Morgunblaðið - 23.10.2002, Síða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 39
ÍSLENSKAR TENGIGRINDUR
VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21 · Sími 533 2020
www.vatnsvirkinn.is
Heildsala - Smásala
Fyrir 90m2 hús miðað við 75-35°c
hitaveitu, 70-30°c hringrásarkerfi og 30%
frostlög.
Samsett: 99.600 Krónur
Ósamsett: 93.026 Krónur
Íslenskar Tengigrindur Fyrir Íslenskar Aðstæður
Fyrir allt að 50m2 miðað við 75-35°c
hitaveitu, 70-30°c hringrásarkerfi og 30%
frostlög.
Samsett: 70.997 Krónur
Ósamsett: 66.067 Krónur
Auðvelt er að breyta afstöðu tengistúta, t.d. eftir þörfum Orkuveitu Reykjavíkur.
Tengigrindurnar eru sérstaklega fyrirferðarlitlar, einungis 65cm á breidd og 75cm á hæð.
Fyrirlestur í heimspekideild
Freeman Boyd flytur fyrirlestur á
vegum heimspekideildar fimmtu-
daginn 24. október kl. 17.15 í stofu
101 í Odda. Fyrirlesturinn verður
fluttur á ensku og er öllum opinn.
Efni fyrirlestursins er: búskapur,
menning og flóttinn úr sveitunum.
Freeman Boyd er bóndi í Ontario í
Kanada jafnframt því sem hann
kennir heimspeki við Guelph-
háskóla þar í landi. Í þessum fyr-
irlestri mun hann einkum beina at-
hyglinni að flóttanum úr sveit-
unum, lýsa skoðunum sínum á
byggðaröskun og byggðaþróun.
Menningar- og friðarsamtök ís-
lenskra kvenna funda Menning-
ar- og friðarsamtök íslenskra
kvenna halda almennan félagsfund
fimmtudaginn 24. okóber kl. 20 í
MÍR-salnum, Vatnsstíg 10.
Frummælandi fundarins er Elías
Davíðsson, tónskáld og bar-
áttumaður fyrir friði og mannrétt-
indum. Á fundinum mun hann
ræða grundvöll stórveldis Banda-
ríkjanna í erindi sem nefnist „Stoð-
ir heimsvaldastefnu Bandaríkj-
anna“, verður Írak tekið sem
dæmi, segir í fréttatilkynningu.
Fundurinn er öllum opinn.
Brjóstamjólk og brjóstagjöf:
þekking og þróun Endurmennt-
unarstofnun Háskóla Íslands, í
samvinnu við Miðstöð heilsuvernd-
ar barna, Miðstöð mæðraverndar,
kvennadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss og vökudeild Barnaspít-
ala Hringsins, býður dagana 24.–
25. október upp á námskeiðið
Brjóstamjólk og brjóstagjöf: þekk-
ing og þróun.
Tveir erlendir fyrirlesarar halda
erindi á námskeiðinu, þau Lars
Åke Hanson, barnalæknir og
ónæmisfræðingur sem hefur stund-
að rannsóknir á áhrifum brjósta-
mjólkur á ónæmiskerfi hins ný-
fædda barns, og Felicity Savage,
barnalæknir sem hefur unnið að
eflingu brjóstagjafar um allan heim
og verið í átaksverkefni Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar og
Barnaheillar Sameinuðu þjóðanna
um barnvæn sjúkrahús. Mun hún
m.a. kynna alþjóðlega stefnumörk-
un hvað varðar brjóstamjólk og
stuðning við mæður með börn á
brjósti. Auk þeirra eru íslenskir
kennarar sem fjalla m.a. um stöðu
brjóstagjafar á Íslandi, rannsóknir
hér á landi, íslenskan lagaramma
og stefnumörkun næstu árin.
Námskeiðið er opið öllu áhugafólki
um lýðheilsu og öfluga heilsuvernd
barna, s.s. læknum, hjúkr-
unarfræðingum, ljósmæðrum og
öðrum fagaðilum. Nánari upplýs-
ingar um námskeiðið er að finna á
vefslóðinni http://www.endur-
menntun.hi.is.
Kynjafornleifafræði Kvennafrí-
daginn fimmtudaginn 24. október
kl. 12–13 flytur Steinunn Kristjáns-
dóttir fornleifafræðingur fyr-
irlestur á rabbfundi Rann-
sóknastofu í kvennafræðum í stofu
101 í Lögbergi, Háskóla Íslands.
Steinunn kynnir þar kynja-
fornleifafræði sem er grein innan
hefðbundinnar fornleifafræði.
