Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINN af félagsmönnum í Félagi eldri borgara Reykjavík hefur stefnt ríkinu vegna skattlagning- ar lífeyrisgreiðslna. Þetta kom fram á blaða- mannafundi Félags eldri borgara í gær. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær- morgun en fram kom á fundinum að hér er um prófmál að ræða og hefur stjórn FEB falið lög- manni félagsins að annast allan málarekstur. Þess er krafist í stefnunni að álagning tekju- skatts stefnanda árið 2002 vegna tekjuársins 2001 verði felld úr gildi en með henni hafi lífeyris- greiðslur viðkomandi verið skattlagðar með al- mennu tekjuskattshlutfalli, þ.e. 38,78% skatti, og eigi það bæði við um inngreidd iðgjöld og uppsafn- aða vexti. Samkvæmt lögum um fjármagnstekju- skatt frá 1996 skuli hins vegar greiða 10% skatt af öllum öðrum fjármagnstekjum en vöxtum af ið- gjöldum í lífeyrissjóðum, s.s. vöxtum, arði, leigu og söluhagnaði. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara, segir að hér sé um gamalt baráttumál félagsins að ræða. „Við höfum lengi talið að ávaxtanahluti líf- eyrisgreiðslna, þ.e. iðgjöld og uppsafnaðir vextir, séu fjármagnstekjur,“ segir Ólafur. „Þegar einn af okkar félagsmönnum fer í einkamál og stefnir rík- inu styðjum við þann félagsmann siðferðilega og málefnalega eins og við getum.“ Í stefnunni er byggt á því að mismunandi skattaprósenta á samkynja tekjur, þ.e. fjármagns- tekjur, feli í sér mismunun sem ekki fái staðist nema málefnaleg sjónarmið liggi að baki. Slík að- greining mismuni stefnanda en honum hafi verið skylt samkvæmt lögum að greiða í lífeyrissjóð. Í öðru lagi er byggt á því að skattareglurnar mismuni stefnanda og að áður en fólki varð skylt að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð, hafi aðrir en launþegar getað lagt fyrir til efri áranna, t.d. með því að fjárfesta í hlutabréfum. Stefnandi, sem hafi verið launþegi, hafi ekki haft þetta val og standi nú frammi fyrir því að greiða 10% skatt af öllum fjármagnstekjum öðrum en ávöxtunarhluta lífeyrisgreiðslna. Brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar Þá er í þriðja lagi byggt á því að stefnanda sé mismunað eftir efnahag. Stefnandi, sem hafi ekki átt fjármuni umfram það sem gengið hafi til fram- færslu og lagt hafi verið til iðgjaldagreiðslu, greiði almennan tekjuskatt af útborguðum lífeyri, þ.m.t. vöxtum. Hinum efnameiri sé hins vegar með umræddum skattareglum gefinn kostur á að ávaxta fé umfram það sem þurfi til framfærslu og iðgjaldagreiðslu og greiða af því lægri skatt, þ.e. 10% fjármagns- tekjuskatt. Engu skipti þótt þeir hafi áður greitt almennan tekjuskatt af því fé sem síðar hafi verið fjárfest í öðru fjármagni. Ólafur sagði að grundvallaratriðið væri sú laga- skylda sem hvílt hefði á stefnanda, að greiða í líf- eyrissjóð, en vegna hennar og efnahags hans hefði hann ekki haft neitt val í því sambandi. Ólafur seg- ir að því sé haldið fram að þessi mismunun brjóti gegn jafnræðisreglu 65. gr. og eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar svo og 1. gr. I viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu sbr. 14 gr. sátt- málans. Félagsmaður í Félagi eldri borgara stefnir íslenska ríkinu Hárri skattlagningu líf- eyrisgreiðslna mótmælt Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara. ÁRIN 2000 og 2001 komu að með- altali um 1.500–1.600 manns sem höfðu verið beittir líkamlegu ofbeldi (ekki kynferðislegu) á slysa- og bráðadeildina í Fossvogi. Þetta er svipaður fjöldi og hefur leitað þang- að undanfarin ár en eðli ofbeldisins hefur þó breyst á undanförnum ár- um og áratugum. Þá er ofbeldi á heimilum stórt og að miklu leyti dul- ið vandamál og nauðsynlegt að taka það fastari tökum en nú er gert. Þetta kom m.a. fram í máli Brynj- ólfs Mogensen, sviðsstjóra slysa- og bráðasviðs Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, á fundi sem bar yfir- skriftina „Ofbeldi, sýnilegt og falið“ sem haldinn var á vegum samstarfs- hópsins Náum áttum en að honum standa fjölmörg félagasamtök og stofnanir auk lögreglunnar. Ofbeldið endurspeglar breytt viðhorf „Á árum áður voru menn slegnir flatir,“ segir Brynjólfur, „en nú eru menn slegnir flatir og í þá sparkað eða þeir lamdir með bareflum. Auk þess hafa hnífar og brotnar flöskur komið til sögunnar en slíkt sást vart hér áður fyrr. Ég get bent á hlið- stæðu: í gömlum vestra voru kannski sýnd ein góð slagsmál í lokin þar sem góði maðurinn sigraði þann vonda. Í kvikmyndum okkar tíma er öllum bardagaaðferðum og vopnum beitt og það endurspeglar kannski þá teg- und af ofbeldi sem við sjáum nú.