðsjómfrú um allan heim og hef lært að þekkja hinar mörgu og ólíku „smörrebrauðs“- manngerðir sem finnast alls stað- ar. Það þýðir að ég get lesið í per- sónuleika fólks útfrá því „smörre- brauði“ sem því þykir best.“ Charlotte hefur unnið til fjölda verðlauna í Danmörku, m.a. Hen- kel-leiklistarverðlaunanna. Charl- otte nam hér land árið 2000 og samdi barnaleikritið Rauðhettu og úlfinn sem sýnt var í Hafn- arfjarðarleikhúsinu á síðasta leik- ári. Hún samdi einnig tónlistina og leikstýrði verkinu. Hin smyrjandi jómfrú verður frumsýnt í Iðnó 7. nóvember. Leikstjóri er Steinunn Knúts- dóttir. Framleiðandi er Benedikt Erlingsson fyrir hönd Gulldrengs- ins ehf. Smurbrauðsdaman, leik- og söngkonan Charl- otte Böving ásamt dóttur sinni Önnu Róshildi. Manngerðirnar þekkjast í smurbrauðinu Morgunblaðið/Sverrir Lára Magnúsardóttir sagnfræð- ingur flytur erindi á rannsókn- arkvöldi Félags íslenskra fræða kl. 20.30 í Sögufélagshúsinu, Fischer- sundi 3. Fyrirlesturinn nefnist Ver- aldlegt og andlegt vald á miðöldum og fjallar Lára um samband ríkis og kirkju á Íslandi á miðöldum, einkum á síðmiðöldum. Hún reynir að greina breytingar sem urðu á stjórnkerfi Íslands á áratugnum 1270–1280 og ræðir alþjóðlegt sögulegt samhengi kristinréttar hins nýja frá árinu 1275 og vafaatriði við gildistöku hans. Að auki fjallar Lára um þá Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is málaflokka sem kirkjan réð á þess- um tíma og veltir fyrir sér afstöð- unni milli veraldlegs og andlegs valds fyrir og eftir setningu krist- inréttarins. Lára Magnúsardóttir er BA í sagn- fræði og almennum málvísindum frá Háskóla Íslands, stundaði fram- haldsnám í miðaldasögu við Háskól- ann í Genf og er nú í doktorsnámi við sagnfræðiskor Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka bannfær- ingar á Íslandi á síðmiðöldum. sínu hlutverki í yndislega einfaldri sögu um þann sem týnist en finnst aftur og kemst í örugga höfn eftir ýmis hæfilega hræðileg ævintýri. Ég held að ekkert barnanna hafi efast um það eitt augnablik að Björn bóndi fyndi heimalninginn Heiðarsnældu og þar sem jafnvel skelmirinn í leikritinu reynist bara yrðlingsbjálfi er aldrei nein raun- veruleg hætta á ferðum. Þemað um týnt ungviði sem finnst aftur er afar vinsælt um- fjöllunarefni í verkum sem samin eru fyrir börn, sérstaklega í brúðuleikhúsi. Að vísu er sá sem leitar og finnur venjulega móðirin svo það er löngu kominn tími til að rétta hlut karlkynsins eins og hér er gert. Að sönnu er látið ógert að velta fyrir sér mögulegum örlög- um Heiðarsnældu þegar haustar að og hvaða hlutverki hún gæti gegnt til að næra börnin líkamlega rétt eins og lífshlaup hennar hefur orðið þeim að andlegri næringu, en best er að geyma slíkar siðferð- isspurningar til betri tíma þegar andlegur þroski þeirra er kominn á það stig að hægt er að upplýsa þau um staðreyndir tilveru okkar án þess að það valdi þeim var- anlegum skaða. Pétur Eggerz er góðmennskan uppmáluð í hlutverkinu, hann er jafnöruggur og einbeittur á meðan á sýningunni stóð og á meðan hann sýnir börnunum leikbrúður- og mynd eftir að henni lýkur. Stef- án Örn Arnarson á að baki þó- nokkurn feril í leikhúsi sem hljóð- færaleikari með meiru, m.a. í Völuspá Möguleikhússins og áður hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann notaði fiðluna skemmtilega en óneitanlega er sellóið sem hann leikur allajafna á mun drama- tískari hljóðgjafi. Hann gelti, jarmaði og baulaði eins og hann ætti líf sitt að leysa – allt með miklum ágætum. Hér er enginn hasar á ferðinni heldur hefur Bjarni Ingvarsson leikstjóri greinilega einsett sér að gera yngstu leikhúsgestunum til hæfis. Leiktjald Kjuregej Alexöndru Argunovu af bláum heiðahimnum er sérstaklega fallegt, líkanið af bænum vel úr garði gert og stærri leikbrúðurnar lifandi eftirmynd ungviðisins úr dýraríkinu. Undirritaður hefur sjaldan verið á leiksýningu þar sem börnin voru jafngagntekin. Að auki rifjaði þetta upp fyrir honum sælar stundir við upphaf skólagöngunnar þegar dýrin í sveitinni þóttu enn hrífandi og verðugt viðfangsefni. Morgunblaðið/Sverrir „Undirritaður hefur sjaldan verið á leiksýningu þar sem börnin voru jafn- gagntekin,“ segir meðal annars í umsögn Sveins Haraldssonar. LEIKLIST Möguleikhúsið Höfundur: Leikhópurinn. Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson. Baktjald: Kjuregej Alexandra Argunova. Búningar og brúðu- gerð: Katrín Þorvaldsdóttir. Módelsmíði: Justin Wallace. Hljóðfæraleikur og hljóð- mynd: Stefán Örn Arnarson. Leikarar: Pétur Eggerz og Stefán Örn Arnarson. Laugardagur 19. október. HEIÐARSNÆLDA Átthagafræði fyrir börn FJÖLMARGIR lesendur blaðs- ins sem komnir eru vel á legg eiga eflaust sælar minningar frá fyrstu námsárum sínum um blessaða átt- hagafræðina. Þar voru yngstu skólabörnin m.a. frædd um rætur sínar í horfinni sveitamenningu og undirritaður undi glaður við sitt að teikna burstabæi, dýrin í sveitinni, konur í peysufötum, legg og skel. Auðvitað voru vonbrigðin sár þeg- ar komist var að raun um að stór- stígar framfarir í sveitum höfðu fyrir löngu rutt þessari róman- tísku sýn úr vegi – ef hún hefur þá nokkurn tímann átt sér stað í raunveruleikanum. Allt þetta rifjaðist upp við að sjá þessa sýningu í Möguleikhúsinu. Að vísu býr Björn bóndi ekki í torfbæ – langt í frá – en hann virð- ist hafa þetta sama viðhorf til lífs- ins og tilverunnar sem gegnsýrði átthagafræðina í þá gömlu góðu daga. Þessi glaðlyndi rómantíker eltist milli morgun- og kvöldmjalta við týnda heimalninga og virðist kæra sig kollóttan um lágt verð á ull eða takmarkaðan kjöt- og mjólkurkvóta. Sýning þessi er ætluð börnum í yngri kantinum – þeim sem á ann- að borð hafa þroska til að sitja kyrr í rúman hálftíma – og það er greinilegt að þessi rómantíska sýn á sveitalífið höfðar jafnvel til þessa aldurshóps og forðum. Allt sem bar fyrir augu, lítið lík- an af bænum og umhverfi hans með örlitlum leikfangadýrum og Birni bónda úr plasti; litlar leik- brúður af heimalningi, hundi og Birni bónda og stærri gerð af sömu aðilum en bóndinn þá af holdi og blóði – allt þetta gegndi Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.