Steinunn segir m.a. frá nokkrum
rannsóknum sem hafa verið gerðar
í nágrannalöndum okkar og gefa
dæmi um hvernig nýta megi kynja-
fornleifafræði við rannsóknir hér-
lendis.
Tjáning barna með tónum og
töktum Námskeið verður hjá End-
urmenntun um hvernig hægt er að
tengja saman munnlega frásögn,
leikræna tjáningu og dans til þess
að efla og aga sköpunarmátt og
sköpunargleði hjá börnum, fimmtu-
daginn 24. október kl. 16.30–19.30.
Kennari er Sólveig Hauksdóttir,
kennari við KHÍ, hjúkrunarfræð-
ingur og kennari í afrískum döns-
um. Námskeiðið fer fram bæði í
fyrirlestrarformi og með verkleg-
um æfingum og eru verkefnin sótt
í hefðbundinn afrískan dans, sögur
og ljóð og eigin sköpunarverk.
Skráning fer fram á vefslóðinni
www.endurmenntun.is eða í síma.
Fátækt kvenna Stjórn UNIFEM
á Íslandi efnir til morgunverð-
arfundar í Víkingasal Hótel Loft-
leiða fimmtudaginn 24. október, í
tilefni dags Sameinuðu þjóðanna.
Morgunverðurinn verður reiddur
fram kl. 7.45 og dagskráin hefst kl.
8.15 og lýkur kl. 9.30.Yfirskrift
fundarins er fátækt kvenna.
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir,
formaður UNIFEM á Íslandi, set-
ur fundinn. Ávarp flytja: Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráðherra, Sig-
hvatur Björgvinsson,
framkvæmdastjóri Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands, og Harpa
Njáls, sérfræðingur hjá Borg-
arfræðasetri. Fundarstjóri er Ása
Kolka Haraldsdóttir.
Hægt er að skrá sig á fundinn með
tölvupósti, netfangið er unifem-
@unifem.is og verða þá tekin frá
sæti. Morgunverðurinn kostar kr.
2.000 og rennur ágóði af fundinum
til þróunarverkefna á vegum UNI-
FEM, segir í fréttatilkynningu.
Ráðstefna um konur og alþing-
iskosningar Kvenréttindafélag Ís-
lands heldur ráðstefnu undir yf-
irskriftinni: Ímynd kvenna í
stjórnmálum og hvernig hún gagn-
ist þeim í prófkjörum. Ráðstefnan
verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíur
fimmtudaginn 24. október kl. 20–
22. Fyrirlesarar verða m.a. Arna
Schram blaðamaður og Rósa Er-
lingsdóttir, jafnréttisfulltrúi Há-
skóla Íslands, síðan verða pall-
borðsumræður, þar sitja fyrir
svörum formenn þingflokkanna.
Fundarstjóri verður Sigríður Lilly
Baldursdóttir, fyrrverandi formað-
ur Kvenréttindafélags Íslands. All-
ar frekari upplýsingar eru á skrif-
stofu KRFÍ, sími eða á netfang,
krfi@krfi.is.
Fræðslufundur um makamissi
Ný dögun, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, heldur fræðslufund
fimmtudagskvöldið 24. október kl.
20–22 í Fossvogskirkju í samvinnu
við Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæmi og prófastsdæmin
í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir. Elísabet Berta
Bjarnadóttir félagsráðgjafi heldur
fyrirlestur undir yfirskriftinni:
„Makamissir við andlát og skilnað.“
Boðið er upp á umræður og fyr-
irspurnir að kaffihléi loknu og end-
að með stuttri kyrrðarstund.
Vímuvarnarvika á Seltjarnarnesi
Vímuvarnarvika stendur yfir á Sel-
tjarnarnesi sem ýmsir aðilar, s.s.
félagasamtök og stofnanir á Sel-
tjarnarnesi, standa fyrir. Ýmislegt
verður gert til skemmtunar og
fræðslu þessa viku, s.s.: Magnús
Eiríksson og KK verða með
skemmtidagskrá í Gróttusalnum
fimmtudaginn 24. október kl. 20–
22. Fjölskyldutrimm í boði Trimm-
klúbbs Seltjarnarness, laugardag-
inn 26. október. Lagt verður af
stað frá sundlauginni kl. 11 og fá
allir þátttakendur bol að gjöf.
Hressing verður í boði íþrótta-
félagsins Gróttu að loknu hlaupi.
