Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 44
KVIKMYNDIR
44 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga,
kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd.
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir
sýningar. Sími 562 9700
Mið 23/10 kl. 21 Nokkrar ósóttar pantanir
Fim 24/10 kl. 21 Nokkrar ósóttar pantanir
Sun 27/10 kl. 21 Uppselt
Fös 1/11 kl. 21 Uppselt
Fös 1/11 kl. 23 Örfá sæti
Lau 2/11 kl. 21 Uppselt
Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Nokkur sæti
Fös 8/11 kl. 21 Uppselt
Fös 8/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti
Lau 9/11 kl. 21 Uppselt
Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti
Fim 14/11 kl. 21 Nokkur sæti
Fös 15/11 kl. 21 Uppselt
Lau 16/11 kl. 21 Uppselt
Lau 16/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti
Fim 21/11 kl. 21
Fös 22/11 kl. 21 Örfá sæti
Lau 23/11 kl. 21 Nokkur sæti
Lau 23/11 kl. 23 Aukasýning - Örfá sæti
Fös 29/11 kl. 21
SKÝFALL
eftir Sergi Belbel
Mið. 23. okt. kl. 20
Fim. 24. okt. kl. 20
Fös. 25. okt. kl. 20
552 1971, nemendaleikhus@lhi.is
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500
sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR
Tónleikar í rauðu röðinni í Háskólabíói
fimmtudaginn 24. október kl. 19:30
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Páll P. Pálsson: Norðurljós
Gustav Mahler: Sinfónía nr. 5
Herbert von Karajan sagði eitt sinn
að á meðan fimmta sinfónía Mahlers
væri leikin stæði tíminn í stað.
Mahler var yfir sig ástfanginn þegar
hann samdi verkið og sendi tilvon-
andi eiginkonu sinni hinn fræga
Adagiettokafla sem nokkurs konar
ástarbréf í tónum.
Tíminn
stendur í stað
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin.
10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun
Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000
Stóra svið
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Frumsýning fö 25/10 kl 20 - UPPSELT
2. sýn Gul kort - su 27/10 kl 20
3. sýn Rauð kort - fö 1/11 kl 20
4. sýn Græn kort - su 3/11 kl 20
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 27. okt kl 14, Su 3/11 kl. 14
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fi 24. okt kl 20 - UPPSELT
Fi 31. okt kl 20 - UPPSELT
Lau 9. nóv kl 20 - 60. sýning - AUKASÝNING
Lau 16. nóv kl 20 - AUKASÝNING
Fim 21. nóv kl 20 - AUKASÝNING
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Fi 24/10 kl 20, Fö 25/10 kl 20,
Lau 26/10 kl 20, Fö 1/11 kl 20 UPPSELT
AND BJÖRK, OF COURSE ..
e. Þorvald Þorsteinsson
Su 27. okt kl 20 - AUKASÝNING
15:15 TÓNLEIKAR
Lau 26/10 Anna Sigr. Helgadóttir - Ferðalög
Nýja sviðið
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR
KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel
Lau 26. okt kl 20,
Lau 2. nóv kl 20
Fi 7. nóv kl 20
ATH: Fáar sýningar eftir
ATH: SÍÐASTA SÖLUVIKA ÁSKRIFTAR- OG AFSLÁTTARKORTA
„Grettissaga Hilmars Jónssonar er vel heppnuð sviðsetn-
ing á perlu úr okkar forna bókmenntaarfi.“ H.F. DV.
Grettissaga saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu
mið. 23. okt. kl. 14, uppselt, fös. 25. okt. kl. 20, laus sæti, lau. 26. okt. kl. 20, nokkur
sæti, fim. 31. okt. kl. 20, lau. 2. nóv. kl. 20, nokkur sæti, fös. 8. nóv. kl. 20, lau.
9. nóv. kl. 20, lau. 16. nóv. kl. 20 Sellófon
eftir Björk Jakobsdóttur
mið. 23. okt. örfá sæti, fim. 24. okt. aukasýning örfá sæti, sun. 27. okt. uppselt,
þri. 29. okt. uppselt, mið. 30. okt. uppselt, sun. 3. nóv. uppselt, mið. 6. nóv. uppselt,
sun. 10. nóv. uppselt, þri. 12. nóv. örfá sæti, mið. 13. nóv. uppselt.
