Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 9

Morgunblaðið - 23.10.2002, Side 9
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fæða hákarlsins er fjölbreytt, það kom vel í ljós þegar skorið var á maga hans. Á myndinni halda þeir félagar, Jör- undur Svavarsson, Halldór Pálmar Halldórsson og Hildibrandur bóndi, á sýnum úr ýmsum dýrategundum sem fundust í maga hákarlsins, eins og hrognkelsi, selshamur, selshreifar og fiskar í heilu lagi. MARGIR telja að afurðir sem unnar eru úr hákarli eins og úr lifur og brjóski hafi jákvæð áhrif á ýmsa menningarsjúkdóma sem hrjá mannkynið. Stöðugt fleiri leita sér hjálpar með því að borða töflur sem unnar eru úr hákarli og telja að þær geri sér gott t.d. gegn krabbameini. En eru einhverjar sannanir fyrir lækningamætti hákarlsins? Svo er ekki enn. Nú eru hafnar rannsóknir á efna- samsetningu dýrsins. Rannsóknirn- ar hófust í fyrra hjá Líffræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við vís- indamenn í Kanada, Bandaríkjun- um, Taívan og í fleiri löndum. Á dög- unum voru staddir í Bjarnarhöfn tveir menn frá Líffræðistofnun í þeim tilgangi að taka sýni úr hákörl- um sem þangað höfðu borist. Jör- undur Svavarsson, annar þeirra, sagði að hákarlinn væri mjög merki- leg skepna og væri löngu kominn tími til að rannsaka hann nánar. Rannsókn þeirra felst í því að taka ýmiss konar sýni úr hákörlum sem verða síðan rannsöknuð meira, hér heima og erlendis. Það sem verið er að kanna eru lifnaðarhættir hákarls- ins, leitað er upplýsinga um tímgun- arhætti hans, fæðu hans, mengandi efni í dýrinu og sníkjudýr sem á hann sækja. Eins verða skoðuð erfðaefni og reynt að finna skyld- leika þessara einstaklinga við aðra hákarla sem lifa í fjarlægari höfum og einnig við önnur dýr. Samstarf við erlenda vísindamenn Jörundur segir að Líffræðistofnun sé í samstarfi við vísindamenn í öðr- um löndum og sýni eru send út til rannsókna. Þegar upp verður staðið verða fjölmargir aðilar búnir að skoða sýnin í margvíslegum tilgangi. Jörundur segir ennfremur að í há- karli finnist ekki æxlisvöxtur þ.e. krabbameinsfrumur. Það þykir mjög merkilegt og nauðsynlegt að rann- saka erfðaefnin betur og vita hvort niðurstöðurnar geti ekki leitt til þess að ráð verða fundin sem hafa lækn- andi áhrif eða fyrirbyggjandi m.a. á krabbamein. Rannsóknirnar hafa staðið í meira en ár og tekin hafa verið sýni úr 20 hákörlum sem hafa veiðst víða í kringum landið og lent í höndum Hildibrandar í Bjarnarhöfn. Að sögn Jörundar hefði þetta verkefni ekki orðið að veruleika nema með tilstilli Hildibrandar, sem hefur verið lykil- maður við að útvega hákarla til rann- sóknanna. Rannsaka hákarlinn í Bjarnarhöfn Stykkishólmi. Morgunblaðið. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 9 HARÐUR árekstur tveggja bifreiða varð snemma í gær- morgun á Vesturlandsvegi við Grafarvog en alvarleg slys urðu ekki á ökumönnunum sem voru einir hvor í sínum bíl. Tildrög slyssins voru þau að annar bíllinn fór yfir á öfugan vegarhelming með þeim afleið- ingum að hann lenti á aðvífandi bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Sá síðarnefndi skall á ljósa- staur og varð að fjarlægja báða bíla með krana. Vesturlandsvegi var lokað í klukkustund meðan lögreglan athafnaði sig á vettvangi og var umferð beint um Hafravatns- veg uns henni var hleypt á að nýju. Hlutust af talsverðar taf- ir. Harður árekstur á Vestur- landsvegi Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir Samkvæmisdress, stuttir og síðir kjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Glæsileg gjöf! Súkkulaði-, krydd- og piparkvarnir frá WILLIAM BOUNDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.