Morgunblaðið - 23.10.2002, Qupperneq 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 7
HÓPUR fólks, sem undanfarnar vik-
ur hefur staðið fyrir mótmælaað-
gerðum vegna fyrirhugaðra virkjun-
arframkvæmda norðan Vatnajökuls,
pakkaði styttunni af Jónasi Hall-
grímssyni í Hljómskálagarðinum í
Reykjavík inn í ál á mánudagskvöld.
Segir hópurinn að hann leyfi sér
að fullyrða að Jónas hefði aldrei
samþykkt náttúruspjöllin sem nú
eigi sér stað á öræfunum og séu fyr-
irhuguð. Segir hópurinn að Jónas
hafi verið fyrsti umhverfisverndar-
sinninn í nútímaskilningi þess orðs,
því auk þess að hlúa að, rannsaka og
dást að náttúrunni, hafi hann skrifað
fyrstu greinina um umhverfismál
þegar hann skrifaði um að bæta
þyrfti umgengnina við Geysi.
Jónasi pakk-
að inn í ál
Ljósmynd/Jóhann Ísberg
ÓVÆNT sjón blasti við Benedikt
Kristjánssyni bónda á Hólmavaði í
Aðaldal er hann átti leið um veginn
að bænum sl. laugardag, en það var
ær með tvö nýfædd lömb í snjónum
við heimreiðina.
Þessu hafði enginn átt von á, en
það var forystuærin Móra sem er
tíu vetra sem þarna hafði borið
tveimur lömbum, hrút og gimbur.
Hrúturinn var hress og hljóp í
snjónum en gimbrin, sem er minni,
var veikburða og hefði að sögn
Benedikts ekki lifað lengi hefði hún
ekki komist í hús og fengið að-
hlynningu.
Þessir hvítu tvílembingar hennar
Móru hafa verið nefnd Snæfinnur
og Snædís og munu eflaust verða
ungu heimasætunni á Hólmavaði,
henni Rut Benediktdóttur, ánægju-
gjafi á komandi vetri í fjárhús-
unum. Á myndinni eru Benedikt
Kristjánsson og Rut Benedikts-
dóttir með nýfæddu lömbin á
Hólmavaði ásamt forystuánni
Móru.
Morgunblaðið/Atli
Nýfædd
lömb í
fyrsta
snjónum
Laxamýri. Morgunblaðið.
Á FYRSTU níu mánuðum ársins
fluttu 46 fleiri til landsins en frá því.
Á sömu mánuðum í fyrra fluttu hins
vegar 1.051 fleiri til landsins en frá
því.
Meginskýringin á þessu er sú að
færri erlendir ríkisborgarar hafa
flutt til landsins í ár en í fyrra. Það
sem af er árinu hafa 1.629 erlendir
ríkisborgarar flutt til landsins en á
sama tíma í fyrra voru þeir 2.017.
Eftir sem áður fjölgar erlendum
ríkisborgurum á Íslandi, en aðfluttir
erlendir ríkisborgarar voru 738 fleiri
en brottfluttir. Brottfluttir Íslend-
ingar voru 692 fleiri en aðfluttir. Til
höfuðborgarsvæðisins voru aðfluttir
umfram brottflutta 525. Á lands-
byggðinni fækkaði íbúum vegna bú-
ferlaflutninga um 479. Ekkert land-
svæði utan höfuðborgarsvæðisins
var með fleiri aðflutta en brottflutta.
Flestir fluttu frá Norðurlandi
vestra (115), Vestfjörðum (106) og
Austurlandi (94). Af einstökum
sveitarfélögum fluttust flestir til
Kópavogs (398) og Hafnarfjarðar
(238), en flestir frá Reykjavík (234),
Vestmannaeyjum (64) og Húsavík-
urbæ (51).
Færri útlendingar
flytja til landsins
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
18
11
9
1
0/
20
02
TOYOTA - LYKILL AÐ AUÐVELDUM OG ÖRUGGUM BÍLAVIÐSKIPTUM.
Við þökkum frábær viðbrögð við „Eigð'ann eða leigð'ann“ tilboði okkar, þar sem einstaklingar geta nú í fyrsta skipti á Íslandi
valið um að taka bíl á rekstrarleigu. Toyota býður nú takmarkað magn bílaleigubíla á frábærum kjörum og þú velur hvort þú
kaupir þér bíl til eignar eða tekur hann á rekstrarleigu, án útborgunar. Þú einfaldlega kvittar undir samninginn og ekur af stað.
Þetta er því einstakt tækifæri til að fá sér betri notaðan bíl frá Toyota með auðveldum og öruggum hætti. Komdu strax í dag,
hringdu í síma 570 5000 eða kíktu á www.toyota.is
EIGÐ'ANN
EÐA LEIGÐ'ANN
Nýjung frá Toyota
sem slær í gegn.
Corolla
Skráður: maí, 01
Rekstarleiga á mán. frá: 24.500 kr. m/v 26 mán.
Bílalán á mán. frá: 16.644 kr. m/v 60 mán.*
Verð frá: 1.090.000 kr.
Verð
dæm
iYaris
Skráður: maí, 01
Rekstrarleiga á mán. frá: 19.200 kr. m/v 26 mán.
Bílalán á mán. frá: 12.564 kr. m/v 60 mán.*
Verð frá: 820.000 kr.
Verð
dæm
i Toyota Avensis Terra
Skráður: maí, 01
Rekstarleiga á mán. frá: 29.000 kr. m/v 26 mán.
Bílalán á mán. frá: 20.874 kr. m/v 60 mán.*
Verð frá: 1.370.000 kr.
Verð
dæm
i
*Bílalán miðast við 30% útborgun af kaupverði og 9% verðtryggða vexti með 3,5% stofngjaldi.