Kynning verður á starfi íþrótta-
félagsins í íþróttahúsinu frá kl. 12–
15. Fjölskylduguðsþjónusta verður
í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn
27. október kl. 11, Sigurður Grétar
Helgason messar. Nemendur Tón-
listarskólans flytja tónlist undir
stjórn Kára Einarssonar. Æsku-
lýðsstarf kirkjunnar sér um út-
varpsútsendingar klukkan 18–22 á
útvarpi EBBA. Frítt er inn á allar
uppákomur vikunnar.
Fjallskil vegna Árs fjalla Á degi
Sameinuðu þjóðanna, fimmtudag-
inn 24. október, kl. 20, verður efnt
til eins konar „fjallskila“ fyrir
verkefnið Ár fjalla 2002 í Salnum í
Kópavogi. Þar verður m.a. kynntar
niðurstöður könnunar á því hvort
Íslendingar eiga sér „þjóðarfjall“
og hvaða fjall það er. Afhent verða
verðlaun í vefsamkeppni um að
þekkja tíu fjöll og verðlaun í sam-
keppni grunnskólabekkja um að
þekkja fjöll og ganga á fjöll. Har-
aldur Örn Ólafsson fjallgöngumað-
ur segir frá hæstu tindum heims
og ljósmyndarar sýna myndir af
fjallalandi sem hugsanlega hverfur
undir vatn á næstu árum. Í and-
dyri verður myndlistarsýning
Kristínar Þorkelsdóttur, Málað á
fjöllum. Allir velkomnir og aðgang-
ur ókeypis. Fjallskilin eru í boði
Landverndar, Náttúrufræðistofn-
unar Íslands og Náttúrufræðistofu
Kópavogs.
Á MORGUN
VG ræður framkvæmdastjóra í
Norðausturkjördæmi Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð í
Norðausturkjördæmi hefur ráðið
Hugin Frey Þorsteinsson í starf
framkvæmdastjóra og mun hann
jafnframt gegna starfi kosn-
ingastjóra.
Huginn hefur starfað lengi innan
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs og meðal annars setið í
stjórn ungliðahreyfingar flokksins
síðastliðin þrjú ár.
Opnun kosningamiðstöðvar Ásta
R. Jóhannesdóttir alþingismaður
hefur opnað kosningamiðstöð í
Pósthússtræti 13, á jarðhæð. Opið
verður alla daga frá kl. 12–18 fram
að prófkjöri Samfylkingarinnar
laugardaginn 9. nóvember. Ásta
Ragnheiður sækist eftir 3.–4. sæti
á prófkjörslistanum.
Heimasíða Ögmundar Jón-
assonar Ögmundur Jónasson, al-
þingisþingmaður og formaður
BSRB, hefur opnað heimasíðu.
Slóðin á heimasíðuna er www.og-
mundur.is.
Á heimasíðunni er að finna greinar
og pistla eftir Ögmund auk þess
sem síðunni er ætlað að verða
vettvangur skoðanaskipta. Fyrsti
pistillinn fjallar um nýafstaðna
ráðstefnu um hnattvæðingu í Há-
skóla Íslands og hugmyndir um að
efla Ísland sem alþjóðlega hug-
myndasmiðju. Nýir pistlar munu
birtast reglulega á heimasíðunni,
segir í fréttatilkynningu.
Í DAG STJÓRNMÁL
SIGURÐUR Demetz Fransson hef-
ur beðið fyrir nokkrar leiðréttingar á
viðtali sem birtist við hann í Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins 20. októ-
ber sl. Eins og fram kom í blaðinu
var viðtalið tekið á síðasta ári og
veitti Sigurður leyfi fyrir birtingu
þess núna en las það ekki yfir.
Í inngangsorðum segir að Sigurð-
ur hafi verið austurrískur við kom-
una hingað til lands en heimahérað
hans, Suður-Týról, tilheyrði Ítalíu á
þeim árum. Þá er haft eftir honum að
heimsstyrjöldin og síðan berklaveik-
in hafi komið í veg fyrir að hann gæti
nýtt hæfileika sína. Hið rétta er að
hann sýktist af berklum árið 1937 en
heimsstyrjöldin skall á 1939 eins og
kunnugt er. Leiðréttist þetta hér
með og er Sigurður beðinn velvirð-
ingar á þessum mistökum og öðrum
atriðum í greininni sem hann er
ósáttur við.
Guðrún Egilson.
Athugasemd
vegna viðtals
NÝLEGA afhenti Kvenréttinda-
félag Íslands alþingismönnum að
gjöf bókina Í gegnum glerþakið. Í
bókinni eru frásagnir, innlendra
og erlendra kvenna af störfum
sínum, m.a. annarra eru þær Vig-
dís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti, Sigríður Lillý Bald-
ursdóttir, fyrrverandi formaður
Kvenréttindafélgsins og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri.