Ath. Sýningin sem féll niður 20. okt.
verður sýnd sun. 27. okt. kl. 17
4. sýn. sun 27. okt. kl. 14 laus sæti
5. sýn. sun 27. nóv. kl. 17 örfá sæti
6. sýn. sun. 3. nóv. kl. 14 laus sæti
BÍÓFÉLAGIÐ
101 hefur tekið
til sýninga kvik-
myndina Kung
fu-knattspyrnu
en Guðmundur
Ásgeirsson tals-
maður félagsins
segir myndina
vera eina vinsæl-
ustu mynd síð-
ustu ára í Hong
Kong.
„Þetta er létt-
geggjuð gam-
anmynd um hóp
heldur vonlausra
bardagameistara
sem gengur illa
að fóta sig í lífinu þangað til þeir
uppgötva þá möguleika sem koma
upp þegar magnað kung fu er
hrist saman við gömlu
góðu knattspyrnuna. Hef-
ur þú einhvern tímann
pælt í hvernig Bruce Lee
væri í marki? Hér er svar-
ið komið,“ segir í tilkynn-
ingu frá Bíófélaginu.
Aðalleikari, handritshöfundur
og leikstjóri myndarinnar er
Stephen Chow. Myndin er sú
fimmta, sem kappinn leikstýrir en
hann hefur leikið í fjölda mynda á
ferlinum. Hann nýtir tölvu-
tæknina óspart í myndinni. „Öllu
raunsæi er einfaldlega fleygt fyrir
borð og útkoman er alveg spreng-
hlægileg,“ segir í tilkynningunni.
Kung fu og
knattspyrna
Kung fu og knattspyrnu er blandað saman á eftir-
minnilegan hátt í myndinni.
Kvikmyndagerð hefur lengi
verið í blóma í Hong Kong. Þrátt
fyrir að borgin sé kannski þekkt-
ust fyrir slagsmálamyndir
hafa einnig margar gæða-
myndir borist þaðan.
Einna helst má nefna Ósk-
arsverðlaunamynd Angs
Lees, Crouching Tiger,
Hidden Dragon.
Kung fu-fótbolti verður sýnd í
Bíófélaginu 101 í Regnboganum í
kvöld og næstu vikuna. Sýningar
eru mánudaga til fimmtudaga
klukkan 17:30 og föstudaga til
sunnudaga klukkan 22:30. Næsta
mynd á dagskrá hjá félaginu er
síðan Lovely and Amazing í leik-
stjórn Nicole Holofcener en hún
hefur fengið góðar viðtökur.
KVIKMYNDIR
Háskólabíó og Sambíóin
THE DIVINE SECRETS OF THE YA-YA
SISTERHOOD Leikstjórn: Callie Khouri. Handrit: Callie
Khouri og Mark Andrews eftir samnefndri
skáldsögu og „Little Altars Everywhere“
eftir Rebeccu Wells. Kvikmyndataka:
John Bailey. Aðalhlutverk: Sandra
Bullock, Ellen Burstyn, Maggie Smith,
Shirley Knight, Fionnula Flanagan,
Ashley Judd og James Garner. 116 mín.
BNA. Warner Bros. 2002.
„ÞESSA skáldsögu ætti sko að
kvikmynda,“ hugsaði ég þegar ég
byrjaði að lesa bókina um leynd-
armál stelpnanna í Ya-Ya systra-
félaginu. En síðan gerði ég mér
grein fyrir að það yrði mjög erfitt
að koma öllu sem í bókinni leynist
vel til skila, til þess þyrfti a.m.k. 24
þátta sjónvarpsröð. Bókin sem
spannar sex til sjö áratugi í Louis-
iana á seinustu öld, gefur skemmti-
lega mynd af suðurríkjum Banda-
ríkjanna með sínum frönsku
áhrifum, bæði í tali, tónlist og tíð-
aranda. Hreinskilnislegar lýsingar
á sambandi svartra og hvítra eru
áhugaverðar, og ítök trúarinnar í
fólki, sem alið er upp í kaþólskri
trú. Inn í söguna blandast
skemmtileg atvik úr bandarískri al-
þýðusögu, þar sem bæði Shirley
Temple og frumsýning Á hverf-
anda hveli skipa stóran sess. En
það sem hélt mér við bókina var
ótrúlega nákvæm, margslungin og
skilningsrík lýsing á aðalpersón-
unni Vivi Abbott, manneskju sem
er fimm sinnum stærri en lífið sem
hún lifir og höndlar það erfiðlega
með heldur sorglegum afleiðingum.
