Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Lárus Sumarliða-son fæddist í Stykkishólmi 21. nóv- ember 1914. Hann andaðist á hjúkrunar- heimilinu Garðvangi í Garði 13. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún R. Sigurðardóttir, f. 12. júlí 1880, d. 28. janúar 1952, og Sumarliði Einarnsson, f. 25. júlí 1889, d. 18. september 1972. Lárus var fjórði elsti í röð tíu alsystk- ina, eftirlifandi er Salvör, einnig átti hann tólf hálfsystkini. Lárus hóf búskap 1938 með Guð- nýju Ólafíu Einarsdóttur, f. í Klapparkoti í Miðneshreppi 20. október 1917. Börn þeirra eru: Guðrún Ágústa, f. 9.9. 1938, maki Marinus Schmitz og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn, Sigríður, f. 11.2. 1941, d. 17.11. 1945, Lárus Ólafur, f. 27.5. 1947, maki Ingi- björg Magnúsdóttir og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn, fyrir átti Lárus dótt- urina Steinunni M., f. 11.7. 1937, maki Haukur S. Jónsson og eiga þau fimm börn og níu barnabörn. Lárus stundaði al- menna verkamanna- vinnu frá unga aldri, eða þar til hann hóf eigin útgerð árið 1945. Lárus og Ólafía bjuggu lengst af á Baldurs- götu 8 í Keflavík, en fluttu á Að- algötu 5 í Keflavík árið 1991. Síð- ustu 15 mánuðina dvaldi hann á Garðvangi í Garði. Útför Lárusar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Með hlýhug og virðingu kveð ég elskulegan tengdaföður. Tengdaföður sem var mér meira, hann var í senn vinur minn og faðir, hann var afi barnanna minna, hann tók þátt í öllu með okkur bæði á sorgar- og gleði- stundum, hann fylgdist vel með fjöl- skyldu sinni og bar hag hennar ávallt í brjósti. Afi Lalli var af kynslóð sem mundi tímana tvenna. Okkar kynni hófust fyrir hartnær 38 árum og er sá tími búinn að vera mér dýrmætur, en ekki vorum við alltaf sammála og gátum við oft „pirrað“ hvort annað en alltaf sýndi hann mér elsku sína og vonandi ég honum. Það var ánægjulegt í des- ember árið 1991 er þau fluttu í nýja og glæsilega íbúð fyrir aldraðra að Að- algötu 5, má segja að þá hafi hafist nýr kafli í hans lífi því þangað fluttust líka fleiri fjölskyldur og var ánægju- legt að sjá hvað honum leið vel með þessum nýju ábúendum. Þegar Púttklúbburinn var stofnað- ur fór hann að pútta, þar átti hann margar ánægjustundir og púttaði á meðan heilsan leyfði. Fyrir um þremur árum fór að bera á heilsubresti hjá afa Lalla og fóru þá erfiðir tímar í hönd, fyrir 15 mánuð- um fékk hann inni á hjúkrunarheim- ilinu Garðvangi í Garði þar sem hann fékk þá bestu umönnun sem hægt er að hugsa sér og sendi ég kærar þakk- ir til allra sem þar starfa því það er al- veg ómetanlegt að vita aðstandendur sína í góðum höndum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín tengdadóttir. Elsku afi. Nú hefur þú tekið stefn- una á önnur mið. Það er sárt fyrir okkur sem eftir stöndum og hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur en tími þinn var kominn. Það eru margar minningar sem streyma fram frá bernskuárunum þegar við komum til ykkar ömmu á Baldursgötuna í Kefla- vík og síðar á Aðalgötu 5. Þið amma voruð ótrúlegir gestgjaf- ar og sáuð til þess að fjölskyldan hitt- ist reglulega. Þá tilheyrði að spila- stokkarnir voru dregnir fram og afi naut þess að spila við okkur „ólsen ól- sen“ um leið og hann kenndi okkur spilakúnstirnar. Ég flutti til Keflavíkur fyrir tveim- ur árum síðan og stundirnar með afa þegar hann kíkti við hjá mér eftir „pútt“ voru ómetanlegar og dýrmæt- ar. Hann var jafnan hress og kátur og gladdist yfir að ég væri komin til Keflavíkur með fjölskyldu mína, þá hefði hann mig nær sér. Ósjaldan sátu þeir saman, hann og Viktor Smári við eldhúsborðið og var fróðlegt að fylgj- ast með þeim samverustundum. Afi hafði gaman af að sjá Viktor Smári sinna heimalærdómnum og fræddi hann um leið um lífið, sagði honum reynslusögur frá skólagöngu sinni sem var þó fremur lítil því hann fór snemma að vinna fyrir sér. Síðustu dagarnir í lífi þínu voru þér erfiðir þar sem heilsu þinni hrakaði óðfluga. Ég hafði tækifæri til að sitja hjá þér, spjalla við þig og finna nær- veru þína og er ég þakklát fyrir það. Elsku afi. Ég trúi því að við eigum eft- ir að hittast aftur. Hafðu það sem best þangað til. Kannski þú takir í spil eins og þú hafðir svo gaman af. Ég sé þig fyrir mér með átturnar þínar. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka starfsfólki Garðvangs fyrir ein- staka umönnun og hlýju í okkar garð. Ég bið Guð að styrkja ömmu og okk- ur öll þegar við stöndum nú í þeim sporum að kveðja afa. Þín Viktoría Marinusdóttir. Nú þegar ég sest niður til að minn- ast elskulegs afa míns, Lárusar Sum- arliðasonar, koma margar skemmti- legar og góðar minningar í hugann. Afi minn fæddist í Stykkishólmi og ólst upp í stórum systkinahópi. Hann fékk snemma að kynnast lífsbarátt- unni. Hann sagði mér frá því að hann hefði ungur verið sendur í sveit sem hann kunni frekar illa og strauk því úr vistinni oftar en ekki. Fyrir fermingu var hann búinn að ráða sig á skútu sem reyndist honum erfiður skóli. Einhverju sinni var hann svo þreytt- ur og uppgefinn að hann sofnaði ofan í súpuna sína. Snemma lærði hann handtökin til sjós enda var hann handfljótur með afbrigðum og má segja að hnífurinn hafi verið hálfgró- inn í lófa hans. Eftir fermingu lá leið hans suður til Keflavíkur þar sem hann var búinn að fá pláss á báti. Ferðin frá Hafnarfirði til Keflavíkur tók hann tvær klukku- stundir. Þegar komið var til Keflavík- ur var hann síðan látinn bíða ásamt öðrum vertíðarmönnum eftir útgerð- armanninum. Útgerðarmaðurinn kom um síðir og þegar hann leit á afa brá honum í brún, bað Guð að hjálpa sér hvað hann ætti að gera með svona barn í vinnu. Það varð þó úr að afi fékk að prófa einn veiðitúr til reynslu. Á leiðinni í land eftir þennan túr tók afi eftir því að hann hafði gleymt sjó- stakknum sínum í bátnum og lét vita af því þar sem hann var þess fullviss að hann fengi ekki að fara aðra ferð. Var honum þá sagt að það væri í lagi – hann yrði kyrr og færi hvergi. Í lok vertíðar þegar afi hafði hugsað sér að snúa heim var það ekki tekið í mál þar sem útgerðarmaðurinn vildi ekki missa hann úr vinnu. Afi var hluti af lífi mínu svo langt sem ég man af minni bernsku. Fyrsta bílferðin mín sem bílstjóri, þá tveggja ára polli, endaði á bílskúrshurðinni heima hjá ömmu og afa. Minningarn- ar um brjóstsykurinn í bílnum sem var geymdur á vísum stað. Allsnægtir alheimsins í mínum huga voru að finna í köldu geymslunni hjá ömmu og afa í kjallaranum á Baldursgötu 8. Þær samanstóðu af gosi í þartilgerð- um kassa, ávöxtum og kökum. Fyrsta veiðiferðin var farin með afa þar sem ég veiddi með því að leggja stöngina frá mér og draga girnið inn á hönd- unum. Þá var afa mínum skemmt. Ég gleymi seint orðum afa þegar hann sagði „komum á rúntinn nafni“. Í þeim ferðum okkar var farið í þrjú til fjögur sveitarfélög og mannlífið skoðað. Vikuna áður en hann lést rifj- uðum við sérstaklega upp síðustu ferðina okkar þar sem undirritaður var nú við stýrið. Á æskuárum mínum kom fjölskyld- an jafnan saman á heimili ömmu og afa á Baldursgötunni. Aðfangadags- kvöldin hjá þeim eru ógleymanleg, með þeirri eftirvæntingu sem til- heyrði, mat, ljósum og öllum jólagjöf- unum sem huldu litla jólatréð þeirra ömmu og afa. Sjómannadagurinn er annar stór dagur í minningunni. Afi tók þátt í honum af lífi og sál og lengi vel sá hann um að skipuleggja hátíðahöldin í kringum hann. Eitt sinn er ég var á göngu með manni sem þekkti afa frá fyrri tíð sagði hann við mig orð sem seint líða mér úr minni og eru vitnisburður um afa minn „ef þú nærð að líkjast honum afa þínum aðeins þá ertu heppinn“. Ég vil þakka afa mínum samfylgd- ina og allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég bið Guð um að styrkja ömmu mína nú við fráfall hans. Guð blessi minningu afa míns, Lár- usar Sumarliðasonar. Lárus S. Marinusson (Lalli, Lillu, Lalla Sum.) Elsku afi Lalli. Nú