Bókagjöfin er í tilefni af 95 ára
afmæli félagsins, sem var 27. jan-
úar sl.
Morgunblaðið/Þorkell
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tekur við bókinni af Þorbjörgu Ingu
Jónsdóttur, formanni félagsins.
Kvenréttindafélagið af-
hendir Alþingi bókagjöf
VISTVERND í verki, alþjóðlegt
verkefni sem kallast á ensku Global
Action Plan eða GAP, verður með
kynningarfund um verkefnið
fimmtudaginn 24. október kl. 20 á
Ömmukaffi, í Austurstræti 20.
Verkefnið hefur nú fest rætur í 17
löndum og hefur Landvernd umsjón
með því hér á landi. Fólki sem hefur
áhuga á því að taka upp umhverf-
isvænni lifnaðarhætti stendur til
boða að skrá sig til þátttöku í svo-
kölluðum visthópi. Á um það bil
tveggja mánaða tímabili hittist hóp-
urinn svo reglulega og fólk tekur þau
skref sem það er tilbúið til að taka,
með aðstoð handbókar og þjálfaðs
leiðbeinanda. Fólki gefst kostur á að
ræða hugðarefni sín, leggur um-
hverfinu lið, sparar fjármuni með
breyttu lífsmynstri.
Landvernd hefur vistað verkefnið
í eitt og hálft ár. Á þessu tímabili hef-
ur verið gerður samningur við 11
sveitarfélög sem öll hafa staðbund-
inn stjórnanda sem heldur utan um
verkefnið þar, leiðbeinendur hafa
verið þjálfaðir í hverju sveitarfélagi
og hátt í 300 heimili á landinu hafa
tekið þátt.
Landvernd hefur gert samninga
við sex aðila sem styrkja Vistvernd í
verki. Þetta eru Sorpa, Landsvirkj-
un, Toyota, Orkuveita Reykjavíkur,
Fjarðarkaup og umhverfisráðuneyt-
ið. Samstarfið er tvíþætt, annars
vegar styrkja þessir aðilar verkefnið
og taka þátt í að móta starfið og hins
vegar nýta þeir samstarfið til að
sinna ýmsum umhverfismálum hjá
sér, m.a. með því að bjóða starfs-
mönnum sínum að taka þátt í vist-
hópum, segir í fréttatilkynningu.
Fyrir stuttu var tekinn í notkun
kynningarbás fyrir verkefnið. Bás-
inn hefur verið bæði á umhverfisráð-
stefnum og í verslunarhúsnæðum.
Léttar veitingar verða í boði og
eru allir velkomnir, aðgangur er
ókeypis. Nánari upplýsingar um
verkefnið er að finna á heimasíðu
Landverndar, www.landvernd.is
Vistvernd í verki
♦ ♦ ♦
GÍDEONFÉLAGIÐ verður með op-
inn fund, einskonar þakkargjörð-
arhátíð, í húsi KFUM&K föstudag-
inn 25. október kl. 20.30 í tilefni
þess að félagið er að gefa þrjú
hundruð þúsundasta eintakið af
Nýja testamentinu eða Biblíunni
hér á landi.
Á meðal þeirra sem ávarpa fund-
inn eru: Ólafur Ragnar Grímsson
forseti, Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra, Karl Sigurbjörnsson
biskup, Betsy Halldórsdóttir kenn-
ari og Sigurður Grétar Sigurðsson
sóknarprestur á Hvammstanga. Tíu
og ellefu ára börn flytja ritning-
arlestur og bænir. Einnig verður
fluttur vitnisburður um áhrif Nýja
testamentisins.
Fundarstjóri verður Sigurbjörn
Þorkelsson forseti Landssambands
Gídeonfélaga á Íslandi. Auk hans
koma fram Gídeonfélagarnir Geir
Jón Þórisson yfirlögregluþjónn,
Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræð-
ingur og Laufey Geirlaugsdóttir
söngkona. Gunnar Gunnarsson pí-
anóleikari og organisti Laugarnes-
kirkju leikur sálma frá kl. 20.10.
Allir velkomnir.
Feðgarnir Þorkell G. Sigurbjörns-
son, fyrsti formaður Gídeonfélags-
ins á Íslandi, 1945–1964, og Sig-
urbjörn Þorkelsson, núverandi
formaður félagsins og fram-
kvæmdastjóri þess 1986–1998.
Opinn
fundur hjá
Gídeon-
félaginu