“ Brynjólfur segir að breytt menn- ing móti vitaskuld viðmið fólks. Lendi menn í því, hver svo sem ástæðan sé, að verða ofbeldishneigð- ir þá sé búið að innprenta í huga manna með alls konar fjölmiðlun allt það sem þar tíðkist að nota. Og þá noti menn sjálfir það sem þeir hafi séð á einn hátt eða annan. Hluti sjúklinga greinir ekki réttilega frá ástæðum áverka Brynjólfur telur að heimilisofbeldi sé stórt og dulið vandamál og segir að taka þurfi betur á því. „Ef menn koma til okkar með áverka og segj- ast hafa verið beittir ofbeldi er það skráð hjá okkur. Ég held á hinn bóg- inn að verulegur hluti sjúklinga sem kemur til okkar gefi upp einhverjar aðrar ástæður, þ.e. að þeir hafi dott- ið, skorið sig fyrir slysni o.s.frv. þótt það sé ekki endilega rétta ástæðan. Við veitum einstaklingi sem hefur verið laminn heima hjá sér alla hefð- bundna aðstoð en við getum ekki kafað ofan í málið á sama hátt og við gerum þegar um kynferðislegt of- beldi er að ræða. Þar er veitt úrvals- góð þjónusta en við höfum ekki sömu möguleika til þess að takast á við of- beldi inni á heimilunum.“ Brynjólfur segist vera þeirrar skoðunar, sem flestir taki reyndar undir, að ef barn alist upp við ofbeldi, t.d. það að móðirin sé beitt reglu- bundnu ofbeldi og sennilega barnið sjálft líka því það vilji fylgjast að, þá verði ofbeldi nánast eðlilegur hluti af lífi barnsins. „Hvernig halda menn að slíkur einstaklingur verði síðar meir? Ef við getum ekki gripið inn í ofbeldi á heimilunum meira en við gerum núna eða haft áhrif á það þá elur þetta ofbeldi auðvitað af sér ofbeldi. Um það eru flestir sammála. Ég er þeirrar skoðunar að það sé skynsam- legast að byrja þarna.“ Geta greint fagfólki frá raunverulegri ástæðu áverka Brynjólfur segir að það þyki í raun ekkert tiltökumál að koma á slysa- og bráðadeildina, þangað komi um fjórðungur þjóðarinnar á hverju ári. „Menn geta auðvitað sagt að þeir séu að fara á slysadeildina vegna ein- hvers áverka enda þótt þeir gefi síð- an upp að um ofbeldisverk hafi verið að ræða þegar þeir komi á staðinn og gætu þá fengið aðstoð svipaða þeirri sem við veitum þegar kynferðisof- beldi á í hlut. Ef við kæmum okkur saman um að styrkja þessa einingu, sem áfallahjálparmiðstöðin er, og gæfum slíku tilraunaverkefni þrjú til fjögur ár er ég viss um að til mikils væri unnið. Þetta þyrfti heldur ekki að kosta svo mikið.“ Ofbeldi á heimilunum stórt og dulið vandamál BÓNUS færði Mæðrastyrksnefnd 25 milljóna króna gjöf í gær í formi 5.000 vörumiða. Mæðrastyrksnefnd mun úthluta miðunum í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar og Ör- yrkjabandalag Íslands. Miðunum verður úthlutað frá byrjun desem- ber næstkomandi og fá handhafar þeirra vörur í verslunum Bónuss en verðgildi hvers miða er 5.000 kr. „Við sem stöndum að Bónusi fæddumst ekki með silfurskeið í munni, við þekkjum hvað það er að berjast,“ sagði Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, er hann afhenti Mæðrastyrksnefnd gjafabréfið í gær. „Það er rík hefð fyrir sam- hjálp í íslensku þjóðfélagi. Þeir sem betur mega sín styðja við þá sem höllum fæti standa.“ Jóhannes sagði að Bónus hefði átt velgengni að fagna á þessu ári og af því tilefni hefði verið óskað eftir samstarfi við Mæðrastyrks- nefnd, Hjálparstarf kirkjunnar og Öryrkjabandalagið um úthlutun vörumiða til íslenskra heimila sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, var viðstaddur afhendinguna og þakkaði Bónusi og öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem færa Mæðrastyrksnefnd og líkn- arsamtökum gjafir. Þá þakkaði hann þeim sem standa að starfi líknarsamtaka. „Þessi gjöf er þörf og mikilvæg áminning til okkar og íslensks samfélags um tilvist þeirra sem neyðast til þess að sækja hjálp til líknarsamtaka,“ sagði Karl. Einu sinni í viku er úthlutað föt- um, matvælum og öðru hjá Mæðra- styrksnefnd. Þegar nær dregur jól- um er opið daglega. Bónus færir Mæðrastyrksnefnd matarmiða að verðmæti 25 milljónir króna Áminning um tilvist þeirra sem minna mega sín Morgunblaðið/Þorkell Við afhendingu gjafarinnar í gær voru meðal annarra viðstaddir Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, Áslaug Jóna Flosadóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, og Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. SKIPST var á skoðunum um fram- kvæmd EES-samningsins og úti- standandi ágreiningsmál, eins og segir í frétt utanríkisráðuneytisins, á 18. ráðsfundi EES í Lúxemborg í gær. Í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra sat Sverrir Hauk- ur Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri fundinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu kemur fram að EFTA/EES- ríkin hafi lagt áherslu á að sam- komulag næðist sem fyrst um aðild þeirra að þremur nýjum stofnunum ESB sem fara munu með málefni á sviði matvælaöryggis, siglingamála og flugmála. Sérstaklega var fjallað um stækk- un ESB og áhrif hennar á EES- samninginn. Voru aðilar sammála um mikilvægi þess að aðild nýju ríkjanna tíu yrði samtímis að EES og ESB. EFTA/EES-ríkin minntu á gildandi fríverslunarsamninga þeirra við umsóknarríkin og lögðu ríka áherslu á að aðild þeirra að ESB hafi ekki í för með sér verri markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Á sérstökum hádegisverðarfundi var skipst á skoðunum um ástand al- þjóðamála. Áhersla á aðild að nýj- um stofn- unum ESB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.