Nú er kvikmyndin komin, og er
því miður alls ekki góð. Sandra
Bullock leikur Siddulee Walker,
frægan leikstjóra í New York sem
tímaritsblaðamaður hefur eftir að
móðir hennar hafi gert æsku henn-
ar erfiða, og þar af leiðandi sé hún
svo skapandi. Móðirin Vivi Abbott
reiðist svo að hún afneitar dótt-
urinni sem svarar í sömu mynt
með því að bjóða móður sinni ekki í
brúðkaupið sitt. Þrjár bestu vin-
konur Vivi í Ya-Ya systrafélaginu,
gera sér þá lítið fyrir og ræna
Siddulee, flytja hana suður til
Louisiana og opna fyrir henni úr-
klippubók systrafélagsins, bréf,
myndir og sögur sem eiga að skýra
persónuleika móður hennar.
Myndin er frumraun leikstjórans
Callie Khouri sem bæði skrifaði
kvenna- og fjölskyldumyndirnar
Thelma & Louise og Something to
Talk About. Hún skrifar sjálf
handritið upp úr bókinni sem hún
hefur hreinlega ekki skilið. Dram-
að var einskorðað við mæðgna-
rifrildi og væmnar vinkonur. Sú
mikla og flókna tilfinningavera Vivi
Abbott er gerð að sjálfselskri fylli-
byttu, og þeim atriðum sleppt sem
mest áhrif höfðu á líf hennar og
persónuleika, eða þau sviðsett af
algeru skilningsleysi. Ég var hrein-
lega móðguð fyrir hönd persón-
anna og höfundarins, hvernig allir
og allt er útþynnt. Og skil ekkert í
höfundinum Rebeccu Wells, sem
sjálf er leikkona og leikskáld, að
leyfa þessu að ganga í gegn.
Sök sér ef farið er á hundavaði
yfir bókina, ef þrátt fyrir það
stendur eftir góð kvikmynd á sín-
um eigin forsendum, en hér er því
ekki fyrir að fara. Myndin er á all-
an hátt ótrúlega yfirborðskennd,
tilgerðar- og tætingsleg.
Khouri hefur fengið til liðs við
sig hóp frábærra leikkvenna sem,
skiljanlega, tekst ekki að koma
miklu frá sér, enda handritið og
persónurnar mjög klénar. Mér
fannst Sandra Bullock fínt val í
Siddulee, þar sem mér fannst hún
hálfleiðinleg og væmin persóna í
bókinni. Ashley Judd stóð sig vel
sem Vivi Abbott á yngri árum, og
Ellen Burstyn var einmitt einsog
ég hafði ímyndað mér Vivi eldri. Ó,
hvað það hefði orðið gaman að sjá
þær rúlla upp einni vel skrifaðri
Vivi Abbott, eins og hún á skilið.
Maggie Smith, Shirley Knight og
Fionnula Flanagan leika vinkon-
urnar og fá litlu úr að moða, rétt
eins og aðrir. Auk þess virðist flest
við myndina sanna að Khouri er
ekki góður leikstjóri, alla vega
vantar algerlega að hún noti
myndavélina á áhrifaríkan eða
áhugaverðan hátt.
Þessi mynd ætti því að vera
bæði aðdáendum rithöfundarins
Rebeccu Wells og öðrum sem
kunna vel að meta góðar kvenna-
myndir og fínar leikkonur, sár von-
brigði.
Heldur
þunnar
systur
Leikarahópurinn í The Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood er frábær
en hefur úr litlu að moða, að mati Hildar Loftsdóttur.
Hildur Loftsdóttir
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111