ertu horfinn á braut og þó að það væri erfitt að sjá á eftir þér til þinna nýju heimkynna þá skildir þú eftir það mikið af eftir- minnilegum og góðum minningum að það slær á sorgina. Hugurinn reikar og við sjáum þig fyrir okkur á Bald- ursgötunni, niðri í fiskbúð, síðar á Að- algötunni og á fullu í púttinu. Því áhugamáli fórstu að sinna á efri árum. Það var sjaldan rólegt á Baldurs- götunni, enda varst þú athafnamaður mikill og unnir sjónum heitt. Sjó- mannadagarnir voru eitt af því sem öll fjölskyldan tók þátt í og var hvergi slegið slöku við. Svo ekki sé talað um jólin en þú varst mikið jólabarn. Mér finnst ég hafa verið óskaplega rík að eiga þig sem afa og að fá að hafa þig svona lengi, þannig að mín börn hafa fengið að kynnast langafa sem er ómetanlegt. Enda leið ekki sá dagur á meðan heilsan leyfði að þú kíktir ekki í kaffi hjá okkur, bara rétt til að fá fréttir af okkur og börnunum. Elsku afi Lalli, þá er komið að leið- arlokum og efast ég ekki um að vel hafi verið tekið á móti þér hinumegin enda margir sem hafa beðið eftir þér. Nú veit ég fyrir víst að lítil stelpa hef- ur verið alsæl að komast í fangið á langafa sínum og þú passar hana fyrir okkur. Minningin um þig mun lifa með okkur. Þitt barnabarn Anna Lilja og fjölskylda. Elsku afi Lalli. Mikið er erfitt að kveðja þig. Við áttum margar ánægjustundir saman og minningin um þær hjálpa mér að takast á við sorgina. Margt var brallað á Baldó og gott að leita til þín með alla hluti. Kappsamur varstu, þá sérstaklega í spilum, gátum við setið löngum stundum og svindlað á hvor öðrum í „olla olla“, og ekkert var eins gaman og að vinna þig. Með þessum fáu orðum kveð ég þig, afi minn, og bið Guð að geyma þig. Guðni Lár. LÁRUS SUMARLIÐASON Útför móður okkar og tengdamóður, KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Fellsmúla 6, fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 25. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Grensáskirkju eða Hjálparstarf kirkjunnar. Auður Anna Pedersen, Guðmundur Kjartansson, Einar Ole Pedersen, Helga Hannesdóttir, Bendt Pedersen, Kolbrún Guðjónsdóttir, Halldór Kristinn Pedersen. Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, LÁRUS SUMARLIÐASON, Garðvangi, Garði, áður Aðalgötu 5, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, miðvikudaginn 23. október, kl. 14.00. Guðný Ólafía Einarsdóttir, Lárus Ólafur Lárusson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Guðrún Ágústa Lárusdóttir, Marinus Schmitz, Steinunn M. Lárusdóttir, Haukur S. Jónsson, barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, SIGURÐUR L. TÓMASSON, Hverabakka, Hrunamannahreppi, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 21. október. Svava Sveinbjarnardóttir. Einstakir legsteinar Úrval af útistyttum á leiði Englasteinar Legs teinar og englastyttur Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566 Útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLA ÓLAFSSONAR, Glæsibæ 4, Reykjavík, fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 25. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Reykjavíkurdeild SÍBS. Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Margrét Gísladóttir, Haukur Halldórsson, Grettir Gíslason, Sigríður Magnúsdóttir, Guðrún Kristín Antonsdóttir, barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, Austurvegi 34, Seyðisfirði, áður til heimilis á Kirkjuvegi 57, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laug- ardaginn 26. október kl. 14.00. Sigurður Magnússon, Þórunn Sigurðardóttir, Finnur Jónsson, Magnús Helgi Sigurðsson, Ásdís Sigurðardóttir, Sveinn Valgeirsson, Ólafur Már Sigurðsson, Sigrún K. Ægisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir minn, HAUKUR ANTONSEN, Víðinesi, sem andaðist föstudaginn 18. október, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 24. október kl. 15.00. Sesselja Antonsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.